Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR V9. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Nýir leikskólar
FIMM nýir leikskólar voru teknir formlega í notkun í gær. Flutti
Árni Sigfússon borgarstjóri ávarp og gerði grein fyrir uppbygg-
ingu leikskóla í borginni í tíð núverandi borgarstjórnar. Arni
spjallar hér við börnin í Lindarborg ásamt eiginkonu sinni, Bryn-
dísi Guðmundsdóttur.
Rými fyrir 480 börn
15 nýjum leikskólum
FIMM nýir leikskólar voru teknir formlega í notkun í Reykjavík í gær.
Ámi Sigfússon borgarstjóri flutti ávarp í Lindarborg við Lindargötu og
sagði að á nýju leikskólunum yrði rými fyrir 480 börn til viðbótar, sem
þýddi pláss fyrir alls 5.100 böm í Reykjavík.
Fjármagns
óskað á
fjárlögum
fyrir Líf-
vakann
NEFND sem ætlað er að gera
tillögur um öryggisatriði á sund-
stöðum mun leita eftir því að á
fjárlögum verði veitt fé til að
fullvinna hugmynd Guðmundar
H. Guðmundssonar rafeinda-
virkjameistara um búnað til að
fylgjast með sundlaugargestum,
en í Morgunblaðinu í gær var
greint frá þessum búnaði sem
hann kallar Lífvaka. Að sögn
Reynis Karlssonar formanns
nefndarinnar er mikill áhugi inn-
an nefndarinnar fyrir þessum
búnaði.
„Við höfum ekki fjármagn
nema við fjárlagagerð hveiju
sinni og ekkert fjármagn laust
á miðju ári. Þetta er virkilega
góð hugmynd og það er mikill
áhugi fyrir þessu, en í okkar litla
þjóðfélagi tekur tíma að brúa
þetta. Það eru engir peningar
til í sjóðum án þess að búið sé
í rauninni að ráðstafa þeim fyrir-
fram. Við fáum ekki verulegan
stuðning við verkefni sem kosta
fé og þá er spurning hver á að
borga þetta. Nú er komið að
fjárlagagerð og við munum gera
grein fyrir þessari hugmynd og
óska stuðnings," sagði Reynir.
Stuðningur
Esther Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Slysavarna-
félags íslands, sagði að Guð-
mundur H. Guðmundsson hefði
formjega óskað eftir umsögn
SVFÍ um búnaðinn, og sagði hún
málið nú í skoðun.
„Okkur sýnist í fljótu bragði
að þetta geti verið alveg frá-
bært tæki. Við getum hins vegar
ekki lagt pening í þetta, en við
getum þó veitt móralskan stuðn-
ing,“ sagði hún.
Sagði Árni að um 1.380 börnum
hefði verið séð fyrir plássi með þess-
ari uppbyggingu og hafi fjárfram-
lög borgarinnar til reksturs og
stofnkostnaðar hækkað úr rúmum
4% heildartekna borgarinnar árið
1978 upp í 12% fyrir þetta ár. Er
kostnaður við rekstur Dagvistar
barna áætlaður 1.738 milljónir fyrir
þetta ár og greiðir borgarsjóður
1.224 milljónir króna þar af.
Nýju leikskólamir eru Engjaborg
við Reyrengi, Rauðaborg við Viðar-
ás, sem teknir eru til starfa, Funa-
borg við Funafold, Sólborg við Vest-
.urhlíð og Lindarborg sem fyrr var
getið. Undirbúningsstarf er hafíð í
þeim síðasttöldu og er gert ráð fyrir
sérhæfðri starfsemi fyrir fötiuð böm
í Sólborg, sem fjölgar slíkum leik-
skólum úr tveimur í þijá í borginni.
Opinn leikskóli
Við hönnun leikskólanna Rauða-
borgar og Funaborgar var gengið
út frá nýjum hugmyndum um opinn
leikskóla. Þar er lögð áhersla á að
vekja forvitni barnanna og áhuga,
þau hvött til sjálfstæðra vinnu-
bragða, að spyija spurninga, leita
upplýsinga, vinna úr þeim og draga
eigin ályktanir. Einnig er húsnæðið
opnara og hver krókur og kimi
nýttur. <
Einnig nefndi borgarstjóri skort
á leikskólalóðum í höfuðborginni
sem leitt hefur til þess að borgin
hefur fest kaup á gömlum húseign-
um sem breytt hefur verið í leik-
skóla. Til dæmis gekk gömul smjör-
líkis- og blikkverksmiðja í endurnýj-
un lífdaga við opnun Lindarborgar.
Kjarabarátta meinatækna
Við gefumst
ekkiupp
Edda Sóley Óskarsdóttir
Eftir nær sex vikna
verkfall og 42 sátta-
fundi í 220 tíma,
sigldu kjaraviðræður
samninganefnda meina-
tækna og atvinnurekenda
í strand seint á sunnudags-
kvöld. Hvorugur deiluaðila
vill gefa eftir og deilan því
í hörðum hnút eins og kom-
ið er. Afleiðingin er áfram-
haldandi verkfall og erfið-
leikar á sjúkrahúsum.
En baráttuþrek meina-
tækna hefur líka vakið at-
hygli. Félagsmenn standa
þétt saman á bakvið verk-
fallstjóm og samninga-
nefnd sína. Edda Sóley
Óskarsdóttir, sem kjörin
var formaður félagsins í
október í fyrra, lætur heldur
engan bilbug á sér finna og kvíð-
ir ekki næstu 5 árum í formanns-
starfinu. „Mér lýst ekkert illa á
framhaldið. Ég held að svona
deila sé eitt það erfiðasta sem
verkalýðsfélag gengur í gegn-
um. Annars býst ég að við kom-
uni heilsteypt út úr þessu og
jafnvel heilii sem félag en áður.
