Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 SJONMENNTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ LISTA- OG ÞJÓÐHÁTÍÐ anHnRMBBMi íi®iÍfðS|8liÉ* EIN af vatnslitamyndum Karólínu Lárusdóttur á sýningu hennar í CCA listhúsinu, Cambridge. „Konur kaupa vefnað“ 1994, 22,2 x 33,6 cm. LISTHÁTÍÐ 1994 telst lokið og hvað mikils háttar sýningar snertir sem settar voru upp í tilefni hennar eru einungis tvær í gangi, en sem jafnframt eru í tengslum við lýð- veldishátíðina. Það eru „í Deigl- unni“ á Listasafni íslands og „Leið- in til lýðveldis", sem Þjóðminja- og Þjóðskjalasafnið standa að og er í rýminu sem Morgunblaðið hafði áður til afnota í húsinu við Aðal- stræti 6. Ekki er ætlunin hér að krylja til mergjar allt sem sett var upp á lista- hátíð, auk þess sem væntanlega er eftir að rækta ofannefndar sýningar mun betur á síðum blaðsins. En athygii vekur, að á þessari hátíð voru engin erlend stórstirni í mynd- listarheiminurn virkjuð til að„auka blóðstreymið“ eins og menn nefna það gjarnan, heldur var lögð áhersla á það sem við höfum sjálf fram að færa og var þó ekki annað að sjá en að ris framkvæmdarinnar væri jafn mikið og áður. Útlendum hefur þetta verið kærkomið tækifæri til að kynnast íslenzkri list, sögu og þjóðháttum, og hafa þeir notfært sér það óspart sé aðeins tekið mið af aðstreymi þeirra á Listasafn Is- lands. Ég gleymi ekki ágætri sýningu á verkum Dieters Roths í Nýlista- safninu, en hér var að nokkrum hluta um verk að ræða sem gerð voru á íslandi meðan hann var kvæntur hérlendri konu. Og tákn- rænt var að það sem sætti mestum tíðindum á sýningunni voru sýning- arvélar á jarðhæð, sem vörpuðu myndum af húsum í Reykjavík á veggina. Þó myndirnar væru mjög sannverðugar og skilvirkar kom margur auga á nýjar hliðar á næsta umhverfi sínu og þessi myndbönd eiga vafalítið eftir að hafa ómæld áhrif á íslenska húsagerðarlist í framtíðinni, ef að líkum lætur. Ýmsar sýningar báru þess vott að undirbúningi hafi verið áfátt og þannig var um sýningu á verkum Jóns Engilberts í Norræna húsinu, sem var full mikill samtíningur úr ýmsum áttum, auk þess sem sum verkanna áttu síður heima á slíkri sýningu. Þá var framkvæmdin „Samtímalist" að Kjarvalsstöðum um margt vanhugsuð og hlaut hvorki sterkan hljómgrunn meðal almennings né starfandi myndlist- armanna, jafnvel ekki margra hinna framsæknustu og eru hinir yngstu ekki undanskildir. Markaðssetning hennar var þó saga út af fyrir sig, og sýningarskráin, sem í raun var heimild um sjálfa sýninguna og framkvæmdina í heild,- virðist ekki hafa verið tilbúin fyrr en nokkuð var liðið á sýningartímann, og var eins konar heimildarskýrsla. Auk þess var sjálf sýningin mynduð í bak og fyrir af ljósmyndurum og sjónvarpsfólki, þannig að tryggt yrði að hún gleymdist ekki. Skráin er afar vönduð og sem slik menn- ingarsetrinu til mikils sóma. Eins og sýningin bar keim af Dokumenta í Kassel 1992, minnti sýningarskráin ekki svo lítið á vinnubrögðin við þá framkvæmd. Sýningarstjórinn réði öllu, en lista- mennimir voru sem strengjabrúður í leikhúsi markaðssetningarinnar. Þannig höfum við fengið umdeild- ustu vinnubrögð sýningarstjóra á sfðari árum inn á gafl hjá okkur eins og margt annað af lakara tag- inu hin síðari ár. Framkvæmdir sem snéru að yngri kynslóðum vo'ru at- hyglisverðar svo og ýmsar minni sýningar, en það sem einna helst situr í