Morgunblaðið - 29.09.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.09.1994, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ákveðið að taka upp olíugjald í stað þungaskatts á dísilbifreiðar Á að stuðla að umhverfis- vemd og færri undanskotum Kostnaður á fólksbíl á ári (1.100 kg) Kostnaður á vöruflutningabíl á ári (16 tonn) FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra hefur ákveðið að tekið verði upp olíugjald af notkun dísilbifreiða í stað núverandi þungaskatts. Starfshópur á vegum ráðherra leggur til að 38,50 króna gjald legg- ist á verð lítra af dísilolíu, sem yrði þá með virðisaukaskatti um 70,83 krónur, eða álíka og verð lítra af 92 oktana benzíni. Að mati §ár- málaráðuneytisins mun þessi breyt- ing stuðla að fækkun undanskota frá skatti, og því að rekstur dísil- knúinna fólksbifreiða verði hag- kvæmari en nú er. Dísilbílar eru taldir umhverfisvænni en benzínbíl- ar, vegna minni brennslu olíu og minni mengunar í útblæstri. í flestum Evrópulöndum er nú tekið olíugjald af notendum dísilbif- reiða. Hér á landi er hins vegar þungaskattur í gildi. Eigendur bíla undir Qórum tonnum geta valið um að greiða fast árgjald eða að greiða fyrir ekna kflómetra. Aðrir greiða fyrir hvem ekinn kílómetra sam- kvæmt mæli, stighækkandi gjald eftir þyngd ökutækisins. Undandráttur í núverandi kerfi Starfshópur, sem fjármálaráð- herra skipaði fyrir tveimur árum til að kanna hvort rétt væri að leggja niður þungaskattskerfið, hefur skilað áliti og leggur til að tekið verði upp olíugjald. Ekki verð- ur gripið til þess ráðs, sem sums staðar er notað, að lita olíu sem ekki á að bera gjald. Aðjnati hóps- ins eru kostimir við slíka gjaldtöku afgerandi. Kostnaður við hana er lítill, undandráttur á að verða minni en í núverandi kerfi og eftirlit auð- veldara. Hópurinn telur að núverandi kerfi sé óviðunandi. Það sé flókið og erfitt í framkvæmd og bjóði upp á undanskot. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins er þar einkum átt við að ökumælar sýni ekki rétt- ar tölur við eftirlit. Þetta stuðlar að mati hópsins að óviðunandi mis- munun, þegar um atvinnuakstur er að ræða, á samkeppnisstöðu þeirra, sem eru skilvísir eða nota benzínbif- reiðar. Jafnframt hefur undanskot tekjutap fyrir ríkissjóð í för með sér. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að samið verði lagafrumvarp og í því farið eftir tillögum meirihluta starfshópsins. Friðrik Sophusson sagði í samtali við Morgunblaðið að á næstunni yrðu hagsmunaaðil- um tilkynntar fyrirhugaðar breyt- ingar. Lögð yrði áherzla á að hraða breytingum, þannig að þær gætu gengið í gildi á miðju næsta ári. Friðrik sagði að við þessar breyting- ar yrði að hafa nokkur atriði sér- staklega í huga, þar á meðal að tryggt yrði að upptaka olíugjalds íþyngdi ekki búrekstri, að sérleyfis- hafar og eigendur almennings- vagna fengju gjaldið endurgreitt eða aðra styrki, að hækkun rekstr- arkostnaðar vinnuvéla yrði mætt með t.d. lækkun gjalda á aðföng eða tímabundnum endurgreiðslum, að gjald af olíu til húshitunar yrði endurgreitt, að útgerðir, sem keyptu gasolíu á fisklskip, fengju olíuna án gjalds eða þá endur- greiðslur og að kannað yrði hvort rétt væri að hafa fast gjald á þyngstu dísilbifreiðamar, auk olíu- gjalds, til að draga úr álagi á vegi. Kostur fyrir neytendur Friðrik sagði að veigamikil afleið- ing upptöku olíugjalds væri að neyt- endur gætu nýtt sér framfarir í smíði dísilbifreiða og keypt hag- kvæma og