Morgunblaðið - 16.08.1994, Page 36

Morgunblaðið - 16.08.1994, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNING KRISTJÁN S VEINBJÖRNSSON ANTON G.E. BJARNASEN + Anton Gísli Emil Bjarnasen fæddist í Vestmannaeyjum + Kristján Sveinbjörnsson fæddist í Bolungarvík 23. september 1918. Hann lést í Landspítalanum 30. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 3. júní. VIÐ FRÉTTUM nýlega af ótíma- bæru andláti Kristjáns Sveinbjörns- sonar frá Súðavík. Við vissum reyndar að hann hafði átt við veik- indi að stríða um nokkurt skeið, en einhvern veginn héldum við að hann gæti möndlað það, eins og flest sem hann tókst á við í lífinu. Fyrir rúmum 30 árum komum við, ung prestshjón til Súðavíkur. Það hafði ekki árað vel í þorpinu, fjölmennar fjölskyldur höfðu flutt burt og slíkt hefur auðvitað lam- andi áhrif á þá sem eftir sitja. En það var engin uppgjöf í heimamönn- um, þótt þorpsbúar væru aðeins lið- lega hundrað. Þrír litlir bátar voru gerðir út, frystihús var starfandi og rekið af mikilli hagsýni. Þorpið var aftur á uppleið. „Þetta er nú meiri blessuð vikan, vinna hvem einasta dag,“ sagði við okkur aldr- aður maður eitt kvöldið á heimleið úr lýsisbræðslunni. Okkur varð þetta umhugsunarefni, sem aldrei höfðum kynnst öðru en nægri at- vinnu. Flestar fjölskyldurnar áttu nokkrar kindur og heyjuðu á sumr- in en nær allir unnu við fiskvinnsl- una á einn eða annan hátt. Sam- hjálp var ríkur þáttur í lífinu. Öll heimilin í þorpinu virtust vera opin fyir bömunum, það var hlynnt að þeim sam aldnir voru eða sjúkir. Þar voru þó fremst í flokki hjónin í Litlabæ, Kristján Sveinbjörnsson og Guðbjörg Jakobsdóttir. ■ Ódýr saumanámskeið Sparið og saumiö á fjölskylduna. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. tölvur Grensásvegi 10, Sími 63 3000 ■ Á næstu vikum er boðið upp á eftirfarandi námskeið: Byrjendanámskeið um tölvunotkun Heppilegt námskeið fyrir þá, sem vilja fá kynningu á undirstöðuatriðum við tölvunotkun, m.a. fjallað um grunnatriði stýrikerfisins MS-DOS og Windows. 22.-26. ágúst kl. 9-12. 12.-16. september kl. 9-12. ■ Windows 3.1 Itarlegt námskeið um undirstöðuatriði gluggastýrikerfisins. 7.-9. september kl. 13-16. 17.-18. september ki. 9-12 og 13-16. (helgarnámskeið). ■ Ritvinnsluforritið Word fyrir Windows 5.-9. september kl. 13—16, byrjendanámskeið. 12.-16. september kl. 20-23, byrjendanámskeið. Heimilið á Litlabæ var eftir- minnilegt. Meiri snyrtimennsku en þar ríkti var tæplega hægt að hugsa sér, þótt barnahópurinn væri stór. Stígvél í ýmsum stærðum stóðu alltaf upprétt í snyrtilegri röð í litlu forstofunni. Þetta speglaði heimils- braginn. Þau hjónin voru samhent í öllu og með afbrigðum ósérhlífin. Vissi Guðbjörg um einhvern vanda hjá nágrönnum sínum, var enginn fljótari en hún af stað til að rétta fram hjálparhönd. „Hann Stjáni lítur á það,“ sagði hún einatt og vissi, að það myndi hann gera án þess að hafa um það orð. Kristján var einstaklega laginn við hin ólíkustu verkefni, sannkall- aður þúsund þjala smiður. Það voru mörg handtök sem hann vann fyrir nágranna sína og leysti vel úr öllu. Meira að segja þegar ein nótan fór að ýla á litla stofuorgelinu okkar, tók Kristján það í sundur eins og æfður fagmaður, hreinsaði gaum- gæfilega að innan og oreglið var eins og nýtt á eftir. Þröngt samfélag, þar sem allir vita allt um alla, getur verið mjög viðkvæmt. í Súðavík voru óskráð lög að tala ekki illa um náungann og bera ekki út slúður. Kristján og Guðbjörg gáfu þar fordæmi sem í fleiru. Þau voru meðal stólpanna í þessu litla samfélagi sem bjó yfir ótrúlega miklum félagslegum þroska. Kristján gegndi ýmsum trúnað- arstörfum í sinni byggð, var í hreppsnefnd og í stjóm frystihúss- ins. Hann sá þar um allar vélar og smiðjan hans sneri út að aðalgöt- unni. Þar var oft mannfagnaður, því að grannarnir litu gjarnan inn hjá Kristjáni á leiðinni úr og í vinnu 29. ágúst-1. september kl. 9-12, framhaldsnámskeið. ■ Ritvinnsluforritið WordPerfect fyrir Windows 5.