Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDÍXGUR 19. MAÍ 1994 37
JOHANNES
HALLSSON
■4- Jóhannes Halls-
' soil frá Ytra-Leiti
á Skógarströnd var
fæddur 28. október
1906. Hann Iést 9.
maí 1994. Útför hans
verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag.
EKKI verða raktar
ættir né farið yfir
æviágrip Jóhannesar
hér, aðeins rifjað upp
hvernig við systkinin
tengdumst lífi hans og
minningabrot koma
upp í hugann.
Vorið 1945 stefndi bátur að landi
við Narfeyri. Innanborðs var móðir
með tvö mjög ung börn sín. Þau
voru að fara á vit hins ókunna.
Móðirin var ráðin ráðskona að Ytra-
Leiti. Þegar báturinn lagðist að
landi kom aðvífandi maður. Hann
tók börnin ungu á arma sína og
bar þau upp á klappirnar. Þetta var
Jóhannes Hallsson bóndi að Ytra-
Leiti. Hann og ráðskonan móðir
okkar hófu sambúð í lok þessa sama
árs.
Hann pabbi, eins og við systkinin
fórum strax að kalla hann, tengdist
okkur þarna í klöppunum böndum
sem héldu alla tíð. Hugur hans til
okkar breyttist ekki við að eignast
sín eigin böm, þau Magnús og Jó-
fríði. Við vorum alltaf sem hans
eigin börn.
Pabbi var stórbrotinn persónu-
leiki. Hann var minnugur og kunni
skil á ótrúlega mörgu. Hann var
vinnusamur, vandvirkur og hrein-
skilinn og krafðist þessara eigin-
leika af öðrum. Ef útaf þessu lífs-
mottói hans var brugðið var hann
harður í horn að taka. Það var erfið-
ur en góður skóli. Lengi býr að
fyrstu gerð.
Fáir kunnu betri skil á samspili
náttúrunnar en hann. Bóndastarfið
í rúma hálfa öld kenndi þessum
námfúsa manni margt. Gróður jarð-
ar var í hans huga gullið sem glóði.
Það var líkast því að pabbi fínndi
á sér ef tíðarfarsbreytingar voru í
nánd. Óþurrkasumarið 1955 komu
þessir eiginleikar glöggt í ljós. Það
kom nokkrum sinnum fyrir að við
vorum kölluð út það sumar til að
rifja rennblautt hey að nóttunni.
Daginn eftir náðist að þurrka heyið
og koma því í hlöðu. Þá skildu allir
tilganginn.
Pabbi og mamma fluttu til
Reykjavíkur í nóvember 1986. Það
var erfið ákvörðun fyrir hann að
slíta sig frá því umhverfi sem hann
hafði lifað og vaxið í allt sitt líf,
að undanskildum u.þ.b. 15 árum.
Hann átti góðan og frjósaman fjár-
stofn sem hann hafði ræktað í ára-
tugi. Það var honum mikill léttir
þegar nokkrum kindum var gefið
líf og þær geymdar í eyjum á vet-
urna. Hann fylgdist vel með þessu
litla sýnishorni af ævistarfi sínu.
Pabbi missti sjónina fyrir nokkr-
um árum. Eftir síðustu augnaðgerð-
ina var honum gefin nokkur von
um bata. Þegar hann fékk réttu
gleraugun kom í ljós að sú von
brást. Á pabba sáust
engin svipbrigði aðeins
öriítill skálfti í höndum
þegar hann hélt á gler-
ugunum eftir að hafar*
prófað þau. Hann bar
ekki tilfínningar sínar
utan á sér. Var óeigin-
gjarn og hugsaði meira
um velferð annarra en
sína eigin, enda mikill
félagshyggjumaður.
Við systkinin þökk-
um pabba allt sem
hann gerði fyrir okkur.
Elsku mamma,
systkini, börn og aðrir
ættingjar og vinir. Við eigum góðar
minningar. Þær styrkja okkur í
sorginni.
Gísli Gunnlaugsson,
Anna Gunnlaugsdóttir.
Jóhannes var einn af níu systkin-
um og fímmti í röð sem upp kom-
ust. Foreldrar hans voru hjónin Sig-
ríður Illugadóttir og Hallur Krist-
jánsson á Gríshóli í Helgafellssveit.
Hallur var fæddur í Stóra Galtardal
á Fellsströnd í Dalasýslu, sonur
hjónanna Kristjáns Jóhannssonar
Jónssonar bónda á Ytra-Leiti á
Skógarströnd og konu hans Jófríðar
Hallsdóttur Jónssonar hreppstjóra
og bónda í Túngarði á Fellsströnd.
