Morgunblaðið - 05.10.1994, Side 8

Morgunblaðið - 05.10.1994, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðstöfunarfé ráðherra r íkissij órnar innar Misjafnt hvort féð er nýtt til fulls MISJAFNT virðist hvort ráðherrar nýta allt það ráðstöfunarfé sem þeim er ætlað samkvæmt fjárlög- um. Á síðasta ári og þessu nýtti viðskiptaráðherra 3 milijón króna ráðstöfunarfé til fulls, en iðnaðar- ráðherra nýtti 5,6 milljónir af 8 milljón króna ráðstöfunarfé í fyrra. Fjármálaráðherra veitti 1.150 þúsund krónur af 6 milljón króna ráðstöfunarfé sínu í fyrra og í ár hefur hann veitt 1.060 þúsund krónur. Ráðherrum í sjálfsvald sett Eins og fram kom i Morgun- blaðinu í gær hafa ráðherrar sam- tals 83,7 milljón króna ráðstöfun- arfé. Magnús Pétursson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði að ráðherra væri í sjálfsvald sett hvernig þetta fé væri veitt. „Almenna reglan er hins vegar sú, að ráðherra notar þetta fé ekki til að stofna til skuldbindinga eða RÍKISSTJÓRNIN tekur ákvörðun í sameiningu um hvert þær 100 milljónir renna, sem henni er ætlað í ráðstöfunarfé á ári hveiju, að sögn Magnúsar Péturssonar, ráðu- neytisstjóra í fjármálaráðuneyt- inu. Magnús sagði að ákvörðun um að veita af þessu fé gerðist með þeim hætti, að einhver ráðherr- anna bæri upp tillögu um styrk til tiltekins máls. „Þar kennir margra grasa, til dæmis hefur rík- isstjórnin tekið af þessari heimild til að styrkja Rauða krossinn fjárfestinga," sagði Magnús. „þannig m}mdi hann ekki veita af þetta fé til að hefja byggingu húss, heldur er þetta hugsað til að hann geti leyst úr smærri málum. Slík afgreiðsla hefur ekkert fordæmis- gildi fyrir komandi ár.“ Magnús sagði að það væri ekk- ert launungarmál hvemig fjár- málaráðherra hefði varið ráðstöf- unarfé sínu. „í fyrra og í ár var ráðstöfunarfé fjármálaráðherra 6 milljónir króna hvort ár. í fyrra fóru 150 þúsund krónur til að styrkja ráðstefnu lögfræðinema og 1 milljón króna rann til Bygg- ingarþjónustunnar, gegn samsvar- andi stuðningi iðnaðarráðuneytis- ins. Meira var ekki nýtt af heimild- inni, en ónýtt heimild flyst á milli ára. Á þessu ári hefur fjármálaráð- herra veitt tvo styrki, annars veg- ar til ráðstefnu evrópskra laga- nemasamtaka, að fjárhæð 60 þús- und krónur og hins vegar til kaupa á afnotarétti námsefnis og mynd- vegna náttúruhamfara og hung- ursneyðar, eða veitt fé til aðstoðar í Bosníu og svo má lengi telja. Þama er um ýmsa styrki að ræða, sem eru ekki fyrirsjáanlegir við fjárlagagerðina." Magnús sagði að rikisstjómin hefði ávallt nýtt heimild sína. „Það er haldið yfirlit yfir þennan lið, líkt og gerist með ráðstöfunarfé ráðherra og ekkert leynilegt við það. Ríkisendurskoðun fylgist með ráðstöfunarfé ráðherra og ríkis- stjómar eins og öðru í ríkisfjár- málunum,“ sagði hann. banda af Stjómunarfélagi íslands, að upphæð 1 milljón króna.