heilabúinu er sýning Sveins Björnssonar í Hafnarborg, sem þó var auðvitað ekki í beinum tengsl- um við Listahátíð í Reykjavík, en á sama tíma. Hún kom mér sem og mörgum öðrum myndlistarmönnum á óvart fyrir ferskleika og mikla sköpunargleði, einkum er mér stóra málverkið í rauðu og rauðfjólublá tónunum minnisstætt, sem ég held að hafi verið nr. 16 á skrá. Hér var framúrskarandi vel farið með hættulega liti og óhætt er að telja málverkið eitt af öndvegisverkunum á listferli Sveins. Draga má þá ályktun af fram- kvæmd listhátíðar, að leggja beri frekari áherslu á markverða og vel undirbúna innlenda listviðburði, því það styrkir okkur sem þjóð og eyk- ur til muna þekkingu forvitinna útlendinga á inniviðum og burðar- stoðum íslenzkrar listmenningar. Hvað Lýðveldishátíðina snertir var sérstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til skoða Alþingsihúsið, þótt fátt sé þar um fína drætti hvað sjónlistir viðvíkur. Sjálft húsið er afburða fallegt og kom mér mest á óvart hve lítið það er miðað við mikið ris á ytri byrði. Eins og í stjórnsetrum almennt er myndlistin ekki upp á marga fiska og mest ber á portrettmyndum af þing- mönnum, sem eru ákaflega misvel gerð, og þar vöktu myndir eftir Gunnlaug Blöndal frá fjórða ára- tugnum mesta athygli mína fyrir það hve vel og frísklega þær eru málaðar. Þá undraði mig að rekast á tvær náttúrustemmur eftir norska málarann Anders Askevold (1837- 1900), en myndheimur hans telst angi af Dússeldorf-skólanum, þótt hann hafí einnig numið í París. Ámælisverð árátta íslendingar eru vafalítið manna fljótastir að tileinka sér erlenda siði, en samt er þeim öllum öðrum ósýnna að halda fram listamönnum sínum, sem í mörgum tilvikum eru eins konar aukaatriði á hinum að- skiljanlegustu framkvæmdum. Mæta hér í hæsta lagi afgangi er á opinberan vettvang er komið, þrátt fyrir að það sé mjög rótgróin og ströng hefð fyrir því erlendis að geta þeirra sérstakiega og jafnvel heiðra þá um leið fyrir vel unnið verk. Þannig sjáum við í fjölmiðlum alls konar kalla og kellingar afhjúpa myndastyttur af merkisfólki og er vel tíundað hveijir það séu, en í flestum tilvikum gleymist að geta þess sem mótaði verkið! Þá leita forráðamenn góðgerðarsamtaka til einstakra listamanna um hin ýmsu verkefni, sem svo leggja kannski mánaða vinnu í framkvæmd þeirra og taka lítið og stundum ekkert fyrir. En svo þegar verkinu er lokið og það kynnt á opinberum vett- vangi eru kannski allir nefndir sem stóðu að baki framkvæmdunum, nema sá sem lagði til sinn listræna heiður! Þetta telst mikil lágkúra og van- þroski, svo ekki sé meira sagt, þó ekki sé einnig vikið að því að vinna listamanna er iðulega minna metin en flestra annarra stétta, þveröfugt við það sem gerist erlendis. þannig er ieitað til nafnkenndra listamanna og þeim boðið helmingi, og á stund- um margfalt minna en t.d. auglýs- ingastofa setur upp fyrir sama verk. Viðkomandi eru sem sagt að spara með því að leita til listamanna, en ytra yrðu þeir í flestum tilvikum- að greiða listamanninum mun meira. Tel ég afar erfitt fyrir menn að nefna dæmi um svipaða ósvinnu meðal menningam'kja í heiminum, og nær tökum við út þroska hér? Annað og og af öðrum toga er leiðindamál, sem tengist því að á síðari árum hefur reynst erfiðara að reiða sig á orð safnstjóra varð- andi myndakaup á sýningum. Þann- ig rataði eindæma undarlegt