Morgunblaðið - 29.05.1994, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Enginn stekkur alskapaður fram
á sviðið, öll eigum við okkar
æsku- og mótunarár. Elín Ósk
hefur gaman af að segja frá
æskuárum sínum í Rangárvalla-
sýslu. Einbeitnin í augnaráðinu
víkur fyrir brosi þegar hún minnist
ungu stúlkunnar sem fór á nám-
skeið á Selfossi og svo í Borgar-
nesi, þar sem hún tók próf í kjöt-
matsfræðum. „Maður vóg og mat
hve feitir skrokkarnir voru og fal-
lega skapaðir og raðaði þeim í
flokka eftir því. Ef um var að
ræða flottan skrokk með fína
vöðva og passlega mikla fítu þá
fór hann í stjömuflokk. Nú hafa
flokkarnir eitthvað breyst og ég
hef ekki fylgst grannt með því, það
er orðið talsvert langt síðan ég kom
að kjötmati síðast," segir hún og
hlær.
„Var þetta ekki hrár og blóðug-
ur heimur?“ spyr ég. „Jú, auðvitað
er hann það, en ég þekkti ekkert
annað, frá því ég var lítil stelpa
þá fylgdi ég mömmu og pabba í
sláturhúsið á haustin. Ég var ekki
nema fárra ára gömul þegar ég
fékk lítinn slopp og svuntu, fékk
svo borðhníf og kindalappir og fór
að flá. Svo strekkti ég skinnið á
spýtu og þurrkaði, þessu fannst
mér gaman að vasast í. Þótt þetta
hafí verið blóðugur heimur var
hann líka skemmtilegur. Þetta er
eiginlega tveggja mánaða vertíð.
Þarna var margt fólk og oft var
mikið fjör, einkum á kvöldin og
ég fékk að draslast með, það var
spjallað, sungið, spáð í bolla og
farið í andaglös. Þegar ég var
þrettán ára fór ég sjálf að vinna
í sláturhúsinu fram að því að skól-
inn bytjaði í október og fannst ég
manneskja með mönnum. Ekki
spillti að með mér unnu margir
sætir strákar. Fyrstu haustin sem
ég var í söngskólanum vann ég í
sláturhúsinu áður en kennsla hófst
og safnaði mér peningum.“
„Hvað varð til þess að þú
ákvaðst að fara í söngskóla?
„Foreldrar mínir eru bæði söng-
elsk, pabbi hefur starfað mikið í
kórum og mamma var í kórstarfí
áður en ég fæddist. Pabbi var m.a.
í Samkór Rangæinga sem Friðrik
Guðni Þorleifsson og Sigríður Sig-
urðardóttir stjórnuðu. Hjá þeim
hjónum kynntist ég fyrst tónlist-
inni, þau kenndu við Tónlistarskóla
Rangæinga og þangað fór ég ell-
efu ára til að læra á gítar. Þar
þurfti ég að læra nótur og fannst
það hundleiðinlegt. Ég vildi bara
læra grip og spila eftir eyranu og
svo syngja og syngja. Ég hætti
eftir eitt ár með gítarinn og fór
að læra á orgel, tveimur árum
seinna fór ég að læra á píanó. Ég
var jafnframt í kór tónlistarskólans
og þar söng ég fyrst einsöng, það
var í laginu Kumbay ja my Lord.
Þá var ég ekkert farin að læra
heldur söng bara „með mínu nefí“.
Ég fékk mikinn aga í kómum, Sig-
ríður er vandvirk kona, þótt ég
hefði snemma leiðandi rödd þá
gætti hún þess að ég syngi ekki
meira en svo að ég kæmi ekki í
gegnum kórinn. Á unglingsárun-
um söng ég á alls konar skemmt-
unum ásamt vinkonum mínum. Ég
spilaði með á gítar og raddaði, það
fannst mér óskaplega gaman. Ég
söng yfirleitt neðri röddina en þær
laglínuna. Það þarf að hafa næmt
músíkeyra til þess að radda eftir
eyranu. Ég var alin upp við raddað-
an söng, pabbi söng mikið, hafði
mikla og fallega rödd, og við sung-
um oft saman. Ég á meira að segja
upptöku þar sem við syngjum sam-
an og röddum til skiptis. Mamma
aftur á móti kenndi mér mikið af
sálmalögum, ég sat upp á eldhús-
borði meðan hún var að baka eða
var í öðru eldhússtússi og hún fór
með sálmana og hafði ég eftir, svo
kom kannski pabbi og við fórum
að syngja sálmana saman, pabbi
söng bassann. Smám saman rann
Elín Ósk ásamt Kjartani manni sínum og syninum Heimi Þór.
luoiguuuiaoio/ ivi lauiiii
Elín Ósk fimm ára, á þeim
tíma sá hún ýmislegt sem öðr-
um var hulið.
Kjötmatsmaðurinn Elin Ósk að störfum.
Elín Ósk á Fána, hestinum sem hún varð að selja til að komast
í söngnám á Italíu.
upp fyrir mér að mig langaði ekki
til neins annars en vera söngkona.
Ég undirbjó lag sjálf heima til
þess að syngja á inntökuprófínu í
Söngskólanum, það var I svana-
líki, eftir Inga T. Lárusson, mér
fannst það svo fallegt lag. Svo fór
ég til Reykjavíkur og í Söngskól-
ann og söng þetta fýrir Þuríði
Pálsdóttir, Olöfu Kolbrúnu og
Krístínu Cortes. Þetta var merkileg
stund fyrir mig, unga sveitastúlku,
að hitta allar þessar prímadonnur.
