Morgunblaðið - 23.06.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 13
LANDIÐ
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Sjópróf vegna afskipta
norsku strandgæslunnar
SJÓPRÓF vegna afskipta. norsku strandgæslunnar af Blika frá Dal-
vík, Drangey og Hegranesi frá Sauðárkrógi við Svalbarða fara fram
fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í dag.
Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðsdómari, sagði að hafist yrði handa
við að safna gögnum vegna réttarhaldanna um leið og hægt yrði að
ná til skipanna símleiðis síðdegis í gær. Hann sagðist hafa upplýs-
ingar um að myndbandsupptökur væru til af atburðum og yrðu þær
væntanlega sýndar í réttinum. Jafnframt yrðu leiknar hljóðupptökur
af atburðum.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
NEMARNIR frá vinstri er Sævar Helgason, Stefán Sigurðarson,
Sigurður Gauti Hauksson, Hákon Gunnar Hákonarson, Hörður
Jörundsson kennari, Jón Bragi Skírnisson, Hjördís Stefánsdóttir
og Sigurlaug Skaftadóttir, en á myndina vantar tvo nema, þau
Ingibjörgu Guðlaugsdóttur og Sigurð Lárus Sigurðsson.
Málarar undirbúa sveinspróf
MÁLARADEILD var starfandi
við Verkmenntaskólann á Akur-
eyri í vetur, en þar sem nemend-
ur í málaraiðn eru fremur fáir
starfar deildin ekki livern vetur.
Þeim er því safnað saman þar
til nægum fjölda er náð en síð-
asta vetur voru nemarnir átta
og hafa aldrei verið fleiri.
Deildin er til að undirbúa nem-
endur undir sveinspróf, en kennd
er litafræði og blöndun lita fyrri
hluta vetrar en áhersla lögð á
málun, lökkun, litasamræmi,
skiltamálun og ýmiskonar
skreytingar síðari hlutann.
DAGSKRÁ vegna útdráttar í riðla
í HM 95 hefst með tónleikum sunn-
an við íþróttahöllina kl. 17 í dag.
Að þeim loknum kastar Valdimar
Grímsson, landsliðsmaður í hand-
knattleik, sex boltum út úr höllinni
og láta 400 til 500 böm úr KA og
Þór og aðrir áhugamenn um íþrótt-
ir boltana ganga á milli sín út á
flugvöll. Með flugvél fara boltarnir
til Reykjavíkur og lenda fallhlífa-
stökkvarar með þá við Laugardals-
höllina kl. 20.30. Hermann Gunn-
arsson stjórnar drætti í riðla stund-
víslega kl. 21.
Benedikt Guðmundssson, úr
Þetta er eini skólinn fyrir
verðandi húsamálara á landinu
að frátöldum Iðnskólanum í
Reykjavík og hefur hann í vetur
verið til húsa í rúmgóðum húsa-
kynnum á Glerárgötu 34 á fjórðu
hæð. Góð samvinna er milli VMA
og Iðnskólans.
Nokkur breyting hefur verið
á verkefnum í sveinsprófum
málara á undanförnum árum í
þá átt að samræma þau nútíman-
um. Nemendum eru kynntar
gamlar málunaraðferðir og
tækni. Kennari málaradeildar er
Hörður Jörundsson málari.
undirbúningsnefnd fyrir'HM á Ak-
ureyri, sagðist hvetja alla foreldra
og aðra áhugamenn um handbolta
til að taka þátt í að flytja boltana
sex út á flugvöll. Boltarnir fara frá
íþróttahöllinni kl. 18.30 og ganga
manna á milli út Þórunnarstræti,
niður Þingvallastræti og gilið, og
með Drottningarbraut út á flug-
völl. Eftir að boltunum hefur verið
komið í flugvélina verða viðurkenn-
ingar veittar og boðið upp á léttar
veitingar við íþróttahöllina.
Strætisvagn fer frá Þórssvæðinu
upp í íþróttahöll kl. 17 og til baka
kl. 20.
Fyrsta skref málsóknar
Hann sagði að með sjóprófunum
yrði aflað sönnurgagna vegna mál-
sóknar í Noregi. Útgerðarmenn
Blika og Hegraness hafa ákveðið
að stefna norskum stjórnvöldum
fyrir dómsstóla í Noregi og krefjast
skaðabóta vegna tjóns á veiðarfær-
um og afla. Norska strandgæslan
skar veiðarfæri aftan úr skipunum
í liðinni viku. Reynt var að sigla á
Drangey. Ásgeir Pétur sagði að ef
rétt reyndist væri um mjög alvar-
legt brot að ræða.
Sjóprófin eru opin og bera yfir-
menn, og aðrir sem að málinu
koma.vitni. Réttarhöldin hefjast kl.
13.30 og verður reynt að ljúka þeim
í kvöld. Annars verður haldið áfram
á morgun.
-----♦--------
Dagar
Ólafs
Bekks
DAGSKRÁ á dögum Ólafs Bekks
hefst á Ólafsfirði fimmtudaginn 23.
júní. Efnt verður til billjardmóts og
götubolta við Gagnfræðaskóla og
Barnaskóla kl. 20. Mót Skotfélags
Ólafsfjarðar hefst kl. 21 og Jóns-
messumót Golfklúbbs Ólafsfjarðar
klukkustund síðar.
Daginn eftir verður Norðurlanda-
mót í knattspyrnu kvenna, U-16.
íslendingar og Finnar leika kl. 13,
Hollendingar og Norðmenn leika
kl. 15 og Svíar og Danir kl. 17.
KA og Leiftur keppa á Akureyri
kl. 20.
Sýning listamanna verður opnuð
í Gagnfræðaskólanum kl. 20.30 og
efnt verður til kaffihúsastemmning-
ar með léttri sveiflu í Tjarnarborg
frá kl. 22.30 til 01. Á sama tíma
verður sjóstangveiði, skoðunarferð-
ir, miðnætursigling og hestaleiga.
Útiskemmtun og grill
Aðaldagskráin verður á laugar-
daginn. ðlafs Bekksmótið í golfi
hefst kl. 9 um morguninn. Klukku-
stund síðar verður Nikulásarmótið
í knattspymu sett. Milli kl. 10 og
14 verður sýningin „Leikskólinn
minn“ í barnaheimilinu og gróður-
setning í Tindaöxl. Náttúrugripa-
safnið verður opið milli kl. 13 og
18 og Tröllaskaga tvíþraut, hlaup
og hjólreiðar heijast kl. 13.30. Ólafs
Bekksmót hestamanna hefst kl. 14
og sama dag verður útimarkaður,
grill og útiskemmtun við Tjarnar-
borg. Efnt verður til dansleikja um
kvöldið.
Islandsmótið í skotfimi hefst kl.
9, Nikulásarmótið í knattspyrnu
heldur áfram kl. 10, karmelludreif-
ing og gönguferð í Fossdal verður
kl. 13 á sunnudag. Á eftir verður
sigling um fjörðinn og hestaleiga.
Dregið í riðla fyrir HM
Valdimar kastar fyrstur
Mývatnssveit
Lífríkið með miklum blóma
Mývatn - Silungsveiði í net í Mý-
vatni í júní hefur verið víða góð,
sumstaðar ágæt, og silungurinn vel
feitur. Fjölskrúðugt fuglalíf er á
vatninu og lítur mjög vel út með
andarvarp. Þess má geta að í síð-
ustu göngu fengust yfir 1.000 egg
á einni jörð. Þó eru alltaf skilin eft-
ir 4 til 5 egg í hvetju hreiðri. Varg-
fugl, sérstaklega hrafninn, gerir
víða mikinn usla í varplöndum og
hirðir mörg egg. Óhemju mikið af
rykmýi er við Mývatn og á vatninu.
Margt bendir því til þess að fugl
og fiskur hafi næga átu, þ.e. lífríkið
virðist vera með miklum blóma þrátt
fyrir frekar kalt veðurfar í maí og
það sem af er júnímánuði.
Að kvöldi miðvikudagsins 15. júní
var fréttaritari staddur úti á Mý-
vatni. Sá hann þá fjórar hávellur í
hóp fastar í neti skammt frá landi
við Geitey, eina af varpeyjum Mý-
vatns. Skjótt var brugðið við og
fuglarniv leystir úr netagildrunni.
Fullvíst er að þessar hávellur hefðu
allar verið dauðar morguninn eftir
ef björgun hefði ekki borið svo skjótt
að. Brýna verður fyrir veiðiréttar-
höfum að leggja net sín fjarri varp-
löndum á þessum tíma. Hægt væri
með því móti að minnka fugladauð-
ann.
MorgunWaðið/Jóhannes
STARFSMENN Malarvinnslunnar hf. malbika gámavöllinn.
Ný vöraflutn-
ingahöfn á
Reyðarfirði
Reyðarfirði - Framkvæmdir
við nýja vöruflutningahöfn á
Reyðarfirði ganga vel og verð-
ur fyrsti áfangi vígður næst-
komandi laugardag, 25. júní.
Fyrsti áfangi hafnarinnar er
80 metra langur viðlegukant-
ur. Á viðlegukantinn hafa ver-
ið lagðir jötunsteinar í stað
steinsteypu, sem mun henta
betur við afgreiðslu vörugáma.
Ný hafnarvog hefur verið sett
upp og malbikaður hefur verið
um 6.000 fermetra gámavöllur
þannig að aðstaða til um-
skipunar og allrar meðferðar
á fragt verður eins góð og
best verður á kosið.
