Morgunblaðið - 29.05.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 29.05.1994, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ -t Árið 2000 munu pláneturnar Merkúr, Venus, Júpíter, Mars, Úranus og Satúrnus skipast í beinlínuröðun ájörðina, í fyrsta skipti í 6000 ár. Bdnlínuröð reiklstjamanna. Sri Narendra er rafmagns- verkfræðingur sem stund- ar vísindarannsóknir í borginni Bangalore á Suð- ur-Indlandi. Eins og Indveijum er tamt, þá styðst Narendra við forna dulhyggju, sameinar forspár Biblíu, trúarrita og andans manna fyrr og síðar við nýjar vísindalegar kenn- ingar, sem svo undarlega vill til að eru ótrúlega samhljóða - um fram- tíð jarðstjörnu okkar. Sjálfur segist Narendra hvorki vilja hræða né vekja áhyggjur les- enda, aðeins vekja athygli á ýmsum staðreyndum um þá eyðingu sem mannkynið sé að kalla yfir sig. Tryllt lífsgæðakapphlaup hafi vald- ið því, að við séum að eyðileggja náttúruauðlindir í stórum stíl án jörðin snúist við á öxli sínum og heimskautin taki sér nýja stöðu. Góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að Íslands/Grænlandssvæðið muni þá staðsett í hitabeltinu! Hugleiðingar á ferðalagi um Indland Að koma til Indlands er líkt og að heimsækja aðra plánetu. Heillandi töfrandi, líka ótrúlega ógnvekjandi. Segja má að gimsteinn ljómi á einu götuhorni, hrollvekja á því næsta, svo geysilegar andstæð- ur, að hugur nær vart að nema. Fólk, fólk, allstaðar fólk - í hreysum og höllum. Út úr mengunarskýjum stórborganna spretta tötrum reifuð böm, teygja fram biðjandi hendur. Augu saklausra barna, fórnarlamba indverska bókin sem sameinar vísindi og forna dulhyggju MYKKURIHH 1 Algeng sjón árla morguns: Konur að sækja vatn í brunn og fólkið býr á götunni, innan um flautandi trukka, bíla og uxakerrur. Bangalore á hásléttunni er ein nýtískulegasta og fegursta borg Ind- lands. þess að gera okkur grein fyrir af- leiðingunum. Hann telur ástandið það slæmt, að vafasamt sé að okk- ur bjóðist tækifæri til að bjarga jörðinni, að náttúruöflin hljóti að grípa í taumana til að koma aftur á jafnvægi. Eyðingin færist nær: í ósongöt- um, gróðurhúsaáhrifum, súru regni, eitrun andrúmslofts, eyðingu regn- skóga, hægfara eitrun hafsins, martröð kjarnorkunnar, geisla- virkni, tíðum veðurfarsbreytingum sem muni leiða til bráðnunar jökla og hækkandi sjávar. Mannfjölgun- artímasprengjan tifar hratt áfram, eldgos, flóð og jarðskjálftar virðast vera í aukningu og fárviðri gerast stöðugt tíðari. Narendra telur að vísindamenn séu sammála um að mikilla breyt- inga sé að vænta. Nokkrir spái pólskiptum í tengslum við bráðnun Suðurskautsíssins. Breytingar á segulsviði jarðar hafí hér líka áhrif, en segulsvið pólanna hefur færst töluvert úr stað á undanfömum áratugum. Og samkvæmt útreikn- ingum stjörnufræðinga muni plán- eturnar Merkúr, Venus, Júpíter, Mars, Úranus og Satúrnus skipast í beinlínuröðun á jörðina árið 2000, í fyrsta skipti í 6000 ár. Narendra og fleiri vísindamenn telja, að allt þetta og fleira muni valda því, að offjölgunar mannkyns, sökkva inn í sálina. Enginn er samur maður eftir Indlandsför. Nakin komum við úr móðurkviði, og í ferðalaginu til baka er ekkert í farteski okkar, nema reynsian. Eitthvað þessu líkt leitar á hugann, þegar horft er á mannlífið í Ind- landi, einkum þá ósnertanlegu, „The Untouchables", sem eru um 15-20% af 900 milljónum Indverja, um 135-180 milljónir manns, sem eiga enga möguleika til menntunar, til að vinna sig upp úr öskuhaugun- um - standa í mannlegri reisn. Erum við ekki öll bræður og systur á þessari blessaðri jörð, sem við erum á hraðri leið með að eyðileggja? Eitt stærsta eyðileggingaraflið er svo hröð fólksfjölgun að líkja má við tímasprengju. Arlega bætast um 16 milljónir barna við íbúatölu Ind- lands, eða eins og prófessor Sri- vatsava, sem á sæti í ráðgjafar- nefnd um takmörkun barneigna, orðar það: „Árlega bæta Indveijar við sig nýrri Ástralíu!" Það var lífsreynsla að sjá allt fólkið sem rótaði eins og dýr á ösku- haugum í Bombay, ef vera kynni að eitthvað matarkyns leyndist þar. Lífsreynsla að vera umkringd af betlurum, að horfa í augu fallegs drengs, sem hoppaði á eftir manni eins og hundur á fjórum fótum með eftir Oddnýju Sv. Björgvins HIN geysilegu vandamál sem skapast vegna of mikillar fólksfjölgunar, koma berlega í Ijós á ferðalagi um Indland. Þar má sjá í hnotskurn hvernig fólksmergð og iðnvæðing mengar út frá sér, hvernig ofnýting jarðar leiðir til landeyðingar. Fjölskylduráðgjöf hefur brugðist á Indlandi eins og víðar. í byrjun aldar var mannkynið 1 milljarður, nú um 6 milljarðar, talið verða nálægt 7 milljörðum árið 2000. Með svo örri fólksfjölgun kemur að því að jörðin mun hvorki geta fætt né klætt alla þessa milljarða. Og tryllt lífsgæðakapphlaup okkar _______________heldur áfram að eyðileggja Hvar sem stopp- náttúruauðlindir jarðar. að er eru börn. Fróðlegt er að kynna sér þau sjónarmið, sem indverski vísindamaðurinn Narendra leiðir saman í bók sinni „Pralaya 1999“ - Hnykkurinn 1999 - í íslenskri þýðingu. Þar sameinar hann nýjar vísindakenningar og forna dulhyggju sem eru samhljóða um að von sé á miklum breytingum um aldamót. Spáð er pólskiptum, að jörðin muni hreinsa sig, snúast á öxli sínum þannig að Island verði hitabeltisland á nýrri öld. Fröðleiksmolar Mayaindíánar voru menn- ingarþjóð sem réðu ríkjum í suðurhluta Mexíkó og Mið- Ameríku 350-800 e.Kr. Tímata! Mayanna var tvennskonar: ■ í fyrsta lagi sólartímatal- ið sem var notað við dagleg störf og samanstóð af 365,242129 dögum (talið nákvæmara en gregoríska tímatalið okkar með 365,242500 daga). ■ I öðru lagi hið heilaga tímatal, sem samanstóð af 260 dögum, og Mayarnir notuðu við trúarlegar at- hafnir. Samkvæmt því voru aldírnar taldar í hingrásum sem fólu í sér 5.125,40 ár. Byggt á hinu heilaga tíma- tali eða mýtu Mayanna, veröa aldahvörf áriö 2012. Þá hefst ný hringrás með nýrri skipan milli jarðar, himingeims og hins nýja tímabils.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.