Ég söng mitt lag og var síðan lát-
in syngja eitt lítið lag, Blátt lítið
blóm eitt er. Þuríði minni Pálsdótt-
ur, sem síðar varð minn kennari,
hefur líklega þótt ég ráðast á garð-
inn þar sem hann var nokkuð hár.
Hún sagði mér seinna að hún hefði
ekki vitað hvar þetta ætlaði að
enda og beðið eftir að stúlkan
spryngi en hún hafí bara alltaf
farið hærra og hærra. Ég var alla
mína tíð í Söngskólanum nemandi
hjá Þuríði Pálsdóttur. Það var stór-
kostlegt að lenda hjá þeirri konu,
ég þakka enn Guði fyrir það lán
mitt. Hún var ströng við mig en
hún var líka ofboðslega góð við
mig. Ég var aldrei hrædd við hana
en bar óskaplega virðingu fvrir
henni. Hún kom frá miklu tónlist-
ar- og kúltúrheimili og ég naut
alls þess sem hún gat boðið mér
uppá og hún var óspör á það. En
hún gerði meira en að kenna mér
söng, hún kenndi mér á lífið og
tilveruna, ég var ekki nema ungl-
ingur og hún passaði upp á mig.
Ef ég var t.d. að fara í próf þá
hringdi hún í mig og „tékkaði á
mér“. Svo hafði ég aðra yndislega
konu mér við hlið, það var Jórunn
Viðar. Hún spilaði undir fyrir mig
allan tímann sem ég var í söngskól-
anum, og þar var ekki komið að
tómum kofanum. Ég á Þuríði og
Jórunni mikið að þakka. Hin mann-
legu samskipti milli nemanda og
kennara eru þýðingarmikil.
Meðan ég var í skólanum fékk
ég inni hjá konu í fjölskyldunni en
fór austur til foreldra minna um
hveija helgi. Ég hef alltaf verið
heimakær og var vön að vera mik-
ið með foreldrum mínum auk þess
átti ég mína vini fyrir austan. En
vitanlega fór ég líka stundum út
að skemmta mér í Reykjavík og
eignaðist fljótlega vini í skólanum,
þar var skemmtilegur andi og mik-
ið sungið og trallað. Auðvitað var
þetta ekki eintómur dans á rósum.
Það kom fyrir að það óx einhveij-
um í augum hve ég hafði stóra
rödd, mikla dýpt og mikla hæð.
Einstaka fólk leit mig homauga
og talaði jafnvel um það sín á
milli að ég væri kannski ekki sópr-
an heldur eitthvað annað, en ég
lét þetta ekki hafa áhrif á mig.
Mér fannst þetta eigi að síður erf-
itt, ég hef sjálf alltaf tekið nærri
mér ef ég hef þurft að særa ein-
hverja manneskju og mér fannst
ósanngjamt að fólk tæki það
óstinnt upp að ég gerði mitt besta
og reyndi að vinna úr því sem ég
hefði. En þetta fýlgir, listamenn
eru svo viðkvæmir og berskjaldað-
ir. Þeir gefa það sem þeir eiga og
persónuleiki þeirra flæðir út. Það
krefst mikils andlegs styrks. Ef
ég er að syngja á tónleikum þarf
ég að sækja mér styrk. Ég sæki
hann til fjölskyldunnar og í trúna.
Ég bið alltaf til Guðs áður en ég
geri einhveija hluti.
Ef ég geri eitthvað mikilvægt,
svo sem að syngja á tónleikum eða
í óperum þá vita foreldar mínir
alltaf um það, af því að ég þarf
að fá styrk frá þeim. Þau hugsa
þá hlýlega til mín og það hafa þau
alltaf gert. Ég trúi á mátt hugsan-
anna. Ég er sjálf opin manneskja
og það er gott að senda mér hug-
skeyti þótt það séu bara vissar
persónur sem hafa getað gert það.
Móðir mín og elsta systir eru þar
fremstar í flokki. Um daginn var
ég t.d. hér allan morguninn tvístíg-
andi af því mér fannst ég svo mik-
ið þurfa að tala við systur mína.
Þegar ég loks tók upp tólið til að
hringja í hana þá hringdi hún,
henni hafði þá liðið alveg eins, þar
til hún sagði: Ég verð bara að tala
við hana Ellu - og hringdi. Svona
er þetta oft, eitthvað innra með
mér segir mér að ég þurfí að tala
við viðkomandi persónu.
Þegar ég var krakki var ég
skyggn. Djúpidalur, þar sem við
bjuggum, stendur við Rangá og
hinum megin við ána er autt svæði.
Þegar ég var á fimmta ári sagði
ég eitt sinn við mömmu: Mamma,
sjáðu skrítna húsið þama hinu
megin. Ég lýsti húsinu og það var
talsvert öðruvísi en húsin eru í
dag. Mamma fór með mig inn og
svo út aftur og spurði hvort ég sæi
húsið enn. „Nei,“ svaraði ég. For-
eldrar mínir komust svo að því að
á auða svæðinu hinum megin við
ána hafði fyrir löngu verið gamall
burstabær og útlit hans hafði kom-
ið heim og saman við lýsingu mína.
Oðru sinni var það þegar við bjugg-
um á Sunnuhvoli, rétt fyrir utan
Hvolsvöll. Við bjuggum þar í yndis-
legu húsi með fallegum garði og
vorum með hesta. Ég var mikil
hestamanneskja þá og síðar. Við
mamma vorum að taka upp kart-
öflur þá segi ég allt í einu við hana: