Morgunblaðið - 23.06.1994, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Hágangur II hefur veríð við veiðar á Sval-
barðasvæðinu frá því í lok maí og hefur
skipinu verið stöðugt fylgt eftir af varðskip-
um og flugvélum norsku strandgæslunnar
NORSKA strandgæslan reyndi nokkrum sinnum að klippa á togvíra
Hágangs II, þar sem hann var að veiðum á Svalbarðasvæðinu nýlega,
en án árangurs að sögn Eiríks Sigurðssonar skipstjóra og Norðmenn
hafí með aðgerðum sínum oft stefnt lífi eigin manna í hættu.
Hágangur II kom til Vopnafjarð-
ar fyrir hádegi í gær, eftir að hafa
verið að veiðum á Svalbarðasvæð-
inu frá því í lok maí. Var þetta
fyrsta ferð skipsins eftir að það var
keypt til Vopnafjarðar, en skipið
er skráð í Belize. Eiríkur segir að
of mikil harka sé hlaupin í deilum-
ar við Norðmenn og tími sé kominn
til að íslensk stjómvöld bretti upp
ermamar. „Það er orrusta í gangi
núna,“ segir Eiríkur. „Það er smá-
hlé í einhveija daga en síðan verður
haldið áfram.“
Eiríkur segir að ástæða þess að
strandgæslunni tókst ekki að klippa
á togvírana hafi verið sú að þeir
hafi ekki kunnað almennilega á
klippumar til að byrja með. „Við
höfðum alltaf einhver ráð til að
forðast þá,“ segir hann. „Enda var
ekki hundrað í hættunni þó þeim
hefði tekist að klippa á vírana.“ Það
tekur ekki nema í mesta lagi tvo
tíma að slæða upp veiðarfærin og
gera þau kastfær á ný. Norðmenn
hafi hins vegar haldið að ef þeim
tækist að klippa veiðarfærin af, þá
myndu skipin halda heim.
Á laugardag bárust þær fréttir
frá Noregi að tekist hefði að klippa
á togvíra Hágangs II og segir Eirík-
ur að svo virðist sem Norðmenn
hafi verið að stæra sig af einhveiju
sem ekki tókst. Þegar hann hafí
leitað svara hjá einu norsku varð-
skipanna hafi fátt verið um svör.
Norðmenn stefndu lífi eigin
manna í hættu
Eiríkur og Sölvi Sölvason, yfir-
vélstjóri á Hágangi II, lýsa báðir
yfir undrun sinni á aðferðum norsku
strandgæslunnar við að klippa á
togvírana og segja að þeir hafi oft
stefnt lífí eigin manna í hættu.
Gæslan hafí meðal annars sent
] [Útl lí 1 til Iboð
ðÍARISTON bi/nffai/ól á tilhrtrii
Verð áður kr. 72.800
Tilboð kr. 59.900
Staðgreitt kr. 55.700
s Tekur 5 kg af þvotti
■ Stiglaus hitastillir
* Sparnaðarrofi
Tromla og belgur úr
ryðfríu stáli
■ 16 þvottakerfi fyrir
venjulegan þvott,
viðkvæman þvott og ull.
a Stiglaus stilling á vindu, allt
að 1200 snúningar pr. mín.
BYGCTÖlðlD i
KRINGLUNN1103 REYKJAVÍK - SÍMI 689400
_______________________________FRÉTTIR______________________________ I
Skipstjórinn á Hágangi II segir aðferðir norsku strandgæslunnar fáránlegar '
menn á litlum 200 kg slöngubáti,
líkum og margar björgunarsveitir
eiga, til að klippa á togvírana. Eirík-
ur segir að mennirnir í bátnum
hafí aldrei náð að húkka í vírinn á
Hágangi, þeim hafí hins vegar tek-
ist það hjá Blika EA, en ekki tekist
að klippa á vírinn. Togvírarnir séu
sverir og þoli óhemjuátak. „Þeir
reyndu að koma á bátnum upp
rennuna á skipinu," segir Sölvi.
