Morgunblaðið - 29.09.1994, Page 18

Morgunblaðið - 29.09.1994, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Eitt mann- skæðasta sjóslys í sögunni Lundúnum. Reuter. FERJUSLYSIÐ í Eystrasalti er eitt mannskæðasta sjóslys sögunnar á friðartímum. Allt að 964 farþegar og skipverjar munu hafa verið um borð í feijunni og aðeins 141 bjarg- aðist. Hér eru önnur mestu sjóslys sög- unnar á friðartímum tíunduð: • 20. desember 1987. Ferjan Dona Paz sökk eftir árekstur við tankskipið Vector í Sibuyan-hafi við strönd Filippseyja. Bensín var í tankskipinu og eldur blossaði upp í báðum skipunum. 4.375 fórust um borð í ferjunni, en hún mátti aðeins taka 1.500 farþega. 11 af 13 manna áhöfn tankskipsins létu lífrð, þannig að alls fórust 4.386 manns. Þetta er mannskæðasta sjó- slys sögunnar á friðartímum. • 15. apríl 1912. Um 1.500 manns drukknuðu í breska far- þegaskipinu Titanic þegar það rakst á ísjaka við Nýfundnaland. Titanic var stærsta skipið á sinni tíð og var almennt talið vera ósökk- vandi. Það fórst er það var í jómfrú- ferð sinni frá Southampton til New York. • 22. apríl 1980. Ferjan Don Juan sökk við Mindoro-eyju á Filippseyj- um eftir árekstur við stóran flutnin- gapramma. Að minnsta kosti 1.000 manns létu lífið en talið er, að raun- veruleg tala hafi verið hærri. • 25. maí 1986. Að minrísta kosti 600 manns létu lífið þegar feijunni Samia hvolfdi á Meghna-fijóti í Bangladesh. • 15. desember 1991. Rúmlega 470 manns drukknuðu þegar feijan Salem Express sigldi á kóralrif við egypsku hafnarborgina Safaga í Rauðahafi. • 27. janúar 1981. Eldur blossaði upp í indónesísku bílfeijunni Tampomas II við strönd Kalimant- an. Yfirvöld sögðu að 431 hafi lát- ið lífið, en talið er að margir farþeg- anna hafi verið óskráðir og því hafi fleiri verið um borð í ferjunni. • 31. ágúst 1986. Sovéskt far- þegaskip, Nakhímov aðmíráll, lenti í árekstri við flutningaskip í Svarta- hafi við borgina Novorossíysk. 425 fórust. • Mannskæðasti skiptapi á stríðs- tímum varð 30. janúar 1945, þegar Wilhelm Gustloff, 24.484 tonna þýskt farþegaskipi, var sökkt í Eystrasalti með tundurskeyti frá sovéskum kafbáti úti fyrir Danzig. Talið er að um 7.700 manns hafi látið lífið. FERJUSLYSIÐ I EYSTRASALTI Reuter FERJAN Estonia, sem hét áður Viking Sally, var smíðuð i Papenburg í Þýskalandi 1980. Var hún 15.500 tonn og gat flutt 2.000 farþega. Hún var í eigu eistneska ríkisins og sænsks fyrirtækis. Lýst yfir þjóðarsorg í Svíþjóð og Eistlandi Fólk grét á götum Tallinn-borgar Stokkhólmi, Tallinn. Reuter. FJÖLMENNT lið sérfræðinga í áfallahjálp - presta, sálfræðinga og lækna - var í gær í feijuhöfninni í Stokkhólmi þar sem hundruð ættingja biðu milli vonar og ótta frétta af afdrifum farþega og skip- veija feijunnar Estonia. Að sögn finnsku lögreglunnar voru um 500 Svíar og 340 Eistlendingar um borð í feijunni, sem var á leið til Stokk- hólms frá Tallinn. Lýst var yfir þjóðarsorg í Svíþjóð og Eistlandi og harmi slegið fólk grét á götum úti í höfuðborginni, Tallinn. Reuter Sorg í Tallinn EISTNESKUR maður ásamt son- um sínum tveimur við guðsþjón- ustu í Tallinn í gærkvöldi þar sem þeirra, sem fórust með Es- tonia, var minnst. Feijan átti að koma til Stokk- hólms klukkan níu um morguninn og um hundrað manns biðu um það leyti í biðsal feijuhafnarinnar og ættingjar héldu áfram að flykkjast þangað