Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 11 FRÉTTIR Islandsvíka í undirbúningi í Arósum Kaupmannahöfn. Morgfunblaðið. NORRÆNA HÚSIÐ og fleiri aðil- ar standa fyrir íslandsviku í Árós- um í lok september, í kjölfar ár- legrar menningarhátíðar borgar- innar. Tilefnið er lýðveldisafmæl- ið. Á dagskrá verður sýning á ís- lenskri byggingarlist, myndlist- arsýningar, tónleikar, bókmennta- dagskrár og atriði, sem höfða til ungs fólks, auk kynningar á ís- lenskum mat. Á undirbúningsfundi með þeim aðilum sem standa að íslandsvikunni sagði Torben Ras- mussen forstjóri Norræna hússins að ekki væri van- þörf á að kynna Island ofurlítið í Danmörku. Senni- lega væru Danir sú þjóð á Norðurlönd- um sem vissi minnst um ísland, þó það kunni að vera merkilegt í ljósi sögunnar. I Árósum er nýlegt og mjög glæsilegt tónlistarhús, sem verður notað á meðan á vik- unni stendur. Auk tónlistarsala er þar kaffistofa og úrvals veitinga- staður og þar er ætlunin að vera með íslenska rétti og mat úr ís- lenskum hráefnum á boðstólnum. Vonast hafði verið eftir að Sinfón- íuhljómsveit íslands gæti spilað, en ekki er Ijóst hvort úr því getur orðið. Fyrsta sýningin á íslenskri byggingarlist Á íslandsvikunni verður opnuð sýning á íslenskri byggingarlist, sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Það er Arkitektaskólinn í Árósum, sem stendur að sýningunni, en hún verður síðan send um öll Norður- lönd og mun væntanlega enda í Reykjavík. Mogens Brandt Pouls- en rektor skólans sagði að á sýn- ingunni yrði gerð grein fyrir ís- lenskri byggingarlist frá torfbæj- unum og elstu steinhúsunum, en megin áherslan væri lögð á bygg- ingarlist samtímans. Ekki væri kappkostað að kynna breiddina í íslenskri byggingarlist, heldur hefðu Danirnir valið hús sem þeim þættu athyglisverð. Mogens Brandt Poulsen sagði að við fyrstu sýn hefði sér sýnst Reykjavík sundurlaus hvað húsa- gerð snerti, en við nánari athugun kæmi í ljós að íslendingar hugsuðu hús sín á annan hátt en Danir ættu að venjast. í Dan- mörku væri lögð áhersla á að hafa hið ytra útlit sam- stætt meðan íslend- ingar, sem eyddu mestum tíma innan dyra, hugsuðu hús- in innan frá. Þó Danirnir sem sæju um valið væru sér meðvitaðir um þennan mun, gæti vart farið hjá því að valið mótaðist af þeirra eiginn hugsun- arhætti. Guðmundur Gunnarsson, sem hefur nýlokjð námi við Arki- tektaskólann í Árósum, aðstoðar við undirbúning sýningarinnar, sem er unnin í samvinnu við Arki- tektafélag íslands. í sýningarskrá verða yfirlitsgreinar eftir íslenska arkitekta. íslenski hesturinn vinsæll á Jótlandi Af öðrum atriðum má nefna sýningu á íslenskri myndlist und- anfarna hálfa öld, sýningu á verk- um eldri málara, sýndar verða ís- lenskar kvikmyndir og haldnir tón- leikar með íslenskri dægurla- gatónlist. Á Jótlandi er mikið af íslenskum hestum og munu þeir setja svip sinn á bæinn þessa vik- una. Árósar er háskólabær, þriðj- ungur íbúanna eru stúdentar, svo íslandsvikan verður einnig miðuð við það. * Islensk menn- ing, matur og hestar í brennipunkti Þjálfunar- tæki gefið Grensás- deild LÍKNAR- og hjálparsjóður Landssambands lögreglu- manna hefur gefið Grensás- deild Borgarspítala þjálfunar- tæki til nota við endurhæfingu, en tækið afhenti Jóhannes Guðjónsson lögreglumaður sem slasaðist þegar hann var við störf haustið 1992. Að sögn Gissurar Guðmundssonar gjaldkera Líknar- og hjálpar- sjóðsins var gjöf tækisins til- einkuð bata Jóhannesar og annarra sem notið hafa umönnunar á Grensásdeild. A myndinni eru talið frá vinstri: Jóhannes Guðjónsson lög- reglumaður, Sigrún Knúts- dóttir yfirsjúkraþjálfi á Grens- ásdeild, Ásgeir Ellertsson yfir- læknir og Gissur Guðmunds- son lögreglumaður. íslenskt hugvit og handverk PYRIT GULLSMIÐJA ÖNNU MARIU Vesturgata 3 sími 20376 Það er komið vor og við jSf tiöfum opnað breytt og endurbætt hótel að Búðum. Maturinn hefur lítið breyst og andrúmsloftið er alltaf jafn afslappað og' þægi- legt. Við höfum endurnýjað flest rum, máláð hótejið að utan sem innan og dyttaö að. hinu og þessu. Áður en sumarvertíðin hefst bjóöum vlö sérstök vorti I boð til að sem flestir geti notið vorsins með okkur að Búðum. Vortilboð Gisting, morgúnmatur og tveggja rétta kvöldverður: Helgartilboð - föstudag til sunnudags: 1 nótt: 4.800 2 nætur: 4.450 Hvunndagstilboð - mánudag til föstudags: 1 nótt: 4.350 2 nætur: 4.100 3 nætur: ‘}h£1 3.801^«; 4-6 nætur 3.500 7 nætur: : 3.300 Veislumatur á virkum dögum Alla virka daga stendur til boöa þriggja rétta veislukvöldverður á aðeins 1.880 krónur ♦VQrö fyrir einslakling, fyrir nótt I tveggja manna |efl|ergi. .Jp'% iTiíbtJðiðé'WlCtil 4, júnl. Tilboöin gilda ekki um 'hvitssvnnybelgina 20. til 23. mai. HÓTEL BÚÐIR ÍllSSpFG Staðarsveit, Snæfellsnesi sími 93-56700 fax 93-56701 - kjarni málsins! bjóða Raynor og Verkver nú 20% afslótt af öllum bílskúrshurðum pöntuðum fyrir 31. maí VerSdæmi: FulningahurS 213 x 244 cm í tilefni af hundruðustu Ruynor hurðinni uppsettri ó íslnndi VERKVER Síðumúla 27, 108 Reykjavik ■S* 811544 • Fax 811545 1 1 1 i t—■ xz\spy\ toSöJ >/“. Innifaliö í verði eru brautir og star.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.