Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ________________________________________________________________FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 9 FRÉTTIR ^ccirabtiib PÍSKGÆEMVARA FYRIR UNGAR KONUR! Nýkomið glæsilegt úrval afvönduðum tískufatnaði. Álftamýri 7 • Sfmi 3 55 22 Leitað að verkefnum fyrir fanga FANGELSISMÁLASTOFNUN hyggst auka atvinnumöguleika fanga sem vistaðir eru í fangelsum landsins. Brýnast er talið að fjöiga atvinnutækifærum í fangelsum á höfuðborgarsvæðinu. Stofnunin hefur auglýst eftir verkefnum frá atvinnurekendum. Haraldur Jo- hannessen fangelsismálastjóri segir að tilfinnanlega skorti verkefni fyr- ir fanga í Hegningarhúsinu á Skóla- vörðustíg, Síðumúlafangelsinu og Kópavogsfangelsi. „Við erum því að leita eftir aðil- um sem eru reiðubúnir til að taka upp samstarf um þetta við fang- elsiskerfið," segir Haraldur. Fæstir án vinnu á höfuðborgarsvæðinu Fangar í Kópavogsfangelsi hafa fengist við þvotta fyrir fangelsin auk annarra tilfallandi verka. í Hegningarhúsinu eru þvi sem næst engin önnur verkefni nema þrif og sama á við um Síðumúlafangelsið. Fangar á höfuðborgarsvæðinu hafa fæstir vinnu og eru því flestir á dagpeningum, sem eru 2.100 kr. á viku. Fangar sem hafa atvinnu fá hærri greiðslur en þær eru mis- munandi eftir verkefnum. Fangar á Kvíabryggju og Litla-Hrauni eiga flestir kost á vinnu og eru vinnu- launin hærri á Kvíabryggju. Þar er unnið við beitningar og aðra þjón- ustu við fiskibáta á Grundarfirði í akkorði. Á Litla-Hrauni er unnið við hellugerð og gerð númeraplatna fyrir bíla. Þrefalt öryggi: Stáltá, stálþynna í sóla og það nýjasta er slithetta á tá! Vinnuvernd í verki Skeifan 3h - Sími 81 26 70 - FAX 68 04 70 Nýja fangelsisbyggingin á Litla-Hrauni er orðin fokheld Þáttaskilí sögu fangelsa hér á landi Jólin nálgast Nýttu þér 25 ára afmælisafsláttinn okkar. 15% afsláttur af silfurhúðun á: Bökkum, skálum og borðbúnaði til 14. október. Opið kl. 4-6 virka daga. Selfossi. Morgunblaðið. LOKIÐ er uppsteypu og vinnu við þakvirki nýju fangelsisbygging- arinnar á Litla-Hrauni. Kynning á húsinu og stöðu framkvæmda fór fram í fyrradag, 27 september, í reisugildi sem haldið var í bygging- unni sjálfri. Hið nýja hús mun hýsa 55 fanga og er gert ráð fyrir að það verði tekið í notkun í maí- mánuði 1995. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin 20. apríl og hafa framkvæmdir gengið sam- kvæmt áætlun. Aðalverktaki er Ástré hf. í Hveragerði. Tímamótahús „Þetta hús skapar ekki bara bætta aðstöðu heldur líka nýja möguleika í úrræðum um vistun fanga,“ sagði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra meðal annars í reisugildinu. „Ég vænti þess að þetta hús eigi eftir að móta þátta- skil í sögu fangelsa á íslandi," sagði Þorsteinn ennfremur. „Við erum mjög ánægðir með að bygging hússins er á áætlun bæði hvað framkvæmdir snertir og kostnaðarlega. Húsið verður tekið í notkun næsta vor og síðan verður hafist handa við fjölnota skála fyrir vinnuaðstöðu og íþrótt- ir fanga. Síðan eru á áætlun breyt- ingar á eldra húsi og svæðinu fram til 1997-1998. Húsið mun þjóna tvenns konar tilgangi, auknu eftir- liti og bættri aðstöðu fanga með möguleika á nýjum vistunarúrræð- um. Við hönnun hússins er