Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 AÐSENDAR GREINAR Helga Sigiirðssyni, virtum vísindamanni, svarað I MORGUNBLAðlNU 17. maí birt- ist grein sem bar heitið Skaðaðu ekki bömin okkar, opið bréf til Guð- rúnar Helgadóttur bamabókahöf- undar, alþingismanns og fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis. Hefði þetta dæmalausa bréf ekki verið frá virtum vísindamanni, hefði ég litið á það sem lið í yfirstandandi kosninga- baráttu og ekki svaravert. En vegna efnis bréfsins og stöðu bréfritara get ég ekki leyft mér slíkt og hlýt því að virða hann svars. Það skal sagt strax, að síst af öllu hef ég lagt mig eftir að skaða ís- lensk böm í störfum mínum. Og með ámóta óvísindalegum rökum og dós- entinn notar máli sínu til stuðnings leyfi ég mér að fullyrða að ég hafi heldur verið bömum landsins - og fleiri landa - til ofurlítils gagns og gleði en ógagns. Ég harma það því ef sonur dósentsins, sem að sögn horfði á nokkurra mínútna samtal í sjónvarpi með föður sínum hefur haft af því varanlegan skaða. Það verður að vera von mín að dósentinn hafi þá þjálfun í kennslu, að hann hafi komið vitinu fyrir bamið, svo að drengurinn „haldi“ ekki lengur „með Guðrúnu". Ég hef alltaf talið að eðli allrar kennslu og vísinda sé leit að þekk- ingu, leit að sannleikanum. En flest í grein dósentsins er því miður ósatt, og því hlýt ég að gera við það athuga- semd. Hann ber mér á brýn að vera TALSMAÐUR reykinga á sama hátt og einhver „Marlborokúreki" sem auglýsti tóbak, en hann tekur fram að sá hafi látist um aldur fram af völdum tóbaksreykinga. Um kúrek- ann veit ég ekkert annað en að hann virðist hafa orðið betri auglýsing gegn reykingum en fyrir þær, úr því að hann var svo huggulegur að deyja „af völdum reykinga", en hitt veit ég að ég hef sjálf aldrei talað fyrir eða auglýst tóbak. Ég hef t.d. gætt þess vand- lega að vera ALDREI með sígarettu í nám- unda við myndavél til þess að „auglýsa" ekki tóbak, enda ekkert hreykin af þessum ósið mínum. Og af því að dósentinn minnist á þá Jón Odd og Jón Bjarna muna menn ef til vill eftir baráttu mömmu þeirra fyrir því að hætta að reykja. Tóbak ber reyndar sjaldan fyrir í bókum mínum og er þá síður en svo aðlaðandi fyrirbæri. Og til þess að ljúka þessum mjög svo persónu- lega hluta svars míns get ég upplýst dósentinn um að ég hef lagt að böm- unum mínum fjórum að byrja aldrei að reykja með ágætum árangri. Mér dettur hins vegar ekki í hug að vera svo óvísindaleg í hugsun að hreykja mér af því, að fæðingarþyngd þeirra var í óþægilegra lagi mikil, þau fengu aldrei eymabólgu og hefur reyndar varla orðið misdægurt í lífinu og greind þeirra verður að teljast í betra lagi, þrátt fyrir þennan leiða sið móður þeirra. Fyrir það þakkar mað- ur bara guði sínum. Okkur dósentinn greinir ekkert á um, að reykingar séu leiður siður, heldur greinii; okkur á um aðferðir til að hafa áhrif á að úr reykingum dragi. Og þar hef ég talið óskynsam- lega að farið, bæði af hálfu stjórn- valda og læknastéttarinnar. í stað yfirvegaðrar upplýsingastarfsemi hefur verið vaðið að reykingafólki með hroka hinna réttlátu, því verið úthýst eins og stórglajpamönnum með stuðningi svo ótrúlega heimsku- legra laga, að lengi má leita eftir öðmm eins samsetningi, og það tób- aksvamafrumvarp sem lagt var fram á ný- afstöðnu þingi er enn vitlausara en hin fyrri. Vel má vera að við þing- menn séum fávist fólk, eins og dósentinn gefur í skyn, en svo mikið vit- um við, að lög sem ekki er sátt um hafa litla þýðingu. Til allrar laga- setningar þarf þvi að