Morgunblaðið - 29.05.1994, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BARNIÐ SKAL
HEITAIHÓTTAKA
eftir Ellý Vilhjálms ;__
Björg á meðal sjúklinga sinna i Kenya og hlýðir á einn þeirra leika á heimatilbúið hljóðfæri.
ÞRÁTT fyrir myrkrið
úti fyrir birti í sjúkra-
stofunni þegar hún
kom inn. Brosið var
hlýtt og það örlaði á
upplífgandi glettni í
svipnum. I röddinni
fólst rósemi sem veitti
sjúklingnum öryggi.
Og ekki voru handtök-
in síðri, ákveðin en um
leið örugg og hlý. Það
var ómetanlegt að fá
að njóta verka hennar
á erfiðri stundu. Þessi
lýsing á við hjúkrunar-
fræðinginn og ljósmóð-
urina Björgu Pálsdótt-
ur sem oftar en einu
sinni hefur lagt land
undir fót og hjálpað og
hjúkrað öreigum og
stríðshrjáðu fólki á
fjarlægum slóðum.
Hún var beðin að
hverfa í huganum til
baka og skýra frá
minnisstæðum atvik-
um.
Bjerg Póls-
dóttir, f jör-
kálfurinn af
Seltjarnar-
nesinu, sem
sinnt hef ur
hjúkrunar- og
Ijósmóóur-
störfum
meóal blá-
snauóra og
strióshrjáóra
i Asiu og
Afríku
tekin tali
Simt af því sem ég hef orðið
vitni að er þess eðlis að
fólk ætti erfitt með að trúa
því eða skilja, fyrir nú utan
að það er ekki holl lesning
viðkvæmu fólki.“ Björg brosir óræðu
brosi og úr svipnum skín reynsla og
skilningur á hlutum sem hinum
dæmigerða íslendingi eru huldir.
Skyldi litla stelpan hún Björg
hafa verið ákveðin í að gerast hjúkr-
unarkona?
„Nei, það held ég ekki. Ef við
byrjum á upphafinu þá ólst ég upp
í stórum systkinahópi á Seltjarnar-
nesi og átti yndislega æsku. Foreldr-
ar mínir, Björg Kristjánsdóttir og
Páll Guðmundsson, eru víðsýnt fólk
sem studdu mig og hvöttu í því sem
ég hafði áhuga á að gera. Eg man
ekki eftir mér öð.ru vísi en á hiaup-
um, enda gott að hlaupa á Nesinu
þar sem rými var nóg og ég var
frjáls. Og svo má ekki gleyma hand-
boltanum, fótboltanum og sundinu
í sjónum að ógleymdu karate. Lík-
lega var ég algjört „íþróttafrík“.
Á hinn bóginn var ég ekki ýkja
gömul þegar ég ákvað að gerast ljós-
móðir, enda mikið gefin fyrir börn.
En áður en af því varð lauk ég hjúkr-
unarnámi, og mér er mjög minnis-
stæð fyrsta fæðingin sem ég varð
vitni að því það steinleið yfir mig.
Svona var ég viðkvæm og lítil í mér
í þá daga.“
En nú er æði langt síðan að leið
yfir Björgu Pálsdóttur þegar lítil
manneskja leit fyrst dagsins ljós í
nærveru hennar, því hún hefur tekið
á móti íjölda barna við misjafnar
aðstæður, og sumar ákaflega slæm-
ar:
„Já, maður sjóast með árunum
og reynslunni. En mér finnst alltaf
jafn yndislegt að taka á móti þessum
litlu krílum. Fyrir nokkrum árum
leysti ég af ljósmóður á Neskaupstað
í einar sex vikur. Þegar íjórar voru
liðnar varð ég að komast upp úr
kvosinni til að anda. Mér fannst ég
innilokuð vegna fjallanna, og þá til-
finningu hef ég aldrei getað þolað.
Að öðru leyti var dvölin á Neskaup-
stað ljómandi góð. Mig rak í roga-
stans þegar fyrrgreind ljósmóðir
trúði mér fyrir því að hún hefði stað-
ið vaktina allan sólarhringinn í heii
tíu ár án þess að fara í burtu. Það
kalla ég þrekvirki.“
Alltaf er þríhjólið vinsælt
hvort heldur er í Kenya eða
á íslandi. Aftari drengurinn
varð fyrir hýenubiti en hinn
var með ígerð í andliti.
