Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 15
NEYTEIMDUR
Morgunblaðið/ Emilía
Staurar með kókos, rindl-
ar og bombur.
Sælgæti
frá Freyju
Sælgætisgerðin Freyja kynnti
vörur sem hafa komið í verslan-
ir sl. mánuði.
Meðal þess sem er nýtt eru
svokallaðir rindlar en það eru
gömlu Freyju-vindlamir í nýjum
búningi. Rindlarnir eru mun
stærri en gömlu vindlamir og
eru þeir seldir í lausu og 200
gramma pokum.
Þá var kynnt ný tegund af
staurum sem eru með kókos.
Kókosnum er blandað saman við
kremið og sáldrað yfir súkkulað-
ið. Loks er svo bomban sem
hvað mesta lukku hefur gert hjá
viðskiptavinum en bomban er
stór kúla fyllt með hvítu núgga
og síðan húðuð með þykku
mjólkursúkkulaði. Bomban er
enn sem komið er eingöngu seld
í lausasölu.
Frissi fríski
að norðan
FRISSI fríski heitir nýr appels-
ínudrykkur sem
KEA kynnti, djús í
2ja lítra fernum
sem hefur verið
seldur á Eyjaijarð-
arsvæðinu frá því
í byijun mars en
væntanlegur er hér
á markað innan
skamms.
Auk Frissa
fríska kynnti smjörlíkisgerð KEA
fljótandi Akra og starfsmenn
brauðgerðarinnar gáfu gestum
að smakka hafrakex. Þá var osta-
meistari íslands, Oddgeir Sig-
urjónsson, á staðnum og kynnti
osta KEA, m.a. ísbúann. Þá var
KEA með þurrkryddað lambakjöt
og vínarpylsur en þær hlutu
hæstu einkunn í sínum flokki í
fagkeppni Meistarafélags kjöt-
iðnaðarmanna.
FRISSI
fríski
Fjallagrasaskinka og
þurrkrydduð bógsteik.
Fjallagrasa-
skinka og
þurrkrydd-
uð bógsteik
Bjallalamb hf. á Kópaskeri kynnti
nýja tegund skinku, fjallagrasa-
skinku, sem er að koma í verslan-
ir. Einnig kynnti fyrirtækið fram-
part af lambi, þurrkryddaða
bógsteik.
Þegar er farið að selja lamba-
steikina fyrir norðan og skinkan
og lambabógurinn verður til sölu
í Fjarðarkaupum og ef til vill víð
ar þegar fram líða stundir.
Umbúðir utan um álegg frá
Fjallalambi hafa tekið stakka-
skiptum og sá Rósa jngólfsdóttir
um þær breytingar. A sýningunni
gáfu starfsmenn Fjallalambs
gestum að smakka á hráu Hóls-
fjallahangikjöti og mæltist það
vel fyrir.
Fjöldi nýjunga kynntur á matvælasýningunni í Kópavogi um helgina
Tíu þúsund manns komu
á sýningima Matur ’94
UM síðustu helgi var haldin stór fagsýning
matvælagreina í Digranesskóla undir yfir-
skriftinni Matur ’94. Að sögn Helga Baldurs-
sonar hjá Iðnþróunarfélagi Kópa- __________
vogs var tilgangur sýningarinnar
að beina sjónum fólks að mikilvægi
matvælagreina í landinu og þeim
framtíðarmöguleikum sem þar er
að finna til atvinnusköpunar.
Við opnun sýningarinnar var frú Vigdísi
Finnbogadóttur, forseta, veitt viðurkenning
fyrir þátt sinn í að kynna íslenska vöru. Sýn-
inguna sóttu um tíu þúsund manns en hún
var haldin í rúmlega 500 fermetra húsnæði
en heildarflatarmál aðalsalar er um 1200 fer-
metrar Þá var 90 fermetra sýningarbás komið
fyrir á miðju sýningarsvæðinu þar sem mat-
reiðslumenn; bakarar, þjónar, kjötiðnaðar-
______ menn og fleiri sýndu listir __________
Möguleikar sin^’„._ +A1.„ Margir sýndu
til atvinnu-
sköpunar
Tugir fyrirtækja tóku
þátt í sýningunni og settu
þjónar upp smækkaða
mynd af veitingastað sem
tengdist þjóðhátíðardeginum. Til sýnis voru
myndir og matseðlar frá forsetaveislum og þjóð-
hátíðarveislum frá lýðveldishátíðinni 1944 og
fram á þennan dag. Bakarar sýndu hvernig
dagurinn gengur fyrir sig í bakaríum og sýndu
ýmis listaverk sem gerð vora úr góðgæti.
Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna kynnti
aðferðir við úrbeiningu og sýndar vora verð-
launavörur úr keppninni Islenskir kjötdagar.
_________ Á fímmta tug kjötiðnaðarmanna
sendi inn vörar í keppnina um Kjöt-
meistara 1994 og það Páll Hjálm-
arsson frá Kjötiðnaðarstöð KEA
sem hlaut titilinn að þessu sinni.
” Matreiðslumeistari ársins var í
fyrsta sinn kjörinn eins og kemur fram annars-
staðar hér á síðunni og hreppti Úlfar Finn-
björnsson titilinn.
Hér á síðunni getur að líta nokkuð af því
sem kynnt var en á næstunni munum við fjalla
um ýmislegt annað sem kom fram á sýningunni.
leikni sína í
matargerð
Verðlaunauppskriftir
Lax og hörpuskel
að hætti Úlfars
matreiðslumeistara
HÉR kemur sýnishom af því sem Úlfar Finnbjömsson matreiðslu-
meistari á Jópatan Livingstone Mávi bauð upp á í Digranesskóla
um helgina. Á laugardaginn verða birtar verðlaunauppskriftirnar í
Oscars-verðlauna samkeppninni.
Uppskriftimar hér hefur Úlfar að-
eins einfaldað fyrir lesendur. Fiskisós-
umar passa með hvaða fiski sem er.
Hann bauð upp á tvær sósur með
forréttinum, aðra birtum við en ekki
var möguleiki að fá uppskriftina hjá
honum af svokallaðri Kerfíls Sabajo-
nesósu sem er hálfgerð eggjasósa
„hún er algjört leyndarmáT1, sagði
hann Þess má geta að um helgina
ætlar Úlfar að bjóða gestum á Jónat-
an Livingstone Mávi upp á sérstakt
tilboð. Verðlaunaréttir fjórir og tveir
réttir að auki verða á 3.600 krónur.
Forréttur fyrir fjóra
200 g laxaflak, roð og beinlaust
1 msk. ólífuolía
200 g hörpuskel með lifur
Sambuca-sósa
2 msk. ólífuolía
'h fenel í litlum bitum
'h msk. fenel fræ
1-2 mínútur. Takið diska undan
grilli og hellið sósu yfir lax.
Berið fram með blönduðu salati
í blaðdeigskörfu ásamt ígulkeija-
hrognum, balugakavíar og rauð-
lauksdressingu.
Sósa með lambakjöti
2 skallottulaukar 'h 1 lambasoð
1 dl hvítvín 1 laukur, smótt skorinn
1 dl sambuca-líkjör 2 dl hvítvín
2'h dl rjómi 2 lórviðarlauf
30 g kalt smjör 'h tsk. rósmarín
salt og nýmalaður pipar 'h tsk. timian
Hitið olíu í potti og látið lauk og
fenel krauma í henni. Bætið í víni
og fenelfræjum. Kryddið með salti
og pipar. Sjóðið niður í síróp en þá
er ijómanum bætt í pottinn og soð-
ið þangað til sósan fer að þykkna.
Að lokum er smjörinu bætt smátt
og smátt í sósuna og hrært í með
sleif á meðan. Eftir það má sósan
ekki sjóða.
Skerið lax og hörpuskel í þunnar
sneiðar og skiptið á fjóra diska.
Penslið lax með ólífuolíu og kryddið
með salti og pipar. Kryddið hörpu-
skelina með salti og pipar og bætið
sósunni á sem Úlfar vill ekki gefa
uppskrift að (nokkurskonar eggja-
sósa). Lesendur verða þá að nota
hina sósuuppskriftina sem Úlfar
segir að sé í góðu lagi. Diskurinn
með réttinum á er settur undir grill-
ið og rétturinn þannig bakaður í
50 g kalt smjör
salt og pipar
8 blöð ferskt basil
Laukur er látinn krauma í olíu
þangað til hann fer að glansa. Þá
er víni og kryddi bætt í pott en
ekki fersku basilinu. Þetta er soðið
niður í síróp. Þá er soðinu bætt
saman við og sósan soðin niður um
helming. Sósan er þykkt lítillega
með smjörbollu og soðin við vægan
hita í 20 mínútur. í lokin er smjöri
bætt í sósuna og eftir það má hún
ekki sjóða.
Lambakjötið sjálft er kryddað
með salti, pipar, hvítlauk og blóð-
bergi og látið liggja í 2 klukku-
stundir með smá ólífuolíu. Grillið
kjötið eftir smekk og berið fram
með blönduðu grænmeti og kartöfl-
um. ■
Morgunblaðið/Þorkell
Tvöfaldur Oscars-
verðlaunahafi
Úlfar Finnbjörnsson matreiðslu-
meistari ársins 1994 ásamt þeim
Sæmundi Kristjánssyni og Stef-
áni Viðarssyni sem lentu í öðru
og þriðja sæti.
Úlfar varð einnig tvöfaldur Osc-
ars-verðlaunahafi um helgina og
á myndinni er hann ásamt dóttur
sinni Selmu Birnu að taka við
verðlaununum. Með honum á
myndinni eru matreiðslumeist-
ararnir Walter G.EJÍ. Riedel og
Guðmundur Itagnarsson sem
einnig hlutu viðurkenningu.
Matreiðslumeistari
ársins 1994
ÞAÐ var mikið um að vera í lífi Úlfars Finnbjörnssonar um síðustu
helgi. Á fimmtudaginn var veitingastaðurinn hans, Jónatan Livingstone
Mávur, valinn einn af 10 bestu veitingastöðum landsins af matarklúbbi
AB bókaforlagsins, á föstudaginn varð Úlfar tvöfaldur Oscars-verð-
launahafi, á laugardaginn þrítugur og á sunnudaginn var hann krýnd-
ur Matreiðslumeistari ársins 1994.
Matreiðslumeistari ársins
1994
Þetta er í fyrsta skipti sem
matreiðslumaður ársins er valinn
og voru þátttakendur á þriðja tug.
Dómarar voru Siegfried Schaber
yfirdómari frá Þýskalandi, Vincent
Bossotto frá Sviss, Ásgeir Erlings-
son, Guðmundur Guðmundsson og
Hilmar B. Jónsson.
Sex keppniseldhús voru reist á
sýningunni Matur ’94. Voru þau
með glerskilrúmi svo að gestir
gátu fylgsj, með. Hófu keppendur
keppni með 20 mínútna fresti og
höfðu 1! tíma til að ljúka verkefn-
inu. Keppendur fengu eftirfarandi
verkefni. Forréttur fyrir fjóra á
diskum og grunnhráefnið var
ferskur hörpufiskur og lax. Þá
áttu matreiðslumeistararnir að
útbúa aðalrétt fyrir fjóra á diskum
og grunnhráefnið var lambafram-
hryggur og lambalifur.
Stig voru gefin fyrir undirbún-
ing, vinnusvæði, faglegan undir-
búning/ uppsetningu og bragð.
Úlfar hlaut hundrað þúsund krón-
ur í verðlaun, áletraða kopar-
pönnu, farandbikar og síðast en
ekki síst heiðurinn.
Oscars-verðlaunin
Fyrstu íslensku Oscars-verð-
launin voru afhent á sýningunni
Matur ’94. Skilyrðið var að nota
íslenskt hráefni og Oscar-soðkraft
i uppskriftina. Barst fjöldi upp-
skrifta til dómara sem voru allir
danskir._ Að lokum voru úrslit
kunn, Úlfar Finnbjörnsson vann
Oscarinn þetta árið en nokkrir
aðrir hlutu einnig viðurkenningu.
Munum_við birta verðlaunaupp
skriftina í Oscars-verðlaunasam-
keppninni á næstunni.
Verðlaunin sem Úlfar fékk sem
Oscars-verðlaunahafi voru ferð til
Kaupmannahafnar fyrir tvo og
Oscars-verðlaunagrip.