mál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, sem er með slíkum ólíkindum að menn átta sig ekki ennþá fullkomlega á forsendum þess. Fram að þessu hafa ákvarðanir safnstjóra talist fullgildar hvað myndakaup á sýningum snertir, og ádráttur frá þeirra hálfu ætti í raun að vera ígildi svardaga hjá öðrum. Annað mál er þegar mynd er ein- ungis tekin frá tímabundið, en þá er hins vegar æskilegt að hraða ákvörðunartöku svo að myndin sé ekki frátekin út sýningartímabilið. Sá leikur, að halda eftir myndverki allt sýningartímabilið og kaupa svo ekki, er ljótur hvaðan sem hann kemur. í nefndu tilviki var um að ræða málverk eftir Vilhjálm Bergsson, sem forstöðumaður Kjarvalsstaða, Gunnar Kvaran, keypti til Lista- safns Reykjavíkur á sýningu í Nor- ræna húsinu. Menningarmálanefnd rifti hins vegar einhverra hluta vegna kaup- unum löngu seinna. Var atburða- rásin svo klaufaleg að ég veit engin dæmi um hliðstæðu og sú málsvörn að ekki hafi verið gerður neinn kaupsamningur svo misvísandi að engu tali tekur. Einfaldlega man enginn málari eftir slíkum skrifleg- um kaupsamningum við forstöðu- menn listasafna fram að þessu, og væntanlega verður áfram óþarfi að hafa löggildingarfulltrúa á staðnum til öryggis er slíkir nálgast. Ekki er sökum að spyija að Hér- aðsdómur dæmdi listamanninum í vil. Vettvangsskrif Iðulega hef ég minnst á það í pistlum mínum, að starfandi lista- menn ættu að láta meira til sín heyra og blanda sér hiklaust í umræður dagsins, eins og svo margur gerir ytra. Hér virðast menn, og því miður ekki að ástæðu- lausu, haldnir umtalsverðri hræðslu við að það kunni að skaða þá, að setja einarðlega fram fram skoðan- ir sínar og er það dökkur blettur á rökræðu á listir hérlendis. Málarinn Einar Hákonarson er þó einn þeirra sem er ódeigur við að segja meiningu sína ef því er að skipta, þó sjálfur teljist hann er svo er komið, vera táknrænt dæmi þess hve viðsjárvert það telst. Einar kemur víða við í pistli sem birtist í blaðinu laugardaginn 30 júlí, og er ég honum í aðalatriðum sammála. Hann telst einn þeirra listamanna sem aðhyllast einstakl- ingshyggjuna og óar við framgangi hóphyggjunnar og miðstýringarafl- anna á síðustu árum, sem ískyggi- lega hefur vaxið ásmegin í listpóli- tík eftir hrun kommúnismans. Eins og fleiri listamenn er hann næmur fyrir því hve yfirbyggingin á þessu þjóðfélagi er mikil og göll- uð og að rangar pólitískar forsend- ur hafa leitt þjóðina út í ógöngur. Margur hefur bent á að mennta- stefnan hefur verið kolröng um langt skeið og í engu er eins ábóta- vant og að fræða þjóðina um gildi og arðsemi listmenningar. Afleiðingarnar eru m.a. fáfræði og ótrú á listiðnaði og hönnun, en ábyrgir mega vita að t.d. tízkuhús Parísarborgar velta sum hver margföldum þjóðartekjum íslend- inga, sem lengstum miðuðu hönnun sína við skyndigróða og hvað ullar- vörur snertir, jafnvel við smekk boldangskvenna er sópuðu stræti austur í Rússíá og annað jafn vitur- legt. Meginástæðan fyrir þessu van- mati er takmarkað upplýsinga- streymi um sjónmenntir í mennta- kerfinu og skortur á hlutlægri miðl- un fjölmiðla. það eru t.d. í fæstum tilvikum menntaðir myndlistar- menn eða fræðingar á bak við al- mennt upplýsingastreymi um myndlistir í fjölmiðlum, svo að dútl- arar sitja ósjaldan við sama borð og grónir listamenn, sem hvergi á sér stað í byggðu bóli. Vísað skal einnig til þess varð- andi