Morgunblaðið - 09.08.1994, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsætisráðherra eftir viðræður við forystumenn flokkanna
Líkur á haustkosning-
um minnkað verulega
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
átti fund með Jóni Baldvin Hanni-
balssyni, formanni Alþýðuflokks-
ins, í gær að loknum viðræðum
við forystumenn stjómarandstöðu.
Davíð sagði við fréttamenn að
verulega hefði dregið úr iíkunum
á haustkosningum og sagði að ein-
dregin andstaða Alþýðuflokksins
hefði áhrif sem hann yrði að taka
tillit til en mikill meirihluti þing-
manna og annarra forystumanna
Alþýðuflokksins lagðist gegn
haustkosningum á fundi sem
flokkurinn hélt á Akranesi á laug-
ardaginn.
Kostirnir fleiri en gallarnir
Davíð sagðist sjálfur hafa talið
kostina við haustkosningar fleiri
en gallana en hefði ákveðið að
kanna viðhorf flokkanna til þessa.
Á fundum hans með forystumönn-
um stjómarandstöðuflokkanna í
gær hefði komið fram að stjórnar-
andstaðan væri ekki sammála þeim
annmörkum sem hann hefði bent
á að fylgt gætu kosningabaráttu
í febrúar og mars en vildi af öðrum
ástæðum að ríkisstjómin færi frá
og gengið yrði til kosninga.
„Síðan hefur það skýrst að Al-
þýðuflokkurinn, sem ég hélt að
myndi geta orðið sæmilega sáttur
við haustkosningar, hefur á fundi
á Akranesi algerlega lagst gegn
haustkosningum með mjög afger-
andi meirihluta þeirra trúnaðar-
manna flokksins sem þar hittust
og tóku afstöðu," sagði Davíð. „Nú
hefur flokkurinn tekið mjög ein-
dregna afstöðu gegn kosningum.
Það era veigamikil rök sem ég
þarf að horfa á,“ sagði hann enn-
fremur.
Davíð sagðist nú ætla að ræða
Alþýðuflokkurinn
lagðist eindregið
gegn kosningum
þessa stöðu við aðra ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins, forystumenn
þingflokks og hugsanlega einstaka
þingmenn áður en hann tæki
endanlega ákvörðun fyrir næst-
komandi fimmtudag.
Davíð sagðist einnig hafa lagt
áherslu á að ef ekki yrði kosið í
haust yrðu flokkarnir að sýna sam-
stöðu í mikilvægustu málum svo
menn gætu verið sannfærðir um
að unnið verði í ríkisstjórninni af
festu og heilindum.
Sjálfstæðisflokkurinn yrði
einn að axla ábyrgðina
Jón Baldvin sagðist hafa greint
forsætisráðherra frá ótvíræðri
niðurstöðu fundar forystu Alþýðu-
flokksins um helgina að ekki væru
efni til haustkosninga og að Al-
þýðuflokkurinn vildi ekki hlaupast
frá verkum sínum í ríkisstjórn.
„Við geram okkur grein fyrir
því að forsætisráðherra hefur þin-
grofsvaldið. Hann hefur hins vegar
haft á orði að beita því ekki nema
í nánu samráði við samstarfsflokk-
inn. Ekki ætti neinum að koma á
óvart að það eru háværar kröfur
hjá stjórnarandstöðunni, mismun-
andi sannfærandi að vísu, um að
þeir vilji haustkosningar. Það væri
skrítin stjómarandstaða sem vildi
ekki kosningar. Spumingin er síð-
an sú hvort þetta er ákvörðun þar
sem meira tillit verður tekið til
samstarfsflokksins heldur en óska
stjórnarandstöðunnar,“ sagði Jón
Baldvin.
Hann sagði að ríkisstjórnin hefði
skilað góðum árangri og tryggt
stöðugleika og forsætisráðherra
sjálfur haldið því fram að bjartara
væri framundan. Ríkisstjómin
héldi enn meirihluta sínum á þingi
og ekki væra uppi ágreiningsmál
sem gerðu stjórnarslit óumflýjan-
leg. Spumingin væri því sú, hvers-
vegna ríkisstjórnin ætti að fara út
í kosningar nú og um hvað ættu
þær kosningar að snúast.
Jón Baldvin sagði að ef vilji al-
þýðuflokksmanna yrði sniðgenginn
og frekar farið að óskum stjómar-
andstöðunnar væru það ákveðin
skilaboð og Sjálfstæðisflokkurinn
yrði þá einn að axla ábyrgð af því
og skýra fyrir kjósendum hvers
vegna hann kysi að láta stjómar-
samstarfinu lokið.
Sagðist Jón Baldvin gera ráð
fyrir að hann og Davíð ættu eftir
að ræða þetta mál betur áður en
forsætisráðherra ákveður hvort
gengið verður til kosninga.
Jóhanna enn í þingflokknum
Aðspurður um stöðu Jóhönnu
Sigurðardóttur í þingflokki Al-
þýðuflokksins sagði Jón Baldvin
að Jóhanna hefði verið í samninga-
viðræðum við Alþýðubandalagið,
Kvennalistann og leitað eftir samn-
ingaviðræðum við Framsóknar-
flokkinn um það að mynda ein-
hverskonar framboðslista sem
stefnt værí gegn Alþýðuflokknum.
„Hún er enn meðlimur í þingflokki
Alþýðuflokksins. Það er hennar að
gera það upp við sig hvenær hún
telji af siðferðilegum ástæðum rétt
að gera hreint fyrir sínum dyram
gagnvart félögum sínum og sam-
starfsaðilum í Alþýðuflokknum,"
sagði Jón Baldvin.
Stórkostlegt ævintýri til
Egyptalands, vöggu heimsmen-
ningarinnar, þar sem þú kynnist
umhveríi og menningarverðmæt-
um Faróanna sem eiga sér engan
líka 1 mannkynssögunni.
Töfrar Kaíró í góðum aðbúnaði á
4 stjörnuhóteli og ævintýrasigling
á ánni Níl með íslenskum
fararstjóra Heimsferða
allan tímann.
Innifalib
í ver&i:
Flug. feröir til
og frá flugvelli
erlendis, gising
á 4 stjörnu hótelum, sigling á
Níl, morgunveröur f Kairó og fullt
fæöi i siglingunni á Níl.
Gist á íbúöarhóteli á Benidorm
á útleiö og heimleiö og er
þá ekki fæði innifalið.
Fararstjóri:
Þorsteinn Stephensen.
** 99.600
HEIMSFERÐIR
Flugvallaskattar kr. 3.660.
ekki innifaldir.
AUSTURSTRÆT117 SÍMI 624600
FERÐATILHÖGUN
— ■■■» 28. sepftember
Beint flug með flugi Heimsferða til Alicante. Ekið frá
flugvelli til Benidorm þar sem gist er í 2 nætur.
■» 30. september
Flug frá Barcelona til Kairó. Lent í Kairó kl. 23.00 að
staðartíma þar sem tekið er á móti hópnum og ekið
beint heim á hótel Oasis, 4 stjörnu hótel í Kairó.
» 1. og 2. okftóber
Dvöl í Kairó. Kynnisferð um Kairó og farið til Giza
þar sem hinir stórkostlegu pýramidar eru skoðaðir.
1 ■ ■■► 3. október - Luxor, 5 dagar á Níl
Að morgni dags er farið með flugi til Luxor.
5 daga sigling niður Níl frá Luxor til Aswan.
Helstu áfangastaðir:
Luxorhofið og Karnahofið -Dalur konunganna og
grafhýsi Ramsesar II og Seti I. Hof Hatsheputs drottn-
ingar - Dalur diottninganna.
Sigling um Esna, Edfu og Kom Ombo.
Hof Hórusar - Kitchener eyjar.
Grafhýsi Agha Khans.
Stíflan mikla í Aswan. - Abu Simbel.
—► 8. oklóber
Flug til Kairó og dvöl á Hotel Oasis.
—► 9. okftóber
Morgunverður og boðið upp á aukaferð til
Alexandríu fyrir þá sem vilja. Annars er
dagurinn frjáls.
■ ■ » 10. okftóber
Morgunverður. Ekið út á flugvöll um kl. 10.45 og farið
með flugi til Barcelona kl. 12.45. Lent í Spánar.
Dvalið á Benedorm á góðu ibúðarhóteli i 9 daga
19. okftóber
Flug heim til íslands i beinu flugi Heimsferöa
frá Alicante.
Langtímarannsókn Hjartarverndar
Erfðaþættir
hjartasjúkdóma
rannsakaðir
hefur
1967
T '■’jartavernd
I—I frá árinu
-®- unnið að um-
fangsmikilli könnun á
áhættuþáttum hjarta- og
kransæðasjúkdóma hjá 30
þúsund Reykvíkingum. Nú
er könnun þessari að
mestu lokið og í undirbún-
ingi er að hefja rannsóknir
á niðjum þessa fólks til
að reyna að fínna arf-
genga þætti sem stuðla
að myndum æðasjúk-
dóma.
- Hversu margir tóku
þátt í könnuninni sem er
að ljúka?
Áríð 1967 voru valdir
einstaklingar af Reykja-
víkursvæðinu til þátttöku
í rannsókninni, samtals 30
þúsund manns, jafnt af
körlum og konum Þau
vora þá á aldrinum 34-61
árs.
Hópnum var skipt niður
Dr. Nikulás Sigfússon
var skipt mður i
smærri einingar sem við höfum
verið að rannsaka í sex áföngum,
en nú er í gangi síðasti áfang-
inn. í þessum lokaáfanga er fólk-
ið orðið það gamalt að við breytt-
um og endurbættum rannsókn-
aráætlunina og miðum hana
meira við eldra fólk.
