Morgunblaðið - 23.06.1994, Síða 6
6 FIMMTUDAGÚR 23. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Félag íslenskra stórkaupmanna um úrskurð Samkeppnisráðs
Urskurður með
fordæmisgildi
FÉLAG íslenskra stórkaupmanna fagnar úrskurði Samkeppnis-
ráðs þess efnis að sveppaframleiðendum sé skylt að selja dreif-
ingarfyrirtækjum afurðir sínar á því tímabili þegar takmarkan-
ir á innflutningi grænmetis eru i gildi. Málsvarar félagsins full-
yrða að úrskurðurinn hafi víðtækt fordæmisgildi og telja enn-
fremur að úrskurðurinn taki af allan vafa um gildissvið búvöru-
laga. Þau taki aðeins til framleiðslu búvara en samkeppnislög
taki aftur á móti til dreifingar þeirra.
Fjöldi
reiðhjóla-
þjófnaða
249 tilkynningar um þjófnaði á
reiðhjólum hafa borist lögregl-
unni í Reykjavík á þessu ári,
þar af 89 í maí og 74 fyrstu
20 daga júní.
í fyrra bárust lögreglunni
upplýsingar um 435 reiðhjóla-
þjófnaði og 389 árið 1992. Al-
gengastir eru þjófnaðir af þessu
tagi í maí og júní. Þannig var
16 reiðhjólum stolið í janúar,
15 í febrúar, 25 í mars, 32 í
apríl, 89 í maí og 74 hjól hafa
horfið það sem af er júní.
Lögreglan bendir hjólreiða-
fólki á að geyma fararskjóta
sína innan dyra á nóttunni og
læsa þeim tryggilega við jarð-
fasta hluti þegar þeir eru skildir
eftir utan dyra.
Félag íslenskra stórkaupmanna
kvartaði yfir því við Samkeppnis-
ráð í maí í fyrra að fyrirtækið
Flúðasveppir hafi synjað dreifing-
arfyrirtæki innan FIS um viðskipti
með sveppi. Félagið taldi þetta
varða við grundvallarákvæði sam-
keppnislaga og „kærði“ fyrirtækið.
Stefán Guðjónsson framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra ---------
stórkaupmanna segir
að úrskurður ráðsins
marki tvímælalaust
tímamót. „Það tók
Samkeppnisráð eitt ár “““1“““
að vinna í kvörtun okkar, sem lögð
var fram í maí í fyrra. Við erum
mjög ánægðir með lyktir málsins
og teljum að tekið hafi verið undir
öll okkar sjónarmið,“ sagði hann.
Gæti átt við um fleira
„Úrskurðurinn gefur til að
kynna að skýr mörk liggja á milli
framleiðslu og vörudreifingar.
Vörudreifingin á samkvæmt úr-
skurðinum eins og önnur verslun
að falla undir samkeppnislög. Við
höfum síðan ályktað að þessi niður-
staða hafi fordæmisgildi varðandi
dreifingu á öllum tegundum græn-
metis,“ sagði Stefán. Aðspurður
kvaðst Stefán ekki útiloka að sama
eigi við um aðrar búvörur, svo sem
• mjólk og kjötvörur.
Grundvallarmál
Birgir Rafn Jónsson formaður
Félags íslenskra stórkaupmanna
tók það fram að félagið hefði í
sjálfu sér ekkert út á búvörulögin
að setja. Hins vegar væri það
grundvaliarmál að tryggja eðlilega
viðskiptahætti og að túlka ekki
búvörulögin of vítt eins og ýmsum
hafi hætt til. „Við höfum ennfrem-
ur gagnrýnt starfsreglur innflutn-
ingsnefndar garðagróðurs. Við
teljum t.a.m. óeðlilegt að innflutn-
__________ ingur sé miðaður við
birgðastöðu bænda.
Við höfum óskað eftir
því við landbúnaðar-
ráðuneytið að reglum-
ar verði endurskoðað-
ar,“ sagði hann.