uppbyggingu listaskóla að þar eru menn jafn glámskyggnir á gildi grunnmenntunar og stjórnmála- mennirnir við að kanna jarðveginn og treysta burðarstoðirnar áður en hafist er handa við yfirbygginguna. Sjálfstæði Myndlista- og handíða- skólans hefur verið skert til muna hin síðari ár en vægi listabrauta framhaldskóla aukið. Varaði ég við þessu fyrir margt löngu bæði innan skólans og í skrifum mínum, Einn- ig var grunnnámið minnkað úr tveimur árum niður í eitt, á sama tíma og við sem höfðum reynsluna vildum gefa nemendum tækifæri til að bæta við sig þriðja árinu. Ósk um þriðja árið kom frá meiri- hluta nemendanna sjálfra er þau gömlu sannindi blöstu við að eftir því sem þeir kynntust lífæðum myndflatarins betur, þeim ljósara varð þeim mikilvægi undirstöðunn- ar og að listnám er ferðalag en ekki áfangastaður. En nú komast nemendur sem sagt aldrei í þá að- stöðu, en halda í einfeldni sinni að góð einkunn í lok hverrar annar sé það sem gildir og útskrift loka- markið! Þannig er það auðvitað alveg rétt hjá Einari Hákonarsyni, að áþreifanlegum sannindum hefur verið ýtt til hliðar, til hags fyrir fundarhöld, ósýnilegar fram- kvæmdir og fræðiþrugl. Listheimspeki Einn af áköfustu fylgismönnum „nýrra viðhorfa" og raddbanda- frelsis innan listaskóla telst Gunnar Árnason listheimspekingur, sem frægur varð að endemum er hann geystist fram_ á ritvöllinn og taldi að Listasafn íslands ætti að þjóna þröngum listpólitískum tízkusveifl- um að utan og forstöðumenn þess ættu að vera í hlutverki strengja- brúða erlendra listmógúla. Sjálfsprottin og eðlisborin inn- lend hugsun átti að vera ómerk og safnið rekið á allt öðrum forsendum en þjóðlistasöfn úti í heimi, en hon- um virtist gjörsamlega ókunnugt um skyldur þeirra, en frekar var að hann kærði sig ekki um að vita þær. Slíkir tala einmitt um freisi tján- ingarinnar, um leið og þeir valta yfír öll gildi sem þeim eru ekki þóknanleg og spotta þá og grafa undan þeim sem þau aðhyllast, telja þá jafnvel líkþráa. Satt að segja hafa slíkir haft endaskipti á hugtökunum íhalds- semi og tjáningarfrelsi í listum, og þannig telja þeir alla list úrkynjaða sem ekki fellur að þeirra níðþröngu skoðunum. Og hvað það snertir að hampa einu á kostnað annars veit ég enga sem föt Jónasar frá Hriflu eru jafn vel sniðin að. Eins og flís við rass. Karólína Lárusdóttir Á dögunum átti ég sem oftar leið í listhúsið Fold við Austur- stræti og þá sýndi forstöðumaður þess, Elínbjört Jónsdóttir, mér þijú ensk listtímarit þar sem m.a. er ijallað um list Karólínu Lárusdótt- ur. Var hér um að ræða sumarút- gáfur ritanna „Art Review“ og „Modern Painters“, svo og kvenna- rits sem ég þekki Íítið til og nefn- ist „Second Shift“. Eru greinarnar ritaðar í tilefni sýningar listakon- unnar í CCA Listhúsinu, Cam- bridge, sem lauk um síðustu helgi (30. júlí). Má vera ljóst af þessum ritum, að vegur Karólínu hefur aldrei ver- ið meiri á Englandi, því greinarnar eru mjög vinsamlegar og henni lýst sem málara sem segir sögur og myndir hennar taldar hafa sterk íslenzk einkenni. Rýnirinn, Joseph Williams (Modern Painters), telur hana vera undir áhrifum frá Ás- grími og Kjarval, sem kemur manni þó spanskt fyrir sjónir, en hins vegar má það vera rétt sem fram kemur annars staðar að hún sé einfari í list sinni. Taldi ég eðlilegt að vekja at-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.