Morgunblaðið - 09.08.1994, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.08.1994, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk i Þú sendir póstkort Af hverju ekki? Nú, hvað „Kæru heimsku til Kötu og Möggu, skrifaðir þú stelpur.“ og skrifaðir MITT á það? nafn undir?! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Atvinnuleysi og haustkosningar Frá Hjalta Þórissyni: TILEFNI þessa skrifs er umræðan um haustkosningar, sem ef af verð- ur, verða haldnar í skugga atvinnu- leysis. Fjöldaatvinnuleysi það sem hér hefur skollið á er ekki gömul skotta þó skælt sig geti; til orðið á síðasta kjörtímabili. Næstu kosningar sem efnt verður til eru þær fyrstu eftir það varð landfast. Framvarðasveit samfélagsins í málinu, hinir atvinnu- lausu og þeirra nánustu, ráku sig harkalega á að viðbúnaður sá sem fyrir var og upp á boðið, til þess að takast á við slíkt ástand, var óviðun- andi. Á þessu varð einnig almennur skilningur og nokkur viðbrögð hafa komið fram til þess að bæta þar úr og er sumt þegar fram komið, en sumt er í undirbúningi en fáum sög- um fer þó af. Skemmst er af því að segja að núverandi ástand og skipan mála er óþolandi og viðbrögðin, sem til hefur verið gripið, hrökkva hvergi til. Þeir kostir og aðbúnaður sem at- vinnulausum er boðið uppá nú ganga ekki til lengdar. Það er enginn tími til stefnu. Skaðinn sem atvinnuleysið veldur gerist hratt og afleiðingar þess verða viðvarandi. Reikningur samfélagsins verður því hærri sem úrbæturnar dragast. Það er skylda stjórnmálaafla vorra að leggja fyrir þjóðina framtíð- arætlanir sínar í þessu efni áður en gengið verður að kjörborði. Ef málefni er nú til staðar sem ástæða er til að verði kosningamál, þá eru það málefni atVinnulausra og tekjuskertra og eru önnur mál hjóm þar hjá. Hér er ekki verið að óska eftir því að málið verði pólitískt bitbein. Þvert á móti væri óskandi að um það tækist pólitísk samstaða og á því er brýnust nauðsyn, en til þess þarf tíma. Það sem stjórnmálaöflin skulda þjóðinni áður en gengið verð- ur til kosninga er svar við því hvað skuli taka við, skýr framkvæmda- áætlun. Ekki er hægt að una því að atvinnuleysisvofan sé sett á vetur heilt kjörtímabil í viðbót. Hinir at- vinnulausu hafa ekki efni á þeim stríðskostnaði. Það væri óskandi að ekki verði unnt að væna stjómmálamenn vora um það ábyrgðarleysi að hafa þessi mál ófrágengin þegar til næstu kosninga kemur. Undirbúnings- tíminn er of skammur ef kjósa á í haust. Ástandið í þjóðfélaginu er ekki með þeim hætti að hægt sé að bjóða fólki upp á að hafa ekki skýr skila- boð frá landsfeðrunum áður en næsta kjörtímabil hefst. Áður en gengið verður að kjörborðinu þurfa atvinnulausir, sem merkilegt nokk hafa kosningarétt, að vita hvað stjórnmálamennirnir ætla að bjóða uppá. Hér með er lýst eftir þvi. HJALTIÞÓRISSON, Laugateig 37, Reykjavík. Calígúla útnefndi ræðismann Frá Hreini. Loftssyni: FRÉTTIR hafa borist af sérkenni- legri útnefningu í stöðu á vegum utanríkisþjónustunnar. Hafa menn átt erfitt með að finna fordæmi og ekki skilið hvað ræður valinu eða í hveiju upphefðin er fólgin. Sjálfur segist gæðingurinn, sem í hlut á, ekki gera athugasemd við notkun titilsins „sendiherra", en virðist þá gleyma, að forsetaskipun þarf í slík embætti. Af fréttum að dæma virðist sem viðkomandi eigi tímabundið á næsta ári að verða „forstöðumaður sendiráðs", hvað svo sem í því felst. Nokkuð langt þarf að leita til að finna fordæmi þessarar síðustu gamansemi utan- ríkisráðherra. Hef ég þó fundið eitt. Calígúla, sem var keisari í Róm fyrir tæpum tvö þúsund árum, var einnig góður við gæð- inga sína. Segir svo frá í riti Will Durants um Rómaveldi, að hann hafi reist skeiðhesti sínum marm- arahús með fílabeinsjötu, boðið honum til miðdegisverðar og lagt til að hann yrði gerður að ræðis- manni. Sjálfsagt má finna fleiri slík dæmi ef grannt er skoðað. HREINN LOFTSSON hæstaréttarlögmaður og formaður utanríkismálanefndar Sj álfstæðisflokksins. Úr viðjum sósíalismans Frá Einari Ingva Magnússyni „HVERN andskotann kemur þér það við. Gastu ekki komið klukkan sex í morgun, ef þig vantaði mjólk!?“ Sviðið er Búlgaría, meðan jám- tjaldið hékk enn uppi. Sú sem lét orð þessi falla var afgreiðslukona í tómri matvöru- verslun áætlanahagkerfísins og klukkan var tvö eftir hádegi. Hún talaði til ungrar stúlku, sem var komin til að sækja mjólk fyrir fjöl- skyldu sína í Sófíu, Þessi sama stúlka býr í dag á íslandi með manni sínum og barni. Þau eru ekki enn orðnir íslenskir ríkisborgarar eftir þrjú ár, en ættu það löngu skilið, kannski fyrst og fremst fyrir fijálshyggjuhugsun þeirra og óbilandi trú á einstaklings- framtakið, og síðast en ekki síst frelsi undan hverskyns ríkisafskipt- um. Af biturri reynslu þurftu þau ásamt heilum þjóðum og þjóðarbrot- um að læra hvemig það var að búa í þjóðfélagi sósíalismans, sem þau munu forðast fyrir lífstíð að endur- taka nokkru sinni, ef þau eiga þess nokkurn kost og fá einhveiju ráðið. EINARINGVI MAGNÚSSON Heiðargerði 35, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.