síðar um daginn. „Sumir grétu hástöfum, en flestir héldu ró sinni,“ sagði Magnus Magnusson, einn prestanna sem reyndu að hug- hreysta ættingjana. Paolo Thimo sagði að kona sín hefði verið á meðal farþega feijunn- ar. „Hún var í klefa neðst í skipinu þannig að ég tel engar líkur á að hún hafi bjargast," sagði hann. „Konan mín vinnur um borð,“ sagði maður á fertugsaldri, sem hélt utan um gamla konu. Hjón á sjötugsaldri héldust í hendur og ráfuðu um stöðina, miður sín af áhyggjum vegna sonar síns sem hafði starfað í feijunni í rúmt ár. Flaggað var í hálfa stöng í feiju- höfninni, svo og við opinberar bygg- ingar og þinghúsið í Stokkhólmi. Þjóðarsorg í Eistlandi Lennart Meri, forseti Eistlands, lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í út- varpsávarpi um morguninn. „Við verðum að styðja hvert annað með hugsunum og athöfnum," sagði hann og hvatti starfsmenn sjúkra- húsa á eistneskum eyjum í Eystra- salti til að búa sig undir að taka við fólki sem kynni að bjargast og jafnvel líkum. Hann fól ennfremur Andres Tarand umhverfisráðherra að skipa tafarlaust nefnd til að rannsaka orsakir slyssins. Flaggað var í hálfa stöng við opinberar byggingar í Tallinn og fólk grét á götunum. Útvarps- og sjónvarpsstöðvar rufu dagskrána og sendu aðeins út nýjustu upplýs- ingar um slysið frá yfirvöldum. Bosníu- Serbar varaðir við WILLIAM Perry, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, var- aði í gær Bosníu-Serba við og sagði að Atlantshafsbandalag- ið, NATO, myndi beita loft- árásum ef nauðsyn krefði til að koma í veg fyrir að serb- neska umsátursliðið við Sarajevo gerði út af við borg- ina. • • Orverur und- ir sjávarbotni VÍSINDAMENN hafa uppgöt- vað bakteríur um 500 metra fyrir neðan sjávarbotn á Kyrrahafi, segir í tímaritinu Nature. Ekkert loft er í um- hverfi þeirra, þykkum setlög- um sem eru allt að fjögurra milljóna ára gömul og næstum því jafn hörð og gijót. Þær nýta því metan og eldfornar leifar af sjávarlífverum sér til viðurværis. Magn bakteríanna er sagt gríðarlegt, allt að 10% af öllum lífmassa jarðar. Leiðtoga- fundi lokið TVEGGJA daga fundi þeirra Borís Jeltsíns, forseta Rúss- lands, og Bills Clintons, for- seta Bandaríkjanna, lauk í Washington í gær. Haft er eftir rússneskum embættis- manni, að náðst hafi sam- komulag í aðalatriðum um al- þjóðlega ráðstefnu um Bosníu en Warren Christopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, telur hana þó ekki tímabæra alveg strax. Plágan breiðist út PLÁGAN í Indlandi er nú kom- in upp í Kalkútta í austurhluta landsins en hún kom fyrst upp í borginni Surat í vesturhlut- anum. Hafa stjórnvöld fyrir- skipað aukinn innflutning á lyfjum og er haft eftir einum ráðherranna, að brugðist verði við eins og um stríðsástand sé að ræða. pumn^ pumn^ punm' puiuiK puiuu^ puimií puiuu^ puiuuÍ pumnÍ purnu^ Art. 389020 Indoor St. 32-39 verð 2.990 St. 40-47 verð 3.490 Art 339300 Sky Nubuk St. 39-47 verð 7.990 Art. 389030 Excite St. 39-47 verð 4.980 Art. 339520 Sky Express St. 39-47 verð 7.990 Art. 2464 Handball St. 39-47 verð 5.490 Art. 389060 Court pro St. 38-47 verð 6.995 Art. 239030 Liberate St. 35-47 verð 4.990 Á FÆTUR, Kringlunni, sími 811323 • HUMMEL spoitbúðin, Ármúla 40, sími 813555 • Sportvöruverslunin SPARTA, Laugaveg 49, sími 12024

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.