tekið tillit til sjónarmiða varðandi alþjóð- legar skuldbindingar í þessum málaflokki. Nú er unnið að breyt- ingum á stjórnun og starfsháttum í húsinu,“ sagði Haraldur Johann- 11 f vt r i|ú ð vm Framnesvegi 5, sími 19775. essen forstjóri Fangelsismálastofn- unar. Viðbótarrými fyrir 55 fanga Hið nýja fangelsishús er á þrem- ur hæðum samtals 1450 fermetrar og skipt í fimm deildir. Allar fanga- deildir eru útbúnar með sama hætti og fangaklefar allir af sömu stærð, 10,4 fermetrar. Einn fanga- klefi á fyrstu hæð verður sérútbú- inn fyrir fatlaða. Upp í gegnum húsið gengur varðturn sem setur sterkan svip á húsið og þjónar sem yfirlitsstaður fyrir allt svæðið og einnig varðstofunum á fangadeild- unum. Fjölnota hús verður byggt á svæðinu til að leysa úr vanda sök- um aðstöðuleysis fyrir vinnu og íþróttir fanga. Um 720 fermetra stálgrinda- eða límtrésskemmu verður að ræða og er áætlaður kostnaður 20-30 milljónir kr. Jafnframt er ákveðið að endur- skipuleggja eldra húsnæði og breyta því eftir þörfum. Samhliða uppbyggingu á fangelsissvæðinu verða öryggismál, stjórnun starfs- hættir tekin til gagngerrar endur- skoðunar. Arkitektar hússins eru Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson. Verkfræðistofa Sigurð- ar Thoroddsen sér um burðarvirki og lagnir og Verkfræðistofa Suð- urlands um eftirlit. Það er þróunarnefnd 1 fangelsis- málum sem hefur umsjón með lúkningu framkvæmda á Litla- Hrauni og undirbúningi að bygg- ingu nýs fangelsis á höfuðborgar- svæðinu. Einnig er nefndinni ætlað að hafa umsjón með þróun ný- Morgunblaðið/Sig. Jóns. HIN NÝJA fangelsisbygging setur sterkan svip á umhverfið á Litla-Hrauni. ÚR VARÐTURNINUM er víðsýnt til allra átta. Andrés Valdi- marsson sýslumaður, Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og Haraldur Johannessen fangelsismálastjóri virða fyrir sér útsýnið ásamt öðrum gestum. mæla sem varða skipulag og starf- semi fangelsa og gera tillögur til breytinga á lögum um fangelsi og fangavist. í nefndinni eiga sæti Haraldur Johannessen forstjóri Fangelsismálastofnunar og for- maður nefndarinnar, Hjalti Zop- honíasson skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu, Sigurður Jóns- son kennari og Þór Sigfússon hag- fræðingur í fjármálaráðuneytinu. Birgir Karlson hjá Framkvæmda- sýslu ríkisins er ritari nefndarinn- ar. oJKjassískar þykkar dömuúlpur með ekta skinni Verðjrákr 15.900,- Autíiélitic ^IKLIEIIINI SPORTSWEAR mm\. e i g a n■ ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, slmar 19800 og 13072. pmibjuvegi 14 ('ruuðgata) í Kópavogi, sími: //7 70 9() Á Eruð þið að leita að góðum slað fyrir haustgleðskap? NÆTURGALANUM (Kópavogi er tekið á móti alll að 55 manna hópum í mat hverja helgi. Tilboðsmatseðill hússins eða annað eftir samkomulagi. Hressileg lifandi danstónlist frá kl. 22. Stórt bardansgólf og galastuð! Leitið nánari upplýsinga í síma 87 70 99 eða 87 20 20 með góðum fyrirvara, o%„ ilboðsmatseðill Sjávarréttaforréttur m/ hörptidiski og rœkjum Grillað lambalœri með parísarkartöflum, blómkáli, gulrótum og sveppasósu 1200 kr. pr. rnann Höfúm stóra sali til ráöstöfunar fyrir stærri liópa Smiftjuvcgi 14 (rauö gata) • 200 Kópavogur • Sfmi: 87 20 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.