-9. september kl. 9-12, byrjendanámskeið. 5.-8. september kl. 9-12, framhaldsnámskeið. ■ Töflureiknirinn Excel 18.-23. ágúst kl. 13-16, byrjendanámskeið. 12.-15. september kl. 13-16, byrjendanámskeið. ■ Gagnagrunnskerfið Access 18.-23. ágúst kl. 9-12. ■ Visual Basic 12.-15. september kl. 13-16. ' Skráning á námskeið og frekari upplýs- ingar um þessi og önnur námskeið hjá Tölvuskóla EJS, Grensásvegi 10, sími 633000. 1 tungumál [ Enska málstofan ■ Enskukennsfa Einkakennsla fyrir einn eða fleiri á afar hagstæðu verði. Aðstoð og ráðgjöf til fyrirtækja vegna þjálfunar og sjálfsnáms í ensku. Viðskiptaenska, aðstoð við þýðingar o.fl. Upplýsingar og skráning í síma 620699 frá kl. 14—18 alla virka daga. ýmislegt ■ Viltu rifja upp fyrir skólann? Ertu að fara í haustpróf? Við erum með upprifjunarnámskeið fyrir öll skólastig. Upplýsingar í síma 79233 kl. 18-19 virka daga. Nemendaþjónustan sf. eða í landlegum og áttu hressileg orðaskipti. Kristján var formaður sóknar- nefndar og meðhjálpari og vann kirkjunni sinni ómælt gagn. Við áttum því afar mikil og góð sam- skipti við hann. Aldrei brást stuðn- ingur hans við okkur, hann hvatti og uppörvaði og miðlaði af reynslu sinni. Kirkjulaust var í Súðavík er við komum þangað, en kirkjan á Hest- eyri, sem þá var komin í eyði, hafði verið flutt til Súðavíkur og var í endurbyggingu. Kristján stjórnaði því starfí sem var að verulegu leyti unnið í sjálfboðavinnu. Þá komu landlegurnar að góðu gagni. Þetta var ógleymanlegur tími, allir þorpsbúar lögðust á eitt, verkið stóðst áætlun og á páskum 1963 var kirkjan vígð og fyrsti hópurinn fermdur. Svo hófst í kirkjunni reglubundið messuhald sem áður hafði verið í barnaskólanum eða samkomuhús- inu. Ævinlega var Kristján fyrstur til kirkju á messudegi, búinn að hita upp húsið og hafa allt til reiðu. Svo stóð hann í anddyrinu og fagn- aði kirkjugestum. Hann söng í kirkjukórnum með fagurri bassarödd sinni, las nótur og spilaði á oregl, sennilega mest sjálfmenntaður í því eins og fjöl- mörgu öðru. Hann hafði fjölbreytta meðfædda hæfileika og nýtti þá í þágu síns byggðarlags og hlúði að öllu þar. Við getum seint fullþakkað þeim Kristjáni og Guðbjörgu fyrir skiln- ing þeirra og stuðning, sem birtist á svo margvíslegan máta. Það er mikil breyting í lífi ungs fólks úr Reykjavík að fara sem prestshjón í lítið sjávarþorp fjarri heimahögum. En árin þtjú í Súðavík urðu ein dýrmætustu ár lífs okkar, afar mikilvægur og skemmtilegur reynslutími, og þar minnumst við Kristjáns Sveinbjörnssonar sérstak- lega og í mikilli þökk. Guðbjörg og stóru fjölskyldunni þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk í sárum söknuði. Rannveig Sigurbjörnsdóttir, Bernharður Guðmundsson. + Ágúst Bjarnason fæddist í Reykjavík 30. apríl 1918. Hann lést á Borgarspítalanum 22. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 29. júlí. 22. JÚLÍ síðastliðinn var vinur og „frændi“, Ágúst Bjarnason, kvadd- ur en kona hans, Ragnheiður, öður nafni Agga og móðir mín, Kristine, eru systur. Það er erfitt að skrifa um svo stórbrotinn persónuleika sem Ág- úst í stuttri grein og ég iæt aðra um að segja frá fjölþættum hæfi- leikum hans og litríkum starfs- ferli. Það fyrsta sem kemur í hug- ann er ég minnist hans er styrkur, góðar gáfur, glæsileiki, ákveðnar skoðanir, raúsn, söngur, ræðuhöld, gott skopskyn og hlýja. Ég minnist ógleymanlegra stunda í æsku minni á heimili Öggu og Gústa að Kleifarvegi 9 og þá eru gamlárskvöldin mér sér- staklega minnisstæð. Saman voru komnar fjölskyldur þeirra beggja og mikil gleði ríkti. Agga reiddi fram glæsilegar veitingar sem henni einni er lagið og kryddaði andrúmsloftið með skopskyni sínu. Fjörlegar umræður settu svip sinn á kvöldið. Frú Áslaug, móðir Gústa, lék undir söng á píanó. Krikjuklukkur og skipaflautur kvöddu gamla árið og fögnuðu nýju. „Nú árið er liðið“ hljómaði um húsið, allir tóku undir, en radd- ir Gústa og séra Bjarna föður hans skáru sig úr fjöldanum. Þetta er sú stund sem mér er hvað minnis- stæðust og upplifun mín af gaml- 30. ágúst 1918. Hann lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum 23. júlí síðastliðinn og var út- förin gerð frá Landakirkju 6. ágúst. ANTON Bjarnason tilheyrði ná- grenninu sem fastur liður, eins og húsin. Því fieiri ár sem færðust yfir, því samgrónari varð hann okk- ur í götunni. Nýjar kynslóðir komu og hinar eldri hurfu á braut en aldr- ei heyrði ég nokkurn mann halla á Tona, eins og hann var kallaður, enginn sýndi honum ófrið né ójöfn- uð. Og nú, þegar Toni er genginn fyrir ætternisstapa, þá hefur ná- grennið misst góðan granna. Hann var allra hugljúfi. Toni kom til mín þar sem ég var að bjástra í garðinum og við tókum tal saman um lífið og tilveruna. Ég sagði þá við hann: „Toni, heldurðu að þú farir til himins þegar þú deyrð?“ látrum i Rauðasandshreppi. Hún lést á heimili sínu á Pat- reksfirði, 26. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Foss- vogskirkju hinn 7. apríl. ÖRFÁ orð til minningar um mína ástkæru móður. Orð fá því ekki lýst hvílíkt reiðar- slag það var fyrir mig, þegar pabbi hringdi til mín árla morguns og til- kynnti mér andlát þitt, og sagði mér að þú hefðir þá um morguninn yfirgefið þennan heim í örmum sín- um. Elsku mamma mín ég sakna þinnar vináttu, umhyggju, hlýju og þíns blíða bross. Þú varst alltaf, ert og verður næst hjarta mínu. árskvöldum hefur aldrei síðan ver- ið jafn sterk. Ég tel líklegt að flest- ir sem þar voru staddir séu mér sammála. Gústa var mjög margt til lista lagt, en fáir vita kannski, að þó hann hafi ekki skírt börn til krist- innar trúar, eins og faðir hans gerði, þá gaf hann bróður mínum það nafn sem hann hefur æ borið síðan sem gælunafn, en það er Hosi. Nóttina áður en barnið fædd- ist sagði Gústi við föður minn Árna, að ef þeim fæddist drengur yrðu þau ekki í vandræðum með að skíra hann. Hann fengi nafn afa sinna Hans og Kristjáns og yrði þar með nafni danska skálds- ins H.C. Andersen en danskur framburður á stöfunum H.C. hljómar líkt og Hosi. Ég er þakklát fyrir að hafa hitt Gústa á Borgarspítalanum nokkr- um dögum áður en hann kvaddi, glæsilegan, æðrulausan og hlýjan. Elsku Agga, Guðrún, Bjarni og fjölskyldur. Guð veiti ykkur styrk í sorg ykkar og gefi ykkur ljós í minningu stórbrotins eiginmanns, föður, afa, tengdaföður og langafa. Guðrún Árnadóttir. Sumarleyfisdagar nokkrir or- sökuðu að ég las fyrst í Morgun- blaðinu 29. júlí að Ágúst Bjarnason væri látinn og útför hans færi fram þann hinn sama dag. Þegar ég kom til starfa hjá Fóst- bræðrum, beint af skólabekk er- lendis, varð mér fljótlega ljóst hver var ein af skærustu fastastjörnum kórsins. Hann var ekki aðeins áber- „Já, verður maður ekki að vona það?