Morgunblaðið - 29.05.1994, Side 25

Morgunblaðið - 29.05.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 B 25 ¥ v4V AlsJ fatvfiyJn Cs^. tT M V v|PíuVJ| kV^?, Ijxfajjlu*. * O,/*. 'tóVWÍ' i/‘v4^»ív~ Kasparov sigraði naumlega SKAK Amstcrdam MINNINGARMÓT MAXEUWE II ú s a v í k LANDSMÓT f SKÓLASKÁK Arnar E. Gunnars- son, meistari í eldri flokki. ALGERIR yfirburðir Gary Kasparovs í skákheiminum virð- ast nú heyra sögunni til. Síðasta vika var honum að vísu gjöful, hann sigraði bæði á minningar- mótinu um Max Euwe og hrað- skákmóti Intel og PCA í Miinchen. Það mátti þó engu muna að færi á annan veg í báð- um keppnunum. Það voru hagstæð úrslit í innbyrðis viðureignum keppinautanna sem færðu honum sigur, yfírburðirn- ir voru ekki nærri eins óumdeil- anlegir og á árum áður. Kasparov var þó vissulega vel að sigrinum kominn í báðum mótunum. Hann þurfti nauðsynlega á velgengi að halda eftir ófarirnar í Linares á dögunum. Kasparov er skapmaður mikill og í hraðskák- inni í Munchen kom berlega í ljós að hann á erfitt með að halda aftur af sér. Eftir að hann tapaði fyrir tölvunni gekk hann um gólf eins og grenjandi ljón og bölvaði upphátt. Þegar svo Indveijinn Anand, einn helsti keppinautur hans, tapaði skákum, gat Ka- sparov ekki hamið gleði sína, en fáum þykir slík Þórðargleði við hæfi í rólegu og virðulegu and- rúmslofti skákmóta. Kasparov fór vel af stað á fjög- urra manna minningarmóti um Max Euwe, fyrrum heimsmeist- ara, í Amsterdam í Hollandi. Hann gerði jafntefli við ívantsjúk og vann þá Timman og Short i fyrri umferð mótsins. En seinni lotan byijaði með slæmum skelli fyrir ívantsjúk, þar sem Kasparov virt- ist hreinlega fara á taugum eftir að hafa leikið ónákvæmt í byijun. Þar með náði Úkraínumaðurinn honum að vinningum og síðan unnu þeir báðir næstu skákir sín- ar. í sjöttu og síðustu umferðinni var taugaspennan þrúgandi. Ka- sparov tókst ekki að vinna Short með svörtu, skák þeirra lyktaði með jafntefli. Þetta dugði honum þó til sigurs. Taugaóstyrkur hefur löngum verið Akkillesarhæll ívantsjúks. Eftir meinlausa byijun Timmans á hvítt fékk hann betri stöðu en lék henni alla leið niður í tap á meðan Kasparov neri hönd- um. Lokastaðan varð því: 1. Kasparov 4 v. 2. ívantsjúk 3‘/2 v. 3. Timman 2 xh v. 4. Short 2 v. __ Hvítt: Vasilí ívantsjúk Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6 6. f4 - Dc7 7. Df3 - g6 8. Be3 - Bg7 9. h3 - e5? Kasparov hlýtur að hafa yfir- sést þrumuleikur hvíts í 11. leik. 10. fxe5 — dxe5 11. Bh6! — Bxh6 Bragi Þorfinnsson, meistari í yngri flokki. Svartur á ekkert betra, því 11. — 0-0?? er svarað með 12. Bxg7 - Kxg7 13. Dxf6+! - Kxf6 14. Rd5+. 12. Dxf6 - 0-0 13. Rd5 - Da5+ 14. b4 14. — Dd8? Kasparov virðist hafa farið úr jafnvægi eftir yfirsjónina. Hann gefur nú drottninguna fyrir tvo menn sem eru engan veginn fullnægjandi bætur í þessari stöðu. Það var alls engin ástæða til örvæntingar. Ef hann hefði haldið ró sinni hefði hann örugg- lega fundið rétta varnarleikinn 14. — Bg7! og hvitur á ekkert betra en að fara út í endatafl með 15. bxað — Bxg7 15. Rxf6l— Kg7 16. Rxh7! - Kxh7 17. Rb3 þegar svartur ætti að geta haldið jafn- væginu. 15. Re7+ — Dxe7 16. Dxe7 — exd4 17. Bc4 — Rc6 18. Dc5 Be3 19. Hfl - Rd8 20. Hf3 - Be6 21. Hxe3! Það er ekki heiglum hent að færa sér liðsmuninn í nyt. Ivant- sjúk beitir hér þekktri uppskrift og fórnar skiptamun á öflugasta létta mann svarts. Þar með eru stöðulegar bætur ekki lengur til staðar og hægt að sigla nokkuð lygnan sjó tii sigurs. 21. — dxe3 22. Bxe6 — Rxe6 23. Dxe3 - a5 24. b5 - Hac8 25. 