Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 29
SKÚLISIGURJÓN
LÁRUSSON
+ Skúli Signrjón
Lárusson var
fæddur á Hellis-
sandi 23. júni 1911.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 18.
júní síðastliðinn.
Foreldrar Skúla
voru Lárus Skúla-
son hreppstjóri og
útvegsbóndi á
Ilellissandi, f. 23.
ágúst 1844, d. 27.
mars 1925, og
seinni kona hans
Málmfríður Guð-
björg Sigurðardótt-
ir, f. 1891, d. 1920, ættuð frá
Grundarfirði, en Lárus missti
fyrri konu sína Guðrúnu Odds-
dóttur árið 1895. Systir Skúla
Siguijóns er Guðrún Hildur, f.
29. sept. 1912, búsett í Suður-
nesjabæ. Guðrún giftist Felix
Eðvarðssyni af formannaættum
undan Jökli, en hann lést árið
1975. Guðrún og Felix eignuð-
ust sex börn. Lárus faðir Skúla
Sigurjóns ól auk þess upp tvö
fósturbörn, Guðmund Þorvarð-
arson og Lárenzínu Lárusdótt-
ur. Hinn 8. júlí 1945 giftist Skúli
eiginkonu sinni, Björgu Hall-
varðsdóttur frá Geldingaá í
Leirársveit, dóttur Hallvarðs
bónda Ólafssonar Jónssonar
hreppstjóra frá Geldingaá og
konu hans Önnu Kristínar Jó-
hannsdóttur af Víkingslækjar-
ætt. Skúli og Björg fluttust til
Hellissands þar sem Skúli gerði
út eigin bát. Árið 1947 flytjast
þau til Akraness og kaupa hús-
ið Bræðrapart af Jóni Gunn-
laugssyni útvegsbónda og hafa
búið þar síðan. Björg og Skúli
eignuðust sex börn sem öll eru
uppalin á Akranesi. Þau eru:
1) Anna Kristín, fædd 1945,
búsett í Reykjavík, maki Jón
Ingi Haraldsson bifreiðastjóri
og eiga þau fjögur börn, Jón-
ínu, Skúla, Harald og Björgvin,
og tvö baraabörn, Guðmund
Halldór og Hilmar. 2) Lárus, f.
1947, véltæknifræðingur, bú-
settur á Akranesi. 3) Málfríður
Guðbjörg, f. 1948, búsett á
Akranesi, maki Gísli H. Hall-
björnsson vélstjóri og áttu þau
fjögur böra, Björa Skúla, látinn,
Kristínu Birau, Sigrúnu Svövu
og Rúnu Björk. Barnabarn An-
ita Sif. 4) Skúli, f. 1954, vélfræð-
ingur, búsettur á Akranesi,
maki Margrét G. Rögnvalds-
dóttir og eiga þau þijú böra,
Rögnvald, Björgu Önnu og
Helgu Maríu. 5) Guðmundur, f.
1959, stýrimaður, búsettur á
Akranesi, maki Guðrún ísleifs-
dóttir og eiga þau þijú böra,
Andreu Katrínu, Bjarka Þór og
ísleif Öra. 6) Hallveig, f. 1961,
þjúkrunarfræðingur, búsett á
Akranesi, maki Stef-
án Jónsson trésmiður
og eiga þau tvö börn,
Arna Frey og Bjarna
Má. Barnabörn Skúla
og Bjargar eru því
alls 16 og barna-
bamabömin þijú. Ut-
för hans fer fram frá
Akraneskirkju í dag.
SKÚLI Siguijón missti
foreldra sína ungur,
móður sína þegar hann
var níu ára og föður
sinn þegar hann var
14 ára. Eftir það var
þeim systkinum Skúla og Guðrúnu
komið í fóstur til uppeldisbarna
Lárusar sem þá voru bæði gift.
Skúli Siguijón fór til Lárenzínu
sem gift var Jóhanni Kristni Jó-
hannssyni frá Munaðarhóli en Guð-
rún Hildur til Guðmundar og konu
hans Sigríðar Bogadóttur. Vegna
breyttra aðstæðna varð skólaganga
Skúla ekki löng og fljótlega eftir
fermingu fór hann til sjós á þeirra
tíma bátum sem voru opnir segl-
og árabátar. Sextán ára gamall fór
hann á skútu frá Stykkishólmi und-
ir stjóm frænda síns Skúla Skúla-
sonar skipstjóra, sem ættaður var
úr Fagurey. Upp frá því var Skúli
Siguijón á bátum bæði við Breiða-
fjörð og Faxaflóa.
Árið 1935 fór hann til Reykjavík-
ur, þá 24 ára gamall, og tók físki-
mannapróf og nokkrum árum síðar
keypti Skúli ásamt öðmm 100
tonna bát, Bjöm austræna, og var
með hann á sfldveiðum við Norður-
land. Eftir lok þeirrar útgerðar réð
Skúli sig á togara frá Reykjavík
og var m.a. á Agli Skallagríms-
syni, Snorra goða og Karlsefni og
sigldi þá m.a. á stríðsámnum með
físk til Englands.
