Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 17

Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 1:7 BÍÐUR EFTIR SKÝRSLU í SAMBANDI við sjúkrahótel við Borgarspítalann hafði Mbl. samband við Guðmund Árna Stefánsson heilbrigðisráð- herra. Hann kvað sjúkrahótel fýsilegan kost, enda megi sjá í nágrannalöndum okkar að það hafi sparnað í för með sér og örýggi sé jafn mikið. í okk- ar dreifbýla landi þar sem fólk safnast til lækninga á einn stað sé það kannski enn hagkvæm- ara. Hann kvaðst nú bíða skýrslu um málið og ekki geta sagt um nein tímamörk. En mikill áhugi sé á málinu og hann sjái fyrir sér að í þessu gæti legið stór áherslubreyting í sjúkrahúsmálum. breyta einhverju. Fannst það ofur eðlilegt að fara og sækja þekkingu og koma með hana heim,“ segja þau. Kusu að fara til Bandaríkj- anna af því að þar er svo mikil hreyfing á öllu og þar er svo op- inská sjálfsgagnrýni. Rauði þráður- inn i fræðslu prófessoranna var gagnrýni og opinskátt tal um allt það sem breyta þyrfti. Tæknin komin fram úr sjálfri sér „Meðan við vorum í seinasta hluta námsins var svo spennandi tími í þessu fagi í Bandaríkjunum og mikil umræða. Hillary og Bill Clinton komu fram með sína um- bótastefnu í heilbrigðismálum," segir Helga María. Og í þessum málum sem mörgum öðrum hefur á sl. 8 árum orðið svo mikil hugar- farsbreyting, ekki bara þar heldur í öllum heiminum. Tæknin er orðin svo gífurleg að hún er komin fram úr sjálfri sér og fólk farið að spyrja sig hvort alltaf eigi að beita henni, Sjúkrahótelid við Rikisspítalann i Kaupmannahöfn, myndin tekió frá spitalanum, en undirgöng eru á milli undir stéttinni. New Haven sjúkrahótelió er tengt vió Yale háskálasjúkra- húsió meó glerbrú yfir götuna. aðrar persónulegar breytingar hjá mér og teningunum var kastað,“ útskýrir Jónas. Helga María segir að aldrei hafi verið minnsti vafi á því að hún ætlaði í framhaldsnám eftir BA- próf í félags- og fjölmiðlafræði. „Já, ég fór reyndar fyrst í félags- fræði. Er svo félagslega þenkjandi. Finnst samskipti við fólk svo áhugaverð," segir hún þegar hún sér undrunarsvipinn á viðmælanda. En bætir við að hún hafi samt allt- af stefnt á rekstur af einhvetju tagi, enda sé rangt að þetta fari ekki saman. Frá unglingsárunum hafði hún verið viðloðandi verslun- arstörf hjá pabba sínum í Gleri & Postulíni. Og vann víðar með námi, aðallega í ferðamálum hér og er- lendis. Hún segir mér að kennarinn hennar Þorbjörn Broddason hafi einn góðan veðurdag sagt: „Þú átt að fara í viðskipti“. Bætir við að þegar hún ákvað svo að halda áfram í rekstrarhagfræði, taka „Master of Business Administrati- on“ í Ameríku, þá hafi það fallið mjög vel að því að hafa húmanísk- an grunn. Hún var sem sagt á leið utan og Jónas fylgdi henni. Hann tók fjölmiðla- og hagfræði til BA- prófs í New York-háskóla og svo rekstrarhagfræði í Connecticut- háskóla. Og meðan Helga María beið eftir honum tók hún heilsuhag- fræðina og stjórnun og rekstur heilbrigðisstofnana til viðbótar. „Við brutum í blað seint, vildum víkka sjóndeildarhringinn. Vildum burtséð frá því til hve mikils góðs það kann að vera. Talað sé um að nauðsynlegt sé að fara að velja tækni, bæði vegna manneskjunnar og þjóðfélagsins í heild. Þetta mið- ist ekki aðeins við sjúkrahúsin held- ur eigi það við nær alls staðar í samfélaginu. „Ég er að vinna fyrir Rauða krossinn og var nýverið á ráðstefnu í Gripsholm í Sviþjóð. Nú eru þess- ir aðilar farnir að ræða um stefnu- breytingu. Að fara að líta sér nær. °g leggja áherslu á að leita uppi hópa sem minna mega sín og hjálpa þeim til að hjálpa sér sjálfir. Við erum þrjú sem myndum þennan vinnuhóp, tvö frá RKÍ og ég er í honum sem aðferðaráðgjafi. Við höfum á hendi könnun í þessu skyni,“ segir Helga. Og í frekari umræðu um verkefni þeirra kemur fram að Framsýnt fólk er með stjórnunar- og rekstrarráðgjöf, markaðsrannsóknir og almanna- tengsl. Er í ráðgjöf við fyrirtæki út á við og inn á við, bæði stóra aðila og smáfyrirtæki eða einstakl- inga, sem að vísu hefur ekki gefist mikill tími til ennþá. Óskaverkefni Jónasar og Helgu Maríu eru þar sem menntun þeirra og ferskir straumar sem þau hafa sótt út geta skilað sér til þjóðfélagsins, segja þau. Blása á þessa svartsýni sem þeim fínnst alls staðar vera og segja Island búa yfir gífurlegum framtíðarmöguleikum ef rétt er á haldið. í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! Utankjörstaðaskrifstofa • Sjálfstæðisflokksins l Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 880900, 880901,880902 og 880915. I Utankjörfundar atkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, » Ármúlaskóla, alla daga kl. 10-12,14-18 og 20-22. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningum. * Aðstoð við kjörskrárkærur. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins! Vinsamlega látið okkur vita um alla kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, 28. maí n.k. Almennar kaupleiguíbúðir Auglýst er eftir umsóknum um nokkrar almennar kaupleiguíbúðir. Um er að ræða 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir í fjölbylishúsum við Engihjalla, Lautarsmára og Arnarsmára. íbúðirnar geta verið tilbúnar fljótlega. Umsóknareyðublöð fást afhent í afgreiðslu Félagsmálastofnunnar, Fannborg 4, Kópavogi. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 15. júní nk. Kópavogi 20. maí 1994. Húsnæðisnefnd Kópavogs. í tile&ii 50 ára lýðveldisafmælisins gefur Morgunblaðið út sérstakt lýðveldisblað á þjóðhátíðardaginn, 17. júní nk. Blaðið verður sérprentað og látið fylgja með Morgunblaðinu þennan hátíðisdag. Auglýsendum gefst kostur á að auglýsa í blaðinu og bendum við á þann möguleika að koma kveðjum frá fyrirtækjum til þjóðarinnar í tílefimi 50 ára afmælisins. Auglýsendum sem vilja kynna sér þessa sérstöku útgáfu er bent á að hafa samband við starfsmenn auglýsingadeildar, Agnesi Erlingsdóttur, Helgu Guðmundsdóttur eða Petrínu Ólafsdóttur, í síma 691111 eða símbréfi 691110. Jfafgnaiiribifetto - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.