Morgunblaðið - 19.05.1994, Side 13

Morgunblaðið - 19.05.1994, Side 13
MORGUNBLÁÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR'19: MAÍ 1994 í 13 Nýbyggt fjölbýlishús með íbúðum fyrir aldraðra afhent í Borgarnesi 24 þjónustu- íbúðir afhentar Borgarnesi - Nýbyggt 24 íbúða fjölbýlishús aldraðra í Borgarnesi hefur verið tekið í notkun. Um er að ræða 24 þjónustuíbúðir með félags- aðstöðu á jarðhæð sem tengd er Dvalarheimilinu og Heilsugæslustöðinni. Er Óli Jón Gunnarsson bæjar stjóri og formaður byggingar- nefndar fjölbýlishúss aldraðra, tók við byggingunni fyrir hönd bygg- ingarnefndarinnar af fram- kvæmdastjóra Hrafnakletts hf., Guðmundi Eiríkssyni, sagði hann meðal annars; „í dag fögnum við merkum áfanga í uppbyggingu öldrunaraðstöðu hér í Borgarnesi, fyrir Borgnesinga og aðra hér- aðsbúa, með því að taka í notkun þetta glæsilega mannvirki. í hús- inu eru 24 þjónustuíbúðir fyrir aldraða, aðstaða fyrir félagsstarf á jarðhæð, auk 6 bílskúra. Þessu til viðbótar er sá ágæti salur sem við stöndum hér í og er byggður og fjármagnaður af Borgarnesbæ og öllum hreppum Mýrasýslu, auk Andakílshrepps, Kolbeinsstaða- hrepps og Eyjahrepps." Rakti Óli Jón síðan aðdraganda og undir- búning byggingarinnar sem hófst vorið 1989. Fyrsta skóflustungan var sjðan tekin í júlí 1992 af for- seta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur. 28 íbúðir seldar Fjölbýlishúsíð er byggt úr for- steyptum einingum frá Loftorku hf. en Loftorka er annar aðilinn, ásamt Byggingafélaginu Borg hf. sem saman standa að Hrafna- kletti hf. sem var aðalverktaki byggingarinnar. Fjölbýlishúsið er hæsta hús sinnar tegundar hér- Morgunblaðið/Theodór NÝJA 24 íbúða fjölbýlishús aldraðra í Borgarnesi sem tengt er dvalarheimilinu og heilsugæslustöðinni. Á innfelldu myndinni taka hjónin Jóhann Waage og Guðrún Björg Björnsdóttir við lyklum að íbúð sinni frá Óla Jóni Gunnarssyni formanni byggingamefnd- lendis. Sex íbúðir eru á hverri hæð, tvær þriggjaherbergja, þijár tveggjaherbergja og ein einstakl- ingsíbúð. Heildargrunnflötur allr- ar byggingarinnar er 2.850 fer- metrar. Daginn eftir að Hrafnaklettur hf. afhenti húsið til byggingar- nefndarinnar var húsið til sýnis almenningi og mætti fjöldi manns til að skoða húsið. Sama dag komu eigendur íbúðanna saman í sam- komusal hússins og tóku þar við lyklum að íbúðum sínum og þáðu armnar. kaffiveitingar. Þá las séra Árni Pálsson úr ritningunni, fór með bæn og blessaði húsið. Allar íbúð- irnar, utan ein þriggja herbergja, eru seldar og hægt hefði verið að selja fleiri tveggja herbergja íbúð- ir ef til hefðu verið. Maríuerlu- ættbálkur sest að ÞRJÚ MARÍUERLUPÖR eru nú í óða önn við hreiðurgerð á þrem stöplum sem liggja i röð utaná húsi einu við Grundargötu í Grundarfirði. „Maríuerla hefur verpt við þetta hús í mörg ár,“ segir Þorvarður Sigurðsson eig- andi hússins. „í fyrstu var þetta bara eitt par sem verpti í á fleka úr mótatimbri, en nú virðist allur ættbálkurinn vera sestur að.“ Börnin horfa áhugasöm á þessar framkvæmdir, en nágrannakett- imir vappa í kring og sleikja útum. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Glerkrukkur með álloki f ýmsum stærðum. Verð áöur frá kr. 650,-. Nú aðeins kr. 455,- m/30% afslætti. inni- og útiborð úr galvaniseruðu stáli. Úti á sumrin, inni á veturnar. AFRICA stóllinn er vandaður og vinsæll. Kr. 3.400,- m/áklæði. CHARBURY er varanleg útskriftargjöf! Rúm, skápar, kommóður, náttborð og kistur. Charbury húsgögnin eru vönduð og eingöngu unnin úr ræktuðum skógi. Charbury er umhverfisvæn og varanleg framtíðareign. Litmynda- listinn er kominn aftur! Hann er yfir 100 sfður og fæst ókeypis. Ný sending er komin. Tryggið ykkur eintak strax. habitat ÖLL HELSTU GREIÐSLUK)ÖR; LAUGAVEGI 13 - SIMI (91) 625870 OPIÐ VIRKA DAGA 10.00 - 18.00 OG LAUGARDAGA 10.00 - 14.00 Habitat international 1964-1994 II if* 1*H H l|pr/| 11 ^ ■ HABITAT ÍSLAND - ENGLAND - FRAKKLAND - SPÁNN - HOLLAND - BELGÍA - MARTINIQUE - SINGAPORE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.