„Maður var orðinn hræddur um að
það yrði slys.“ Eiríkur segir að
þetta hafi verið stórhættulegt fyrir
mennina í bátnum. „Þetta var fár-
ánleg aðferð,“ segir Eiríkur. „Það
var heppni að bátnum hvolfdi ekki.“
Fylgst með skipinu frá upphafi
Hágangur var einn á veiðum
fyrstu 10 dagana á Svalbarðasvæð-
inu. Var skipið að veiðum vestur
af Bjarnarey. Þangað fór hann því
engin veiði var í Smugunni. Eiríkur
segir að strax í upphafi hafi verið
vel fylgst með þessari fyrstu ferð
skipsins. „Við náðum hins vegar
að snúa þá af okkur fyrstu dag-
ana,“ segir Eiríkur. Hágangur II
er 18 ára gamall, keyptur frá
Kanada og er 500 tonna skip.
Þegar hin íslensku skipin sjö
mættu svo á vettvang hafi þau stað-
ið mjög vel saman í öllum aðgerð-
um. Þrátt fyrir að Hágangur II sé
skráður í Belize hafí þeir ákveðið
að vera í samfloti með íslensku
skipunum, enda sé áhöfnin, 18
EIRÍKUR Sigurðsson skipstjóri.
manns, íslensk. í athugun er að
skrá skipið hér á landi á næstunni.
Eiríkur segir að það hafí ekki virst
skipta máli hvar skipin voru skráð.
Norðménn hafi komið eins fram við
íslensku togarana og Hágang II
„Þeim finnst skip frá Belize hafa
sama rétt til veiða þarna og ís-
lensku togararnir,“ segir hann.
íslensku skipin vöktuðu hvert
annað þegar þau voru að toga eða
að slæða upp trollið. Eiríkur segir
að fullt samráð hafi verið á milli
skipanna og þau hafí verið samstíga
í aðgerðum sínum, en ætlunin hafí
verið að kanna hver viðbrögð Norð-
mannanna yrðu við veiðunum.
Hann segir að á þeim rúmum
þremur vikum sem skipið hafi verið
á veiðum, þar af fóru um sjö dagar
í siglinga til og frá svæðinu, hafí
þeir séð átta mismunandi varðskip
norsku strandgæslunnar á Sval-
barðasvæðinu, auk flugvéla.
Samskípti góð til að byija með
Eiríkur segir að samskiptin við
strandgæsluna hafi til að byija með
verið góð, þótt stöðugt hafi verið
reynt að reka Hágang II til að hífa
veiðarfærin og hrekja skipið burt
af svæðinu. Undir lokin hafí sam-
OLIVESTMANN
EINARSSON LÁ TINN
ÓLI Vestmann Einars-
son, prentari, lést á gjör-
gæsludeild Borgarspít-
ala 19. júní sl. Óli fædd-
ist 25. febrúar 1916 í
Reykjavík, sonur Einars
Ólafssonar, vélstjóra, og
Guðbjargar Gunnlaugs-
dóttur.
Óli hóf prentnám í
ísafoldarprentsmiðju
1934, lauk því 1938 og
fékk sveinspróf 1940.
Hann starfaði í ísafold-
arprentsmiðju til 1943
þegar hann hóf störf hjá Víkings-
prenti. Þar starfaði hann til 1946
þegar hann stofnaði ásamt öðrum
Borgarprent, þar sem hann starfaði
áratugum saman. Óli stundaði fram-
haldsnám við Kobenhavn Tekniske
Skole 1953 og fór með nokkurra ára
millibili í kynnisferðir til Danmerkur,
Svíþjóðar og Noregs til að kynna sér
stöðu prentskólamála þar og sótti
m.a. kennaranámskeið í Noregi 1967.
Honum var falið að skipuleggja prent-
námsdeild við Iðnskól-
ann, sem tók til starfa
1957, og var kennari
prentgreina frá upp-
hafí. Óli gegndi stöðu
yfirkennara hjá Iðn-
skólanum frá 1982 en
lét af störfum fyrir ald-
urs_ sakir 1988.