Stálþilið var sett upp af
starfsmönnum frá Vita- og
hafnamálaskrifstofunni. Hafn-
arkantur og þekja voru unnin
af Fjarðaverki hf. á Djúpa-
vogi. Jarðvegsvinnu og lagna-
vinnu sáu verktakar á Reyðar-
firði um, en malbikunarfram-
kvæmdir eru samstarfsverk-
efni Malbikunarstöðvarinnar í
Neskaupstað, verktaka á Reyð-
arfirði og Malarvinnslunnar
hf. á Egilsstöðum, þannig að
segja má að fyrirtæki af öllu
Austurlandi hafi komið við
sögu hafnargerðarinnar
Um leið og höfnin verður
vígð verður haldin árleg
bryggjuhátíð á Reyðarfirði þar
sem boðið verður upp á ýmsar
uppákomur eins og galdra,
spákonu, fallhlífarstökk, kara-
melluregn, tónlist o.fl.
Suðurnesjabær
Fyrsti fund-
ur bæjar-
stjórnar
Keflavík - FYRSTI bæjar-
stjórnarfundurinn í Suður-
nesjabæ, nýju sameinuðu sveit-
arfélagi Keflavíkur, Njarðvíkur
og Hafna, var haldinn á þriðju-
daginn í Keflavík. Þar var lýst
yfir meirihlutasamstarfi Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar-
flokks og að Ellert Eiríksson
yrði áfram bæjarstjóri í Keflavík.
1 hinni nýju bæjarstjórn sitja 11
fulltrúar, 4 frá Sjálfstæðisflokki,
2 frá Framsóknarflokki, 3 frá
Alþýðuflokki og 2 frá Álþýðu-
bandalagi.
Á fundinum var gengið frá
hinum ýmsum embættum og
verður Drífa Sigfússdóttir,
Framsóknarflokki, forseti bæj-
arstjórnar. Jónína Sanders,
Sjálfstæðisflokki, verður for-
maður bæjarráðs, sem verður
skipað 5 fulltrúum. í bæjarráði
sitja, auk Jónínu, Steindór Sig-
urðsson, Framsóknarflokki,
Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæð-
isflokki, Ánna Margrét Guð-
mundsdóttir, Alþýðuflokki og
Jóhann Geirdal, Alþýðubanda-
lagi.
Ibúar í hinu nýja sveitarfélagi
eru liðlega 10.000 og kom fram
á fundinum að við sameininguna
hefði bæjarstjórnarmönnum
fækkað úr 21 í 11 og að nefndar-
mönnum myndi fækka um lið-
lega 300.
25 milljónir til upp-
græðslu á Haukadalsheiði
Hella - OLÍS hf. afhenti sl.
mánudag Landgræðslu ríkisins
fimm milljónir króna til áfram-
haldandi landgræðsluverkefna á
Haukadalsheiði í Árnessýslu.
Hefur fyrirtækið þá alls fært
Landgræðslunni 25 milljónir
króna á þeim tveimur árum sem
liðin eru síðan ákvörðun var tek-
in um að hluti af hveijum seldum
bensínlítra færi til landgræðslu.
Þáverandi forstjóri Olís hf., Oli
Kr. Sigurðsson heitinn, hafði for-
göngu um að koma átaki þessu
í framkvæmd.
Að sögn Sveins Runólfssonar
landgræðslustjóra hefur fé þetta
verið notað til fjölþættra land-
græðslustarfa sem miða að því
að stöðva gróður- og jarðvegs-
eyðingu á Haukadalsheiði. Að-
aláhersla hefur verið lögð á sán-
ingu melfræs og annarra harð-
gerðra landgræðslujurta og það
sé mjög ánægjulegt að sjá árang-
ur þess starfs sem lofar vissulega
góðu. Það megi t.d. sjá frá elstu
sáningunum frá tímum þjóðar-
gjafarinnar á árunum 1974-
1979, en þá var dreift áburði og
grasfræi, að á þessum svæðum
hafa íslensku víðitegundirnar,
loðvíðir og gulvíðir, numið land.
Sveinn sagði mikið starf óunnið
á svæði þessu sem er alls sjö
Morgunblaöið/AH.
Sveinn Runólfsson land-
græðslustjóri tekur við
fimm milljónn króna fram-
lagi Olís hf. úr hendi frú
Gunnþórunnar Jónsdóttur,
ekkju Óla Kr. Sigurðsson-
ar, fyrrum forsljóra Olís.
þúsund hektarar að stærð.
„Til viðmiðunar má benda á
að allt Stór-Reykjavíkursvæðið
er um fimm þúsund hektarar, en
sá árangur sem náðst hefur á
þessu víðfeðma landsvæði lofar
góðu um að takast megi að snúa
vörn í sókn. í sumar verður einn-
ig unnið að öðrum landgræðslu-
verkefnum á heiðinni í samvinnu
við nýstofnað landgræðslufélag í
Biskupstungum," sagði land-
græðslustjóri.