Morgunblaðið - 05.10.1994, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
■y
VETRARVEIÐAR ISMUGUIMIMI !
Taka míkla
áhættu
Undir 40 tonnum af ís
Áhyggjticfni hve
langt er til lands
bresti á illviðri
MEÐ erindi skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins fylgdi greinargerð
Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræð-
ings, þar sem segir að yfir 80 skip
hafi farist við norðanvert Atlantshaf
á 15 ára tímabili.
„Eins og kunnugt er eru það þætt-
ir eins og vindhraði, lofthiti og sjáv-
arhiti sem í sameiningu geta valdið
ísingu á yfirbyggingu skipa. Verði
frostið meira en 2°C og sjórinn jafn-
framt kaldur (um 0°C), þarf ekki
mjög mikinn vind svo ísing taki að
hlaðast á skip. Við þær aðstæður
stóreykst hættan með auknum vind-
hraða,“ segir í greinargerðinni. Einar
kveðst telja ísingarhættu suhnan
hitaskila í Barentshafi áþekka því
sem skipstjómendur eiga að þekkja
af Vestfjarðamiðum og djúpt út af
Norðurlandi. „Skapist hætta er oft-
ast reynt að sigla í hlýrri sjó. Hins
vegar verður það að teljast áhyggju-
efni í Smugunni hve langt er til lands
bresti á skyndilegt og langvarandi
illviðri.
í mestallri Smugunni er kaldi sjór-
inn hins vegar allsráðandi og eru
aðstæður þar að vetri til allt aðrar.
Stjómandi skips stadds djúpt inni á
þessu hafsvæði tekur mikla áhættu
með vem sinni þar síðla haustsins
og yfir vetrarmánuðina, eftir að yfír-
borðssjór hefur náð að kólna niður
fyrir 0°C. Tiltölulega lítill vindur
(6-7 vindst.) getur þá orsakað tals-
verða ísingu. Lendi skipið í stormi
eða roki (9-10 vindst.) skapast mik-
il hætta, og löng sigling getur verið
í hlýrri sjó. Úrræði það að leita vars
við ísröndina orkar tvímælis, því við-
komandi skip á alltaf á hættu að
lokast inni í ísbreiðunni."
Einar segir að fram eftir hausti
sé ísingarhættan í Smugunni óveru-
leg, bæði vegna þess að sjór sé ekki
orðinn nægjanlega kaldur og lægðir
enn í hálfgerðum sumarbúningi.
„Kólnun inn yfír heimskautaísbreið-
unni hefst hins vegar síðla sumars.
Um það leyti sem lægðir fara að
sýna haustásjónu sína í Barentshaf-
inu berst kalt loft (-i-10 til -í-20oC)
út yfír sjóinn, fyrst auðvitað næst
ísnum, en mjög fljótlega einnig
nokkru íjær. Þetta kalt loft kælir
yfírborð sjávar niður í 0°C á ör-
skömmum tíma. Sunnan sjálfra
straumaskilanna vinna aftur á móti
hlýir hafstraumar stöðugt gegn kæl-
ingunni og því helst hitinn þar örlítið
yfír frostmarki.
Að framsögðu má sjá að ástands-
breytingin úr sumri yfír í vetur getur
tekið mjög skamman tíma þama
norðurfrá. Vetur skellur á með full-
um þunga fljótlega í kjölfar fyrstu
djúpu haustlægðanna, sem alla jafna
fara að verða áberandi síðast í sept-
ember eða fyrst í október (nokkuð
breytilegt frá einu ári til annars).
Mitt mat er það að frá u.þ.b. miðjum
október allt fram í miðjan apríl, eða
lengur, sé skipum stöddum í kalda
sjónum norðan straumaskilanna í
Barentshafi mikil hætta búin vegna
mögulegrar ísingar. Ekki bara að
veðurþættir geti orðið mjög óhag-
stæðir nær fyrirvaralaust, heldur
einnig að talsverð sigling getur verið
fyrir höndum í hlýrri sjó, þar sem
aðstæður em nókkru skárri.
Öðru máli gegnir um allra syðsta
hluta Smugunnar. Isingarhættan þar
er nokkru minni lengur fram eftir
haustinu vegna hlýrri sjávar á þeim
slóðum, en jafnvel þar eru þrálátir
norðanstormar afar varhugaverðir,
ekki síst í ljósi þess að sigling í var
tekur margar klukkustundir."
Meðal þeirra skipa sem þurftu að
Ieita vars við ísbrúnina í fyrravet-
ur var Hólmanes sem beið þar á
þriðja sólarhring. Már Hólm skip-
stjóri sagði frá því í samtali við
Morgunblaðið 13. nóvember í
fyrra, að veðurhæð hefði verið um
10 vindstig, frost um 18° og sjávar-
hiti -1,7°. Isingin þykknaði um 15
cm á klukkustund og taldi hann
skipið komið með 30-40 tonn af
ís utan á sig þegar mest var.