Hallur faðir Jóhannesar flutti með
foreldrum sínum þegar hann var á
fýrsta ári að Ytra-Leiti en þar ólst
hann upp með foreldrum sínum og
síðan stjúpföður Magnúsi Márus-
syni þar til hann 23 ára gamall flyt-
ur að Staðarbakka í Helgafellssveit
og giftist þá heitmey sinni Sigríði
Illugadóttur Daðasonar og konu
hans Guðfinnu Jónsdóttur sem þá
bjuggu á Kljá, næsta bæ við Staðar-
bakka. Hallur og Sigríður fluttu svo
árið eftir að nágrannabænum Grís-
hóli og eins og segir um þau Grís-
hóls-hjón í bókinni „Bóndi er bú-
stólpi“ var hér tjaldað hér lengur
en til einnar nætur, því þar áttu
þessi hjón heima meðan ævin entist
og uxu að áliti hvort tveggja jörð
og ábúendur á meðan samvistar
naut við. Þar fæddist Jóhannes
móðurbróðir minn og atvikin hög-
uðu því þannig að Jófríður amma
hans sótti fast að fá hann til fóst-
urs að Ytra-Leiti og varð svo. Þar
ólst hann síðan upp hjá ömmu sinni
og síðari manni hennar Magnúsi
Márussyni. Um fermingu fór hann
í vinnumennsku að Kárastöðum í
Helgafellssveit til Ingibjargar
Daðadóttur og Sigurðar Magnús-
sonar búenda þar, en Sigurður var
sonur Magnúsar fóstra hans. Var
honum ætið hlýtt til þeirra sæmdar-
hjóna eftir dvölina þar þó hún yrði
ekki löng því upp úr 1920 flyst
Jóhannes með ömmu sinni og fóstra
til Stykkishólms er þau brugðu búi
og leigðu jörðina. í Stykkishólmi
vann Jóhannes ýmis störf en var
þó aðallega til sjós. Eftir lát Jófríð-
ar og Magnúsar árið 1935 eignast
hann Ytra-Leiti og hóf þar búskap,
sem stóð óslitið til ársins 1986, fyrst
með góðri hjálp hjónanna Pálínu
MINNINGAR
Jónsdóttur frá Úlfarsfelli og Guð-
mundar Jónssonar frá Purkey. Árið
1946 kemur til hans ráðskona,
Guðrún Gísladóttir, frá Hvammi á
Barðaströnd ásamt tveimur börnum
sínum, Gísla og Önnu Gunnlaugs-
börnum. Þar var eigi heldur tjaldað
til einnar nætur því Guðrún og Jó-
hannes gengu í hjónaband 16. febr-
úar 1952. Bjó hún manni sínum og
börnum hlýlegt heimili. Þau eignuð-
ust saman tvö börn, Magnús, nú
bónda á Ytra-Leiti, og Jófríði, bú-
setta í Reykjavík. Jóhannes var
einnig eldri börnum sem góður fað-
ir. Jóhannes var búhöldur góður og
á Ytra-Leiti var ætíð snyrtilegt og
vel um gengið innan húss, sem ut-
an. Hann fór vel með skepnur, lagði
rækt við að eiga gott búfé og var
vandvirkur við ræktun lands. Búið
var aldrei mjög stórt en arðsamt
og vel var hugsað um alla hluti.
Því búnaðist þeim hjónum vel og
voru ávallt vel bjargálna. Jóhannes
var í eðli sínu fremur hlédrægur
og sóttist ekki eftir mannaforráð-
um, en komst þó ekki hjá því að
sinna ýmsum trúnaðarstörfum, sat
m.a. í hreppsnefnd um tíma. Hann
var athugull og hafði fastmótaðar
skoðanir sem hann myndaði sér að
vel athuguðu máli. Á hann var
gjarnan hlustað. Gott var að eiga
Jóhannes að nágranna enda vin-
sæll og vel látinn. Þau Guðrún og
Jóhannes hættu búskap árið 1986
og keyptu sér notalega íbúð í Hólm-
gerði 50 í Reykjavík, en þrátt fyrir
það fóru þau öll sumur vestur að
Leiti í átthagana og nutu þess vel.
Síðustu árin tapaði Jóhannes sjón-
inni að mestu leyti og háði það
honum nokkuð, en þrátt fyrir það
fylgdist hann vel með því sem var
að gerast. Guðrún létti honum líka
oft stundimar með því að lesa fyrir
hann úr blöðum og bókum og vænt
þótti honum um þegar best bar að
garði, enda hjónin bæði gestrisin.
Jóhannes var viðræðugóður, hlýr í
viðmóti og einkar frændrækinn,
minnungur á menn og málefni.
Leitaði ég stundum í smiðju til hans
um ýmislegt frá fyrri tímum. Hon-
um entist frábært minni að mestu
fram til þess síðasta. Sonur okkar
hjóna, Eysteinn, átti þess kost að
vera part úr tveimur sumrum hjá
þeim hjónum. Hann naut þeirrar
dvalar vel og hefur honum ávallt
verið afar hlýtt til þeirra síðan.
Jóhannes kvaddi Ytra-Leiti sl.
sumar og hann hafði orð á því að
hann myndi ekki hafa tök á því að
fara þangað aftur af heilsufars-
ástæðum. Sú hefur orðið raunin á.
Þar reyndist hann sannspár.
Ég kveð kæran frænda minn með
þakklæti fyrir að hafa fengið að
eiga með honum margar góðar
minningar. Við hjónin og börnin
biðjum honum blessunar um leið
og við vottum eiginkonu hans, börn-
um og öðrum vandamönnum inni-
lega samúð.
Leifur Kr. Jóhannesson.
ERFIDRYKKJUR
• sími 620200
P E R L A N
t
Útför eiginmanns míns,
ÁRMANNS KRISTINSSONAR
fyrrverandi sakadómara,
Sunnuflöt 44,
Garðabœ,
fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 20. maí kl. 10.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á heimahlynningu Krabba-
meinsfélags Islands.
Fyrir hönd vandamanna,
Paula Sejr Sörensen.
„Reikningar
greiddir
>„gjörið svo vel“
Greiðsluþjónusta Vörðunnar er einföld
og örugg. Þjónustufulltrúinn sértil þess
að regluleg útgjöld séu greidd á eindaga.
Varðan vísar þér leiðina að
fyrirhyggju ífjármálum.
Landsbanki
ísiands
Bankí allra landsmanna