Langt burt í fjarlægð
Og frá Neskaupstað í allt aðra
sálma. Hvað dreif þig af stað út í
fjarlægðina og óvissuna?
„Upphafið af því var að vinkona
mín, Hildur Nielsen sem er hjúkrun-
arfræðingur og ljósmóðir eins og ég,
benti mér á auglýsingu frá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar þar sem auglýst
var eftir hjúkrunarfólki til starfa í
Eþíópíu í Afríku, en þar ríkti þá
hungursneyð.
Við héldum í upplýsingaleit og til
að gera langa sögu stutta fór ég tíu
dögum seinna til Eþíópíu, en Hildur
kom nokkru síðar ásamt tveimur
öðrurn hjúkrunarfræðingum. Síðan
slógust í hópinn tveir ungir menn,
þúsundþjalasmiðir frá Vestmanna-
eyjum sem áttu að sjá um smíðar
og annað sem til félli.
Svo var dampurinn settur á fullt.
Það þurfti að fá sig iausa úr vinnu,
selja bíiinn, gangast undir enda-
lausar bólusetningar, ganga frá
skattskýrslu, líftryggingu og erfða-
skrá, og síðan var pakkað niður í
einum grænum og blómunum komið
fyrir hjá mömmu. Þetta var í janúar
1985.“
Eþíópía
„Viðbrigðin voru gífurleg þegar
komið var til Eþíópíu, hitinn mikill
og aðbúnaðurinn óhugnanlega frum-
stæður. Allsleysið nánast algjört.
Ljóslaus kofi, skrifborð, stóll og
bekkur, nokkrar Iyfjadósir, ein göm-
ul skæri og þá er allt upptalið.
Við störfuðum á fjórum stöðum í
sveitunum og á hverjum þeirra sett-
um við upp litla sjúkrastöð þar sem
glímt var við hverskonar kvilla, svo
sem sýkingar af öllum gerðum,
brunasár sem voru töluvert algeng
vegna opinna elda, lús, kláðamaur,
beinbrot og afleiðingar af völdum
vannæringar svo eitthvað sé nefnt.
Daglega komu á milli eitt og tvö
hundruð manns til okkar sem við
reyndum að hjálpa eftir föngum. Það
skal tekið fram að við höfðum inn-
lenda aðstoðarmenn okkur til halds
og trausts sem voru jafnframt túlk-
ar.
Það leið ekki á löngu áður en ég
gerði mér grein fyrir að fæðingar
voru nánast daglegur viðburður svo
ég var vanalega með einhver hjálp-
artæki þar að lútandi í rassvasanum.
Mér fannst ég hafa himin höndum
tekið þegar mér áskotnaðist nokkuð
stór plastpoki, en þeir voru ekki á
hverju strái. í hann safnaði ég áhöld-
unum mínum sem að gagni komu
við fæðingar. Litlu angarnir eru ljós-
ir á hörund fyrst eftir fæðingu, en
venjulega eru þeir með einn kolsvart-
an blett, oft á öðru hvoru eyranu
eða neðarlega á bakinu, sem er eins-
konar sýnishorn af endanlegum lit-
arhætti."
Vatnsleysið óbærilegt
„Þrátt fyrir skortinn held ég samt
að vatnsleysið hafi verið verst af
öllu. Og við sem komum frá hinu
„blauta" íslandi eigum erfitt með
að setja okkur í spor fólks sem fer
með vatn eins og fáséða munaðar-
vöru. En það lærðist eins og annað."
Hvernig gekk að kenna konunum
meðferð ungbarna?
„Það verður að gera sér grein
fyrir því að íbúarnir hafa sína siði
og hefðir og mér datt ekki í hug að
reyna að breyta því á nokkra lund.
Að vísu reyndi ég að kenna konunum
einfaldasta hreinlæti, en þegar fara
þarf eina 15 kílómetra til að sækja
eina vatnsfötu er eins víst að þeim
finnist algjör óþarfi að þvo nýfæddu
barni, sem er alveg tandurhreint.
Ég gæti miklu frekar trúað konunum
til að þvo kúnum, því þær eru svo
verðmætar. Það sorglegasta í þessu
máli er að vatnið er til, það þarf
bara að bora eftir því, en fólkið hef-
ur ekki bolmagn til þess.“
Hvernig var ykkur tekið í sveitun-
um, þessu hvíta og ljóshærða fólki?