- Hvaða þættir voru rannsak-
aðir hjá hópnum?
Þetta var nokkuð alhliða
heilsufarsrannsókn sem beindist
fyrst og fremst að hjarta- og
æðasjúkdómum og áhættuþátt-
um sem tengjast þeim.
- Hvernigkom hugmyndin um
niðjarannsóknina til?
Við höfum vérið að velta fyrir
okkur hvað við ættum að gera
næst. Nú er ofarlega á baugi
hvernig sjúkdómar sem þessir
erfast og erfðatækni hefur fleygt
fram á síðustu árum. Við töldum
þetta því vera gott tækifæri til
að kanna ýmsa erfðaþætti í
tengslum við hjarta- og æðasjúk-
dóma.
7 Hvernig eru þeir valdir?
Úrtakið er valið þannig að við
tökum þá sem hafa fengið krans-
æðastíflu úr upphaflega hópnum,
en það er á annað þúsund manns,
og við boðum afkomendur þeirra
til skoðunar. Síðan veljum við til
viðmiðunar jafnstóran hóp af-
komenda þeirra sem ekki hafa
fengið kransæðastíflu. _______________
-Hvemi stór er Dánartíðni
hopur mðjanna í rann-
sókninni?
í fyrsta ættlið frá
hópnum sem fékk
►Dr. Nikulás Sigfússon hefur
verið yfirlæknir Hjartavemdar
frá árinu 1973. Hann er fæddur
1. apríl 1929 og lauk prófi í
læknisfræði frá Háskóla íslands
árið 1958. Að því loknu hélt
hann til Svíþjóðar þar sem hann
lagði stund á lyflæknisfræði og
faraldursfræði. Hann flutti til
íslands árið 1967 og hóf þá störf
hjá Hjartavemd. Árið 1986
varði hann svo doktorsritgerð
sína við Háskóla íslands.
hefur lækkað
um 40%
kransæðasjúkdóm eru um 1.000
manns og annað eins í öðram
ættlið. í hvorum hóp era um
2-3.000 manns og gætu orðið
samalagt allt að 6.000 manns.
Með því að bera þessa hópa
saman þá ætlum við að reyna að
fínna hvaða erfðaþættir hafa þýð-
ingu varðandi þessa sjúkdóma.
- Er til vitneskja um hvernig
hjarta- og æðasjúkdómar erfast?
Það er nú eitthvað farið að
rofa til hvað þetta varðar og
menn hafa fundið og staðsett
ákveðna erfðavísa sem geta haft
áhrif á tíðni hjartasjúkdóma.
- Hvaða þýðingu hafa svona
rannsóknir fyrir baráttuna gegn
hjarta- og æðasjúkdómum?
Ég held að þær hafi mikla
þýðingu. Enginn kann að lækna
þessa sjúkdóma endanlega og
það eina sem hægt er að gera
er að reyna að koma í veg fyrir
sjúkdómana og við höfum náð
verulegum árangri í að fyrir-
byggja hjarta- og æðasjúkdóma.
Við fengum fljótlega upplýs-
ingar um helstu áhættuþætti
okkar íslendinga út úr þessari
rannsókn. Síðan hefur verið rek-
inn áróður sem byggist á þessum
niðurstöðum, varðandi blóðfitu,
blóðþrýsting og annað. Þessi
upplýsingastarfsemi og áróður
hefur skilað góðum árangri, því
dánartíðni hefur lækkað verulega
undanfarin 10-15 ár.
- Hvernig hefur þessi árangur
náðst?
Með því að breyta þeim
áhættuþáttum í lífi fólks sem við
vitum að valda hjarta- og æða-
sjúkdómum, eins og hár blóð-
þrýstingur, há blóðfíta og reyk-
________ ingar.
- Hvemig hefur
gengið að fá fólk að
mæta í rannsóknirnar?
Það hefur gengið
vel. Við höfum fengið
um 75-80% mætingu,
- Hvað hefur komið ykkur á
óvart í þessum rannsóknum?
Þegar rannsóknin hófst fyrir
27 áram vissum við nánast ekk-
ert um áhættuþætti hjarta- og
æðasjúkdóma hér á íslandi og
því var allt nýtt fyrir okkur.
Það sem er öðruvísi hér en hjá
öðrum þjóðum núna hvað varðar
reykingar er að konur hér á landi
reykja meira en karla. Þetta er
öfugt við það sem maður sér
annars staðar.
Blóðfitan hjá íslendingum var
mjög há, en hún hefur lækkað
verulega undanfarin 20 ár.
- Hvernig hefur dánartíðnin
breyst?
Dánartíðnin úr þessum sjúk-
dómum hefur lækkað mikið, eða
um 40%. Það er mikil lækkun
og meiri en á Norðurlöndunum
og hjá flestum öðrum þjóðum.