Stefán og Birgir Rafn staðfestu
að ekki yrði hikað við að vísa til
þessa úrskurðar ef til sams konar
deilna kæmi aftur. Þeir telja að
aðgengi dreifingaraðila að fram-
leiðslu eigi að vera jafnt og að
bændur eigi ekki að geta selt af-
urðir sínar einungis einum aðila.
„Úrskurðurinn er feikna mikill
þrýstingur á það að ekki verði lok-
að á innflutning grænmetis en
aðeins með fijálsum innflutingi er
hag neytenda borgið,“ sagði Birgir
Rafn Jónsson að lokum.
Skýr mörk milli
framleiðslu og
dreifingar
Morgunblaðið/Alfons
Hjónavígsla á Jökli
SNÆFELLSJÖKULL hefur alltaf
haft mikið aðdráttarafl og þótt
leyndardómsfullur staður. Brúð-
hjónunum Suzanne Rita Frye og
hinum íslensk ættaða Harry
Michael Engel III frá Lancaster
í Kalíforníu þótti a.m.k. svo mik-
ið til hans koma að þau ákváðu
að láta gefa sig saman uppi á
kolli jökulsins á þriðjudaginn var
af sr. Agnesi M. Sigurðardóttur
sóknarpresti á Hvanneyri. Hin
nýgiftu höfðu raunar lengi haft
hug á því að láta pússa sig saman
á íslandi og komu hingað til lands
í fyrra í því skyni að velja sér
kirkju. Að lokum breyttist þó
kirkjuloftið í beran himinn og
kirkjugólfið í jökulbreiðu. Brúð-
arkjóllinn var sérhannaður fyrir
jöklabrúðkaup en bæði voru þau
prúðbúin rnjög. Hjónin og gest-
irnir sem voru 73 talsins fóru á
upp á jökulinn á 14 snjósleðum
en skíðuðu svo niður eftir vel
heppnaða athöfn. Það var ferða-
skrifstofan Addís sem skipulagði
ferðina á jökulinn.
Sex milljónum króna úthlutað til 21 verkefnis á sviði landgræðslu
Kaupmenn og
Landvemd deila
um Pokasjóð
ÚTHLUTAÐ hefur verið 6 milljónum úr Pokasjóði Landverndar. Flest
bendir til að þetta verði síðasta úthlutun úr sjóðnum, en ágreiningur er
á milli Landverndar og kaupmanna um sjóðinn. Kaupmenn vilja fá
meiri áhrif á úthlutanir úr sjóðnum og eins telja þeir að þeirra framlag
til sjóðsins hafi ekki verið kynnt nægilega vel.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
AUÐUR Sveinsdóttir, formaður Landverndar, gerði grein fyrir
úthlutunum Pokasjóðs við hátíðlega athöfn í Sigurjónssafni.
íþróttavöllurinn á Laugarvatni
Yerkið hafið á ný
Pokasjóður var stofnaður árið
1989, en það ár náðist samkomu-
lag á milli Landverndar og kaup-
manna um að hluti andvirðis hvers
plastburðarpoka renni til umhverf-
isverndar á vegum Landverndar.
Á þessum fimm árum hefur Poka-'
sjóður úthlutað um 80 milljónum.
Tæplega 50% framlaga hafa farið
til einstaklinga og áhugamannafé-
iaga, 17% hafa farið til skógrækt-
arfélaga og 18% til verkefna með
sveitarfélögum. Auður Sveinsdótt-
ir, formaður Landverndar, sagðist
telja úthlutun margra smárra
styrkja rétta stefnu. Flestir styrk-
þegar leggja fram mótframlög og
sjálfboðaliðastarf sem magna
áhrifin af styrknum.
Aðeins sex milljónum
úthlutað núna
Vegna óvissunnar um framtíð
Pokasjóðs var einungis 6 milljón-
um úthlutað úr sjóðnum í ár, en
venjulega hefur um 20 milljónum
verið úthlutað. Þessar milljónir
fara til 21 verkefnis, en 170 um-
sóknir bárust stjóm sjóðsins.