Margir hafa aðeins verið að
vinna á einum vinnustað allan
sinn starfsferil. En í verkfallinu
höfum við verið að fara á milli
og kynnast. Við höfum meira
að segja farið saman í göngut-
úra og sund, jafnvel kíkt á krá.“
- En svo við snúum okkur
að sjálfri deilunni. Hvernig met-
ur þú stöðuna nú?
„Ég lít svo á að markmiðið
nú sé að bijóta okkur á bak aft-
ur. Að við gefum eftir. En við
teljum okkur hafa gefið svo mik-
ið eftir að við getum ekki gefið
meira. Maður verður að geta
gengið frá samningaborði með
ánægju yfir að hafa náð ein-
hveiju af því fram sem farið var
fram á upphaflega. Ef ekki ríkir
þokkaleg sátt um árangurinn
blossar strax upp óánægja. Til-
boð viðsemjenda okkar er ekki
fullkomlega ásættanlegt.
Ástæðan er fyrst og fremst sú
að ég get ekki fallist
á að það taki mína
félagsmenn yfir 20 ár
að ná starfsheiti sem
felur í sér að unnið sé
sjálfstætt að rann-
sóknum. Þetta er hlutur sem
hver einasti meinatæknir gerir.“
„Ég verð líka svolítið ósátt út
í samninganefnd ríkisins þegar
þeir gefa út meðaltalslaun.
94.000 kr. meðalaun gefa
skakka mynd af raunverulegum
launakjörum. Þessum launum
nærðu ekki fyrr en eftir langan
starfsaldur. Við leggjum áherslu
á að fá fólk inn í stéttina fremur
en að gera algjörlega útaf við
hana. Fólk er ekkert ginnkeypt
fyrir að fá 68.000 kr. byijunar-
laun eftir langt og strangt nám.
Ekki batna launin heldur mikið
við lengri starfsaldur því há-
markslaun almenns meinatækn-
is eru 84.195 kr. og þýðir það
að 1. maí 1994 eru heildarlaun
frá áramótum 420.975 kr. Ætli
Friðrik Sophusson treysti sér til
að lifa af þessum mánaðarlaun-
um?“ segir Edda Sóley og bætir
við að hæstu hugsanlegu mánað-
arlaun meinatækna á landinu
séu 113.151 kr. „Aðeins er einn
meinatæknir í þessum launa-
flokki og hefur hann 32 ára
starfsreynslu."
- Hvaða leið sérð þú út úr
deilunni?
► Edda Sóley Óskarsdóttir,
formaður Meinatæknafélags
íslands, er fædd 28. júlí 1956
í Reykjavík. Hún ólst upp í
Blesugrófinni og brautskráð-
ist frá Menntaskólanum við
Tjörnina árið 1976. Fjórum
árum síðar lauk hún prófi frá
meinatæknabraut Tækniskóla
íslands. Eiginmaður Eddu Sól-
eyjar er Stefán Hjálmarsson
og eiga þau 3 börn.
Hún var kjörin formaður
Meinatæknafélags Islands í
október árið 1993. Félags-
menn eru 230 og starfar meiri-
hluti þeirra á höfuðborgar-
svæðinu.
„Við höfum reynt að leggja
fram ýmsar hugmyndir, t.d. um
kjarabætur á samningstímanum,
en þeir hafa ekki getað fallist á
þær. Því bíðum við átekta og
sjálf kem ég ekki auga á leið,
sem ég er fullkomlega sátt við,
á þessu stigi,“ segir hún og út-
skýrir af hveiju hugmynd ríkis-
sáttasemjara um úrskurð gerð-
ardóms var hafnað. „Með því að
leggja málið í gerðardóm teljum
við að samningsrétturinn hafi
verið af okkur tekinn og ríkis-
valdið losni á þann
hátt við að taka af-
stöðu og þar með
ábyrgð á launakjörum
félagsmanna.“
- Hvaða straum-
um finnið þið fyrir, frá aImenn-
ingi og félagsmönnum?
„Til að byija með er ástæða
til að geta þess að yfir 30 félög,
innan BSRB, ASÍ og BHMR,
hafa sent okkur stuðningsyfir-
lýsingar. Ég fæ líka nánast á
hveijum degi upphringingar frá
fólki sem lýsir yfir stuðningi við
okkur. Stundum kynnir það sig,
stundum ekki. Sem dæmi
hringdi í mig bóndi norður í landi
í gær, nýbúi hringdi í mig í
morgun og ég sé hérna að hjúkr-
unarfræðingar á Landspítalan-
um hafa verið að senda okkur
stuðningskveðjur. Enginn hefur
hins vegar hafí, samband við mig
til að lýsa yfir andúð eða reiði
gagnvart baráttu okkar. Reynd-
ar lenti ég einu sinni á einum,
hérna á skrifstofu félagsins, sem
var eitthvað ekki sáttur. En ég
held að í raun hafi hann ekki
alveg vitað um hvað málið sner-
ist.
Félagsmenn játa fúslega að
þeir séu famir að nálgast gjald-
þrot fjárhagslega. En þeir eru
langt því frá andlega gjaldþrota.
Hjá meinatæknum eru orð dags-
ins: „Við gefumst ekki upp.“
42 fundir
haldnir án
árangurs