Morgunblaðið - 09.08.1994, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMING
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir afi og langafi,
GESTUR GÍSLASON
trésmiður,
Vogatungu 45,
Kópavogi,
verður jarðsettur frá Dómkirkjunni
í Reykjavík fimmtudaginn 11. ágúst
kl. 13.30.
Líney Bentsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA A. GUÐJÓNSDÓTTIR,
Tómasarhaga 16,
er lést 1. ágúst sl., verður jarðsung-
in frá Fossvogskapellu miðvikudaginn
10. ágúst kl. 15.00.
Móeiður M. Þorláksdóttir, Árni Magnússon,
Þorlákur Þorláksson, Elín Þáisdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR JÓNASSON,
Grund,
Hamarsgötu 8,
Fáskruðsfirði,
sem lést 3. ágúst, verður jarðsunginn
frá Fáskrúðsfjarðarkirkju fimmtudaginn
11. ágúst kl. 14.00.
Sigurbjörg Bergkvistsdóttir,
Jóna Gunnarsdóttir, Agnar Jónsson,
Bjarney Gunnarsdóttir, Sigurður Valgeirsson,
Hörður Gunnarsson, Fanný Gunnarsdóttir,
Helgi Þór Gunnarsson, Guðlaug Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
JÓN HILDIBERG JENSEN
+ Jón Hildiberg Jensen fædd-
ist í Kaupmannahöfn 15.
febrúar 1942. Hann lést í
Reykjavík 25. júlí síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Dómkirkjunni 3. ágúst.
Það er skammt milli lífs og
dauða. Á óþyrmilegan hátt erum
við minnt á þessi sannindi. Svo virð-
ist sem hveijum manni sé skammt-
aður sinn tími og oft virðist sem
forlög ráði. En jafnilla kemur það
við mann hveiju sinni þegar góðir
vinir kveðja á góðum aldri og í því
sem manni finnst blóma lífsins.
Með Jóni Hildiberg Jensen er
góður drengur genginn. Kallið kom
óvænt en það er í sjálfu sér þakka-
vert að honum auðnaðist að lifa líf-
inu lifandi fram til síðasta dags.
Það hefði ekki verið að hans skapi
að heyja langt stríð og vera sjúkur
og ósjálfbjarga og upp á aðra kom-
inn.
Þótt það sé ekki eftirlætisiðja
mín að rita eftirmæli, langar mig
að kveðja góðan vin með nokkrum
orðum.
Þegar ég hitti Jón Hildiberg fyrst
fannst mér hann vera feiknarlegur
heimsmaður. Ætli ég hafí ekki ver-
ið tíu ára gamall, þegar til mín
sveif ungur maður í strætisvagni á
miðjum Laugaveginum og sagði
+
SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR
fyrrverandi hótelstjóri
Hótels Hverageröis,
Smáratúni 15,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 12. ágúst kl. 15.00.
Ferðir með Sérleyfisbifreiðum Selfoss
frá Selfossi og Hveragerði kl. 13.00.
Haraldur Hálfdánarson,
Helga Eiríksdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður,
GUÐMUNDAR NIKULÁSSONAR,
Grensásvegi 56,
Reykjavík.
Margrét Ingimundardóttir,
Örn Guðmundsson, Petra Gísladóttir,
Guörún Guömundsdóttir Peterson, Emil George Peterson,
Svava Guömundsdóttir,
Erla Guömundsdóttir, Hlöðver Ólafsson,
Guðmundur Már Sigurðsson.
mér í óspurðum fréttum að hann
væri sigldari en ég. „Það getur
ekki verið,“ sagði ég, og var all
drúgur með mig, „ég hef farið til
Danmerkur." „Já“, mælti hann
hróðugur, „ég er búinn að sigla
með Hamrafellinu til Rússlands."
Mér varð orðfall.
Tuttugu árum síðar æxlaðist það
þannig að með okkur tókst ágæt
vinátta. Hann hafði siglt um öll :
heimsins höf en. þegar hann kom í
land starfaði hann sem innheimtu-
maður hjá ýmsum fyrirtækjum og
lengst af hjá Ólafi Laufdal sem var
mikill vinur Jóns Hildibergs.
Drengskapur, er það orð sem ég
vil nota fyrst allra orða, þegar ég
minnist vinar míns Jóns Hildibergs.