Raunir ;
togara
í Smugu,
í BRÉFI skipstjórnarmanna á Aust- |
flörðum til ráðherra er lýst raunum
skipa á haust- og vetrarveiðum í
Smugunni í fyrra, en um miðjan
október gerði „brælu“ og ísing tók
að hlaðast á skipin:
„Skipin voru á veiðum við ísrönd-
ina er veðrið skall á, því náði sjór
sér ekki upp eins og á hreinu hafi
og því var ísing mun minni (nóg ,
samt) en ella, en auðvitað er mjög
hættulegt að vera svo nálægt haf- )
ísnum í „heimskautamyrkri" því ]
mikil hætta er á að skipin lokist
inni í honum. A þessum slóðum er
birta í október um 3-4 klst á sólar-
hring.
Á einu skipi varð áhöfnin að log-
skera stykki úr rekkverki svo hægt
væri að losna við ísinn sem barinn
hafði verið af brú og reiða, svo
mikið hafði skipið tapað stöðugleika. ]
Menn hafa talað um að skut-
togarar geti varið sig mun betur )
gagnvart ísingu en gömlu síðutogar- j
amir, þar sem ekki séu stög og vír-
ar um allt. í þessari umræðu hefur
ekki komið fram að öll stög voru
felld í ísingu. Það kom einnig í ljós
á sl. hausti að hið mikla fríborð sem
nútímatogarar hafa var mikið
vandamál, því ís hlóðst utan á síður
skipanna í eins til tveggja feta
þykkt. Þetta olli miklum erfiðleik- j
um.
„í slíkum kuldum sem eru þar J
norður frá þykknar olía mjög mikið |
og erfítt getur reynst að ná henni
upp úr tönkum skipanna... Að
minnsta kosti tvö skip lentu í vand-
ræðum vegna þessa og á öðru þeg-
ar drapst á vél. Einnig fraus í vatns-
leiðslum skipa og þegar tók að þiðna
á heimleið tók að leka á ýmsum
stöðum, s.s. úr loftum og veggjum
í íbúðum.“
Sjávarútvegsráðherra telur að taka þurfi fullt tillit til hættu við vetrarveiðar
„Skipstjórar ráða
ekki hvert skip-
unum er stefnt“
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær
áskorun Skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins Sindra á Austfjörðum til
ráðherra um að banna veiðar í
Smugunni frá byijun október og
fram á vor, vegna erfiðra veðurskil-
yrða á því svæði. Skýrði ráðherra
frá því að fljótlega væri vænst um-
sagna hagsmunasamtaka sjómanna
og útgerða um málið með tiliiti til
frekari ákvörðunartöku. Samgöngu-
ráðherra, sem fer með öryggismál
sjómanna, skýrði jafnframt frá því
að sjóslysanefnd og Siglingamála-
stofnun hefði verið falið að fjalla um
málið. Sturlaugur Stefánsson, for-
maður félagsins, segir það ekki á
valdi skipstjóra hvert þeir sigla til
veiða, útgerðarmenn ráði því í flest-
um tilvikum.
Ástæða til að brýna hættuna
fyrir mönnum
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, sagði í samtali við Morg-
unblaðið sl. sunnudag að ekki væru
fyrir hendi lagaheimildir til að stöðva
veiðar eða sjóferðir í Smugunni eða
annars staðar vegna veðurskilyrða.
Þorsteinn kvaðst telja meginregluna
vera þá að hver og einn skipstjóri
ákvæði hvar hann héldi skipi sínu
til veiða og tók Jóhann Jónsson,
framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv-
ar Þórshafnar hf., í sama streng í
blaðinu í gær. „Efni bréfsins og
greinargerð veðurfræðingsins eru
þess eðlis að ærin ástæða er til að
biýna mjög alvarlega fyrir útvegs-
mönnum og skipstjórnarmönnum að
taka fullt tillit til þess hættuástands
sem þarna getur skapast og huga
að ákvörðunum um hvort veiðum er
haldið áfram,“ segir Þorsteinn.
Sturlaugur Stefánsson, formaður
Skipstjóra- og stýrimannafélagsins
Sindra, segir ljóst að skipstjórar ráði
ekki hvert skipum þeirra er stefnt,
sú ákvörðun sé tekin af útgerðum
skipanna sem séu nú reknar eins og
hörð viðskipti með hagnað að leiðar-
ljósi, samanber kaup á hentifána-
skipum. „Hagur útgerða ræður
meiru en hugsun um öryggi skips
og áhafnar. Auðvitað ættu skipstjór-
ar að ráða alfarið yfir sínu skipi og
hvert það fer, en við vitum að í flest-
um tilvikum ráða þeir engu og svo
hefur aldrei verið. Þegar brestur á
mokveiði í Smugunni eða annars
staðar eru menn ekkert spurðir, þeir
eru sendir af stað," segir Sturlaug-
ur. Hann kveðst ekki trúa öðru en
að hægt sé að setja tímabundið bann
á veiðisvæði eins og Smuguna, og
væntir einhverra tilmæla frá ráða-
mönnum í þá veru.
