Morgunblaðið - 09.08.1994, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.08.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 33 ATVINNUAUGl YSINGAR íþróttakennarar Vegna forfalla vantar íþróttakennara drengja að Garðaskóla. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra og aðstoðarskólastjóra í síma 658666. Skólastjóri Garðaskóla. Leikskóli Garðabær Leikskólakennari og starfsfólk óskast á nýja deild við leikskólann Lundaból, Garðabæ, sem taka mun til starfa 1. október nk. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Soffía Guð- mundsdóttir, í síma 656855. Netstjóri íþróttasamband íslands óskar eftir að ráða netstjóra til að byggja upp og hafa umsjón með tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar. Tölvu- kerfi ÍSÍ verður tekið í notkun í ágústmán- uði. Um er að ræða NT netkerfi. Netið sam- anstendur annarsvegar af innanhússnetkerfi í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal og hinsvegar mótaldstengingu við íþróttahreyfinguna. Netið samanstendur af: 1. NT netstjóra. 2. Gagnagrunninum Fjölni frá Streng hf. 3. WFW með notendaviðmóti. Við leitum að kröftugum og áhugasömum einstaklingi, sem getur tekist á við skemmti- legt og krefjandi starf. Nauðsynlegt er að viðkomandi þekki til íþróttahreyfingarinnar. Leitað er að einstaklingi með tölvufræði- menntun eða mikla reynslu á þessu sviði. Starfið er laust nú þegar. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst nk. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Upplýsingar veitir Stefán Konráðsson í síma 91-813377. Kennarar Við Stóru Vogaskóla í Vogum eru lausar eftir- taldar stöður: 1. Staða mynd- og handmenntakennara. 2. Almenn kennarastaða. Helstu kennslu- greinar eru kennsla yngri barna og sér- kennsla. Nánari upplýsingar gefur Bergsveinn Auð- unsson, skólastjóri, í símum 92-46600 (heima) og 92-46655 (skóli). Þolfimikennarar -jógakennarar Vegna aukinnar starfsemi þurfum við að fjölga kennurum í þolfimi og jóga. Við leitum eftir fólki með góða þekkingu á líffæra- og lífeðlisfræði auk kennslureynslu. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Mætti hf., Faxafeni 14, sími 689915. RABiA UGL YSINGAR íbúð til leigu Körfuknattleiksdeild KR óskar eftir að taka sem fyrst á leigu 3ja herbergja rúmgóða íbúð í Vesturbæ fyrir þjálfara sinn. Upplýsingar gefnar í síma 685949 milli kl. 8.00-16.00 og í símum 621963 og 612256 á kvöldin. Til leigu eða sölu ca. 60 fm húsnæði í Hafnarfirði. Bjart og aðgengilegt. Gott geymslu- eða athafnarými fyrir iðnaðarmenn. Upplýsingar í símum 45545 (Haukur) og 36862 (Pétur). Laxveiðimenn! Til sölu laxveiðileyfi í Álftá á Mýrum og Brennu (ármót Þverár og Hvítár) í Borgarfirði. Upplýsingar í síma 77840 frá kl. 9-17 alla virka daga. Uppboð Framhaid uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hl. sumarbústaðar í landi Ytri-Hraundals, Borgarbygg., þingl. eig. Jón Geir Guönason, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands og Lands- banki íslands, 15. ágúst 1994 kl. 14.00. Sýslumaðurlnn I Borgarnesi, 8. ágúst 1994. Veitingahús Fullbúið veitingahús á góðum stað í Reykja- vík til leigu eða sölu. Upplýsingar í síma 624250. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA" Borgartúni 31,105 Rvk., s. 624250 Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson hdl. Tannlæknar athugið Vegna brottflutnings hef ég eftirtalda hluti til sölu: Tannniæknastól og tæki Kavo Dyna- mica 1033, Autoclav Stoma, tölvu og prent- ara með tannlæknaforritinu Tannsa, sogmót- or, Jun-air loftpressu, vinnustóla fyrir tann- lækni og klinikdömu, tvo verkfæraskápa, Fiad Explor-X röntgentæki. Upplýsingar í símum 95-35432 og 95-35019. Baldur B. Bragason, tannlæknir. sos Fjölskyldur vantar handa 4 skiptinemum, sem eru væntanlegir til íslands 26. ágúst nk. og hafa sótt um að dvelja á íslandi í eitt skólaár Þau eru: Nína Anna Dau, 17 ára þýzk stúlka. Áhugamál: Hestar, Ijósmyndun, gít- arleikur, söngur, lestur, hjólreiðar. Nína starfar í kristilegu félagi ungs fólks. Sampo A. Sarkola, 16 ára finnskur strákur. Áhugamál: Leiklist, Ijós- myndun, gítarleikur og lestur. Trond Bergset, 18 ára norskur strákur. Áhugamál: Tónlist, skíði og stuttmyndagerð. Sjoerd J. Moenander, 18 ára hol- lenskur strákur. Áhugamál: Nem- endafélagsstörf, útreiðar, sund, myndlist og tónlist. Við auglýsum eftir góðri fjölskyldu, sem er tilbúin að opna heimili sitt og eignast „dótt- ur/son“ eitt skálaár. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá ASSE í síma 91-621455. Flugsýning í tilefni 75 ára afmælis flugs á íslandi verður opnuð sýning í skýli no. 1 á Reykjavíkurflug- velli (vestan Hótels Loftleiða) 9.-13. ágúst kl. 16-22. Öll íslensk flugfélög, Flugmálastjórn, skólar og aðildarfélög Flugmálafélagsins kynna starfsemi sína. Stutt flugatriði verða sýnd á hverju kvöldi. Stór flugsýning verður á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 13. ágúst kl. 13.30-17. Flugmálafélag íslands. Skíðamenn 30 ára og eldri Munið öldungamótið í Kerlingar- fjöllum um helgina. Nefndin. V SÍK, KFUM/KFUK, KSH, Háaleitisbraut 58-60. Samkoma í kvöld kl. 20.00 í Kristniboðssalnum. Ingvar Woxmyhr starfsmaður Heima- trúboðsins í Noregi talar. Upphafsorð Ragnhildur Gunn- arsdóttir. Ath. Engin samkoma á morgun. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Miðvikudagur 10. ágúst: Kl. 08.00 Þórsmörk, dagsferð og til sumardvalar. Heimsækið Þórsmörkina með Ferðafélag- inu. Verð i dagsferð kr. 2.700. Kl. 20.00 Kvöldganga út í óviss- una. Auðveld og skemmtileg ganga. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, austanmegin (stansað við Mörkina 6). Helgarferðir 12.-14. ágúst: 1. Þórsmörk. 2. Yfir Fimm- | vörðuháls. 3. Landmannalaugar - Eldgjá. 4. Haukadalsskarð - Dalir, gömul þjóðleið. Brottför í Haukadalsskarð á laugardag kl. 08.00, en í aðrar ferðir er farið á föstudagskvöld kl. 20.00. Uppl. og farmiðar á skrifst., Mörkinni 6. Tvö sæti laus í Grænlandsferð 18.-22. ágúst (undirbúningsfundur miðvikudag kl. 20.30). Ferðafélag íslands. Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnudag, 14. ágúst: Kl. 10.30 Keilir. lágfjallasyrpa, 8. áfangi. Gengið verður frá Höskuldarvöllum. Fararstjóri: Eyrún Ósk Jensdóttir. Kl. 10.30 Þjóðháttaferð, farið í sel. Heigarferðir 12.-14. ágúst: 1. Básar við Þórsmörk. Þórsmörkin og Goðalandið í full- um blóma. Gönguferðir við allra hæfi. Gist í vel útbúnum skálum. 2. Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógum á laugardag upp í Fimmvörðuskála og gist þar. Næsta dag gengið niður í Bása. Fararstjóri: Sveinn Möller. Nánari upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Ársrit Útivistar 1994 er komið út. Efni þess er helgað Goða- landi og Básum. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.