Morgunblaðið - 19.05.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.05.1994, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KÓRINN verður með lokatónleika í Aratungu í kvöld. Barnakór Biskupstungna Lokatónleikar í Aratungn Píanótónleik- ar í Grinda- víkurkirkju GUÐMUNDUR Magnússon, píanóleikari, heldur tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld ki. 20.30. Á tónleikunum leikur hann verk eftir Beethoven, Chopin, Ravel, Rakmaninov og Prokofiev. Guðmundur stundaði píanónám m.a. í Tónlistarskól- anum í Reykjavík þaðan sem hann lauk burtfararprófi. Framhaldsnám stundaði hann í Köln í Þýskalandi. Hann hefur haldið marga einleikstónleika og leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Undanfarin ár hefur hann starfað sem píanókennari við tónlistarskól- ana á Seltjarnarnesi og í Kefla- vík. Miðar eru seldir við inngang- inn og er frítt fyrir skólafólk. LOKATONLEIKAR Barnakórs Biskupstungna verða í Aratungu í kvöld. Þar koma fram „Litli bamakórinn“, en það eru nemend- ur 1.-3. bekkjar og einnig „Stóri kórinn“, en í honum eru börn fædd 1984 og fyrr. Margrét Bóasdóttir sópransöngkona syngur einsöng. Á dagskránni verða flutt þjóð- lög frá ýmsum löndum auk verka eftir Mozart, J.S. Bach og Beet- hoven. Þetta er annað formlega starfsár Barnakórs Biskupst- ungna. Stjórnandi barnakórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Þórunn Ingvadóttir hefur aðstoðað með söngþjálfun á „Litla barnakórn- um“ og mun hún aðstoða Hilmar við lokatónleikana. Allir eru velkomnir. í tilefiii 50 ára lýðveldisafinælisins gefur Morgunblaðið út sérstakt lýðveldisblað á þjóðhátíðardaginn, 17. júní nk. Blaðið verður sérprentað og látið fylgja með Morgunblaðinu þennan hátíðisdag. Auglýsendum gefst kostur á að auglýsa í blaðinu og bendum við á þann möguleika að koma kveðjum frá fyrirtækjum til þjóðarinnar í tilefni 50 ára afinælisins. Auglýsendur sem vilja kynna sér þessa sérstöku útgáfu er bent á að hafa samband við starfsmenn auglýsingadeildar, Agnesi Erlingsdóttur, Helgu Guðmundsdóttur eða Petrínu Ólafsdótmr, í síma 691111 eða símbréfi 691110. - kjarni málsins! Kjarvalsstaðir Islensk samtímalist á Listahátíð 1994 SÝNING á íslenskri samtímalist verður formlega opnuð á Kjarvals- stöðum, laugardaginn 21. maí kl. 16. Skúlptúr/Skúlptúr/Skúlptúr er yfirskriftin. Þessi sýning Lista- safns Reykjavíkur á Kjarvalsstöð- um á Listahátíð 1994 hefur það markmið að bregða ljósi á íslenska samtíma högmyndalist eða öllu heldur skúlptúrgerð. Hér hafa ver- ið valin verk eftir 30 íslenska myndlistamenn sem fram hafa komið á eftir hinni svo nefndu SÚM-kynslóð og sem endurnýjað hafa hugmyndir okkar um skúlpt- úrlistina. Eftirtaldir listamenn taka þátt í sýningunni; Svava Bjömsdóttir, Haraldur Jónsson, Þóra Sigurðar- dóttir, Ásta Ólafsdóttir, Daníel Magnússon, Guðrún Hrönn Ragn- arsdóttir, Ólafur S. Gíslason, Kris- inn E. Hrafnsson, Kristinn G. Harðarson, Þórdís Alda Sigurðar- dóttir, Anna Líndal, Guðjón Ketils- son, Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson, Þorvaldur Þorsteins- son, Ólöf Nordal, Hlynur Helga- son, Rúrí, Bryndís Snæbjörnsdótt- ir, Stefán Jónsson, Finnbogi Pét- ursson, Margrét Magnúsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, ívar Valgarðsson, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Finna Birna Steinsson, Steinunn Þórarinsdótt- ir, Halldór Ásgeirsson og Anna Eyjólfsdóttir. I fréttatilkynningu segir: „Meginmarkmið sýningarinnar er að draga fram í dagsljósið nýjar hugmyndir og áherslur í högg- myndalist, þar sem athyglinni er sérstaklega beint að nýjum merk- ingarsviðum skúlptúrsins og nýju hlutverki rýmisins." Sýningin verður opin daglega frá 21.5. til 24.7. frá kl. 10-18. Kaffistofa Kjarvalsstaða verður opin á sama tíma. Söngtónleikar Nýja Tónlistarskólans TVEIR söngnemendur, þau Katla Rannversdóttir og Sigurður Sæv- arsson flytja prófverkefni sín á tón- leikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Katla syngur verkefni eftir Purc- ell, Fr. Schubert, Pál ísólfsson og G. Fr. Hándel. Sigurður, sem lýkur áttunda stigi og fer í haust í fram- haldsnám til Bandaríkjanna, syng- ur lög eftir Jón Leifs, ljóðaflokk um Don Kíkóta eftir M. Ravel, lög eftir G. Mahler, P. Tsjajkovskíj, R. Schumann, aríu úr Évgeni Onég- in og aríu út Töfraflautunni eftir Mozart og saman syngja þau tvo dúétta úr Töfraflautunni. Slæðusýning í Sneglu SÝNING á slæðum opnar í Sneglu Listhúsi við Klapparstíg á morgun föstudag kl. 17. Slæðumareru hand- málaðar og þrykktar á silki og eru engar tvær eins. Að sýningunni standa sex af fimmtán listakon- um Sneglu List- húss, Björk Magnúsdóttir, Erna Guðmunds- dóttir, Hrafnhild- ur Sigurðardóttir, dóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir og Stefanía Stefánsdóttir. Sýningin stendur til 20. júní og er opin á opnunartima Sneglu, mánu- daga til föstudaga kl. 12-18 og laug- ardaga kl. 10-14. Sigurður Katla Sævarsson Rannversdóttir Milli söng þeirra leikur 11 ára píanónemandi, Dagný Truggva- dóttir, Franska svítu nr. 6 í E-dúr. Aðgangur er ókeypis. Nýjar bækur ■ Félagar barna- og unglinga- bókaklúbba Máls og menningar hafa fengið nýja sendingu. Félagar gula klúbbsins fengu nýja prentun af Heimi barnsins, sem hefur verið ófáanleg. Rauðir klúbbfélag- ar, 3-5 ára, fengu glænýja fræðslubók, Sjáðu dýrin stækka, sem sýnir hvernig ungar ýmissa dýrategunda vaxa og þroskast. Grænir klúbbmeðlimir, 6-9 ára, fengu söguna Lína Langsokkur ætlar til sjós, nýja þýðingu Sigr- únar Árnadóttur. Bláir félagar 10-13 ára fengu bók Einars Kára- sonar, Didda dojojong og Dúi dúgnaskítur. Unglingarnir fengu senda bókina Á háskaslóð eftir Eyvind P. Eiríksson. Sagan fjall- ar um íslenska stráka sem sigla ásamt pabba sínum á skútu um sænska skeijagarðinn og lenda í ýmsum ævintýrum. Ingiríður Oðins-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.