vanda með hag ALLRA landsmanna í huga, ekki síst þegar um er að ræða viðkvæm mál sem varða líf og velferð manna. Það kann að hafa verið gáleysi í umræddu samtali að tala um að reykingafólk geti verið skemmtilegt. Ég tel þó að lífsgleði og hamingja sé mikilvægur þáttur í heilsu manna, og kúgun er engum til góðs. Allar tilraunir til að hafa jákvæð áhrif á fólk verða að gerast með natni og umhyggju, ekki með tillitsleysi og bægslagangi. Þetta ættu læknar að vita öðrum betur. Og það er kúgun að skipa fólki sem um árabil hefur reykt, áreiðanlega án þess að gera sér grein fyrir því í upphafi að það gæti verið skað- legt, að hætta reykingum hér og nú og vísa því út af vinnustöðum og undir húsgafla eigi það erfitt með hætta. Það ER nefnilega erfitt að hætta að reykja, skrambi erfitt. Telji þessir postular „reyklausra vinnu- staða“ að það sé æskilegt heilsu góðra starfsmanna um árabil að vera nú skyndilega flokkaðir sem óæski- legri hluti starfsmanna er það að mínu mati rangt. Þar greinir okkur dósentinn á. Það er fáránlegt að gera góðum starfsmanni ólíft á vinnustað vegna þess að reykir. Ég get hins vegar stutt það heils hugar Þær miskunnarlausu aðgerðir sem víða hefur verið gripið til gegn reykingum eru ekki hollar né réttlátar, segir Guðrún Helgadóttir, offorsið og þvermóðsk- an snýst uppí andhverfu sína. að enginn sé neyddur til að sitja í reyk gegn vilja sínum, og því hlýtur að mega finna reykingamönnum stað þar sem þeir ekki angra aðra með reyk. Þær miskunnarlausu aðgerðir sem víða hafur verið gripið til gegn reyk- ingum eru ekki hollar né réttar vilji menn að dregið sé úr tóbaksnotkun. Menn bregðast gjaman við slíku of- forsi með þvermóðsku og áróðurinn snýst upp í andhverfu sína. Jafnsjálf- sagt og það er að taka tillit til ann- arra þegar reykingar eru annars vegar, er það ofbeldi að skipa öðm fólki að hætta að reykja. Það verða menn að gera að eigin vilja. Hvort ég reyki sjálf eða ekki kemur þeim skoðunum mínum ekkert við, þær væm hinar sömu þó að ég væri alsak- laus af því. Og hámark ofbeldisins er sú meðferð á sjúklingum á Landsspítalanum, sem ég varð sjálf vitni að og ég minntist á í umræddu samtali, þar sem hinn sterki svo sannarlega beitti hinn allra veikasta valdi sínu. Þar var deyjandi sjúklingi meinað að kveikja sér i sígarettu á Guðrún Helgadóttir Mun Halldór taka á verð- tryggingarvandanum? EINN MESTI vandi, sem steðjar að íslensku þjóðfélagi og nýjum for- manni Framsóknarflokksins, Hall- dóri Ásgrímssyni, er gríðarlegt og sívaxandi misræmi á lífsafkomu þeirra sem náðu að fjárfesta áður en gripið var til verðtryggingar fjár- skuldbindinga árið 1979 og hinna, sem ekki tókst það. Enginn vafi er á, að grípa varð til örþrifaráða til þess að kveða niður verðbólguna. Hún hafði valdið gríð- arlegri eignatilfærslu, offjárfestingu og trúlega hefur fátt, þar með talin Bretavinnan á stríðsámnum, lamað viðskiptasiðferði óg fjármálatilfinn- ingu þjóðarinnar eins mikið. Þegar upp var staðið og eldar „verðbólgub- álsins" slökktir, blasti eyðileggingin við, — gríðarleg erlend lán, skuldum vafið bankakerfi, ónýtt lífeyrissjóð- skerfi og tómir sparifjárreikningar eldra fólksins sem tæmdir höfðu ver- ið í harðviðarinnréttingar. Hin hliðin á þróuninni blasti einnig við og gerir enn, gríðarleg uppbygging, bæði á sviðum atvinnulífs og byggingariðn- aðar og hvers konar framkvæmda annarra, svo sem hin stórkostlega uppbygging orkumannvirkja. Vandamálið við þessa miklu þróun og umskipti í þjóðfélaginu er, að þeir sem nutu þessa ástands, höfðu rífandi vinnu, byggðu yfir sig og búa nú í skuldlausu eða skuldlitlu hús- næði, sendu reikninginn vegna verð- bólguáranna áfram. Ábyrgð framsóknarmanna Halldór Ásgrímsson veit, að framsóknarmenn eins og fulltrúar allra annarra stjórnmálaflokka sem þá voru á Alþingi, bám mikla ábyrgð þeg- ar loksins var sótt fram gegn verðbólgunni og Olafslögin svonefndu voru samþykkt. í þessu máli, eins og öllum öðr- um stórmálum þjóðar- innar á undanförnum áratugum, hefur Fram- sóknarflokkurinn haft mikil áhrif í samsteypu- stjómum til hægri og vinstri. Það var einnig í stjómartíð Fram- sóknarflokksins, að vísi- tölubinding launa var afnumin og hin mikla skekkja milli lána og launa varð að staðreynd. Það var einnig í stjórnartíð Framsóknarflokksins, að vextir og verðbætur náðu stjarn- fræðilegum hæðum, að tími vaxta- okursins rann upp. Og það var í stjómartíð Framsóknarflokksins, að afföll af nýjum húsnæðislánum í húsbréfaformi gátu orðið allt að 27%. Það var því í stjórnartíð Fram- sóknarllokksins, að gripið var til þess ráðs, að leggja gríðarlegar vaxtabyrðar á þá sem eftir komu til þess að rétta við galtóma líf- eyrissjóði, bankakerfi, sem rambaði á barmi gjaldþrots og hvers kyns skattar vom hækkaðir, samfara því, að dregið var úr skattafrá- drætti af öllu tagi til þess að freista þess að sýna betri stöðu ríkis- sjóðs. Það var líka í stjórnartíð Fram- sóknarflokksins, að tími gjaldþrotanna rann upp. Fyrmm endurskoðandi Sam- bands íslenskra sam- vinnufélaga hlýtur að hugsa sitt. Heimatilbúin kreppa Það var í stjórnart- íð Framsóknarflokks- ins, sem hinir ríku urðu ríkari og hinir fátækari en fátækari og em nú flestir við gjaldþrotamörk. Frá lýðveldisstofnun sem við höldum nú hátíðlega í fimmtug- asta sinn, hefur aldrei verið eins sýnilegt, að í landinu búa tvær þjóð- ir, — þeir sem ekki þurftu að standa í fjárfestingum eftir verðtryggingu og hinir, sem síðan hafa borið byrð- amar og er ætlað að bera þær drápsklyfjar til dauðadags. Aldrei hefur verið eins ljóst, hversu kreppa og efnahagsvandi getur verið afmarkað og heimatil- búið fyrirbæri. Með því að taka allt ráðstöfunarfé og framkvæmda- fé af yngri og millialdurs-kynslóð- um þjóðarinnar með því að gera þeim að greiða okurvexti og verð- bætur, hefur verið komið í veg fyr- ir, að unga fólkið með bömin, — Iunginn úr þjóðinni, — byggi, fram- kvæmi, 'leggi vegi, eyði peningum, haldi veltunni gangandi. Afleiðing- in er samdráttur, niðurskurður, hagræðing og atvinnuleysi. Afleið- Það var í stjómartíð Framsóknarflokksins, segir Helgi Pétursson, að gripið var til þess ráðs, að leggja gríðar- legar vaxtabyrðar á þá sem eftir komu. ingin er líka vonleysi, þunglyndi, landflótti, hjónaskilnaðir, vanlíðan bamanna, drykkjuskapur og sjálfs- morð. Sinnuleysi sparifjáreigenda Þessi samdráttur felur einnig í sér enn eitt sérkennilegt fyrirbæri í stöðunni. Rúmlega tveir þriðju af öllum bankainnstæðum lands- manna eru í eigu fólks 50 ára og eldra. íslenskir nútímasparifjáreig- endur, þeir, sem ekki þurftu að taka lán eftir verðtryggingu, fjár- festa ekki í íslensku atvinnulífi. Það er óhugnanleg staðreynd að upp- spretta vaxtatekna er nær ein- göngu vextir af íbúðarhúsnæði fjöl- skyldna, sem hafa ekkert nema síminnkandi launatekjur til þess að standa í skilum. Hann er mikið notaður frasinn um „vaxandi skuldir heimilanna". Þær eru sagðar hafa vaxið svo og svo mikið á undanfömum mánuð- um og árum og eru nú taldar vera um 260 milljarðar króna. Nú er það Helgi Pétursson síðustu stundum lífs síns, þó að hann lægi einn á stofu. Það var ljótt