Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KÓRINN verður með lokatónleika í Aratungu í kvöld. Barnakór Biskupstungna Lokatónleikar í Aratungn Píanótónleik- ar í Grinda- víkurkirkju GUÐMUNDUR Magnússon, píanóleikari, heldur tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld ki. 20.30. Á tónleikunum leikur hann verk eftir Beethoven, Chopin, Ravel, Rakmaninov og Prokofiev. Guðmundur stundaði píanónám m.a. í Tónlistarskól- anum í Reykjavík þaðan sem hann lauk burtfararprófi. Framhaldsnám stundaði hann í Köln í Þýskalandi. Hann hefur haldið marga einleikstónleika og leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Undanfarin ár hefur hann starfað sem píanókennari við tónlistarskól- ana á Seltjarnarnesi og í Kefla- vík. Miðar eru seldir við inngang- inn og er frítt fyrir skólafólk. LOKATONLEIKAR Barnakórs Biskupstungna verða í Aratungu í kvöld. Þar koma fram „Litli bamakórinn“, en það eru nemend- ur 1.-3. bekkjar og einnig „Stóri kórinn“, en í honum eru börn fædd 1984 og fyrr. Margrét Bóasdóttir sópransöngkona syngur einsöng. Á dagskránni verða flutt þjóð- lög frá ýmsum löndum auk verka eftir Mozart, J.S. Bach og Beet- hoven. Þetta er annað formlega starfsár Barnakórs Biskupst- ungna. Stjórnandi barnakórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Þórunn Ingvadóttir hefur aðstoðað með söngþjálfun á „Litla barnakórn- um“ og mun hún aðstoða Hilmar við lokatónleikana. Allir eru velkomnir. í tilefiii 50 ára lýðveldisafinælisins gefur Morgunblaðið út sérstakt lýðveldisblað á þjóðhátíðardaginn, 17. júní nk. Blaðið verður sérprentað og látið fylgja með Morgunblaðinu þennan hátíðisdag. Auglýsendum gefst kostur á að auglýsa í blaðinu og bendum við á þann möguleika að koma kveðjum frá fyrirtækjum til þjóðarinnar í tilefni 50 ára afinælisins. Auglýsendur sem vilja kynna sér þessa sérstöku útgáfu er bent á að hafa samband við starfsmenn auglýsingadeildar, Agnesi Erlingsdóttur, Helgu Guðmundsdóttur eða Petrínu Ólafsdótmr, í síma 691111 eða símbréfi 691110. - kjarni málsins! Kjarvalsstaðir Islensk samtímalist á Listahátíð 1994 SÝNING á íslenskri samtímalist verður formlega opnuð á Kjarvals- stöðum, laugardaginn 21. maí kl. 16. Skúlptúr/Skúlptúr/Skúlptúr er yfirskriftin. Þessi sýning Lista- safns Reykjavíkur á Kjarvalsstöð- um á Listahátíð 1994 hefur það markmið að bregða ljósi á íslenska samtíma högmyndalist eða öllu heldur skúlptúrgerð. Hér hafa ver- ið valin verk eftir 30 íslenska myndlistamenn sem fram hafa komið á eftir hinni svo nefndu SÚM-kynslóð og sem endurnýjað hafa hugmyndir okkar um skúlpt- úrlistina. Eftirtaldir listamenn taka þátt í sýningunni; Svava Bjömsdóttir, Haraldur Jónsson, Þóra Sigurðar- dóttir, Ásta Ólafsdóttir, Daníel Magnússon, Guðrún Hrönn Ragn- arsdóttir, Ólafur S. Gíslason, Kris- inn E. Hrafnsson, Kristinn G. Harðarson, Þórdís Alda Sigurðar- dóttir, Anna Líndal, Guðjón Ketils- son, Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson, Þorvaldur Þorsteins- son, Ólöf Nordal, Hlynur Helga- son, Rúrí, Bryndís Snæbjörnsdótt- ir, Stefán Jónsson, Finnbogi Pét- ursson, Margrét Magnúsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, ívar Valgarðsson, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Finna Birna Steinsson, Steinunn Þórarinsdótt- ir, Halldór Ásgeirsson og Anna Eyjólfsdóttir. I fréttatilkynningu segir: „Meginmarkmið sýningarinnar er að draga fram í dagsljósið nýjar hugmyndir og áherslur í högg- myndalist, þar sem athyglinni er sérstaklega beint að nýjum merk- ingarsviðum skúlptúrsins og nýju hlutverki rýmisins." Sýningin verður opin daglega frá 21.5. til 24.7. frá kl. 10-18. Kaffistofa Kjarvalsstaða verður opin á sama tíma. Söngtónleikar Nýja Tónlistarskólans TVEIR söngnemendur, þau Katla Rannversdóttir og Sigurður Sæv- arsson flytja prófverkefni sín á tón- leikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Katla syngur verkefni eftir Purc- ell, Fr. Schubert, Pál ísólfsson og G. Fr. Hándel. Sigurður, sem lýkur áttunda stigi og fer í haust í fram- haldsnám til Bandaríkjanna, syng- ur lög eftir Jón Leifs, ljóðaflokk um Don Kíkóta eftir M. Ravel, lög eftir G. Mahler, P. Tsjajkovskíj, R. Schumann, aríu úr Évgeni Onég- in og aríu út Töfraflautunni eftir Mozart og saman syngja þau tvo dúétta úr Töfraflautunni. Slæðusýning í Sneglu SÝNING á slæðum opnar í Sneglu Listhúsi við Klapparstíg á morgun föstudag kl. 17. Slæðumareru hand- málaðar og þrykktar á silki og eru engar tvær eins. Að sýningunni standa sex af fimmtán listakon- um Sneglu List- húss, Björk Magnúsdóttir, Erna Guðmunds- dóttir, Hrafnhild- ur Sigurðardóttir, dóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir og Stefanía Stefánsdóttir. Sýningin stendur til 20. júní og er opin á opnunartima Sneglu, mánu- daga til föstudaga kl. 12-18 og laug- ardaga kl. 10-14. Sigurður Katla Sævarsson Rannversdóttir Milli söng þeirra leikur 11 ára píanónemandi, Dagný Truggva- dóttir, Franska svítu nr. 6 í E-dúr. Aðgangur er ókeypis. Nýjar bækur ■ Félagar barna- og unglinga- bókaklúbba Máls og menningar hafa fengið nýja sendingu. Félagar gula klúbbsins fengu nýja prentun af Heimi barnsins, sem hefur verið ófáanleg. Rauðir klúbbfélag- ar, 3-5 ára, fengu glænýja fræðslubók, Sjáðu dýrin stækka, sem sýnir hvernig ungar ýmissa dýrategunda vaxa og þroskast. Grænir klúbbmeðlimir, 6-9 ára, fengu söguna Lína Langsokkur ætlar til sjós, nýja þýðingu Sigr- únar Árnadóttur. Bláir félagar 10-13 ára fengu bók Einars Kára- sonar, Didda dojojong og Dúi dúgnaskítur. Unglingarnir fengu senda bókina Á háskaslóð eftir Eyvind P. Eiríksson. Sagan fjall- ar um íslenska stráka sem sigla ásamt pabba sínum á skútu um sænska skeijagarðinn og lenda í ýmsum ævintýrum. Ingiríður Oðins-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.