umhverfisvæna bíla, á sama hátt og íbúar í nágrannaríkj- unum. Fjöldi dísilknúinna fjöl- skyldubíla væri nú hverfandi hér á landi vegna þungaskattskerfisins. Alls eru 14.400 dísilknúnar bif- reiðar hér á landi. Þar af eru um 6.000 fólksbifreiðar, sem eru um 5% af fólksbílaflotanum. Kvennalistinn vill að Guðmundur Árni segi af sér Boðar ella vantraust I á ríkis- stjórnina ÞINGFLOKKUR Kvennalistans ætlar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnin'a á Alþingi segi Guð- mundur Árni Stefánsson félags- málaráðherra ekki af sér ráð- | herraembætti. Þingflokkur Kvennalistans ræddi embættisfærslur Guðmund- ar Árna á fundi í gær og í sam- þykkt flokksins segir að ráðherrar ríkisstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hafi ítrekað gert sig seka um vafasamar embættis- j færslur og stöðuveitingar. Mál fé- lagsmálaráðherrans sé kornið sem ' fylli mælinn og ráðherrann eigi i að segja af sér þegar í stað. Geri hann það ekki verði ríkisstjórnin að taka af skarið, vilji hún halda trausti þjóðarinnar, og láta ráð- herra, sem gerst hefur sekur um alvarlegan siðferðisbrest, víkja. Að öðrum kosti sé ríkisstjórnin vanhæf og þingflokkur Kvenna- listans muni þá leggja fram van- | traust á hana á þingi. j „Þingflokksfundur Alþýðu- I flokksins á föstudag kemur til með að svara þessu,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson þegar Morgun- blaðið bar samþykkt Kvennalist- ans undir hann. Formaður og varaformaður Alþýðuflokksins Sammála um tillögn um lyktír málsius Vonar að hann fái ekki aðdá- endabréf KÁRI Gunnarsson, ellefu ára gamall Hafnfirðingur, leikur Emil í kvikmyndinni Skýjahöll- inni sem frumsýnd verður í dag. Myndin er gerð eftir bók Guð- mundar Olafssonar, Emil og Skunda. Kári er búinn að sjá myndina og hann segir að liún komi vel út. Honum finnst þó skrítið að sjá sjálfan sig á tjald- inu, sérstaklega vegna þess að „maður er svo rosalega stór!“ Tökur á mynuiuni byrjuðu í ágúst í fyrra og stoðu í þrjá mánuði. Á þeim tíma vann Kári rúmlega fullan vinnudag á hverjum degi, sem hann sagði að hefði verið erfitt en jafn- framt mjög skemmtilegt. Kári er í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en hann gat ekkert verið í skól- anum meðan hann var að leika í myndinni og þurfti því að vinna heilmikið upp. Aðspurður um það hvort skólafélagar hans væru ekki spenntir fyrir því að sjá mynd- ina sagði Kári svo vera. „Þeir eru alltaf að spyija hvort þetta hafi ekki verið skemmtilegt, og erfitt og hvort þetta sé ekki skrítið." Og hann vildi meina að spurningar blaðamanns væru svona álíka kjánalegar! Annars sagði Kári að það stæði til að fara í hópferð á myndina með skólanum. Kári hefur haft nóg að gera að koma fram í fjölmiðlum vegna frumsýningarinnar og gerir sér grein fyrir því að hann er að verða frægur. Hann vonar þó að ekki komi til þess að hann fari að fá aðdáendabréf. „En heldurðu að það sé ekki skemmtilegt að fá bréf frá sæt- um stelpum?" - Ekkert svar, bara gretta og Kári gefur frá sér hljóð sem líkist „eðððgghhh“. Kári segist vel geta hugsað sér að leika meira og þá helst í kvikmyndum. „Á leiksviði þarf maður að muna svo mikið í einu. í kvikmyndum þarf maður bara að muna textann meðan á töku stendur og getur svo bara gleymt honum!“ segir Kári. JÓN Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, gerir sér vonir um að sátt geti tekist um þá tillögu, sem hann hyggst kynna þingflokki Alþýðuflokksins á fundi hans á morgun, með hvaða hætti ávirðingamál Guðmundar Árna Stefánssonar, varaformanns flokksinSj verði til lykta leidd. Guð- mundur Ámi samþykkti tillögu Jóns Baldvins fyrir sitt leyti á fundi með formanninum í gær og sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með þessa niðurstöðu og hafa trú á að um hana næðist víð- tæk sátt, ekki aðeins í þingflokkn- um heldur innan flokksins alls. Jón Baldvin sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær hafa eytt tveimur .sólarhringum í að ræða við alla þingmenn flokksins, fjölmarga trúnaðarmenn Alþýðuflokksins og óbreytta flokksmenn. „Við Guð- mundur Árni áttum um hádegisbilið í dag góðan og gagnlegan fund. Niðurstaða málsins er þessi, að svo stöddu: Ég mun leggja fram tillögu um það hvemig við leiðum málið til lykta innan flokksins á þing- flokksfundi á föstudag í hádeginu. Á morgun munum við taka ákvörð- un um flokksstjórnarfund, stað og stund,“ sagði Jón Baldvin. „Við höfum rætt málið í heild sinni í okkar hóp, með þá viðleitni í huga að ráða því til lykta í sátt og samlyndi innan flokksins. Okkur Guðmundi Áma kom saman um að greina ekki frá efnislegum niður- stöðum fyrr en að þingflokksfundi loknum," sagði hann. Aðspurður hvort hann væri bjart- sýnn á að samstaða gæti tekist inn- an Alþýðuflokksins um þá niður- stöðu sem hann og varaformaður- inn hefðu komist-að í gær, svaraði Jón Baldvin: „Ég geri mér vonir um það og er bjartsýnni á það, en ég hef verið hingað til.“ Jón Baldvin sagði einnig að líkur væru á að flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins yrði haldinn um helgina, án þess þó að geta fullyrt að ákvörðun um það hefði verið tekin. Þegar hann var spurður hvort ekki bæri nokkra nauðsyn til þess að niðurstaða lægi fyrir innan Al- þýðuflokksins áður en Alþingi kem- ur saman á mánudag, svaraði hann: „Jú.“ „Engar tilslakanir“ Guðmundur Árni var spurður hvort tillaga hans og formannsins gerði ráð fyrir að breyting yrði á hans högum og svaraði hann að engin kyrrstaða myndi ríkja, „en ég geri engar tilslakanir," sagði hann. Á opnum stjórnmálafundi með stuðningsmönnum í Hafnarfirði í gærkvöldi sagði Guðmundur Árni að Alþýðuflokkurinn ætlaði ekki að sitja frammi fyrir fjölmiðlum lands- ins með stimpilinn spilltasti flokkur þjóðarinnar. Guðmundur sagðist ekki geta greint frá sameiginlegri tillögu sinni og formannsins en hann væri reiðubúinn að leggja sín ■ mál fyrir dómstól þjóðarinnar og ) Alþýðuflokkurinn ætlaði að leggja | öll sín spil á borðið. Næstkomandi föstudag yrði því lýst yfir að Al- þýðuflokkurinn hefði skýra stefnu í þessum málum og jafnframt yrði kallað mjög ákveðið eftir því hvort aðrir stjómmálaflokkar og stjóm- málamenn væru tilbúnir að gera slíkt hið sama. -------------- Níustarfs- ! mönnum sagt upp NÍU starfsmönnum íslandsbanka í Keflavík var sagt upp störfum í vik- unni. Starfsmennimir eru allir kon- ) ur, flestar í hálfu starfi, og þeim j hafa verið boðin samsvarandi störf i hjá íslandsbanka á höfuðborgar- 1 svæðinu. Eiríkur Alexandersson útibússtjóri sagði við Morgunblaðið að engum starfsmönnum hefði verið sagt upp þegar Verslunarbankinn og Utvegs- bankinn í Keflavík sameinuðust við stofnun íslandsbanka á sínum tíma þótt starfsmenn bankans hefðu þá verið of margir. „Við vonuðumst til þess að fækkun starfsmanna kæmi af sjálfu sér en hér hefur enginn hætt í fímm ár í útibúinu og við gátum ekki haldið áfram þessari yfif' mönnun," sagði Eiríkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.