Morgunblaðið - 09.08.1994, Page 40

Morgunblaðið - 09.08.1994, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Mannfagnaður „Lj óðapöbbaskrið “ Morgunblaðiö/Þorkell Martin Newell sýndi góð til- þrif og var klappaður upp. SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld var ljóðakvöld, eða „ljóðapöbba- skrið“ eins og Sjón kallar það, haldið á kaffihúsunum Sólon ís- landus, Kaffibarnum, Ara í Ögri og Café Au’Lait. Á kvöldinu lásu úr ljóðum sínum nokkur skáld sem standa framarlega í ís- lenskri ljóðagerð, Linda Vil- hjálmsdóttir, Sjón og Elísabet Jökulsdóttir og að auki var Eng- lendingurinn Martin Newell með í för. Linda Vilhjálmsdóttir sagði hugmyndina hafa komið upp á listahátíð í Englandi í fyrra, þar sem hún og Sjón stóðu fyrir svip- aðri uppákomu með Newell. Það gekk mjög vel fyrir sig og þegar Sjón kallaði uppákomuna „ljóðapöbbaskrið“ og fólk getur síðan ráðið í merking- una. Newell kom í heimsókn hingað til lands ákváðu þau að endurtaka leikinn. „Mér hefur oft þótt vera þungt andrúmsloft á ljóðakvöld- um,“ segir Linda, „eins og fólk þori varla að hreyfa kaffibollana og haldi niðri í sér andanum. Við höfðum með okkur hljóðkerfi, sem mér fínnst vera nauðsynleg for- senda, þannig að fólk gat haldið áfram samræðum eða verslað á bamum ef það vildi. Stemmningin var óþvinguð, sumir báðu um óskaljóð og Newell var jafnvel klappaður upp einu sinni.“ Linda sagði vel koma til greina að endurtaka leikinn, en til þess yrði að vera einhver rúsína í pylsu- endanum eins og Newell. Tröllið traðkandi fengu mótleikarar hans í True Lies, þær Jamie Lee Curtis og Tia Carr- ere, að kenna á þegar á tökum myndarinnar stóð. Báðar verða þær þeirrar ánægju aðnjótandi að taka smá snúning með vöðvabúntinu og viðurkennir Curtis fúslega að Schwarzenegger hafi ítrekað stigið á tærnar á henni við æfingar á atriðinu og það hafi verið allt annað en sársaukalaust. Þessi lífsreynsla var þó enn kvalafyllri fyrir Carrere, sem á einni æfingunni dansaði ber- fætt við kappann. Segir hún hann bókstaflega hafa molað á sér tærn- ar, en hún hafi orðið að láta sig hafa kvölina þar sem skyldan bauð henni að stíga dansinn. Schwarzen- egger, sem mánuðum saman hafði æft dans með danskennara, brosir hins vegar bara góðlátlega þegar minnst er á þessi atvik og segir, að dans sé ekki sérgrein hans. HELJARMENNIÐ Arnold Schwarzenegger er engin Iipurtá þegar tangó er annars vegar og það Carrere og Schwarzenegger í góðri sveiflu. 8300 manna stórglœsileg veisla fyrstu sýningarhelgina í Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri! ^ — '^rfögur brúðkaup og jarðarfór FÓLK í FRÉTTUM Billy Idol tók of stóran skammt af eiturlyfjum ►ROKKSÖNGVARINN Billy Idol var lagður inn á spítala eft- ir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum síðastliðinn föstu- dag. Hann virtist hafa jafnað sig morguninn eftir, en lá þó á gjör- gæslu yfir helgina. Idol er þrjá- tíu og átta ára gamall og sló í gegn á níunda áratugnum með pönklögunum „Rebel Yell“ og „White Wedding". Hann hefur lengi átt í baráttu við heróín- og verkjalyfjafíkn. Sjúkraliðar fluttu hann í skyndingu af heim- ili hans á spitala, eftir að hafa borist tilkynning um of stóran eiturlyfjaskammt. BILLY Idol í umræðuþætti Jays Lenos 12. ágúst síðastlið- inn. Hjónakornin þegar allt lék í lyndi. BILLY Idol eins og hann leit út þegar hann var upp á sitt besta á níunda ára- tugnum. Pat Van Den Heuwe fluttur út frá Mandy Smith FYRIRSÆTAN Mandy Smith er ekki heppin í karlamálum. Hjónabandi hennar og knatt- spyrnukappans Pat Van Den Heuwe er nú lokið að því er virðist og hann er fluttur út af heimili þeirra í Lond- on. Mandy komst fyrst f sviðsljósið þegar hún byijaði með Bill Wy- man úr hljómsveitinni Rolling Stones, þá þrettán ára gömul. Það samband entist aðeins í þijú ár eins og samband hennar við Pat Van Den He- uwe. Annar skilnaður hennar virðist óumflýjanlegur, en Mandy er aðeins tuttugu og fjögurra ára gömul. Hanks í háloftín TOM Hanks þurfti á sínum tíma að hlaða á sig aukakílóunum áður en hann fór með hlutverk i mynd- inni „A League of Their Own“ og skömmu 'síðar þurfti hann að létta sig svo um munaði þegar hann lék í „Philadelphia". í næstu mynd sem kappinn leikur í fær hann hins veg- ar að vera þyngdarlaus þar sem hann leikur geimfarann James Lo- vell. Það er í myndinni „Apollo 13“, sem íjallar um misheppnaða geim- ferð til tunglsins sem fékk heldur óhugnanlegan endi þegar sprenging varð í stjórnstöð geimfarsins. Leik- stjóri myndarinnar er Ron Howard, en Kevin Bacon og Gary Sinise fara einnig með hlutverk geimfara í myndinni. „Fuglamaðurinn" flýgur í ... á meðan Veselin Georgiev mestu makindum ... þýtur í loftköstum. Hafnar- ævintýri ► „FUGLAMAÐURINN" stekkur í sjóinn á heimasmíðuðu flughjóli sínu í London síðastliðinn sunnudag. Hann var einn þátttakenda i „Bognor Regis“ keppninni sem haldin er árlega. Hún er opin öllum sem tilbúnir eru að byggja sínar eigin flugvélar og steypa sér fram af höfninni. Sigurverðlaunin hlýtur sá sem flýgur lengst. A sama tíma flaug Veselin Georgiev, tuttugu og fjögurra ára gamall, á mótorhjóli sínu fram af höfninni á ferðamannastað nærri Varna í Búlgaríu. Hann fór í gegnum eldglæringar á leið sinni í sjóinn, en atburðurinn var hluti af sýningu fyrir ferðamenn við Svarta hafið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.