Morgunblaðið - 29.05.1994, Page 16

Morgunblaðið - 29.05.1994, Page 16
16 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIWAUGLYSINGAR Lyfjafræðingur Lyfjanefnd ríkisins óskar eftir lyfjafræðingi til starfa. Um fullt starf er að ræða. Umsóknir ásamt afriti af starfsréttindaskír- teini, prófskírteini og upplýsingum um fyrri störf sendist til lyfjanefndar, Eiðistorgi 15, Pósthólf 180, 172 Seltjarnarnesi, fyrir 25. júní 1994. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. Upplýsingar gefur Guðbjörg Kristinsdóttir, skrifstofustjóri lyfjanefndar, í síma 612111. Ungt fólk án atvinnu Flugfélagið Loftur sem setur upp söngleikinn Hárið í júlí ’94, óskar eftir að ráða duglegt og skemmtilegt fólk í eftirtalin störf: Miðasölu, dyravörslu, sælgætisafgreiðslu, fatahengi, sætavísun og fleiri góð störf. Vinsamlega sendið upplýsingar um aldur, síma, nám og fyrri störf fyrir 3. júní, í póst- hólf 8142, 128 Reykjavík. Grunnskólinn Finnbogastöðum er lítill sveitaskóli/heimavist norður á Strönd- um. Okkur vantar skólastjóra og kennara til afleysinga í 6 mánuði næsta skólaár. Tilvalið fyrir par. Uppiýsingar hjá skólastjóra í síma 95-14031 til 5. júní nk. íþróttakennari Framhaldsskólinn að Laugum auglýsir lausa stöðu íþróttakennara, heil staða. Allar upplýsingar í síma 96-43112. Umsóknarfrestur er til 25. júní '94. Skólameistari. . Leikskólakennarar Leikskólann Bestabæ á Húsavík vantar leik- skólakennara nú þegar í 100% starf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 96-41255. sp Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóri við leikskólann Laufás- borg við Laufásveg er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Leikskólakennaramenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson, framkvæmdastjóri, og Margrét Vallý Jóhannsdóttir, deildarstjóri, í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. k Tónlistarkennari Starf tónlistarkennara við Tónlistaskóla Mý- vatnssveitar er laust til umsóknar. Fyrir hendi er íbúðarhúsnæði. Umsóknir sendist til skrifstofu Skútustaða- hrepps, Múlavegi 2, 660 Reykjahlíð. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 96-44163 eða skólastjóri í síma 96-44158. Tónlistaskóli Mývatnssveitar. Kennarar! Kennara vantar í Víkurskóla, Vík í Mýrdal, næsta skólaár. Kennslugreinar: Kennsla yngri barna, almenn kennsla og enska. Umsóknarfrestur er til 8. júní. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í síma 98-71242/98-71124 og formaður skólanefndar í síma 98-71220. Tónlistarskóli Njarðvíkur Eftirtalin störf eru laus til umsóknar fyrir skólaárið 1994-1995: Starf píanókennara, 50% staða. Starf píanókennara, 36% staða, afleysing fram að áramótum 94/95. Starf kennara í klassískum gítarleik, 50% staða. Starf tónfræðikennara á 3., 4. og 5. stigi, 26% staða. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 8. júní nk. Umsóknir sendist Tónlistarskóla Njarðvíkur, Þórustíg 7, 260 Njarðvík. Nánari upplýsingar veitir undirritaður, Haraldur Árni Haraldsson í síma 92-12903 á kvöldin. Skólastjóri. Hamarsskóli Vestmannaeyjum Laus er staða sérkennara og almenns kenn ara við skólann. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 98-12265 og 98-12644. Viltu auka tekjurnar? Dugmikið og vandvirkt sölufólk í Reykjavík og úti á landi óskast til starfa nú þegar til 1. september 1994 vegna sérverkefnis. Umsækjendur þurfa að hafa bíl til umráða. Góð sölulaun eru í boði. Nánari upplýsingar gefur Brandur í síma 91-812300. FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTCÁFA Restaurant fg0Q tmi HAFN ARSTRÆTI 1 Hy S? 13340 Matreiðslumaður Veitingahúsið Hornið óskar eftir að ráða vanan matreiðslumann strax. Upplýsingar í síma 13340, Jakob. Vél/suðutæknifræðingur Óska eftir starfi til lengri eða skemmri tíma. Er sveinn í vélvirkjun, vélfræðingur VFI og véltæknifræðingur frá 1992. Er viðurkenndur suðutæknifræðingur frá European Welding Federation. Get hafið störf strax. Vann síðast hjá íslenska saltfélaginu sem viðhaldsstjóri. Möguleiki er á að taka verkefni tengd suðu. Nánari uppl. hjá Gústaf í síma 91-671422. TÓNLISMRSKÓU KÓPPNOGS Píanókennarar Tónlistarskóli Kópavogs óskar eftir að ráða píanókennara næsta haust. Upplýsingar um menntun og fyrir störf sendist Tónlistarskóla Kópavogs, pósthólf 149, Hamraborg 11, 202 Kópavogur. Umsóknarfrestur er til 13. júní nk. Skóiastjóri. Lögmaður eða lög- giltur fasteignasali Rótgróin, virt fasteignasala í fullum rekstri óskar eftir lögmanni með réttindi eða löggilt- um fasteignasala til starfa. Með allar um- sóknir verður farið sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „L - 12732“, fyrir 2. júní. Meðeigandi óskast Meðeigandi óskast að iðntæknifyrirtæki í rekstri. Menntun á raf- eða vélasviði. Nauð- synlegt er að viðkomandi sé drífandi og hafi gott viðskiptavit. Ekki er um íþyngjandi fjár- hagskvöð að ræða. Gott tækifæri fyrir röskan einstakling. Lysthafendur leggi inn tilboð á auglýsinga- deild Mbl., merkt: „Iðn 94“. Heimilisaðstoð Vinnutími frá kl. 17.00-09.00. Starfið felst mest í viðveru og lítilsháttar aðstoð við sjúkling. Unnið í7 daga, frí í 7 daga. Framtíðarstarf. Þær sem áhuga kunna að hafa á starfinu vinsamlegast leggið inn umsókn ásamt öllum venjulegum upplýsingum á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Aðstoð - 12733“ fyrir 3. júní. „Au pair“ Flórída íslensk fjölskylda óskar eftir barngóðri stúlku til að annast tvo drengi, 3ja og 5 ára, ekki yngri en 20 ára. Má ekki reykja. Vinsamlegast skrifið fyrir 15. júní til: Jóhönnu Guðmundsdóttur, 832 Santiago Street Coral Gables Fl. 33134 USA. Vinsamlegast látið mynd og símanúmer fylgja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.