0-0-0 - Hc5 26. Hd5 - b6 27. Dg3 - Hc7 28. Dd6 - Hfc8 29. Hd2 - Hb7 30. g4 - Rc5 31. Df6 - h6 32. e5 - He8 33. h4 - Kh7 34. h5 - g5 35. Hd6 - He6 36. Dd8 - Kg7 37. a3 - a4 38. Kb2 - Hbe7 39. Hxb6 og nú loksins lýsti Kasparov sig sigraðan og strunsaði út í fússi. Landsmót í skólaskák Kjördæmismeistarar frá öllu landinu mættust nýverið á Húsa- vík á landsmóti í skólaskák. Teflt var í tveimur aldursflokkum og var keppnin æsispennandi í báð- um flokkum. Eins og vænta mátti urðu keppendur af höfuðborgar- svæðinu hlutskarpastir. Fulltrúar landsbyggðarinnar náðu þó sumir ágætum árangri, sérstaklega þeg- ar tekið er tillit til mikils aðstöðu- munar. Það þurfti einvígi í báðum flokkum til að skera úr um sigur- inn. Þeir Bragi Þorfinnsson og Bergsteinn Einarsson hlutu báðir 10'/2 v. í yngri flokki, þeir gerðu innbyrðis jafntefli en unnu alla andstæðinga sína. í aukakeppni sigraði Bragi Vh—Vi og kemur það ekki á óvart, en Bergsteinn er greinilega í mikilli framför. I eldri flokki urðu þeir Arnar E. Gunnarsson og Matthías Kjeld efstir með 10 v. af 11 möguleg- um. Eftir framlengt einvígi stóð Amar uppi sem sigurvegari með tvo vinninga gegn einum. Einnig þurftu þeir Torfi Leósson og Björn Þorfínnsson að tefla til úrslita um þriðja sætið og hafði sá fyrr- nefndi betur, 2-0. Heildarúrslit urðu þessi: Yngri flokkur, 1.-7. bekkur 1. Bragi Þorfinnsson, Rvfk, ÍO'A v. af 11 2. Bergsteinn Einarsson, Rvík, 10'/2 v. 3. Davíð Kjartansson, Rvík, 9 v. 4. Haildór Pálmi Bjarkason, Vestú-, 7 v. 5. -6. Sverrir Arnarsson, NL eystra, 6 v. 5.-6. Hjalti R. Ómarsson, Reykjanesi, 6 v. 7. Björgvin R. Helgason, Suðurlandi, 5 v. 8. Kjartan Thor Wikfeldt, Reykjan., 4 '/2 v. 9. Benedikt Þ. Sigurjónsson, NL eystra, 3 v. 10. Ingólfur Friðriksson, Austurl., 2 v. 11. Hlynur Bæringsson, Vesturt, IV2 v. 12. Lárus Þórhallsson, NL vestra, 1 v. Eldri flokkur, 8.-10. bekkur 1. Arnar E. Gunnarsson, Rvík, 10 v. af 11 2. Matthías Kjeld, Reykjanesi, 10 v. 3. Torfi Leósson, Rvík, 7 v. 4. Björn Þorfínnsson, Rvík, 7 v. 5. UnnarÞ. Guðmundsson, Vesturl., 6/2 v. 6. Einar Hjalti Jensson, Reykjan., 6 v. 7. -8. Orri Freyr Oddsson, NL eystra, 5/2 v. 7.-8. Halldór I. Kárason, NL eystra, 5‘/2 v. 9. Björn Margeirsson, NL vestra, 4'/2 v. 10. Gunnar B. Helgason, Suðurlandi, 3 v. 11. Jakob H. Bjömsson, Austurlandi, 1 v. 12. Andri B. Þorsteinsson, Vestfj., 0 v. erpool hefur sett á svið um árabil," var sagt um réttarhöldin. „Mér er sagt að Liverpool-búar hafí barist um miða á réttarhöldin," segir Florence, „konurnar klæddar eins og á tónleika með óperu-sjónauka sem þær hikuðu ekki við að beina að mér.“ í ávarpi sínu til kviðdómenda sagði Justice, „að James Maybrick hefði verið svo óheppinn að eiga ótrygga eiginkonu" og bætir við „ef fanginn er fundinn sekur, þá er þetta grimmd- arlegasta og hræðilegasta morð sem hugsast getur“. Hneykslanlegar fyrir- fram aðdróttanir sýna skoðun dómar- ans á framhjáhaldi kvenna, en um tvíkvæni Maybricks er ekki talað. Frú James Maybrick (númer eitt) bjó í London og bræður hans hljóta að hafa vitað um þá konu. Spuming hvort hjónaband James Maybrick og Florence var í raun löglegt. Einnig kemur fram í dagbókinni að hann átti fast viðhald í London sem hann kallaði „sína“ og leitaði hugfróunar hjá eftir morðin. „í kvöld fer ég til minnar. Hún verður ánægð, því að ég er svo blíður við hana eins og ég er alltaf í raun.“ Ekkert af þessu kemur fram í rétt- arhöldum yfir móðurinni ungu. „Helsta sönnunin" um sekt hennar voru flugnabréf (til að eitra fyrir flug- um) sem hún keypti rétt áður en maður hennar dó. Hún bar það fyrir rétti að arsenikið úr bréfunum hefði hún ætlað að nota á andlit sitt. Kon- ur notuðu arsenik á Viktoríutímanum sem fegrunarlyf, til að hvita andlit sín. Karlmenn trúðu á að arsenik myndi auka kyngetu þeirra. í þeim tilgangi fór James Maybrick að taka inn eitrið. „Meðalið gerir mér gott, er viss um að ég get tekið meira en nokkur annar maður.“ Florie var fyrst dæmd til að hengj- ast, en Henry Matthews sem árið áður hafði unnið ötullega, en árang- urslaust, að því að leysa Whitechapel morðin, breytti dómnum á síðustu urðu þannig að veruleika: „Hóran mun þjást meira en nokkru sinni fyrr.“ Það má lesa á milli línanna að ein- hver úr fjölskyldunni hlýtur að hafa fundið dagbókina. Böndin berast að bræðrum James eða nánum vini hans sem framdi sjálfsmorð, kannski ekki þolað leyndarmál dagbókarinnar, eða bræðumir viljað halda fjölskyldunafn- inu óflekkuðu. Allir sem lesa dagbókina verða teknir af undarlegum hryllingi. Svo mögnuð eru skrif þessa manns, sem var háður arsenikneyslu eins og svo margir á hans tíma. Þá vissu menn ekki hvaða áhrif stöðug neysla á ars- eniki gæti haft á sál og líkama. James Maybrick þjáist mikið undir lokin. Talið er að allt hafí hjálpast að, ofneysla á arseniki um árabil og sú staðreynd að hann hafði ekki leng- ur aðgang að eitrinu eins og áður. Hann þjáðist af fráhvarfseinkennum. Nýmastopp er nú talin líklegasta dánarorsökin. „Þjáningamar em óbærilegar. Mín kæra Bunny veit allt. Eg veit ekki hvort hún er nógu sterk til að drepa mig ... með einum eða tveimur auka- skömmtum væri allt búið ... ég hef grátbeðið Bunny um að bregðast fljótt við.“ Flýtti hún fyrir dauða hans? Sam- kvæmt rannsóknarskrifum Shirley Harrison virðist hún fremur hafa fal- ið eitrið fyrir manni sínum. Gæti það verið falið í orðunum „Bunny veit allt“ að Florence hefði vitað um morðin og þagað yfír þeim, barnanna vegna? Og hvar var dagbókin? „Eg set hana nú á stað þar sem hún mun finnast. Ég bið þess að sér- hver sá sem les þetta, geti í hjarta sínu fyrirgefíð mér. Mundu, hver sem þú ert, að ég var eitt sinn heiðursmað- ur.“ James Maybrick var lýst sem eink- ar aðlaðandi og vel klæddum fjöl- Tré gróðursett á afmælisári VIGDÍS Finnbogadóttir, for- seti íslands, gróðursetti 50 trjáplöntur við sunnanverða íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugar- dal á fimmtudag ásamt for- seta Iþróttasambands Islands, Ellert B. Schram og fram- kvæmdastjórn íþróttasam- bandsins.Tilefnið var 50 ára afmæli lýðveldisins og táknaði hvert tré eitt ár sem liðið er síðan lýðveldi var stofnað á Þingvöllum árið 1944. Morgunblaöiö/Sverrir stundu í lífstíðarfangelsi. í 15 ár sat Florence í fangelsi, en þá tókst móður hennar barónessunni að fá hana Iausa. Þá er hún eignalaus einstæð- ingur. James Maybrick gerði konu sína arflausa og ánafnaði öllum eigum sínum til bræðranna. Og svo mjög skömmuðust bömin sín fyrir móður- ina að þau afneituðu henni. Nafni föðurins var haldið flekklausu, þá. Allt sitt líf þurfti Florence að þjást fyrir dóminn, fékk aldrei opinbera afsökun frá breska réttarríkinu, þó að það væri nokkuð augljóst að hún hefði verið dæmd saklaus. Dauði Flor- ence Elizabeth Chandler Maybrick 23. október 1941 var forsíðufrétt margra dagblaða - sagan um ungu konuna sem var dæmd fyrir að myrða eigin- mann sinn. Áhrínsorð dagbókarinnar skyldumanni - en hann var fjöl- skyldumaður samkvæmt hefðum og siðum Viktoríutímans, sem lifði tvö- földu lífi og átti mörg leyndarmál. Eins og David Forshaw hefur stað- fest, þá er það þetta fágaða yfirbragð sem gerir hann svo ógnvekjandi. Það er einmitt þess vegna sem margt við- kvæmt fólk verður heltekið af því næstum skuggalega afli sem dagbók- in býr yfír. Dagbókin hefur svipt grímunni af Kobba kviðristi, eins og hann vildi sjálfur, en svo mörgum spurningum er ósvarað, að svo virðist sem saga hans sé rétt að byija. Á skjaldar- merki Maybrick ættarinnar er letrað: „Tempus omnia revelat" eða „tíminn mun leiða allt í ljós“. Sannarlega orð að sönnu. t-'Á' Frá réttarhöldunum yfir Florence Maybrick.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.