Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 11
FRÉTTIR
Islandsvíka í
undirbúningi
í Arósum
Kaupmannahöfn. Morgfunblaðið.
NORRÆNA HÚSIÐ og fleiri aðil-
ar standa fyrir íslandsviku í Árós-
um í lok september, í kjölfar ár-
legrar menningarhátíðar borgar-
innar. Tilefnið er lýðveldisafmæl-
ið. Á dagskrá verður sýning á ís-
lenskri byggingarlist, myndlist-
arsýningar, tónleikar, bókmennta-
dagskrár og atriði, sem höfða til
ungs fólks, auk kynningar á ís-
lenskum mat.
Á undirbúningsfundi með þeim
aðilum sem standa
að íslandsvikunni
sagði Torben Ras-
mussen forstjóri
Norræna hússins
að ekki væri van-
þörf á að kynna
Island ofurlítið í
Danmörku. Senni-
lega væru Danir sú
þjóð á Norðurlönd-
um sem vissi minnst um ísland,
þó það kunni að vera merkilegt í
ljósi sögunnar. I Árósum er nýlegt
og mjög glæsilegt tónlistarhús,
sem verður notað á meðan á vik-
unni stendur. Auk tónlistarsala er
þar kaffistofa og úrvals veitinga-
staður og þar er ætlunin að vera
með íslenska rétti og mat úr ís-
lenskum hráefnum á boðstólnum.
Vonast hafði verið eftir að Sinfón-
íuhljómsveit íslands gæti spilað,
en ekki er Ijóst hvort úr því getur
orðið.
Fyrsta sýningin á íslenskri
byggingarlist
Á íslandsvikunni verður opnuð
sýning á íslenskri byggingarlist,
sem er sú fyrsta sinnar tegundar.
Það er Arkitektaskólinn í Árósum,
sem stendur að sýningunni, en hún
verður síðan send um öll Norður-
lönd og mun væntanlega enda í
Reykjavík. Mogens Brandt Pouls-
en rektor skólans sagði að á sýn-
ingunni yrði gerð grein fyrir ís-
lenskri byggingarlist frá torfbæj-
unum og elstu steinhúsunum, en
megin áherslan væri lögð á bygg-
ingarlist samtímans. Ekki væri
kappkostað að kynna breiddina í
íslenskri byggingarlist, heldur
hefðu Danirnir valið hús sem þeim
þættu athyglisverð.
Mogens Brandt Poulsen sagði
að við fyrstu sýn hefði sér sýnst
Reykjavík sundurlaus hvað húsa-
gerð snerti, en við nánari athugun
kæmi í ljós að íslendingar hugsuðu
hús sín á annan
hátt en Danir ættu
að venjast. í Dan-
mörku væri lögð
áhersla á að hafa
hið ytra útlit sam-
stætt meðan íslend-
ingar, sem eyddu
mestum tíma innan
dyra, hugsuðu hús-
in innan frá. Þó
Danirnir sem sæju um valið væru
sér meðvitaðir um þennan mun,
gæti vart farið hjá því að valið
mótaðist af þeirra eiginn hugsun-
arhætti. Guðmundur Gunnarsson,
sem hefur nýlokjð námi við Arki-
tektaskólann í Árósum, aðstoðar
við undirbúning sýningarinnar,
sem er unnin í samvinnu við Arki-
tektafélag íslands. í sýningarskrá
verða yfirlitsgreinar eftir íslenska
arkitekta.
íslenski hesturinn vinsæll á
Jótlandi
Af öðrum atriðum má nefna
sýningu á íslenskri myndlist und-
anfarna hálfa öld, sýningu á verk-
um eldri málara, sýndar verða ís-
lenskar kvikmyndir og haldnir tón-
leikar með íslenskri dægurla-
gatónlist. Á Jótlandi er mikið af
íslenskum hestum og munu þeir
setja svip sinn á bæinn þessa vik-
una. Árósar er háskólabær, þriðj-
ungur íbúanna eru stúdentar, svo
íslandsvikan verður einnig miðuð
við það.
*
Islensk menn-
ing, matur og
hestar í
brennipunkti
Þjálfunar-
tæki gefið
Grensás-
deild
LÍKNAR- og hjálparsjóður
Landssambands lögreglu-
manna hefur gefið Grensás-
deild Borgarspítala þjálfunar-
tæki til nota við endurhæfingu,
en tækið afhenti Jóhannes
Guðjónsson lögreglumaður
sem slasaðist þegar hann var
við störf haustið 1992. Að sögn
Gissurar Guðmundssonar
gjaldkera Líknar- og hjálpar-
sjóðsins var gjöf tækisins til-
einkuð bata Jóhannesar og
annarra sem notið hafa
umönnunar á Grensásdeild. A
myndinni eru talið frá vinstri:
Jóhannes Guðjónsson lög-
reglumaður, Sigrún Knúts-
dóttir yfirsjúkraþjálfi á Grens-
ásdeild, Ásgeir Ellertsson yfir-
læknir og Gissur Guðmunds-
son lögreglumaður.
íslenskt hugvit
og handverk
PYRIT
GULLSMIÐJA
ÖNNU MARIU
Vesturgata 3 sími 20376
Það er komið vor og við
jSf tiöfum opnað breytt og
endurbætt hótel að
Búðum. Maturinn hefur lítið
breyst og andrúmsloftið er
alltaf jafn afslappað og' þægi-
legt. Við höfum endurnýjað
flest rum, máláð hótejið að
utan sem innan og dyttaö að.
hinu og þessu.
Áður en sumarvertíðin hefst
bjóöum vlö sérstök vorti I boð
til að sem flestir geti notið
vorsins með okkur að Búðum.
Vortilboð
Gisting, morgúnmatur og
tveggja rétta kvöldverður:
Helgartilboð - föstudag
til sunnudags:
1 nótt: 4.800
2 nætur: 4.450
Hvunndagstilboð -
mánudag til föstudags:
1 nótt: 4.350
2 nætur: 4.100
3 nætur: ‘}h£1 3.801^«;
4-6 nætur 3.500
7 nætur: : 3.300
Veislumatur á
virkum dögum
Alla virka daga stendur til
boöa þriggja rétta
veislukvöldverður á aðeins
1.880 krónur
♦VQrö fyrir einslakling, fyrir nótt I tveggja manna
|efl|ergi. .Jp'%
iTiíbtJðiðé'WlCtil 4, júnl. Tilboöin gilda ekki um
'hvitssvnnybelgina 20. til 23. mai.
HÓTEL BÚÐIR
ÍllSSpFG Staðarsveit, Snæfellsnesi
sími 93-56700 fax 93-56701
- kjarni málsins!
bjóða Raynor og Verkver
nú 20% afslótt af öllum
bílskúrshurðum pöntuðum
fyrir 31. maí
VerSdæmi: FulningahurS 213 x 244 cm
í tilefni af hundruðustu Ruynor hurðinni uppsettri ó íslnndi
VERKVER
Síðumúla 27, 108 Reykjavik
■S* 811544 • Fax 811545
1 1
1 i
t—■ xz\spy\ toSöJ
>/“. Innifaliö í verði eru brautir og
star.