Morgunblaðið - 29.05.1994, Page 23

Morgunblaðið - 29.05.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 B 23 KANILL og Cassia eru tvær plöntur með svipað bragð, enda er þeim oft ruglað saman. Það eru helst Bretar sem gera skýran mun á þessu kryddi. Cassia er eitt elsta krydd sem til er, var notað í Kína 2.500 fyrir Krists- burð og í Egyptalandi um var eitt þúsund árum síðar. Cassia kom upphaflega frá Burma en kanill mun seinna frá Ceylon eða Sri Lanka eins og það heitir í dag. Á Ceylon höfðu innfæddir þó notað kanil í margar aldir enda óx hann þar villtur. Kanill er mun ljúfari og bragðmildari en cassia enda miklu dýrari. Hér áður fyrr var krydd svo dýrmætt að menn fóru yfir heilu meg- inlöndin með úlfaldalestir til þess að koma því á markað. Mjög algengt er að kanilduft sé cassia, en hinn raunveru- lega kanil er erfitt að mala fínt og nær ógjörningur í heimahúsum. Cassiabörkur er ljósari en kanill. Ef kanil- börkur er brotinn þvert verð- ur sárið skörðótt, en sárið á cassiaberki er hreint. Cass- iaduft er mjög fínmalað en agnir eru í kanildufti. Þetta sést vel þegar sykur er settur saman við. Það kanilduft sem við kaupum er oftast cassia. Cassia eða kanill er oft notað- ur í karrí, sem er blanda af mörgum kryddtegundum og í hinni þekktu 5 krydda- blöndu Kínvyija er cassia ein tegundin. Á Vesturlöndum er kanill líklega þekktastur sem krydd á alls konar epla- bökur og kökur. Við íslend- ingar þekkjum allir kanil- snúða og kanilsykur út á gijónagraut. Kanill er ekki algengt krydd í kjötrétti í hinum vestræna heimi en í Arabalöndum er kanilbörkur mjög oft soðinn með kindakjöti. Mér finnst kanilbörkur ómissandi í pottrétti úr lambakjöti en hér birtist uppskrift að grilluðum Matur og matargerð KANILLOG CASSIA Að þessu sinni notar Kristín Gestsdóttir m.a. kanil sem krydd á kljúklingabita áður en þeir fara á grillið. Kanilkjúklingur á útigrilli eða í bakaraofni 1 kjúklingur 1 -1 'h tsk. fínt salt 2-3 msk. matarolía 1 tsk. kanill % dl hveiti 1. Klippið eða skerið læri og vængi af kjúklingnum, einnig bak frá bringu og bringuna í tvennt. 2. Setjið vængi, bak og innyfli í pott og sjóðið í litlu saltvatni í um 1 klst. 3. Hitið glóðarristina á baka- rofninum eða hitið grillið. Takið grindina úr meðan grillið er að hitna. 4. Setjið saltið saman við matarolíuna og penslið kjúkl- ingabitana með henni. 5. Blandið saman kanil og hveiti og þekið kjúklingabitana með því. 6. Smyrjið grindina á grillinu eða úr bakarofninum. Setjið síð- an á grillið eða í bakarofninn og hitið. Hafið mesta hita. Leggið kjúklingabitana á heita grindina og grillið á hvorri hlið í um 10 mínútur. Minnkið þá hitann í minnsta straum og grillið bitna á báðum hliðum í 15 mínútur. Notið sömu aðferð við grillið í bakarofninum. 7. Síið soðið af kjúklingabein- um og innyflum. Hrærið síðan hveitihristing eða sósujafnara út í og sjóðið við hægan hita í 3 mínútur. Meðlæti: Sósan, soðnar eða grillaðar kartöflur og soðið græn- meti. Kanileplakaka kjúklingabitum, sem bara eru kryddaðir með salti og kanil (cassia). Til þess að hafa eitthvað sætt með er hér líka uppskrift af eplaköku sem að sjálfsögðu er líka krydduð með kanil (cass- ia). Botninn: 3 dl hveiti 1 tsk. þurrger 2 msk. sykur ‘A tsk. salt rifinn börkur af 'h sftrónu ____________30 g smjör___________ ____________1 dl mjólk___________ 1. Setjið hveiti, þurrger, sykur, salt og rifinn sítrónubörk í skál. 2. Bræðið smjörið, setjið mjólk>,» ina út í, þetta á að vera fingur- volgt, alls ekki heitara. Setjið út í og hnoðið saman. 