Sjávarútvegsráðherra kveðst bíða
viðbragða hagsmunasamtaka sjó-
manna og útvegsmanna og verði
hann að meta viðbrögð þeirra þegar
þau koma, en fyrst og fremst hvíli
málið á herðum þeirra stofnana sam-
gönguráðuneytisins sem fara með
öryggismál sjómanna. „Það er mjög
alvarleg ásökun ef það reynist vera
rétt að útgerðarmenn beiti skipstjóra
þrýstingi til þess að taka ákvarðanir
sem stefnt geta áhöfnum skipa í
hættu. Ég vona að það eigi ekki við
rök að styðjast, en ef það er rétt
er málið mjög alvarlegt og þarf að
taka fast á slíku,“ segir Þorsteinn.
Útgerðir þvinga ekki
skipstjóra
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segir það misskilning að
útgerðir sendi menn óviljuga á veið-
ar á hættuleg hafsvæði, ákvörðunin
sé tekin af skipstjórum. „Þeir menn
eru ekki hæfír til að vera skipstjórar
sem láta einhvem annan segja sér
hvar þeir eigi að vera með sín skip,
því ábyrgðin á velferð áhafnar og
skips er alltaf þeirra. Það kemur
ekki til greina að nokkur útgerðar-
maður sendi skipstjóra gegn vilja
hans með skip á eitthvert tiltekið
veiðisvæði,“ segir Kristján.
Málið hefur ekki enn verið lagt
fyrir stjóm LÍÚ, en Kristján segir
það verða gert innan skamms og
ráði hann nokkru í málinu muni
ákveðin niðurstaða liggja fyrir. „Ég
tel það alveg fráleitt að ætla stjórn-
völdum að ákveða við hvaða skilyrði
skip manna geta verið á sjó,“ segir
Kristján. Hann segir að ekki megi
ræða um skipin sem þarna em að
veiðum í sömu andrá, því þau séu
misjöfn að stærð og búnaði. Útgerð-
armenn geri sér grein fyrir því að
ákveðin áhætta fylgi vetrarveiðum
í Smugunni, en hvorki stjómvöld né
samtök útvegsmanna séu fær um
að gefa mönnum ráð um hvenær
þeir eigi að veiða, því verstu veður
geti brostið á utan þessa tiltekna
tímabils og menn verði alltaf að
sækja sjó af varfærni með hliðsjón
af því. „Ef stjórnvöld ákveða bann
á vetrarveiðar í Smugunni verða þau
líka að taka á sig ákveðna ábyrgð
um að þær séu í lagi á öðrum tíma,
sem þær þurfa alls ekki að vera,“
segir Kristján.
Ekki lært af reynslu
Hraðfrystistöðin á Þórshöfn gerir
út Stakfell ÞH undir íslenskum fána
og á helmingshlut í hentifánaskipun-
um Hágangi I og II á móti fyrirtæk-
inu Úthafi hf. á Vopnafirði, en þessi
skip hafa öll verið aðsópsmikil við
Smuguveiðar. Jóhtmn hefur lýst því
yfír að hann telji áskorun skipstjóra-
og stýrimannafélagsins furðulega og
kveðst ekki óttast um öryggi sjó-
manna á þessum slóðum umfram
aðrar. „Við sjáum engin rök fyrir
því að setja allsheijarbann við veið-
um á þessum slóðum að vetrarlagi,
fremur en einhvers staðar hér við
land,“ segir Jóhann.
Hann segir sjómenn segja að veð- fl
ur í Smugu séu almennt ekki eins
hörð og hér gerist, lægðirnar séu
t.d. miklu grynnri. Hins vegar geti
verið að einhver skip eigi ekki erindi
þangað allt árið um kring. Hafsteinn
Esjar Stefánsson, einn eigenda
Skriðjökuls hf. sem gerir út Óttar
Birting, segir að sjómenn sem hafa
veitt í Smugunni telji veiðar þar að
vetrarlagi síst verri en hér við land
þegar verst er. Norður af íslandi sé
ísing algeng og ölduhæð miklu meiri 1
en í Smugunni. Því sé ekki ástæða
til að vera andvígur vetrarveiðum í
Smugunni. Sturlaugur Stefánsson
segir fráleitt að líkja ástandinu hér
við ísland við ástandið norður í Bar-
entshafi og beri það vott um algera
vanþekkingu. Hann kveðst telja að
viðbrögð útgerðarmannanna séu þau
sem vænta mætti frá þeim.
Sturlaugur segir að skipstjórnar-
menn hafi gert sér grein fyrir hætt-
unni í fyrravetur, en ekki þorað að f
ræða hana opinberlega til þess að
vekja ekki ugg hjá aðstandendum
sjómanna í Smugunni á þeim tíma-
„Árið 1959 fórst togarinn Júlí frá
Hafnarfirði á Nýfundnalandsmiðum
með allri áhöfn, 30 manns, vegna
yfírísingar og ýmis íslensk skip önn-
ur lentu í miklum vandræðum. Eftir
þessar hörmungar lögðust úthafs-
veiðar íslendinga af um áratugi, og
ég hlýt að spyija hvort að menn
hafí ekki lært af reynslunni og geti
stýrt þessum veiðum af skynsemi >
ljósi hættunnar,“ segir Sturlaugur. j
'1