“ „Þú veist, sagði ég, „að það er aðeins fyrir trúna á Jesú Krist sem við komumst þangað.“ Og Toni var viss í sinni trú og sagði: „Já, auðvit- að er það vegna hans, maður veit það.“ En svo bætti hann við eins og til frekari útskýringar: „Ég er nú kaþólskur, en það er auðvitað trúin á Krist sem ræður.“ Á milli okkar risu engar deilur né varnarmúrar, hann kom fram við mig sem vinur og trúbróðir. Daginn eftir þetta samtal fór ég „uppá land“ eins og sagt er og hann hélt sig í nágreninu. Við hitt- umst ekki eftir samtalið. Hann fór einig í ferð „uppá land“, það himn- eska þar sem Jesús Kristur situr til hægri handar Guði almáttugum. Ég vil þakka fyrir gott nágrenni og vinarþel. Guð blessi minningu Tona. Ég er viss um að hann er í góðu nágrenni á himnum. Snorri Óskarsson. Ógleymanlegar verða mér heim- sóknir þínar til mín í Boston og dvöl þín hjá okkur þar. Ég vil þakka þér, elsku mamma, allar heimsókn- irnar, ást þína og hlýju og allar góðu stundirnar, sem hafa gefið mér svo yndislegar minningar, þeim mun ég aldrei gleyma. Mamma, ég vildi óska að þú hefðir dvalið lengur hjá okkur, það er í raun og veru sjálfselska að segja það, því ég veit að þjáningum þínum er lokið og þú ert búin að fá frið hjá Guði, það var Guðs vilji að fá þig heim til Arons bróðurs og ömmu og afa. Ég kveð mömmu mína með sárum söknuði og í hjarta mínu mun hún alltaf lifa. Vertu með Guði elsku mamma mín, við hittumst á ný. Anna Magnúsdóttir Tomólilló. andi að vallarsýn, framar flestum öðrum, heldur hafði og þann per- sónuleika sem ekki var hægt að sneiða hjá. Bassarödd hafði hann slíka að sama var hversu margir sungu röddina með honum, alltaf lýsti af rödd Gústa hvort sem sung- ið var veikt eða sterkt, Ágúst var leiðari og sólisti í sér. Á tæplega þijátíu ára starfsferli hjá Fóst- bræðrum kynntist ég Ágústi innan kórs og utan, því alltaf var hann í einhvers konar forsvari fyrir kór- inn. Hann var óforbetranlegur Fóstbróðir, vildi framgang kórsins sem mestan og fórnaði kórnum tíma sínum án takmarka, að því er virtist. En Gústi var sólisti, ekki bara á erlendum vettvangi, þar sem geislaði af honum í forsvari kórsins, heldur og hér heima og innan kórsins og það var ekki auð- velt að vera annars sinis og með aðrar skoðanir en Ágúst, slíkur var sjarmi hans og húmor. Ekki gat farið hjá því að skoðanir okkar og mat færi í sitt hvora áttina og þá gátu runnið upp erfiðir dagar, lík- lega fyrir okkur báða, því mér er ekki grunlaust að hlýhugur hafi verið gagnkvæmur, þótt hljótt færi. Aldrei gleymi ég fararstjóm Ágústs í vel heppnaðri för Fóstbræðra til Noregs og Danmerkur þar sem hver fjörður og hvert tré virtust þekkja Gústa. Ekki gleymi ég held- ur undanfara þeirrar ferðar, né heldur lokum, en þá sýndi Ágúst þann stórleik, sem aðeins kjarkm- iklu hjarta er gefið. Hvað það var, er einskis virði þeim sem gleymt hafa, enda nægir að Guð, Ágúst og ég geymi þá minningu. Þegar maður kveður þennan sólista minn- inganna, verða blótin fátækari. Ragnar Björnsson. Blab allra landsmanna! fHtfrgtmMafrib - kjarni málsins! skólar/námskeið handavinna ÁGÚST BJARNASON BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR + Björg Ólafsdóttir fæddist 7. nóvember 1927 á Hval-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.