Morgunblaðið - 29.05.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 29.05.1994, Síða 22
22 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landsliðið í handknattleik U ndirbúningnr undir HM hófst á Blönduósi Blönduósi - Landsliðið í handknatt- leik dvaldi við æfingar og leik á Blönduósi í í]óra daga í sl. viku. Landsliðsmennirnir léku auk þess æfingaleik við styrkt KA-lið og höfðu sigur. Að sögn Þorbergs Aðal- steinssonar landsliðsþjálfara er að- staða til æfinga á Blönduósi mjög *góð, sem byggist fyrst og fremst á mjög góðri aðstöðu í nýja íþróttahús- inu. Þorbergur gat þess einnig að Blönduósdvölin hefði boðið upp á meira en handknattleik því menn gátu m.a. leikið golf og farið í veiði. Til gamans má geta þess, að Patrek- ur Jóhannesson fékk sinn fyrsta fisk í þessari ferð, sem var 4-5 punda urriði veiddur í Langavatni. Einnig er rétt að geta þess, að Valdimar Grímsson setti hraðamet í 230 metra háum hringstiga í stöðvarhúsi Blönduvirkjunar, en hann fór upp stigann á rúmum tíu mínútum. Landsliðsmennirnir gistu í nýleg- um sumarhúsum sem htutafélagið Glaðheimar á í svokölluðum Braut- arhvammi og létu allir vel af vist- inni. Þorbergur Aðalsteinsson varp- aði fram þeirri hugmynd, að upplagt væri að skipuleggja og markaðssetja æfíngabúðir á Blönduósi fyrir fé- lagsliðin í handknattleik í framtíð- inni. Morgunblaðiö/Jón Sigurðsson LANDSLIÐSMENN ásamt fjölskyldum sínum fyrir utan eitt sumarhúsanna á Blönduósi. Kaffisala i Vindáshlíó Sumarstarf KFUK í Vindáshlíð hefst í dag kl. 14.30 með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Að henni lokinni verða seldar kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkomnir. ttAMÞAUGL YSINGAR Frá menntamálaráðuneytinu Innritun nemenda ífram- haldsskóla íReykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg dagana 1. og 2. júní nk. frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Námsráðgjafar verða til viðtals í Miðbæjar- skólanum innritunardagana. Frá Háskóla íslands Skrásetning nýrra stúdenta Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla íslands skólaárið 1994-1995 fer fram í Nemendaskrá í aðalbyggingu Háskól- ans dagana 1.-15. júní 1994. Umsóknar- eyðublöð fást í Nemendaskrá sem opin er kl. 10-15 hvern virkan dag á skráningartíma- bilinu. Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafn- framt á námskeið á komandi haust- og vormisseri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: 1) Ljósrit eða staðfest afrit af stúdentsprófs- skírteini (Ath! Öllu skírteininu). 2) Skrásetningargjald kr. 22.975,-. Ljósmyndun vegna stúdentaskírteina fer fram í skólanum í september 1994. Ekki ertekið á móti beiðnum um nýskrásetn- ingu eftir- að auglýstu skrásetningartímabili lýkur 15. júní nk. Athugið einnig að skrásetn- ingargjaldið er ekki endurkræft eftir 20. ágúst 1994. Mætið tímanlega til að forðast örtröð. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun Innritun fyrir haustönn fer fram í Iðnskólan- um í Reykjavík, á Skólavörðuholti, dagana 1.-3. og 6.-7. júní, kl. 10.00-18.00. Innritað verður í eftirtalið nám: I. Dagnám 1. Samningsbundið iðnnám (námssamn- ingur fylgi umsókn). 2. Bókagerð (prentun, prentsmíð, bók- band). 3. Fataiðnir. 4. Hársnyrting (áður grunndeild í háriðnum). 5. Grunndeild í málmiðnum. 6. Grunndeild í múrsmíði. 7. Grunndeild í rafiðnum. 8. Grunndeild í tréiðnum. 9. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. 10. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. II. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 12. Framhaldsdeild í hárskurði. 13. Framhaldsdeild í húsasmíði. 14. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði. 15. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. 16. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvéla- virkjun. 17. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði. 18. Almennt nám. 19. Tölvufræðibraut. 20. Tækniteiknun. 21. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi). 11. Kvöldnám) (meistaranám og öldunga- deild) 1. Meistaranám (auk annarra gagna fylgi sveinspróf). 2. Almennar greinar. 3. Grunnnám í rafiðnum. 4. Rafeindavirkjun. 5. Tölvufræðibraut. 6. Tæknibraut. 7. Tækniteiknun. Innritun er með fyrirvara um þátttöku í ein- stökum deildum og áföngum. Öllum umsóknum skal fylgja staðfest afrit prófskírteina með kennitölu. Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstofu skólans sem er opin virka daga kl. 9.30- 15.00, sími 26240. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ARMULA 12 • 108 REYKJAVtK ■ SIMI 84022 Innritun Innritun fyrir næsta skólaár stendur nú yfir. Umsóknarfrestur um almennt nám er til föstudagsins 3. júní og skal skila umsóknum á skrifstofu skólans. Hún er opin kl. 8.00- 15.00, sími 814022. Þeir nemendur, sem fá skólavist, fá sendan gíróseðil fyrir nemenda- gjöldum, kr. 5.900, sem þeir þurfa að greiða til þess að staðfesta umsókn sína. í skólanum eru eftirtaldar þrautir: Tveggja ára nám: Uppeldisbraut, íþrótta- og félagsmálabraut og verslunar- og skrifstofubraut. Nám til stúdentsprófs: Hagfræði- og viðskiptabraut, félags- og sálfræðibraut, íþróttabraut, náttúrufræði- braut, listdansbraut (í samvinnu við Listdans- skóla íslands) og nýmálabraut. Heilsugæslusvið: Sjúkraliðabraut. Þriggja ára nám. Lögvernd- uð starfsréttindi. Námsbraut fyrir aðstoðarfólk tannlækna. Tveggja og hálfs árs nám í samvinnu við Háskóla íslands. Lögvernduð starfsréttindi. Læknaritarabraut. Ars nám í skólanum, sex mánaða starfsþjálfun á heilbrigðisstofnun- um. Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin. Lögvernduð starfsréttindi. Lyfjatæknabraut. Tveggja ára nám að loknu tveggja ára aðfaranámi. Auk þess 10 mán- aða starfsþjálfun í lyfjaverslunum. Lögvernd- uð starfsréttindi. Námsbraut fyrir nuddara. Þriggja ára nám í skólanum og verklegt nám í Skóla Félags íslenskra nuddara. Síðan tekur við árs starfs- þjálfun á launum hjá meistara. Framhaldsnám sjúkraliða Framhaldsnám sjúkaliða hefst 9. janúar 1995 og lýkur með prófum í maí 1995. Umsóknarfrestur um það er til 22. ágúst næstkomandi. Að þessu sinni verður fjallað um geðhjúkrun. Kenndar verða 36 stundir á viku. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu skólans. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.