Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLÁÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR'19: MAÍ 1994 í 13 Nýbyggt fjölbýlishús með íbúðum fyrir aldraðra afhent í Borgarnesi 24 þjónustu- íbúðir afhentar Borgarnesi - Nýbyggt 24 íbúða fjölbýlishús aldraðra í Borgarnesi hefur verið tekið í notkun. Um er að ræða 24 þjónustuíbúðir með félags- aðstöðu á jarðhæð sem tengd er Dvalarheimilinu og Heilsugæslustöðinni. Er Óli Jón Gunnarsson bæjar stjóri og formaður byggingar- nefndar fjölbýlishúss aldraðra, tók við byggingunni fyrir hönd bygg- ingarnefndarinnar af fram- kvæmdastjóra Hrafnakletts hf., Guðmundi Eiríkssyni, sagði hann meðal annars; „í dag fögnum við merkum áfanga í uppbyggingu öldrunaraðstöðu hér í Borgarnesi, fyrir Borgnesinga og aðra hér- aðsbúa, með því að taka í notkun þetta glæsilega mannvirki. í hús- inu eru 24 þjónustuíbúðir fyrir aldraða, aðstaða fyrir félagsstarf á jarðhæð, auk 6 bílskúra. Þessu til viðbótar er sá ágæti salur sem við stöndum hér í og er byggður og fjármagnaður af Borgarnesbæ og öllum hreppum Mýrasýslu, auk Andakílshrepps, Kolbeinsstaða- hrepps og Eyjahrepps." Rakti Óli Jón síðan aðdraganda og undir- búning byggingarinnar sem hófst vorið 1989. Fyrsta skóflustungan var sjðan tekin í júlí 1992 af for- seta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur. 28 íbúðir seldar Fjölbýlishúsíð er byggt úr for- steyptum einingum frá Loftorku hf. en Loftorka er annar aðilinn, ásamt Byggingafélaginu Borg hf. sem saman standa að Hrafna- kletti hf. sem var aðalverktaki byggingarinnar. Fjölbýlishúsið er hæsta hús sinnar tegundar hér- Morgunblaðið/Theodór NÝJA 24 íbúða fjölbýlishús aldraðra í Borgarnesi sem tengt er dvalarheimilinu og heilsugæslustöðinni. Á innfelldu myndinni taka hjónin Jóhann Waage og Guðrún Björg Björnsdóttir við lyklum að íbúð sinni frá Óla Jóni Gunnarssyni formanni byggingamefnd- lendis. Sex íbúðir eru á hverri hæð, tvær þriggjaherbergja, þijár tveggjaherbergja og ein einstakl- ingsíbúð. Heildargrunnflötur allr- ar byggingarinnar er 2.850 fer- metrar. Daginn eftir að Hrafnaklettur hf. afhenti húsið til byggingar- nefndarinnar var húsið til sýnis almenningi og mætti fjöldi manns til að skoða húsið. Sama dag komu eigendur íbúðanna saman í sam- komusal hússins og tóku þar við lyklum að íbúðum sínum og þáðu armnar. kaffiveitingar. Þá las séra Árni Pálsson úr ritningunni, fór með bæn og blessaði húsið. Allar íbúð- irnar, utan ein þriggja herbergja, eru seldar og hægt hefði verið að selja fleiri tveggja herbergja íbúð- ir ef til hefðu verið. Maríuerlu- ættbálkur sest að ÞRJÚ MARÍUERLUPÖR eru nú í óða önn við hreiðurgerð á þrem stöplum sem liggja i röð utaná húsi einu við Grundargötu í Grundarfirði. „Maríuerla hefur verpt við þetta hús í mörg ár,“ segir Þorvarður Sigurðsson eig- andi hússins. „í fyrstu var þetta bara eitt par sem verpti í á fleka úr mótatimbri, en nú virðist allur ættbálkurinn vera sestur að.“ Börnin horfa áhugasöm á þessar framkvæmdir, en nágrannakett- imir vappa í kring og sleikja útum. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Glerkrukkur með álloki f ýmsum stærðum. Verð áöur frá kr. 650,-. Nú aðeins kr. 455,- m/30% afslætti. inni- og útiborð úr galvaniseruðu stáli. Úti á sumrin, inni á veturnar. AFRICA stóllinn er vandaður og vinsæll. Kr. 3.400,- m/áklæði. CHARBURY er varanleg útskriftargjöf! Rúm, skápar, kommóður, náttborð og kistur. Charbury húsgögnin eru vönduð og eingöngu unnin úr ræktuðum skógi. Charbury er umhverfisvæn og varanleg framtíðareign. Litmynda- listinn er kominn aftur! Hann er yfir 100 sfður og fæst ókeypis. Ný sending er komin. Tryggið ykkur eintak strax. habitat ÖLL HELSTU GREIÐSLUK)ÖR; LAUGAVEGI 13 - SIMI (91) 625870 OPIÐ VIRKA DAGA 10.00 - 18.00 OG LAUGARDAGA 10.00 - 14.00 Habitat international 1964-1994 II if* 1*H H l|pr/| 11 ^ ■ HABITAT ÍSLAND - ENGLAND - FRAKKLAND - SPÁNN - HOLLAND - BELGÍA - MARTINIQUE - SINGAPORE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.