Hann var einstakt ljúfmenni, hrekk-
laus, einlægur og fullkomlega laus
við allt gróm. Hann var öfundarlaus
sem er aðalsmerki þroskaðs manns.
Hann var laus við smásmygli og
neikvæðni í öllu lífsmati- gladdist
yfir velgengni vina og kunningja
og var sannur vinur vina sinna.
Hans vinahópur byggðist áreiðan-
lega að miktu leyti á því, hvað hann
bar mikla umhyggju fyrir þeim sem
honum fannst skipta sig máli. Sé
það rétt að hinum megin grafar sé
annað líf, þá er víst að vinir hans
þurfa ekki að kvíða móttökunum
fyrir handan, bestu staðimir verða
örugglega fráteknir fyrir þá.
Að leiðarlokum þakka ég honum
vináttu og tryggð. Megi minningin
um góðan dreng lifa.
Herluf Clausen.
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N
sími 620200
ATVINNI9AUGL YSINGAR
Kennarar
Kennara vantar við Grunnskóía T álknafjarðar.
Flutningsstyrkur. Húsnæðishlunnindi.
Upplýsingar gefur skólastjóri
í síma 91-35415.
Leikskólakennarar
Leikskólakennara vantar til starfa á leikskól-
ann Hæðarból, Garðabæ.
Upplýsingar um vinnutíma, starfsemi og
launakjör gefur leikskólastjóri í síma 657670.
íþróttakennari
Laus er staða íþróttakennara (100%) við
Framhaldsskólann á Laugum í Suður-Þingeyja-
sýslu.
Við skólann er starfrækt íþróttabraut og eru
allar aðstæður til íþróttaiðkunar eins og best
verður á kosið.
Upplýsingar eru veittar í símum 96-43112
og 43113.
Skólameistari.
Grunnskólinn Hellu
Kennara vantar
Kennslugreinar, smíði og kennsla
yngri barna.
Nánari upplýsingarveita aðstoðarskólastjóri
í síma 98-75027 og form. skólanefndar
í síma 98-78452.
Framtíðarstörf
Fyrirtækið Örtölvutækni-Tölvukaup hf. ósk-
ar að ráða í eftirtalin störf sem fyrst vegna
skipulagsbreytinga og aukinna verkefna hjá
fyrirtækinu:
Sölu-
og markaðsfulltrúi
Starfssvið: Sala á tölvubúnaði til fyrirtækia
og stofnana.
Við leitum að einstaklingi sem:
★ Sýnir frumkvæði og framtakssemi.
★ Hefur tileinkað sér sjálfstæði í starfi og
góða framkomu.
★ Hefur þekkingu og áhuga á tölvubúnaði.
★ Hefur reynslu og/eða menntun á sviði
markaðs- og sölumála.
Sölufulltrúi
Net- og samskiptabúnaður
Starfið felst í ráðgjöf og sölu á staðarnets-
og víðnetsbúnaði frá leiðandi framleiðendum
í heiminum á sínu sviði, svo sem búnáði frá
Cisco System, Digital og Synoptics, jafn-
framt því að sjá um samskipti við þessa
birgja.
Við leitum að manni með góða þekkingu og
reynslu á sviði staðarneta og víðneta.
Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu og
eiga auðvelt með samskipti við fólk og geta
starfað sjálfstætt.
Ritari
Söludeild
Starfssvið:
★ Umsjón með þjónustusamningum.
★ Reikningsgerð.
★ Móttaka viðskiptavina.
★ Miðlun símtala.
★ Umsjón með verkbeiðnum.
★ Umsjón með tímaskráningum o.fl.
Við leitum að ritara með góða framkomu
og þjónustulund. Nákvæm vinnubrögð og
samviskusemi ásamt kunnáttu í Excel og
Word er skilyrði.
í boði eru áhugaverð framtíðarstörf hjá
framsæknu fyrirtæki þar sem starfar sam-
hentur hópur og góður starfsandi ríkir.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Upplýsingar um ofangreind störf verða ein-
ungis veittar á skrifstofu HAGVANGS HF.,
Skeifunni 19, og skal umsóknum skilað
þangað fyrir 19. ágúst. nk.
Hagva ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir