Morgunblaðið - 09.08.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 23
Lengra skólaár
Seinni grein
NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu
ágæt grein eftir Maríu Louisu Ein-
arsdóttur þar sem hún fjallar um
lengingu skólaársins. Við María Lou-
isa eigum ýmislegt sameiginlegt, við
eigum báðar fjögur börn og höfum
báðar fengist við kennslu. Þar af
leiðandi höfum við báðar notið þeirra
forréttinda að eiga jólafrí, páskafrí
og jafnvel sumarfrí um leið og börn-
in okkar og geta notið samvista við
þau, þegar hinir, sem ekki búa við
þennan fjölskylduvinsamlega vinnu-
tíma kennara, verða að
skilja sín börn eftir í
reiðuleysi eða í umsjá
eldri systkina. Ég tel
það ofurlítið vafasamt
fyrir kennara að ganga
fram fyrir skjöldu og
veija hið langa sum-
arfrí í íslenskum skól-
um því þeir eru aðilar
að því á öðrum forsend-
um_ en aðrir foreldrar.
Ég er ekki hissa á
þeim röddum foreldra
að vilja ekki lengja
skólaárið. Menn geta
eðlilega ekki hugsað
sér blessuð börnin
bundin inni yfir
skruddunum meðan
fuglarnir kvaka fyrir
utan gluggann. Við erum ekki bætt-
ari að fá lengra skóiaár ef það er
skipulagt eins og það gatasigti sem
við búum nú við.
Á hinn bóginn sýnir vaxandi fram-
boð og eftirspurn eftir leikjanám-
skeiðum, fræðslu, og atvinnubóta-
vinnu fyrir börn og unglinga að þörf
er á skipulögðu sumarstarfi og löngu
tímabært að skoða alla þessa þætti
í samhengi.
Ég er ósammála Maríu um að það
sé bara til leiðinda fyrir börn að
lengja skólaárið en vitaskuld kemur
ekki til greina að framlengja skólann
eins og hann er skipulagður í dag.
Innihald og áherslur verða að breyt-
ast en þá ættu líka að skapast for-
sendur fyrir bættan grunnskóla.
Ég held að við ættum samt að
byija á því að nýta skólaárið betur.
Til þess þarf m.a. að semja við kenn-
ara um nýjan vinnutíma þannig að
ekki þurfi að fella niður kennslu
vegna sérstakra starfsdaga í skólum.
Einnig má fækka öðrum leyfisdög-
um í skólum. Þannig getum við strax
ijölgað kennsludögum um 12-16
innan núverandi marka skólaársins.
Hvers vegna eru þriðji í páskum og
þriðji í hvítasunnu frídagar í skólum?
Gerum 1. desember að sérstökum
þjóðernisdegi í öllum skólum lands-
ins og bjóðum nemendum upp á fjöl-
breytt verkefni með þjóðlegu ívafi
og slátur og harðfisk í nesti þann
dag.
Skólinn starfar ekki í neinu sam-
hengi við þjóðfélagið. Hér er fast
að orði kveðið en staðreyndirnar
tala sínu máli. í sumum skólum voru
t.d. 4 dagar nú í febrúar sem nem-
endur áttu frí, öskudagur, starfsdag-
ur kennara, foreldradagur og úr-
vinnsludagur prófa.
Sumir skólamenn virðast gera
starfsáætlanir án þess að hugsa um
það hvað er að gerast annars stað-
ar. Það er undarlega tillitslaust að
láta sér detta í hug að hafa starfs-
dag í skólum 4. janúar, fyrsta virka
dag eftir áramótin. Bankar eru á
fullu í vaxtaútreikningum og upp-
gjöri, verslunarfólk er við vörutaln-
ingu o.fl. Það þurfa allir að mæta í
vinnu þennan dag og börnin verða
að bjarga sér sjálf. Ommurnar eru
í félagsmiðstöðvum eldri borgara að
spila brids og eiga það svo sann-
arlega skilið.
Vissulega er það bráðnauðsynlegt
að halda fast í samverustundir barna
með afa og ömmu en hvernig erum
við búin að innrétta okkur? Eldri
borgarar, a.m.k. á höfuðborg-
arsvæðinu, eru margir hveijir komn-
ir í verndaðar íbúðir, jafnvel háhýsi
þar sem ekki er gert ráð fyrir börn-
um nema í stutt stopp.
Það er hugjúfur bjarmi
yfir lífinu suður á Krít
þar sem hvorki eru
dagvistarheimili né
elliheimili og allir
hugsa vel um sína en
það er því miður ekki
íslenskur raunveruleiki
í dag.
Sumarvinna ungl-
inga hefur breyst mik-
ið. Börnin okkar eru
flest að vinna með
jafnöldrum sínum í at-
vinnubótavinnu undir
stjórn sér litlu eldri
verkstjóra. Fá þau að
upplifa sælu- og
þreytutilfinninguna að
loknu vel unnu og
þörfu dagsverki? Við foreldrar þeirra
vorum á sama aldri virkir þátttak-
endur á vinnustöðum fullorðinna.
Við lærðum að takast á við verkefni
Sumir skólamenn gera
starfsáætlanir segir
Unnur Halldórsdóttir,
án þess að hugsa um
það hvað er að gerast
annars staðar.
sem við sáum tilgang í og þá var
hægt að tala um raunverulega teng-
ingu við atvinnulífið.
