Morgunblaðið - 09.08.1994, Síða 19
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 19
MORGUNBLAÐIÐ
Efnileg
söngkona
TONOST
Hafnarborg
SÖNGUR OG PÍANÓ
Einsöngur: Hanna Dóra
Sturludóttir Píanólcikari:
Hólmfríður Sigurðardóttir.
Söngverk eftir Schubert, R.
Strauss, A. Berg, Jón Asgeirsson
og Sigvalda Kaldalóns.
Sunnudagurinn 7. ágúst 1994.
EINN mikilvægasti vaxtarbroddur
íslenskrar tónlistar, er sá fjöldi ungra
manna og kvenna, sem leggja fyrir
sig söng og hafa á liðnum árum
vakið athygli fyrir hæfileika og
umfram allt, notið góðrar menntunar
hér heima og erlendis og í raun lagt
undir sig heiminn, þ.e.a.s. hafa í
vaxandi mæli haslað sér völl meðal
þeirra bestu, við ýmis erlend óperu-
hús og enn er ekki séð fyrir endann
á þeirri þróun.
Hanna Dóra Sturludóttir hélt sína
fyrstu tónleika í Hafnarborg sl.
sunnudag, en hún hefur um tveggja
ára skeið stundað framhaldsnám í
Berlín. Ekki er mikið sagt, að þar sé
á ferðinni efnileg söngkona, er hefur
hlotið í vöggugjöf góða rödd og mikla
tónlistarhæfileika og þó söngur
LISTIR
hennar væri góður, er ljóst að hún
er líkleg til að eiga talsvert eftir til
mikilla sigra í átökum við erfið og
stór verkefni í framtíðinni, enda
skamman veg farið og varla lögð af
stað upp þrautaþrepin að Parnassum,
helgidómi listagyðjanna.
Tónleikarnir hófust á fimm söng-
lögum eftir Schubert og voru An
Silvia og Heidenröslein mjög vel
sungin. Fimm lög eftir R. Strauss
voru og mjög vel sungin, sérstaklega
Allerseelen og Zueignung. Sjö fyrstu
ljóðin eftir Alban Berg eru vandmeð-
farin og eiginlega aðeins á færi meiri
háttar söngvara að gera þeim góð
skil, svo að útfærsla Hönnu Dóru á
þessum sérstæðu söngvum er mikill
sigur fyrir hana, þó finna megi að
því, að á stundum voru lögin „of
mikið sungin", þar sem betur hæfði
nærri því að tónlesa textann. Varð-
andi sönginn í Schubert og Strauss
er helst að Hanna Dóra þyrfti að
huga meira að líðandi (legato) radd-
arinnar.
íslensku lögin voru mjög vel sung-
in, flutt af sterkri tilfinningu fyrir
texta og tónferli þeirra. Hólmfríður
Sigurðardóttir lék af öryggi en lögin
eftir Strauss og Berg eru krefjandi,
bæði er varðar leiktækni og lit-
brigði, sem Hólmfríður náði oft að
móta fallega. Hanna Dóra Sturlu-
dóttir er mjög efnileg söngkona og
var þessi frumraun hennar glæsileg
í alla staði, er gefur fyrirheit um að
hér sé á ferðinni efni í stórsöngkonu.
Jón Ásgeirsson
er eitthvað bogið við nýju
ísskápalínuna frá Whirlpool
Bogadregin línan í hurdunum
á nýju ískápalínunni frá
Whirpool gefur nútímalegt
yfirbragd. Um leið er það
afturhvarf lil fortíðar og því
má segja að gamli og nýi
tíininn mætist í nýju Soft
Look línunni frá Whirlpool.
KOMDU OO ^
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO
Umboðsmenn um land allt.
KSI OG COCA-COLA
aginn 11. ágúst
KL 10:00 -16:00
Eftirtalin félög stilla upp knattþrautum KSÍ
og Coca-Cola á æfingasvæðum sínum:
Reykjavík og nágrenni:
FH - FRAM - KR - VALUR - UBK - STJARNAN -
HK - FYLKIR - ÍR - ÞRÓTTUR - VÍKINGUR -
HAUKAR - FJÖLNIR - GRÓTTA - LEIKNIR -
AFTURELDING
I/esturland og Vestfirðir:
ÍA - BÍ - SKALLAGRÍMUR - SNÆFELL -
VÍKINGUR - GRUNDARFJÖRÐUR
Norðurland:
ÞÓR - KA- LEIFTUR - VÖLSUNGUR - DALVÍK -
TINDASTÓLL - KS - HVÖT - UMFL
Austurland:
ÞRÓTTUR - HÖTTUR - AUSTRI - HUGiNN -
LEIKNIR - NEISTI - SINDRI - VALUR
Suðurland og Suðurnes:
ÍBK - ÞÓR - TÝR - GRINDAVÍK - SELFOSS -
REYNIR - VÍÐIR - ÆGIR - HAMAR -
NJARÐVÍK - ÞRÓTTUR
RmMiiMiiiiiiimiiiiiimimiiiiiiiiiiiimiHiiimmiiimmiiiiiimiimiiiiiiimiiimiiiimiiiiiiiiiimiiiiMiiimiiiiimiinmiMiiimiiimimiiiiimiiiiimmmiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiniiiiiF