Morgunblaðið - 05.10.1994, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gunnlaugxir Stefánsson
fer með staðlausa stafi
Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra sýnir
fram á það með bréfí sínu til ríkislögmanns og
öðru frá ríkislögmanni, sem hann afhenti Agnesi
Bragadóttur afrit af í gær, að Gunniaugur Stef-
ánsson þingmaður fer með staðlausa stafi í Tíman-
um í gær, þegar hann heldur því fram að mál
Björns Önundarsonar fyrrum tryggingayfirlæknis
hafi verið fullrannsakað í fyrri heilbrigðisráðherra-
tíð Sighvatar, og hann hafi á grundvelli „lögfræði-
legrar álitsgerðar“ ákveðið að tryggingayfirlækn-
irinn skyldi sitja áfram í embætti.
Sighvatur
Björgvinsson
Rannsókn málsins
ekki lokið þegar ég
fór úr ráðuneytinu.
Gunnlaugur
Stefánsson
Ekki hægt að
segja upp trygg-
ingayfirlækni.
Gunnlaugur
Claessen
Gögn ónóg til að
veita lausn um
stundarsakir.
UPPHAF málsins er það, að Sig-
hvatur Björgvinsson, þáverandi
heilbrigðisráðherra, ritaði ríkislög-
manni bréf, þann 22. janúar 1993,
þar sem sagði: Ráðuneytinu hefur
borist bréf frá fjármálaráðuneyt-
inu, þar sem athygli þess er vakin
á því að skattskil tveggja lækna í
opinberri þjónustu, þ.e. trygginga-
yfirlæknis og aðstoðartrygginga-
yfirlæknrs, árin 1988, 1989 og
1990, hafí vikið nokkuð frá þeim
greiðslum sem þeir fengu frá
tryggingafélögum. Rannsóknar-
deild ríkisskattstjóra hefur sent
mál þetta til rannsóknar lögreglu-
yfirvalda.
Vegna þessa fer ráðuneytið þess
á leit að ríkislögmaður gefi álit
sitt á því hvort og þá með hvaða
hætti grípa skuli til aðgerða gagn-
vart viðkomandi einstaklingum á
meðan lögregluyfirvöld rannsaka
mál þeirra."
Undir bréfið rita þeir Sighvatur
og Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri
heilbrigðisráðuneytisins.
Í svarbréfi ríkislögmanns, þann
13. febrúar 1993, segir m.a.: „Eng-
in gögn fylgdu erindi ráðuneytisins
önnur en tilvitnað bréf fjármála-
ráðuneytisins. Af þeim sökum fór
embættið þess á leit, að heilbrigðis-
ráðuneytið útvegaði gögn, sem
lægju fyrir í ívitnaðri lögreglurann-
sókn. Tilraun ráðuneytisins til að
afla símleiðis þeirra gagna hjá RLR
bar ekki árangur, með því að rann-
sókn væri ekki lokið og gögn ekki
afhent á því stigi...
Samkvæmt framangreindu hef-
ur ráðuneytið ekki fengið í hendur
nein gögn varðandi rannsókn þá,
sem yfir stendur og getið er að
framan. Ráðuneytið hefur þar með
ekki neinn formlegan grundvöll,
byggðan á gögnum, er það gæti
reist aðgerðir á, að svo stöddu.
Á þessu stigi er málið því svo
vaxið, að með skilyrðum fyrir að
veita lausn um stundarsakir, skv.
3. mgr. 7. gr. laga nr. 38/1954
er ekki fullnægt. Þau skilyrði lúta
að því, að gögn liggi fyrir sem
sýni fram á, að starfsmaður sé
grunaður um eða sannaður að
refsiverðri háttsemi, þannig að telj-
ist ekki lengur verður eða hæfur
starfans, sbr. 60. gr. almennra
hegningarlaga. Ráðuneytið skortir
gögn á þessu stigi til að leggja
mat á slíkt.
Hins vegar hefur í fjölmiðlum
þegar verið greint frá því að rann-
sókn standi yfir á skattskilum
umræddra lækna. Ráðuneytið
kann vegna hennar að hafa ástæðu
til að beina formlegum erindum til
þessara þriggja starfsmanna, sem
undir það heyra og óska upplýs-
inga um mál þeirra af þessum
gefnu tilefnum. í því tilviki væri
rétt að krefjast skýrslu um það,
að hvaða atriðum í skattskilum
þeirra rannsóknin beinist nákvæm-
lega að. Einnig að krefjast upplýs-
inga um aukastörf þessi, umfang
þeirra og hvernig þeim að öðru
leyti hafi verið hagað. Er þá m.a.
haft í huga, hver fjöldi þeirra ör-
orkumata er, sem mál þetta sýnist
snúast um og hvort eingöngu sé
um að ræða matsgerðir, sem áður
hefðu komið til kasta þeirra í starfí.
Jafnframt, hvort við þessi auka-
störf hafi verið nýtt starfsaðstaða
sú, sem þeim er búin á vinnustað."
Undir bréfíð ritar Gunnlaugur
Claessen, þáverandi ríkislögmaður.
Beðið eftir ákæru
Sighvatur sagði í gær, að hann
hefði í framhaldi þessa rætt við
ríkislögmann og sagt að hann teldi
það ekki ganga, að krefjast
skýrslna af þessum mönnum, á
sama tíma og RLR væri í skýrslu-
töku af þeim. „Ríkislögmaður benti
mér á að ég hefði engar forsendur
til þess að víkja tryggingayfirlækn-
inum úr starfí, hvorki til skamms
tíma né til langs. Þær forsendur
fengi ráðherra ekki, fyrr en hann
fengi í hendur, annaðhvort ákæru,
eða gögn úr rannsókn Rann-
sóknarlögreglunnar, sem okkur
var neitað um. Okkar niðurstaða
varð því sú, að við biðum þar tii
ákæra yrði gefín út og ríkislög-
maður myndi fylgjast með málinu
fyrir mig og gera mér viðvart,
þegar hann teldi að það væri fram
komið, sem gerði það að verkum,
að hægt væri að taka á málinu.
Ekkert slíkt hafði gerst þegar ég
fór úr ráðuneytinu,“ sagði Sighvat-
ur.
Sighvátur kvaðst þann 9. júní
1993 þegar hann fór úr heilbrigðis-
ráðuneytinu og Guðmundur Ámi
Stefánsson tók við starfi heilbrigð-
isráðherra, hafa ritað Guðmundi
Árna minnisblað um þetta mál og
vakið athygli hans á því að mál-
efni tryggingayfirlæknisins væru
til rannsóknar hjá RLR og ríkislög-
maður myndi fylgjast með málinu
fyrir hönd ráðuneytisins og gera
honum viðvart. Hann hafi gert
arftaka sínum grein fyrir gangi
málsins og þeim bréfaskiptum sem
þegar hefðu farið fram á milli lians
og ríkislögmanns. „Ég lagði
áherslu á það í þessu minnisblaði
mínu, að hann hefði samráð við
ríkislögmann um framhald máls-
ins,“ sagði Sighvatur.
Aðspurður um með hvaða hætti
ríkislögmaður hefði gert heilbrigð-
isráðherra viðvart, eftir stólaskipt-
in í júní í fyrra, sagði Sighvatur:
„Ég veit ekki betur, en ríkislög-
maður hafi gert Guðmundi Árna .
viðvart, eftir að þau gögn voru
komin fram í málinu, sem nauðsyn-
leg voru, til þess að hægt væri að
aðhafast. Ég hef ekki spurst fyrir
um þau gögn, sem borist hafa
heilbrigðisráðuneytinu frá ríkislög-
manni, eftir að ég fór héðan, en
þau eru til í ráðuneytinu og þau
verða örugglega lögð, því ég reikna
með að Ríkisendurskoðun muni við
sína rannsókn biðja um öll gögn
sem til eru í ráðuneytinu og tengj-
ast þessum málum.“
Allt rangt sem Gunnlaugur
segir
Sighvatur var spurður hvað
væri þá hæft í eftirfarandi orðum
Gunnlaugs Stefánssonar, alþingis-
manns og bróður Guðmundar
Árna, sem birtust á forsíðu Tímans
í gær: „Þegar málið var fullrann-
sakað og allar lyktir lágu fyrir var
það tekið fyrir í þingflokknum. Það
var niðurstaða Sighvats, að það
væri ekki hægt að segja trygginga-
yfírlækni upp af því að hann hefði
ekki brotið af sér í starfi. Hann
hefði lögfræðilega álitsgerð undir
höndum, sem segði að ef hann
segði honum upp ætti ríkissjóður
von á háum skaðabótakröfum.“
„Þetta er allt rangt. Vegna þess
að þegar ég fer úr ráðuneytinu,
þá er málið ekki upplýst. Málið
stóð enn svo að ráðuneytið hafði
engin gögn í höndunum, sem gátu
réttlætt það, að ráðuneytið hefðist
að. Það var ekki skoðun ráðuneyt-
isins, heldur ríkislögmanns,“ sagði
Sighvatur.
Aðspurður hvað hann teldi búa
að baki frásögn Gunnlaugs Stef-
ánssonar, á forsíðu Tímans í gær, |
svaraði ráðherrann einungis: _
„Bara rangminni.“
Enginn „starfsloka-
samningur“ gerður
MORGUNBLAÐINU hefur borist yf-
irlýsing frá Guðjóni Magnússyni,
dr.med., sem er svohljóðandi:
„í Morgunblaðinu dagana 29. og
30. september og 2. október hefur
nafn mitt verið ómaklega dregið inn
í umræðuna um námsleyfi Bjöms
Önundarsonar fyrrverandi trygginga-
yfírlæknis. Af því tilefni er nauðsyn-
legt að gefa eftirfarandi yfírlýsingu:
1. Fullyrðingar um að gerður hafi
verið við mig starfslokasamningur er
ég hætti sem aðstoðarlandlæknir og
tók við starfí skrifstofustjóra og stað-
gengils ráðuneytisstjóra í heilbrigðis-
°g tryggingamálaráðuneytinu eru
rangar.
2. Fullyrðingar um að því sé „samn-
ingur" við mig „hliðstæður" eða for-
dæmi samnings við Bjöm Önundar-
son, fyrrverandi tryggingayfirlækni,
eru rangar og úr lausu lofti gripnar.
3. Fullyrðingar um að mér hafí
verið greitt fyrir uppsafnað námsleyfi
er ég hætti sem aðstoðarlandlæknir
eru einnig rangar.
Hið rétta er að ég tók með sam-
þykki Guðmundar Bjarnasonar, þá-
verandi ráðherra, og Páls Sigurðsson-
ar, ráðuneytisstjóra, námsleyfí á árinu
1991 og fór samtals 8 ferðir til Gauta-
borgar og dvaidist við kennslu og
rannsóknir við Norræna heilbrigðis-
háskóiann. Ein flugferð var greidd
af þessum átta ferðum en dagpening-
ar meðan á dvöl stóð ytra, sem var
í flest skipti 11-12 dagar í senn í
nokkur skipti 3-4 vikur, samtals 145
dagar. Ástæðan fyrir fjölda ferða var
að skilyrði ráðuneytisins fyrir leyfínu
var að ég sinnti áfram ákveðnum
verkefnum í ráðuneytinu og að ekki
þyrfti að ráða afleysara. I þessum
ferðum sinnti ég einnig skyldum er
til féilu vegna norræns samstarfs á
sviði heilbrigðismála í Finnlandi, Nor-
egi og Svíþjóð með þátttöku á fundum
og ráðstefnum fyrir íslands hönd.
Mörg dæmi eru um að aðrir stjóm-
endur í heilbrigðisþjónustu hafí fengið
tækifæri til að auka við þekkingu sína
og reynslu með hliðstæðum hætti.
Nægir að nefna ráðuneytisstjóra,
landlækni, nokkra héraðslækna og
heilsugæslulækna sem allir hafa dval-
ist erlendis við nám eða störf og nýtt
til þess uppsafnað leyfi (allt að einu
ári). í öllum tilvikum hafa, að mati
ráðuneytisins, verið til þess gildar
ástæður.
Að leggja að jöfnuði eingreiðslu
námsleyfís við starfslok og greiðslu
dagpeninga vegna starfa í þágu
vinnuveitenda erlendis eins og í mínu
tilviki er því rangfærsla á staðreynd-
um.“
Morgunblaðið/Sverrir
Malbikun að ljúka
MALBIKUN sumarsins í Reykjavík er að mestu lokið, að sögn Sigurðar I. Skarphéðinssonar gatna-
málastjóra. Reiknað var með að leggja út um 22 þúsund tonn af malbiki og fræsa um 100 þús.
fermetra og er það svipað magn og undanfarin ár. Kostnaður er um 150 milljónir auk um 60 milljóna
í malbiksviðgerðir. „Það er svipað og undanfarin ár,“ sagði Sigurður. „Götur voru frekar illa farn-
ar eftir veturinn en maður hefur séð það verra.“