Ég tel það af hinu góða að tengja
meira saman vinnuskólann og
grunnskólann og hafa raunhæfa
kennslu í vinnubrögðum, meðferð
áhalda, og hinu þessu sem börn
þyrftu læra í vinnuskóla.
Hvað segja bændur? Þeir hafa
auðvitað misjafnar skoðanir á leng-
ingu skólaársins eins og aðrir for-
eldrar. Sumir eru svo lánsamir að
hafa nægan kvóta og næg verkefni
fyrir öll sín börn heima á búunum
og geta jafnvel tekið við fleirum í
vinnu. Það er hið besta mál fyrir
þá og þeirra börn.
Ekki eru allir svo vel settir. Kvóta-
lausum jörðum og þurrabúðafólki
fjölgar í sveitum og því eru margir
hreppar farnir að skipuleggja vinnu-
skóla fyrir börn og unglinga allt nið-
ur í tíu ára aldur svo öll börn í sveit-
inni fái eitthvað að gera. Það er
skóli þótt með öðru formi sé en hefð-
bundinn „skrudduskóli".
Ferðaþjónusta er vaxandi at-
vinnuvegur í sveitum. Til að efla þá
nýsköpun þarf fólk með góða tungu-
málakunnáttu og þekkingu á stað-
háttum í sveitinni. Væri ekki vit að
styrkja þá kunnáttu með öflugu
dönsku- eða enskunámskeiði fyrir
börn og fullorðna?
Það mætti hugsa sér annars kon-
ar skólastarf til sveita sem ekki
krefst þess að börn séu daglega
keyrð til og frá skóla. Þarna gæti
samstarf foreldra og skóla öðlast
nýja vídd með skipulögðu vettvangs-
námi á heimavelli. Börn yrðu hvött
til sjálfstæðra vinnubragða og at-
hugana. Það er líka nám að læra
að reikna út áburðarmagn á tún,
nyt kúnna, hlutfall tví- og þrílemba,
skrá örnefni, merkja sögustaði og
fara í þarfagreiningu að hætti ný-
sköpunarskólans á Ketilsstöðum í
Mýrdal. Landgræðsluathuganir
skólanema á Haukadalsheiði voru
gefandi verkefni fyrir þau, nytsam-
ieg fyrir landgræðslu í landinu og
byggðina í heild.
Ég hvet foreldra og skólamenn í
sveitum að taka í eigin hendur þróun
skólastarfs og útfærslu skólaárs sem
tekur mið af raunverulegum hags-
munum hvers byggðarlágs og horfa
þá til framtíðar en ekki aftur á bak.
Ég skal alveg viðurkenna að ég
hef áhyggjur af lengingu skólaársins
ef innihald og skipulag skólastarfs-
ins breytist ekki um leið. Tortryggni
mín beinist kannski að honum líf-
seiga latínugrána, sem hefur til-
hneigingu til að troða sér inn alls
staðar þar sem skólamenn og kenn-
arar koma að verki. Börn þurfa að
fara á hestbak en ekki aðeins að
lesa um hesta, þau þurfa að skoða
blóm og dýr en ekki eingöngu að
lesa um þau í bókum eða fræðast
með hjálp myndbanda.
Sumarskóli með flölbreyttu inni-
haldi mun án efa eiga fylgi að fagna
meðal foreldra fremur en að teygja
vetrarskólann fram á sumarið. Hann
þarf þá að sjálfsögðu að standa öll-
um börnum til boða en ekki bara
þeim sem eiga meðvitaða og/eða
efnaða foreldra sem geta borgað
æfingagjöld í íþróttafélögum, tón-
listarnám, reiðnámskeið og tölvun-
ámskeið.
Trond Viggo Thorgerssen, um-
boðsmaður barna í Noregi, hefur
bent á að núverandi skipulag skóla-
tíma í Noregi tekur mið af þörfum
presta og bænda. Þar eru frí í kring-
um allar kirkjulegar hátíðir og enn
eru karftöfluupptökufrí á haustin
þótt engar kartöflur vaxi upp úr
malbikinu þar sem flest börn alast
upp. Hann vill sjá heilsársskóla sem
er opinn frá kl. 8-16 daglega með
fjölbreyttum viðfangsefnum. Kenn-
arar eru þar allan daginn við vinnu
sína, ekki kennslu eingöngu heldur
einnig samstarf við foreldra, börn
og samkennara. Allir eru öruggir
um börnin og þar sem skólinn væri
starfræktur allt árið gætu foreldrar
tekið börnin sín með sér í frí á þeim
tíma sem 'hentaði þeim, því ekki
geta allir farið í frí á sumrin.
Aðstæður íslenskra barna eru
ekki betri en þeirra norsku, hér er
hærri skilnaðartíðni, fleiri börn sem
alast upp hjá einstæðum foreldrum,
fleiri slys á börnum, fleiri sjoppur
og fleiri vídeóleigur. Góður og
traustur grunnskóli getur dregið úr
mörgum neikvæðum uppeldisáhrif-
um sem börnin okkar verða fyrir en
til þess þarf hann að fá betri starf-
skilyrði. Islendingar eru meðal rík-
ustu þjóða heims en eru bömin þeirra
homrekur hvað varðar menntun?
Höfundur er formaður Heimilis
og skóla.
Unnur
Halldórsdóttir
- kjarni málsins!
653900
BÆJARHRAUNI 14 • HAFNARFIRÐI
Ekki svara í símann