Auður sagði enn ekki útilokað
að samkomulag náist um áfram-
haldandi rekstur Pokasjóðs, en á
þessari stundu bendi þó flest til
að upp úr samstarfinu slitni.
Magnús Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasam-
takanna, sagði að kaupmenn
hefðu enn trú á að samningar tak-
ist um áframhaldandi samstarf við
Landvernd. Hann sagði að áhugi
sé hins vegar á því meðal sumra
kaupmanna að breyta samstarf-
inu. Hann sagði að margir telji
vænlegra til árangurs að veita
færri styrki en stærri. „Það hefur
mikið áunnist með þessu sam-
starfi. Kaupmannasamtökin eru
líklega þau samtök í landinu sem
hafa látið sig einna mest skipta
náttúruvernd og endurvinnslumál
og við hyggjumst halda því starfi
áfram,“ sagði Magnús.
FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar
við fijálsíþróttavöllinn á Laugar-
vatni að nýju, en framkvæmdir voru
stöðvaðar um miðjan mánuðinn
vegna gjaldþrots þýska fyrirtækis-
ins Balsam, sem sér um að leggja
gerviefni á völlinn. Þórir Jónsson,
formaður UMFÍ, segist telja góðar
líkur á að völlurinn verði tilbúinn
fyrir landsmót UMFÍ 14. júlí. Það
fari þó nokkuð eftir veðri næstu
daga, en þurrt þarf að vera í veðri
meðan verið er að leggja efnið á
völlinn.
Þórir sagði að stjórn UMFÍ hafí
lagt drög að neyðaráætlun ef völlur-
inn verði ekki tilbúinn fyrir 14. júlí.
Hann sagði að auðvelt sé að leysa
vandamál í sambandi við kastgrein-
ar, en erfíðara sé að leysa þau hvað
varðar hlaupagreinar. Þórir sagðist
hins vegar gera sér vonir um að
ekki þurfi að grípa til neyðaráætl-
unar og íþróttavöllurinn verði tilbú-
inn í tíma.
Þórir sagði að undirbúningur
undir landsmótið gangi að öðru leyti
vel. Undirbúningur miði við að
hægt verði að taka á móti 15-20
þúsund manns. Hann sagði að fjöldi
landsmótsgesta komi til með að
ráðast mjög mikið af veðri.
Sjúkrahús
Siglufjarðar
Skurðstof-
unni lokað
í sumar
SKURÐSTOFU Sjúkrahúss
Siglufjarðar verður lokað í tæpa
þijá mánuði í sumar vegna sum-
arleyfa. Valþór Stefánsson lækn-
ir sagði að þessi lokun væri baga-
leg og hún þýddi óhjákvæmilega
minni þjónustu við sjúklinga.
Hann sagði að sjúkrahúsið þyrfti,
eins og mörg önnur sjúkrahús á
landsbyggðinni, að draga saman
seglin yfir sumarmánuðina.
Skurðlæknirinn við sjúkrahúsið
fór í þriggja mánaða námsleyfí og
tók sjúkrahússtjórnin þá ákvörðun
að ráða ekki lækni til að leysa
hann af. Þetta er gert í sparnaðar-
skyni. Valþór sagði að út frá ör-
yggissjónarmiði mætti segja að
þessi lokun sé helst framkvæman-
leg yfir sumarmánuðina, þegar
samgöngur eru yfirleitt góðar.
Hann sagði að ekki verði hins veg-
ar horft framhjá því að lokunin
þýði minni þjónustu við sjúklinga.
Vísa verði ákveðnum hópi sjúkl-
inga frá sjúkrahúsinu.
Valþór sagði að flest öll sjúkra-
hús á landsbyggðinni hafi sömu
sögu að segja varðandi minni þjón-
ustu yfír sumarmánuðina. Á seinni
árum hefði sú þróun átt sér stað
á sjúkrahúsunum að starfsemi
þeirra sé dregin saman á sumrin
samhliða sumarleyfum starfsfólks.