Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR GUNNAR STEFÁNSSON + Gunnar Stef- ánsson bifreiða- smíðameistari og fyrrverandi verk- stjóri fæddist 26. október 1899. Hann lést 7. apríl 1994. Hann kvæntist 17. mars 1928 Láru Jónsdóttur, en hún lést 1992. Börn þeirra eru Gunnar Halldór, f. 1929, Anna Gerður, f. 1931, og Margrét Salome, f. 1944. Bálför Gunnars hefur farið fram í kyrrþey að ósk hans. GUNNAR var fæddur í Vorhúsum í vesturbæ Reykjavíkur. Foreldar hans voru Stefán Daníelsson skip- stjóri frá Oddastöðum í Hrútafirði og Anna Jakobína Gunnarsdóttir frá Hafnarfírði, húsmóðir. Gunnar var aðeins sjö ára er hann missti föður sinn, en hann drukknaði er Kútter Georg fórst í ofsaveðri á Faxaflóa vorið 1907. Þá stóð móðir hans upp með fjög- ur böm og var Gunnar elstur þeirra o£ fer hann þá í sveit að Breið- holti, sem stóð þar sem Alaska gróðrarstöðin er núna, tii hjónanna Guðna Símonarsonar og Sólveigar Sigurðardóttur og var hjá þeim næstu tvö árin fram að skólagöngu og síðan á sumrin fram að feian- ingu. Móðir hans hélt heimili fyrir sig og börnin að Laugavegi 60, og vann m.a. við að strauja þvott fyrir fólk til að hafa ofan í þau og á, því marga munna var að seðja. Nábúi þeirra við Laugaveginn, Jóhannes_ Sigurðsson sem var setj- ari hjá ísafold útvegaði Gunnari vinnu þar sem sendill árið 1912 en þá var Ólafur Bjömsson þar við ritstjórn. Það var svo 2. nóvember 1913 sem fyrsta tölublað Morgun- blaðsins kom út og voru blöðin bein- línis rifín úr höndum hans eins og hann sagði sjálfur frá síðar. Gunnar hafði 15 kr. á mánuði fyrir sendla- starfíð en síðar tók hann einnig að sér kyndarastarf í húsinu þegar kyndarinn for- fallaðist, og þurfti þá að vakna snemma tii að kynda upp, fyrir þetta fékk hann aðrar 15 kr. og ekki veitti áf því að hann vildi leggja sitt af mörkum til heimilisins. Árið 1916 fór Gunn- ar að læra mublusmíði hjá Gamla kompaníinu og Iauk þaðan prófí 1920, en meist- arabréf í mublusmíði leysti hann út árið 1926. Gunnar vann hjá Gamla kompaníinu til ársins 1924 er hann hóf sjálfstæðan rekstur að Laugavegi 60 fram til 1928, en þá söðlar hann um og fer að vinna hjá Vagnasmiðju Kristjáns Jónssonar að Frakkastíg 12, við vagnasmíði og fleira sem framleitt var þar. Hann er þar til ársins 1932 er hann breytir um aftur og fer í mublu- smíði til Hjálmars Þorsteinssonar að Klapparstíg 28, og er hann þar til 1934, er hann ræður sig til Eg- ils Vilhjálmssonar hf., en þar er komið að ævistarfínu því hann verð- ur þar verkstjóri yfirbygginga og síðar réttingaverkstæðis allt þar til hann lætur af störfum árið 1978 eftir langt og farsælt starf hjá fyrir- tækinu. Gunnar var vinsæll í starfí, vel liðinn og hjálpsamur og vildi öllum gott gera, smiður var hann frábær og vandvirkur svo af bar eins og sést á hinum fjölmörgu hlut- um sem hann smíðaði fyrir heimili sitt, stólum, skápum, innréttingum og fleiru. Gunnar steig mikið gæfuspor er hann og Lára Jónsdóttir gengu i hjónaband, þau voru fallegt par og ást og virðing hvort fyrir öðru fylgdi þeim fram á síðasta dag. Lára hafði verið Iengi við rúmið heima þegar hún andaðist og ann- aðist Gunnar hana af stakri um- hyggju, en síðustu tvö ár hennar dvaldi hún í Hátúni og kom Gunnar t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG EYSTEINSDÓTTIR frá Skammbeinsstöðum, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, verður jarðsungin frá Marteinstungukirkju, Holtum, laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Ottó Eyfjörð Ólason, Fjóla Guðlaugsdóttir, Elías Eyberg Ólason, Sigrún Pálsdóttir, Auður Karlsdóttir, Sveinn Andrésson, Pétur Viðar Karlsson, Brynhildur Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. til hennar á hveijum degi þar til yfir lauk. Heimili þeirra stóð að Reykjahlíð 14, fallegt heimili er bar húsráðend- um fagurt vitni. Gunnar vann að stofnun Félags bifreiðasmiða árið 1938 og sat í stjórn þess fyrstu árin sem vararit- ari og einnig í nefndum, m.a. í fána- nefnd sem sá um hönnun og kaup á fána félagsins. Gunnar var sæmdur gullmerki Félags bifreiðasmiða á 40 ára af- mæli þess 1978 ásamt öðrum stofn- endum þess sem þá voru á lífi, en 10 voru þeir af 22 sem komið höfðu saman 18. mars 1938 í Café Höll við Austurstræti til stofnunar fé- lagsins. Eg kynntist Gunnari er ég kom til starfa hjá Agli Vilhjálmssyni hf. í ágúst 1955. Verkstæðið var þá tvískipt, Gunnar stjórnaði_ Rauð- arárstígsmegin en Tryggvi Árnason portmegin, en sameiginleg aðstaða var fyrir alla starfsmenn. Félagslíf var mikið og gott hjá fyrirtækinu, styrktar- og almenningssjóður var til staðar sem sá um hina menning- arlegu hlið mála, svo sem leikhús- ferðir, tafl og spilakvöld og