3. Smyrjið kringlótt form 23-25 sm í þvermál. Þrýstið deig- inu á botninn og upp með börmun- um. Leggið stykki yfír og látið lyfta sér á volgum stað í 30 mínút- ur eða lengur. Ofan á botninn: ____________30 g smjör___________ 2 msk. sykur _________1 'h dl brauórasp_______^ 3 græn eða gul epli 1 dl rúsínur____________ 'h dl saxaðar hnetur eða möndlur 1. Bræðið smjörið, hafið meðal- hita. Biandið saman sykri og brauðraspi, setjið út í og brúnið örlítið. Gætið þess að þetta brenni ekki. Kælið og setjið ofan á botn- inn. 2. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann, skerið í báta og raðið ofan á raspið á botninum. Stráið rúsínum og söxuðum möndl- um/hnetum yfir. 3. Hitið bakarofninn í 200°C, blástursofn 190°C. Setjið neðar- lega í ofninn og bakið í 20-25 . mínútur. Eggjahræra ofan á: ______________2egg ______________ ___________1 tsk. kanill______ 2 msk. sykur ________1 msk. sítrónusafi_______ ________1 dós sýrður rjómi_______ 1. Þeytið eggin ásamt kanil og sykri. Setjið sítrónusafa og sýrðan tjóma út í. 2. Takið kökubotninn úr ofnin- um, hellið eggjahrærunni yfír. Setjið aftur í ofninn og bakið í um 20 mínútur. 3. Berið kökuna fram heita. Meðlæti: ís eða þeyttur ijómi. SMtiauglýsingar Sófasett til söiu, ódýrt Er í mjög góðu ástandi, sem nýtt. Nýyfirdekkt, lausir púðar. Upplýsingar í síma 39981. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma kl. 11.00. Allir hjartanlega velkomnir! Sjón- varpsútsending á OMEGA kl. 16.30. Auðbrckka 2 . Kópavocjur Sunnudagur: Almenn samkoma I kvöld kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblfulestur kl. 20.30. Miðvikudagur: Kveðjusamkoma fyrir Mike Riordan kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. Söfnuðurinn ELÍM, Grettisgötu 62 Almenn kristileg samkoma sunnudaga kl. 17.00. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 68253’ Árbók FÍ1994 er komin út: Titill bókarinnar, Ystu strandir norðan Djúps, vísar til ysta og nyrsta hluta Vestfjarðakjálkans norðan ísafjarðardjúps. M.a. nær landlýsingin frá Kaldalóni, um Snæfjallaströnd, Grunnavík, Jökulfirði, Aðalvík, Hornstrandir og strandlengjuna niður í Ing- ólfsfjörð. Óvenju glæsileg bók og fróðleg, prýdd yfir 220 litmyndum. Ár- bókina fá allir félagsmenn gegn greiðslu árgjalds sem nú er 3.100 kr., óbreytt frá í fyrra. Gerist félagar strax! „Sækjum ísland heim“ með Ferðafélaginu í sumar. Fjölbreyttar ferðir fyrir alla aldurshópa. Fyrstu sumarleyfisferðirnar: 1. 18.-21. júní Breiöafjarðareyjar Látrabjarg um sumarsólstöður. 2. 22.-26. júnf Esjufjöll. Biðlisti. 3. 22.-26. júníMeðjaðri Vatna- jökuls, skíðagönguferð. 4. 23.-26. júní Jónsmessuferð i Skagafjörð. Málmey o.fl. Helgarferðir í Þórsmörk um hverja helgi. Breiðafjarðareyjar-Purkey 4.-5. júní. Nánari upplýsingar og farmiðar á skrifstofu. Heiðmörk, fyrsta skógræktar- ferðin er á miðvikudagskvöldið 1. júní kl. 20.00. Frítt. Allir velkomnir. Esja, vígsla útsýnisskífu á Þver- fellshorni verður laugardaginn 4. júní. Ferðafélag (slands. Sálar- rannsókna- félag íslands Tove Rasmussen er danskur miðill, sem talar bæði ensku og dönsku. Hún er mjög góð- ur og fjölhæfur _____________Imiöill og fer í trans, dáleiðir, fer í fyrri líf, vöku- miðill og vinnur sem huglæknir. Tove hefur mikla starfsreynslu og hefur komið til Islands oft áður. Hún starfar hjá félaginu frá 2.-21. júní. Bókanir hafnar í símum 18130 og 618130. Stjórnin. \\=77 KFUM SIK, KFUM/KFUK, KSH Háaleitisbraut 58-60 Almenn samkoma f kvöld kl. 20.00 í Kristniboðssalnum, Háa- leitisbraut 58-60. Bænastund kl. 19.40. „Látiö orð Guös búa ríkulega á meðal yðar". Kól. 3.16. Upphafsorð: Ingólfur Giss- urarson. Ræöa: Guölaugur Heið- ar Jakobsson. Komum saman og skoðum dáðir Drottins! Athugið að þetta er síöasta sunnudagssamkoman þar til 21. ágúst. Samkomurnar flytjast yfir á miðvikudaga frá og með 8. júní. Munið kaffisöluna í Vind- áshlíð í dag. Almenna kristilega mótið f Vatnaskógi verður helgina 24.-26. júní. Innritun þeirra sem þurfa svefnpláss innanhúss hefst mánudaginn 30. maí á aðalskrifstofunni. Kristniboðsfélag karia, Reykjavík Fundur verður í kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60, mánu- dagskvöldið 30. mai kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson hefur bibl- íulestur. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Athugið breyttan sam- komutíma. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Nýja fiostulakirkjan slandi, Ármúla 23, 108 Reykjavik. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00. Peter Tege prestur þjón- ar. ,,..vér óskum að sérhver yðar sýni sömu ástundan allt til enda, þar til von yðar fullkomnast" (Hebr. 6.11). Verið velkomin f hús Drottins. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Kl. 11.00: Fjölskyldusamkoma. Lok sunnudagaskólans. Kl. 16.00: Útisamkoma á Lækj- artorgi. Kl. 20.00: Hjálpræðis- samkoma. Kapt. Ann Mereth Jakobsen og Erlingur Níelsson sjá um samkomur dagsins. Mánudag 30. mai kl. 10.00: Ferðalag heimilasambandsins. Flómarkaður í Kirkjustræti 2 þriðjudag og miðvikudag kl. 10-17. Ungt fólk j^| með hlutverk tqíSS YWAM - ísland Samkoma í Breiðholtskirkju i kvöld kl. 20.30. Mikil lofgjörö. Eyvind Fröen frá Noregi prédikar. Fyrirbænaþjónusta. Allir hjartanlega velkomnir. fomhjálp Samkoma verður í dag í Þríbúð- um kl. 16.00. Mikill söngur. Vitn- isburðir. Ræðumaöur Brynjólfur Ólason. Allir hjartanlega velkomnir. Samhjálp. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 29. maíkl. 10.30 Klóarvegur Brottförfrá BSl bensínsölu, mið- ar við rútu. Helgarferðir3.-5.júní Breiðafjarðareyjar. Básar við Þórsmörk. Upplýsingar og miðasala á skrif- stofu Útivistar. Dagsferð laugard. 4. júní kl. 13.00 Heiðmörk - Lækjarbotnar. Þátttakendur mæta við Árbæjar- safn á eigin bílum. Ekkert þátttökugjald. Dagsferð sunnud. 5. júní kl. 10.30 Stóri-Bolli. 3. áfangi lágfjallasyrpu. Útivist. ' VEGURINN v Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Á sunnudag: Fjölskylduferð í Heiðmörk, grill og fieriæ skemmtilegt. Lagt af stað frá* 1 2 3 Veginum kl. 11.00, áætluð heim- koma kl. 13.00. Almenn samkoma kl. 20.00. Allir velkomnir. „Ef þú trúir, munt þú sjá dýrð Guðs.“ Jóh. 11.40. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Göngudagur Ferðafélagsins sunnudaginn 29. maí Fjölskylduganga (1l/2 klst.) kl. 13. Lengri ganga (3-4 klst.) kl. 10.30. Göngudagurinn sem haldinn er í 16. sinn er núna tileinkaður ári fjölskyldunnar. Vestfjarðaleið gefur aksturinn og þátttöku- gjald er því ekkert. Kl. 13.00 Fjölskyldugangan: Sil- ungapollur-Heiðmörk. Farið um lítt kunnar slóðir hjá Silungapolli og í norðanveröri Heiðmörk. Sérlega fallegt svæði sem kem- urverulega á óvart. Um 1,5 klst. ganga. Kl. 10.30 Lengrí gangan: Sand- fell-Selfjall. Ekið inn á Bláfjalla- veginn og gengið þaðan um Sandfell og Selfjall i Heiðmörk. Hóparnir hittast í fallegri laut innan Heiðmerkurgirðingar við söng, hljóðfæraleik og veiting- ar. Mjólkursamsalan gefur drykkl. Brottför með rútum frá BSf, austanmegin og Mörkinni 6 og við ítrekum að þátttökugjald er ekkert. Þátttakendur á eigin bilum mæti við Heiðmerkurhlið ofan Silungapolls. Fjölmennið og njótið hollrar hreyfingar og útiveru með Ferðafélaginu. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.