og niðurlægjandi og þjónaði engum til- gangi. Slíkur valdhroki á ekki heima í starfi heilbrigðisstéttanna að mínu viti. Ég ætla mér ekki þá dul að ræða um skaðsemi reykingja, því að til þess hef ég ekki menntun né þekk- ingu. Dósentinn ætti ekki að gera það heldur nema hann nenni að birta trúverðugri niðurstöður rannsókna en hann gerir í umræddri grein. Setn- ingar á borð við: „Þá er ekki talinn með annar ómældur skaði eins og eymabólgur hjá bömum, sem eiga foreldri eða foreldra sem reykja," og „enda má færa fyrir því rök að for- eldri eða foreldrar sem reykja taki þá áhættu að stytta líf barna sinna“ eru furðulegar þegar dósent í læknis- fræði við Háskóla íslands setur þær á prent. Ég leyfi mér að efast um að þær eigi sér stoð í viðurkenndum rannsóknum vísindamanna. Það er vissulega ástæða til að halda að reyk- ingar séu áhættuþáttur í heilsu manna. En ennþá er mikið verk óunnið í rannsóknum á heilsuspill- andi áhrifavöldum í lífi nútíma- mannsins. Þar mætti rannsaka eitur- áhrif mengunar í umhverfinu, rot- vamarefni í fæðu, uppvakstarskilyrði bama, slysahættu og margt fleira, og vilji læknastéttin vinna að al- mennri heilbrigði og farsæld allra landsins barna, mættu þeir beina sjónum sínum í ríkara mæli að fá- tækt og misrétti, kúgun og ofbeldi og ótal öðmm áhættuþáttum í lífi manna eins og misvitrir stjórnmála- menn reyna þó að fást við. Þau verk eru sjaldnast þökkuð og stjómmálamönnum fremur legið á hálsi fyrir að eyða tíma sínum í óvandaðan málflutning, ekki síst í því skyni að ófrægja þá sem aðrar skoðanir hafa en þeir. Én það er sem betur fer óvenjulegt að viðurkenndur vísindamaður stundi slíka iðju og víst er að það er hvorki Háskóla ís- lands til sæmdar né baráttunni gegn reykingum til góðs. Nær væri að hinn leitandi vísindamaður leiddi okkur fávísa um lífsins vegu í þeirri auðmýkt efans, sem leitinni að sann- leikanum verður að fylgja. Höfundur er alþingismnður. ljóst, að íslenskir launamenn hafa ekki á síðustu misserum lagst í nein fjárfestingarfyllerí, svo mikið er víst. Síversnandi staða heimil- anna er enn ein afleiðing af verð- tryggingunni og misræminu milli lária og launa og tilgreindir millj- arðar aðeins uppreiknaður skulda- hali þeirra, sem ætlað er að greiða allan herkostnað af styijöldinni gegn verðbólgunni. Við bíðum eftir tillögum En þýðir þá nokkuð að ræða þetta mál við Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson? Nýr formaður Framsóknar- flokksins, Halldór Ásgrímsson, er einn færasti skattasérfræðingur þjóðarinnar. Hann veit, að fjármun- ir þjóðarinnar brunnu ekki upp á „verðbólgubálinu“, eins og menn virðast svo oft halda. Hann veit, að verðbólgutíminn var tími gríðar- legrar eignatilfærslu og hann veit einnig, að vaxtaokurstímabilið, sem fylgdi í kjölfar verðtryggingarinnar var enn eitt tímabil eignatilfærslu til þeirra, sem allt höfðu fyrir. Halldór Ásgreímsson hlýtur einnig að vera hugsi yfir þeirri staðreynd, að íslenskir lífeyrissjóðir og ein- staklingar fjárfesta í auknum mæli erlendis í stað þess að kaupa hluta- fé í íslenskum fyrirtækjum. Halldór Ásgrímsson veit líka, að leiðin að því að leiðrétta hlut þeirra, sem bera þurfa kostnaðinn af bar- áttunni gegn verðbólgunni, er í gegnum skattakerfið. Hann veit, að á næstu mánuðum verður hann að leggja fram tillögur í þessu efni og fylgja þeim eftir til samþykktar og leiðrétta þannig hið mikla mis- rétti sem viðgengist hefur og hald- ið yngri kynslóðum þjóðarinnar í kverkataki. Höfundur gegnir trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.