fl. Öflugt starfsmannafélag stóð fyrir ferðalögum og dansleikjum og ýmsum öðrum uppákomum, mikið var sungið er menn komu saman og var Gunnar söngmaður góður og gaman var að heyra þá taka lagið saman, Gunnar, Jónda í gler- inu, Sigga Hjall. og Braga í sumar- húsinu. Þetta voru hressir karlar er höfðu gaman að gleðjast í góðra vina hópi. Félag bifreiðasmiða tók upp þann hátt fyrir mörgum árum að bjóða eldri félögum til eins dags ferðar seinni part sumars um nágranna- sveitir og er alveg sérstaklega gam- an að ferðast með þessum eldri mönnum, þeir eru svo hressir og kátir og hafa svo gaman af því að hittast og ræða saman. Margir þeirra hafa ekkert samband hver við annan þess á milli eins og geng- ur og þama em gömlu dagamir rifjaðir upp og þess notið sem fyrir augun ber. Gunnar fór með okkur sl. sumar austur um sveitir og var þá elstur í hópnum, en hress í anda eins og hann ávallt var. Um kvöldið er við tveir vinir hans keyrðum hann heim var rætt um að að ári skyldum við sækja hann í næstu ferð, en sú ferð verður nú farin án Gunnars, því hann er nú farinn í ferðina löngu á vit ástvina sinna. Gömlu félagarnir frá E.V. hf. minnast Gunnars með hlýju í hjarta og senda eftirlifandi ástvinum hug- heilar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þokk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ásvaldur Andrésson. SPURT OG SVARAÐ LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Árni Sigfússon borgarstjóri svarar spurningum lesenda Árni Sigfússon borgarstóri í Reykjavík og efsti maður á framboðs- lista sjálfstæðis- fólks í borgar- stjórnarkosningum, sem fram fara 28. maí næstkomandi, svarar spumingum í Morgunblaðinu um borgarmál í til- efni kosninganna. Lesendur Morgun- blaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðs- insísíma 691100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt Heimavinnandi mæður Þorbjörg Pálsdóttir, Sjafnar- götu 14, Reykjavík, spyr: 1. Hvað hefur Árni Sigfússon hugsað sér að gera fyrir einn af gleymdu hópum þjóðfélags- ins, þ.e. heimavinnandi mæður? 2. Af hverju hafa heimavinn- andi mæður verið útundan svo lengi? 3. Er það stefna Árna og flokks hans að útrýma heima- vinnandi mæðrum? 4. Hvernig væri að borga heimavinnandi konum sem sam- svarar atvinnuleysisbótum? Væri það ekki lausn margra vanda? Svar: Varðandi 1. lið fyrirspurnar- innar vísa ég til svars míns við fýrirspurn sama efnis frá öðrum fyrirspyijanda, sem einnig býr á Sjafnargötu 14. Liðir 2 og 3 í þessari fyrir- spurn eru þannig settir fram að varla er ætlast til svars en um 4. liðinn er það að segja, að ég get ekki fallist á að húsmæður sem vinna á heimili sínu séu lagðar að jöfnu við þá sem at- vinnulausir eru. Ég ítreka hins vegar að það er hluti af þeirri fjölskyldustefnu sem ég vil beita mér fyrir að konum sem vilja annast böm sín heima verði auðveldað að gera það og minni á það nýmæli sem sjálfstæðis- menn í borgarstjóm Reykjavík- spumingar fyrir borgarsljóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgar- mál. Einnig má senda spumingar i bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svar- að um borgarmál, ritstjóm Morgun- blaðsins, pósthólf 3040,103 Reykja- vík. Nauðsynlegt er að nafn og heimilisfang spyrj- anda komi fram. ur hafa innleitt að greiða sömu fjárhæð með börnum heima og borgin greiðir með bömum í hálfsdagsvist á leikskóla. Utivistarsvæði Agnar Kárason, Baugatanga 3, 101 Reykjavík, spyr: Hvað líður öllum útivistar- svæðum í þessu hverfí og öllum öðrum framkvæmdum?Það hef- ur ekkert verið gert hér í sex ár. Borgin á þarna auða lóð sem markast a f Skildinganesi, Bauganesi og Baugatanga, sem átti að gera að útivistarsvæði, en ekkert bólar á framkvæmd- um. Svar: Utivistarsvæði (fyrir utan leiksvæði) í þessu hverfi er svæðið milli byggðarinnar og sjávar. Þar var á síðasta ári lagður stígur meðfram allri byggðinni og er svæðið nú tengt Ægisíðusvæðinu með malbikuð- um stíg. Á þessu ári verður svæðið tengt Nauthólsvíkur- svæðinu með stígagerð út fyrir flugbrautarenda og bráða- birgðastíg meðfram Skeljungs- svæðinu. Útivistarsvæðið sjálft er enn að mestu í „náttúrulegu" ástandi. Hugmyndir frá íbúum um frágang þess verða vel þegn- ar. Um lóðina við Baugatanga er það að segja að ekki hefur verið tekin ákvörðun um að gera hana að útivistarsvæði og er hún enn merkt sem byggingarlóð. pr'W'VW'T ► Reyflcjavík «0 Kjartan Ólafsson viðskiptafræðingur Katrín Gunnarsdóttir varaborgarfulltrúi og húsmóðir Gunnar Guðmundsson rafverktaki Ásta Möller hjúkrunarfræðingur iSStSUSSSSSSSiiii^ Sigurður St. Arnalds verkfræðingur iwiI’nir^T TTTTTTTTTTT* X-D áfram með Ama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.