„Sumir voru dauðhræddir við okk-
ur, en það voru þeir sem aldrei fyrr
höfðu séð hvítan mann. En fljótt
lærðist fólkinu að „hvíti maðurinn"
gat hjálpað og það fór að treysta
okkur. En svo við tölum aftur um
börnin, þá var fjöldinn allur af mun:
aðarleysingjum þarna á vergangi. í
sumum tilvikanna höfðu foreldrarnir
dáið af völdum hungurs en í öðrum
höfðu þeir flúið eða farið í burtu að
afla matar og ekki komið aftur. Við
smöluðum þessum vesalingum sam-
an og hiúðum að þeim og gáfum
þeim mat og föt. Síðan var send
umsókn til Hjálparstofnunar kirk-
junnar á Islandi um framtíðaraðstoð
þessum börnum til handa, því við
sáum fram á algjöra neyð þeirra og
hörmungar þegar okkar tími í land-
inu væri á enda. Mér er sönn ánægja
að geta sagt frá því að umsókninni
var sinnt og hægt var að reisa mun-
aðarleysingjaheimiii fyrir börnin og
reksturinn á því tryggður þar til þau
gætu farið að bjarga sér sjálf. Þá
var sannarlega þungu fargi létt af
okkur Öllum."
Hvernig var það Björg, gátuð þið
alltaf brynjað ykkur gagnvart því
sem fyrir augun bar? Alltaf haldið
stillingu ykkar og byrgt inni tárin?
„Nei, stundum var grátið. Hvað
gat Kristín vinkona mín til dæmis
annað gert en grátið þegar kona kom
til hennar morgun nokkum með þrí-
burana sína sem hún hafði fætt úti
um nóttina? Þessir litlu vesalingar
voru vart með lífsmarki. Hún hélt
að Kristín gæti hjálpað þeim, en það
gat enginn mannlegur máttur. Þeir
höfðu ofkælst, því þarna er kalt á
nóttunni. Það var skelfilegt. í svona
tilvikum óskaði maður þess að geta
gert kraftaverk. Það eru svona atvik
sem greipast í hugann og hverfa
aldrei.“
Það er ekki laust við að okkur
vökni báðum um augu við þessa
upprifjun. En ekki dugar að dvelja
um of við Eþíópíu því Björg á fleira
í pokahominu.
„Flestar minningarnar frá þessum
slóðum eru afar daprar þó vissulega
hafi gleðin ríkt í hjartanu þegar vel
tókst til og hægt var að hjálpa nauð-
stöddu fólki og lina kvalir þess. Eft-
ir sex mánaða dvöl í Eþíópíu var
haldið heim og heilsað upp á vini og
vandamenn.“
Afghanistan
Og enn hélt Björg áfram ferð-
inni. Eftir að hafa starfað í Thai-
landi í sex mánuði árið 1989 vegna
ófriðar í Kambódíu fór hún til Afg-
hanistan til hjúkrunarstarfa ári
seinna. Sú dvöl entist í átta mánuði.
í Afghanistan geisaði hræðileg
borgarastyijöld og þar var jafnframt
hörguil á öllu, matvælum sem öðm.
„Líklega fannst mér erfiðast að
dvelja í Kabúl í Afghanistan af þeim
stöðum þar sem ég stundaði hjúkr-
un. Það gerði þessi ógurlega borg-
arastyijöld. Við vomm í svo mikilli
nálægð við hana, heyrðum í sprengj-
unum og vissum raunar aldrei hvort
einhveijar þeirra lentu á húsinu okk-
ar eða ekki. Það var stöðugt
sprengjuregn.
Einu sinni kom á sjúkrahúsið
maður með lillu börnin sín tvö. Þau
höfðu verið að leika sér í garðinum
heima hjá sér þegar sprengja féll
svo nærri honum að veggur hrundi
yfir þau. Faðir þeirra náði þeim
undan hrúgunni og kom með þau
til mín, en það var ekkert hægt að
gera, þau voru nánast dáin. Það var
ólýsanlegt. Við grétum saman, fað-
irinn og ég, yfir þessum sakleysingj-
um sem vonska heimsins og btjál-
æði bitnaði á.
I Afghanistan vorum við saman