Óli sinnti margvísleg-
um trúnaðarstörfum,
gegndi m.a. formennsku
í Kennarafélagi Iðnskól-
ans, Sambandi sérskóla
í Reykjavík og fræðslu-
nefndar í prentsetningu, sat í stjóm
prentskólasjóðs, utanfarasjóðs kenn-
ara Iðnskólands, Landsambands fram-
haldsskólakennara og í ritnefnd Ás-
garðs, tímarits BSRB, og í prófnefnd
í setningu, svo fátt eitt sé nefnt. Hann
var margsinnis íúlltrúi prentara og
Iðnskólans á þingum og í ráðum, hér-
lendis og erlendis.
Óli kvæntist eftirlifandi eiginkonu
sinni, Jónu Einarsdóttur, árið 1939,
og áttu þau þijú böm.
skiptin við strandgæsluna hins veg-
ar verið orðin mjög stirð. Keyrt
hafí um þverbak á laugardag, þeg-
ar aðgerðir strandgæslumanna
urðu miklu grófari og þeir reyndu
að sigla niður íslenskan togará.
Hann segir að Hágangur II hafi
þá reynt að slíta sig frá strandgæsl-
unni meðan á aðgerðum hennar
gegn íslensku skipunum stóð, en
það ekki tekist.
Þá hafi Norðmennimir oft óskað
eftir að fá koma um borð, segir
Eiríkur, en hann hafi ávallt neitað
að verða við því.
Friðrik Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Úthafs hf., sem gerir
út Hágang I og II, segir að skip-
stjórinn hafi fengið þau fyrirmæli
að fara varlega. Einnig að ekki
kæmi til greina að hleypa norskum
strandgæslumönnum um borð. „Við
höfum fullan rétt á því að neita
þeim að koma um borð,“ segir hann.
Eiríkur segir að Norðmennirnir
hefðu þurft að hafa fyrir því ef
þeir hefðu ætlað sér að koma um
borð. „Þeir reyndu það aldrei eftir
að ég bannaði það,“ segir hann.
Þetta telur Eiríkur athyglisvert,
sé haft í huga að skipið er skráð í
Belize og liggi því vel við höggi.
„Norðmenn vita að stjórnvöld í
Belize veita skipum sem em skráð
þar enga aðstoð,“ segir Eiríkur.
Þetta bendi til þess að Norðmenn
álíti réttarstöðu sína veika.
Eiríkur segir að það hafi vantað
fleiri íslensk skip á svæðið, því nán-
ast hafi verið eitt varðskip á hvern
togara. Varðskipin eru um helmingi
hraðskreiðari en Hágangur II, ná
um 25 sjómflna hraða á móti 11
sjómílna hraða togarans. Auk þess
eru þau mun stærri.
Anægður með aflann
i
>
i
i
>
>
l
Eiríkur og Friðrik em ánægðir
eftir túrinn. Skipið hafí reynst mun
betur en þeir bjuggust við og hafí
farið fram úr öllum vonum. Há-
gangur II veiddi 150 tonn úr sjó,
sem gerir um 70 tonn af saltfiski.
Þar af hafí þeir fengið um 100 tonn
í þremur stuttum hollum á sjó-
mannadaginn, en eftir það hafí ver-
ið lítill friður til veiða. Aflaverðmæt-
ið er um 15 milljónir. Aflinn var
nokkuð blandaður en þorskurinn
þótti fremur horaður. „Hann virðist
ekki hafa nóg að éta þama,“ segir
Eiríkur. „Það er æti annars staðar
á svæðinu, en þorskurinn hangir
þarna einhverra hluta vegna.“
i
lífi eigin
oftsinnis
manna
í hættu
SÖLVI Sölvason, yfirvélstjóri á togaranum Hágangi
II sem kom til Vopnafjarðar í gær.
FRIÐRIK Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tangans
hf. og Úthafs hf. sem gerir út Hágang I og II.
SVEINN Oddsson var að mála bryggjukantá Vopna-
firði ásamt félögum sínum úr unglingavinnunni.
Norðmenn stefndu