Á Akranesi stundaði Skúli sjó-
mennsku og var m.a. með báta fýr-
ir Harald Böðvarsson og Fiskiver
hf. Árið 1954 lét Skúli smíða fyrir
sig sex tonna bát sem hann stund-
aði sjóinn á bæði frá Hellissandi
og Akranesi eða þar til hann hætti
útgerð árið 1978 eftir rúmlega 50
ára sjómennsku. Skúla var veitt
viðurkenning fyrir sjómannsstörf á
sjómannadaginn 1993.
Þar sem lífsbaráttan hafði tiafisi
mjög snemma hjá Skúla var hann
mjög ósérhlífínn við störf sín og
ríkt í honum að standa sig og skulda
engum neitt. Hann var sannur fiski-
maður, bæði þrautseigur og fískinn,
enda átti sjómennskan hug hans
allan. Hann var mjög bókhneigður
og notaði hveija stund er gafst til
bóklesturs. Einnig var hann mjög
söngelskur og hafði fallega söng-
rödd sem notuð var oft en þó eink-
um á hátíðarstundum.
Þótt hann væri fiskimaður var
hann mikill dýravinur og mátti ekk-
MINNINGAR
ert aumt sjá, enda nutu m.a. smá-
fuglar þess á hörðum vetrum. Skúli
hafði mjög gaman af að umgangast
böm og nutu börn hans þess og
síðan bamabörn þar sem hann
bæði söng og las fyrir þau á hnjám
sér. Er börn hans uxu úr grasi
hvatti hann þau til mennta.
Þannig var Skúli Siguijón. Þótt
hann virkaði oft harður og hijúfur
var hjartað ljúft er undir sló.
Ég þakka honum samfylgdina
og með virðingu kveð ég hann
hinstu kveðju. Blessuð sé minning
hans.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Gísli H. Hallbjörnsson.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá -
það verður dásamleg dýrð handa mér.
Dásöm það er dýrð handa mér,
dýrð handa mér, dýrð handa mér,
dýrð handa mér,
er ég skal fá Jesú augiit að sjá -
það verður dýrð handa mér.
(Þýð. L.H.)
í dag kveðjum við afa okkar
Skúla S. Lámsson sem lést 18. júní.
Með þakklæti og hlýhug minnumst
við þeirra stunda sem við áttum
með afa og ömmu á Breiðinni.
Blessuð sé minning afa okkar.
Ömmu og öðmm aðstandendum
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur, megi Guð vera með
ykkur og styrkja á þessari stundu.
Jónína, Karl, Skúli, Ragn-
heiður, Haraldur og Björgvin.
Þegar ég minnist hans afa míns
koma mér í hug hlýjar og skemmti-
legar minningar. Afa þótti alltaf
gaman þegar ég smápattinn kom í
heimsókn til hans og ömmu niður
á Breið. Þá fómm við saman í fjör-
una og skoðuðum hið margbreyti-
lega líf sem þar bjó. Hann fræddi
mig um margt sem ég bý enn að,
sagði mér sögur af sjósókn fyrr á
árum, bæði þegar hann var á togur-
um og stærri bátum, þó sérstaklega
af sjósókn á trillunni sem hann átti
sjálfur og reri á síðustu árin sem
hann var á sjó. Ég hefði viljað róa
með honum þegar hann gerði út frá
Hellissandi, þar sem hann var fædd-
ur og uppalinn. Þar þótti honum
best að róa, stutt á miðin, og hann
þekkti miðin eins og best varð á
kosið. En því miður var ég ekki til
kominn á þeim tíma. Ég var því
ekki lítið rogginn sjö ára gamall
þegar ég kom til hans eftir fyrsta
túrinn sem ég fékk að fara með
pabba á togara sem hann var á.
Hafði ég frá mörgu að segja og afí
hafði gaman af.
Afi gat átt til að vera stríðinn
og gat skreytt sögur sínar með til-
brigðum, en það gerði hann bara
skemmtilegri. Hann gat átt það til
að segja að kafbátur væri strandað-
ur niðri við vita þegar maður kom
í heimsókn til hans og ömmu, þá
var strax hlaupið að gá. Náttúrlega
var enginn kafbátur strandaður.
Þetta var það skemmtilega við
hann, maður átti alltaf von á ein-
hveiju óvæntu frá honum. Þó afí
gæti verið hijúfur á stundum, mátti
hann ekkert aumt sjá og var alltaf
tilbúinn að rétta hjálparhönd ef
hann gat.
Nú kveð ég hann afa minn og
vona að honum líði vel eftir þau
veikindi sem hann hefur þurft að
þola.
