Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MYNPLIST llckla h f. MÁLVERK ADOLFOS HASENKAMPS Opið mán.-fös. kl. 9-18, lau., sun. kl. 12-19, til 3. júlí. Aðgangur ókeypis. RÉTT og skylt er að geta sýn- ingar sem undanfarið hefur stað- ið yfir í einum sýningarbás fyrir- tækisins Heklu hf. á Laugavegi 174. Er hér á ferð kynning á þýska listamanninum og íslands- aðdáandanum Adolfo Hasen- kamp og rennur allur ágóðinn af sýningunni til Samtaka um tónlistarhús. Listrýnirinn var nokkra stund að finna sýninguna sl. sunnudag, en svo mundi hann eftir merki- legri kynningu á tölvum innst í húsalengjunni fyrir tveim árum og skundaði þangað. Reyndist hugboðið rétt, því þar var sýning- in, en hefði að ósekju mátt vekja athygli á framkvæmdinni með skilti útifyrir. Er inn var komið, leit svo út sem um væri að ræða eins konar rammaverzlanasýningu og korta- gerð af landslagi, enda húsnæðið varla í stakk búið til að hýsa list- sýningar að óbreyttu. En er betur var gáð birtist ýmislegt sem hreyfði við mér. Málarinn Adolfo Hasenkamp (f. 1927) er þannig listamaður, sem á rætur sínar í hinum gamla Múnchen-skóla, og þó hann sé fæddur í Hamborg, á hann sín kjörheimkynni í Garm- isch Partenkirchen, sem er nafn- kennt þorp hátt uppi í Alpafjöll- um í nágrenni hinnar miklu menningarborgar. Eftir sígilda undirstöðumennt- un er hófst eftir heimstyijöldina síðari, nam Hasenkamp við fagurlistaskólann í Frankfurt am Main, og þegar á sjötta áratugn- um varð hann félagi í „der Alten Munchener Kúnstlergenossen- schaft“, þar sem hann er nú í forsvari, og hefur á hveiju vori tekið þátt í Vorsýningunni í List- húsinu. Eitthvað kom mér fljót- lega kunnuglega fyrir sjónir í pensilskriftinni og áferðinni, og þá helst í að mínu mati sannferð- ugustu myndum sýningarinnar, eins og t.d. „Þórsmörk" (51) Sinona Stangir og plötur. Kunststoffe Suðuþráður o.fi. p^ugue. Vandað efni. Gottverð. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVEfíSLUN BlLDSHÖFÐA 16 SlMI 672444 • FAX 672580 EITT verka Adolfos Hasenkamps. hvikulum stemmningum í lands- laginu, að hann gefur erfðavenj- unni ósjaldan langt nef, og þann- ig eru sumar myndirnar í raun lýrískar stemmur á óhlutlægum grunni. Minni og hnitmiðaðri sýning í einhveiju listhúsi borgarinnar hefði svo gefið allt aðra mynd af þessum gróna bæheimska myndlistarmanni. Þá ber að geta þess, að á sýn- ingunni liggur frammi ljóðabók eftir skáldið og rithöfundinn Hans Hardt prýdd mörgum lit- myndum eftir Hasenkamp en leiðir þeirra sköruðust óforvar- andis hér á landi og varð úr ógleymanleg ferð um ísland. Nefnist bókin enda „ISLAND, die Unvergessliche Reise“ og er m.a. tileinkuð sendiherra íslands í Bonn, Hjálmari Hannessyni, og konu hans, Önnu Birgis. Er um mjög snyrtilega og handhæga hönnun að ræða, en bókin er gefin út af Forlaginu die Hutte í Köln, og þar virðast menn kunna vel til verka. Utan um slíkar bækur þarf nefnilega ekki miklar og stásslegar umbúð- ir frekar en marmara í ytri og innri byrði safna, — öllu máli skiptir innihaldið, skipulag og framsetning máls og myndar. Þannig njóta myndir málarans Adolfos Hasenkamps sín marg- falt betur í bókinni en í sölum bílaumboðsins. Bragi Ásgeirsson Ljóð til listamanns SVEINN Björnsson lista- maður fékk óvæntan glaðning frá gesti sem skoðaði afmælissýningu hans í Hafnarborg. Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg var það hrifinn af sýningu Sveins að hann sendi myndlistamanninum eftir- farandi ljóð: Hrcss og djarfur heilsar þjóð. Hann í litum semur Ijóð. Á veggjum mikil geislaglóð, er gleður fðlk á hafnarslóð. Áfram stöðugt liggi leið. Langt þitt verði æviskeið. Förin ávallt góð og greið og grænt þitt blað á listameið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eitt af verkum Sveins Björnssonar á sýningunni í Hafnarborg. Á sýningunni í Hafnarborg eru abstraktverk sem Sveinn hefur málað á síðustu þremur árum. Hún hefur verið vel sótt og hafa um 2.000 gestir skoðað hana. Sýning- unni lýkur mánudaginn 27. júní. Hinn gamli skóli „Markarfljótsgil" (52), „Látra- bjarg“ (55), „Við jökulrönd“ (56) og fleiri í þeim dúr. Er hér geng- ið mjög hreint til verks og málað af mikilli einlægni, en sá var hátturinn hjá Múnchen-málurun- um á árum áður og virðist að hluta til enn. Þessar myndir þóttu mér há- punktur sýningarinnar, en þær njóta sín ekki nægilega í þeirri umgjörð sem þeim er boðin á staðnum og full stásslegir ramm- ar bæta ekki úr. En menn skulu athuga að þeir eru á hér að virða fyrir sér sér- staka hefð í suðurþýskri myndlist og þó hún komist