Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 13

Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22: MAÍ 1994 13 skæruhernaði og samstaðan meðal þeirra er miklu meiri en meðal norð- anmanna. Þeir munu því ekki gef- ast upp í bráð og þeir búa enn að miklum vopnabirgðum, sem Sovét- menn létu þá fá á sínum tíma. Þar að auki eru fréttir um, að Saudi- Arabar, sem áður voru. erkifjendur marxistanna í Suður-Jemen, hafi fjármagnað vopnakaup þeirra að undanfömu. Það vakti verulega at- hygli í fyrra þegar stjórnvöld í Saudi-Arabíu buðu til sín Baidh, leiðtoga sunnanmanna, en neituðu að taka á móti Saleh. Stjómin í Riyadh er andvíg sam- einingu Jemens vegna þess, að hún óttast pólitísk áhrif hins sameinaða ríkis, sem hefur jafn marga íbúa og Saudi-Arabía. Hún hefur líka mjög illan bifur á Saleh forseta og leiðtoga norðanmanna, sem studdi ekki bandalag Saudi-Aaraba og Bandaríkjanna í Persaflóastríðinu. Saleh hefur auk þess haidið við vin- skapnum við Saddam Hussein, for- seta íraks, og forsetalífvörður hans, 30.000 manns, er sniðinn eftir for- setalífverði Saddams. íraksforseti hefur líka stutt Saleh í átökunum núna og er þar með að kynda und- ir fjandskapnum við Saudi-Araba. Þótt norðanherinn sé miklu fjöl- mennari eru sunnanmenn þjálfaðri og útsjónarsamari og eftir því sem Norður-Jemenar sækja lengra, lengjast einnig aðflutningsleiðir þeirra um fjalllendið í suðurhlutan- um. Það verður ekki erfitt að ijúfa eina fjallveginn á milli Sanaa og Aden. Líklegast er því, að um ein- hvers konar þrátefli verði að ræða og eina færa leiðin út úr því virðist vera tillaga sunnanmanna um sam- bandsríki. Dragist stríðið mikið á langinn getur það hins vegar kynt undir ólgu annars staðar í ríkjum araba. um Berlusconi, s.s. breytingum á kosningalöggjöfinni. Afneita fortíðinni Sjálfir vilja nýfastistar kalla sig síð-fasista og efast er um fortíðar- tengsl þeirra. Gianfranco Fini leið- togi Þjóðarbandalagsins gerir lítið úr þeim og segist ekki vera fasisti af gamla skólanum. Forystumenn flokksins segja og að kjör 148 flokksmanna á þing hafi endanlega afmáð fortíðarblettinn af MSI. Þjóðarbandalagið hefur átt full- trúa það lengi á þingi að flestir ítalir hafa vanist flokknum og eru því ekki jafn undrandi á stjórnarað- ild hans og áhrifamenn erlendis. Þrátt fyrir allt átti flokkurinn, bæði leynt og ljóst, um langan ald- ur samstarf við Kristilega demó- krata um afgreiðslu íjölda þing- mála. Maðurinn á bak við það var Giulio Andreotti sem sjö sinnum var skipaður forsætisráðherra en á yfir höfði sér málaferli vegna hneykslismála og spillingar. Efnahagsleg uppstokkun Berlusconi hefur heitið efna- hagslegri uppstokkun með því að hlúa sérstaklega að einkarekstri og afnema alls kyns hömlur og höft. Ætlar hann að örva fjárfest- ingar lítilla og meðalstórra fyrir- tækja sem skila eiga milljón nýrra starfa með skattaívilnunum. Sams- konar afslætti eiga fyrirtæki sem fjölga starfsfólki að fá. Sömuleiðis lofaði hann skattalækkunum og einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Hagþróunin virðist honum hagstæð en stjórnin mun þó tæpast hafa mikið svigrúm til aðgerða. Ætli hann sér að draga úr ríkissjóðs- halla á hann vart annarra kosta völ en hækka skatta eða draga úr ríkisútgjöldum. Tvö af stærstu launþegasamtök- um Ítalíu gagnrýndu efnahags- stefnu stjómar Berlusconis í vik- unni, sögðu hana ruglingslega og einkennast af óskhyggju. Fjár- magnsmarkaðurinn virðist hins veg- ar hafa trú á stjórninni og áformum hennar því verðbréf hafa hækkað talsvert í verði undanfarna daga. Innilegar þakkir til fjölskyldu minnar, vina og frœndfölks ncer og fjcer sem sýndu mér hlýhug og vináttu á 85 ára afmceli mínu þann 12. maí. GuÖ blessi ykkur öll. Elísabet Kristjánsdóttir, Hrepphólum. Hjartans þakkir fyrir þá góðvild og vinarhug er mér var sýndur með gjöfum og heillaskeytum á 70 ára afmceli mínu 3. maí. Ég þakka lífsgönguna og biö guÖ aÖ gefa ykk- ur góða daga. Kcer kveðja, Soffanías Cecilsson. í tilefni af 100 ára afmceli mínu 12. maí síöast- liöinn vil ég þakka öllum vinum og venslafólki mínu sem heimsóttu mig ogglöddu meö kveöj- um og gjöfum. Meö léttri og góÖri lund, minntumst viÖ gamalla, góÖra daga. Sérstaklega vil ég þakka hreppsnefnd Eyrar- bakka fyrir rausnarlega veislu mér til heiÖurs. Gcefa veri með ykkur öllum. Páll Jónasson, (Stíghási), Ljósheimum, Selfossi. Blab allra landsmanna! þá er þetta bíllinn Ford Explorer er vandaður jeppi og fjölskyldubíll-í einu og sama farartækinu. Á Ford Explorer eru þér allir vegir færir og þú nýtur þess til fullnustu sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Skoðaðu og reyndu Ford Explorer. Bíll í sérflokki. Ford Explorer XLT, sjálfskiptur: 3.990.000 kr. Innifalið i verði er skráning og ryðvörn. Ford Explorer - og landið er þitt. G/obusa -heimur gceða! Lágmúla 5, slmi 91-6815 55 Ef ísland er landið ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.