Ég mun aldrei gleyma því hvað
það var gott að koma til hans og
ömmu minnar, sem ég bið góðan
guð að hjálpa í sorg sinni.
Elsku afí minn, þegar ég kveð
þig með söknuði, er ég þakklátur
fyrir þau ár sem við áttum saman
og minningarnar ylja mér um
hjartarætur.
Guð blessi þig. ♦
Rögnvaldur.
Láknargjafínn þjáðra þjóða,
þú, sem kyrrir vind og sjó,
ættjörð vor í yztu höfíim
undir þinni miskunn bjó.
Vertu með oss, vaktu hjá oss,
veittu styrk og hugarró.
Þegar boðinn heljar hækkar,
herra, lægðu vind og sjó.
(J. Magnússon)
Guðmundur Halldór.
Elsku afí. Það var leitt að þú
skyldir fara frá okkur. Þú varst oft
svo góður og skemmtilegur. Við
munum alltaf muna þegar þú sast
í stólnum og reyndir að ná i okkur.
Svo varstu alltaf að lauma til okkar
nammi þegar við komum í heimsókn
þótt það væri ekki laugardagur.
Við munum alltaf muna eftir þér
þótt þú sért ekki lengur á lífi.
Saknaðarkveðja, þín barnaböm.
Andrea, Bjarki og
ísleifur Guðmundsböm.
SIGRIÐUR STEFANSDOTTIR
+ Sigríður Stef-
ánsdóttir var
fædd á Brattlandi á
Síðu í V-Skafta-
fellssýslu 11.
1898. Hún lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Skjóli 14. júní
sl. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Stef-
án Pétursson bóndi
og Sigríður Jóns-
dóttir. Sigríður var
yngst systkinanna.
Hún átti fjóra
bræður, tvíburana
Pál (dó ungur) og
Þórarin, f. 1890, Matthías, f.
1892, og Valdimar, f. 1893.
Þeir eru nú allir látnir. Sigríður
giftist 1944 Halldóri Gíslasyni
verkamanni, en hann lést 1960.
Utför hennar fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag.
ÉG VIL með fáum orðum minnast
Sigríðar Stefánsdóttur með þakk-
læti og virðingu. Með þakklátum
huga minnist ég heim-
sóknanna, sem ég sem
barn og unglingur fór
til þeirra hjóna Siggu
og Halldórs á Sjónar-
hóli á Vatnsleysu-
strönd, þar sem þau
bjuggu miklu myndar-
búi um árabil. Ég
minnist hve ævinlega
var tekið á móti manni
með miklum hlýhug,
hve allt var hreint og
fágað, kökuilminn
lagði um stóra húsið
þeirra og þar ríkti gleð-
in ofar öllu og hlátur-
inn fyllti húsið. Það er gott að minn-
ast slíkra stunda.
Sigga og Halldór voru samhent
hjón og hugsuðu af stökustu natni
um búpeninginn, en þau voru með
allstórt kúabú, nokkuð af kindum
og fleira. Þrátt fyrir að Halldór
væri ekki heilsuhraustur gekk bú-
skapurinn með miklum dugnaði,
myndarskap og snyrtimennsku,
sem hvarvetna sá stað og það svo
að Búnaðarfélag íslands sá ástæðu
til að heiðra þau hjón sérstaklega
af þessu tilefni. Var það þeim bæði
til gleði og uppörvunar eins og
nærri má geta.
Ákaflega kært var á milli þeirra
hjóna Siggu og Halldórs og var það
Siggu eðlilega mikill missir er Hall-
dór féll frá. Hélt hún reyndar bú-
skap áfram í fjögur ár eftir lát
hans en brá þá búi, eftir 20 ára
búskap á Sjónarhóli. Flutti Sigga
nú til Reykjavíkur, þar sem hún
átti heimili upp frá því og starfaði
allmörg ár í eldhúsi Hvíta bandsins
og á Elliheimilinu Grund eða meðan
aldur og heilsa leyfðu. Síðustu ár^
hafa verið Siggu nokkuð erfíð, enda
aldurinn hár og heilsan þverrandi,
en umönnun á Hjúkrunarheimilinu
Skjóli þar sem hún dvaldi síðustu
árin hefur öll verið á einn veg og
ber að þakka slíkt sérstaklega. Ég
vil óska Siggu blessunar á nýjum
lífsbrautum þar sem ljósið skín ofar
öllu, — þar sem við öll öðlumst
nýja lífssýn.
Matthea Jónsdóttir.
LADfl SKUTBILL
■Þegardómam
STOR OG STERKUR
Lada skutbíllinn hentar vel bændum, iönaöar-
mönnum og raunar öllum sem þurfa rúmgóöan,
traustan og sparneytinn bíl. Hann er einnig
Verð án vsk. 540.000 kr.
647.000 kr.
IDsiiF
40
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36