ekki nægilega til skila í þessari uppsetningu stendur hún fyrir sínu. Á sýningunni tekur maður sér- staklega eftir, að þrátt fyrir hina gömlu hefð verður listamaðurinn oftar en ekki svo upptekinn af Ástríður o g tryggðarblóm TÓNLIST Listasafn Sigurjóns 0 I a f s s o n r KAMMERTÓNLEIKAR BERNARDELSTRENGJ A- KVARTETTINN Verk eftir Brahms, Janácek og Puccini. Þriðjudagur 21. júní 1944. SUMARTÓNLEIKAR í Listasafni Siguijóns Ólafssonar hófust með sumarsólstöðum og það var Bern- ardel strengjakvertettinn, sem flutti strengjaverk eftir Brahms, Janácek og Puccini. Tónleikarnir hófust á 3. strengjakvarttettinum eftir Johann- es Brahms. Allir þrír kvartettarnir eru gefnir út á þriggja ára tímabili og hafði Brahms þá lengi velt því fyrir sér að semja strengjakvartetta og gert nokkrar tilraunir. Það er fyrst með op. 51, nr.l, í c- moll, sem mun hafa verið í smíðum frá 1865, samkvæmt Joachim, að Brahms tel- ur sig hafa náð valdi á þessu tónlist- einum of skarpur fyrir þá, sem vilja að tónmál Brahms sé túlkað á mjúk- legan þrunginn máta. Zbigniew Dubik fór fyrir hópnum og lék t.d. af glæsibrag hraða stefið í fyrsta þætti og stjórnaði samspili kvartetts- ins, sem var oft mjög gott. Inntónum er nokkuð vandamál og þar mætti vinna betur. Á stundum var t.d. sellóið nokkuð þrumandi, sérstak- lega í hljómmiklum þáttum og þarf að hyggja þar nokkuð að, varðandi samhljómunina. Að öðru leyti var samspilið gott og samieikur Dubiks og Grétu Guðnadóttur oft mjög vel samstæður í hljóman. Fyrsti strengjakvartettinn eftir Janácek (og einnig sá nr.2,) fjallar um ástina en Janácek reyndi að Iíkja eftir tali og þar með að nálgast merkingu þess. í þessu verki reynir hann að túlka söguefni „Kreutzer sónötunnar", eftir Tolstoy og er því engin tilviljun, að Janácek bergmálar í síðasta kafianum annað stef fyrsta þáttar, úr samnefndri sónötu Beet- hovens. Þetta er átaksmikið verk og telur fiðluleikarinn, Josep Suk, að Bernardel strengjakvartettinn. arformi og semur sama ár annan kvartett, í a-moll (op.51, nr,2) og voru þeir báðir gefnir út í Vínarborg árið 1873. Sá þriðji, op. 67, í B-dúr, var gefin út 1876 og hafa margir tónlistarfræðingar velt því fyrir sér, hví Brahms, sem tók mikinn þátt í flutningi kammertónlistar, samdi ekki fleiri kvartetta. Óp. 67 er um margt sérkennilegur að gerð og hef- ur fengið viðurnefnið Veiðikvartett- inn, eftir eins konar veiðimanna- stefi, sem heyrist í upphafi verksins. í þriðja þætti gegnir lágfiðlan mikil- vægu hlutverki, sem Guðmundur Kristmundsson skilaði mjög vel og sömuleiðist átti Guðrún Th. Sigurð- ardóttir fallegar tónhendingar í hæga þættininum. Einn besti kafli verksins er sá síðasti, sem að formi til eru átta tilbrigði við alþýðlegt iag. í tilbrigðunum og á miili þeirra má heyra tæpt á stefjum úr fyrri köflum verksins, sem skapar verkinu ákveðna formfestu. Kvartettinn var í fyrstu nokkuð óviss í flutningi en er á leið verkið, varð samleikurinn skarpur og vel mótaður en ef til vill Janácek sé að mótmæla ómann- eskjulegum járnaga karlmanns yfir konu. Tónlistin spannar yfir allt tón- svið tilfinninganna, allt frá óstöðv- andi óróleika, sem brimsvellur og rís upp í skerandi sársauka, er endar svo í ógnþrunginni örvæntingu. Þetta stórkost.lega skáldverk var mjög vel flutt og margar tónhend- ingar með glæsibrag og hefur Bern- ardel kvartettinn sannað sig svo um munar með þessum ágæta og tiifinn- ingaþrungna flutningi. Lokaverk tónleikanna var þýð- róma einþáttungur fyrir strengja- kvartett, er Puccini samdi árið 1890 og nefndi Crisantemi. Þessi tryggðarblómasöngur var fallega fluttur og er sérkennileg andstæða við ástarástríðukvartett Janáceks, Nú hefur rómantíkin verið tekin fyr- ir af þessum kvartett en þá er eftir sú erfiða raun, að leika sig inn í klassiskan tærleik, eins t.d. kvart- etta Haydns, sem ekki er allra að leika. Jón Ásgeirsson Tréblásturstónleikar KAMMERTÓNUST tréblásturs- hljóðfæra er á efnisskrá tónleika sem haldnir verða á Sóloni Islandus á laugardag klukkan 17 og í Lista- safni Kópavogs á sunnudag klukk- an 20.30. Það eru þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Matej Sarc óbóieikari, Ármann Helgason klari- nettuleikari og Rúnar Vilbergsson fagottleikari sem koma saman og flytja tónlist frá Frakklandi, Eng- landi og Brasilíu, auk þess að frum- flytja nýtt íslenskt verk á tónleikun- um í Listasafni Kópavogs. Það er eftir Oliver Kentish en önnur tón- skáld sem leikið verður eftir eru Ibert, Villa-Lobos, Arnold og Francaix.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.