“ Magnús sgði að misjafnt væri hvort ráðherrar nýttu heimildina. „Fjármálaráðherra hefur notað þessa heimild mjög sparlega,“ sagði hann. Frá lOOþúsundum til 5 milljóna í frétt frá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu kemur fram, að ráð- stöfunarfé viðskiptaráðherra nam 3 milljónum í fyrra og vora þær nýttar í styrk til námskeiðs fyrir bankamenn frá Eystrasaltsríkjun- um hjá Alþjóðabankanum, 1,5 milljónir, Félag íslenskra stór- kaupmanna fékk 700 þúsund vegna þátttöku ráðuneytisins í könnun á flutningskostnaði á sjó til og frá landinu og 800 þúsund rannu til tækniaðstoðarsjóðs EBRD. Á þessu ári hefur viðskiptaráð- herra einnig nýtt 3 milljón króna heimildina. Tækniaðstoðarsjóður- inn fær 1,5 milljónir, 1,4 milljónir fara til söluskrifstofu fyrir erlenda fjárfesta og 100 þúsund í styrk til Sunnukórsins ti að halda af- mælistónleika í tilefni 60 ára af- mælis kórsins. Iðnaðarráðherra nýtti 5,6 millj- ónir af 8 milljón króna ráðstöfun- arfé á síðasta ári. 1,5 milljónir fóru til Orkustofnunar svo loka mætti gamalli og hættulegri bor- holu í Hveragerði, Byggingaþjón- ustan fékk 1,5 milljónir, Jarðbor- anir 400 þúsund, Stálsmiðjan 800 þúsund, Hagfræðistofa HÍ 500 þúsund og Norræna félagið 900 þúsund. Á þessu ári hefur iðnaðarráð- herra veitt 5 milljónir til stuðnings við endurskipulagningu og mark- aðsöflun í skipaiðnaði og 500 þús- und til opinberrar heimsóknar orku- og umhverfisráðherra Ham- borgar. Ætlað til ófyrir- sjáanlegra styrkja Formaður þjóðhátíðarnefndar Nefndin ber auð- vitað ábyrgð á störfum sínum Segir Matthías að áætl- uð útgjöld vegna aug- lýsinga, mannvirkja- gerðar, gæslu og læknis- vaktar, tónlistarflutnings, fæðis- og gistikostnaðar starfsmanna hafi farið 20 milljónir fram úr áætlun. Að auki hafi ákvarðanir um framkvæmdir fyrir 16,6 milljónir verið teknar síðar. Af hverju var ekki reynt að gera nákvæmari kostn- aðaráætlun? „Nefndin byijaði að starfa í septembermánuði á síðasta ári og hún hafði ein- ungis tvo mánuði til að gera áætlun um kostnað. Hefði ekki mátt skipa nefndina fyrr? „Jú. En það má alltaf deiía um hversu langur undirbúningstími þarf að vera. Við höfðum því miður engin gögn til að styðjast við. Að vísu spurð- umst við fyrir um hátíðina 1974 en fengum engar upplýsingar fyrr en löngu seinna.“ Nú fengust þær upplýsingar hjá forsætisráðuneytinu að Ríkis- bókhald hefði sagt að upplýsingar um kostnað vegna þjóðhátíðar- innar 1974 lægju ekki fyrir og það hefði verið látið gott heita. „Já, það hefði sjálfsagt verið gott að hafa þær upplýsingar til vísbendingar um kostnaðarliði. Hvað skýrir þessa kostnaðar- aukningu? „Þar má nefna sem dæmi ósk- ir heilbrigðisyfírvalda um trégólf í öll veitingatjöld, sem kostaði 6,2 milljónir aukalega, niðurgreiðslur fargjalda með almenningsvögn- um fyrir 5 milljónir, varanlegar leiðslur fyrir rafmagn, hljóðvarp og sjónvarp í stað bráðabirgða- lagna, sem kostuðu 3,4 milljónir og loks skreytingar og undirbún- ing í Valhöll vegna komu erlendra gesta, sem ekki hafði verið ráð fyrir gert að yrðu á okkar könnu, fyrir 2 milljónir. Þetta gera 16,6 milljónir umfram áætlun en allt þetta var talið rétt eða að ekki yrði hjá því komist." Nú gerðuð þið ráð fyrir 112 milljóna króna kostnaði í upphaf- legu kostnaðaráætlun- inni. Síðan kom á dag- inn að þið þyrftuð ekki að taka á ykkur kostn- að vegna vegafram- kvæmda sem, mér skilst að hafi verið um 11 milljón- ir, þannig að þið hafið áætlað að kostnaðurinn yrði um 100 milljón- ir, ekki rétt? „Jú, það er rétt.“ Síðan kemur í Ijós að fram- kvæmdafé ykkar er áætlað 80 milljónir, kom aldrei til greina að sníða stakk eftir vexti? „Það var dregið úr vegafram- kvæmdum og þar með var talið að við værum innan marka áætl- unarinnar sem slíkrar." Fylgdist enginn í ráðuneytinu með kostnaðinum? „Jú, ráðuneytinu var ætíð gerð grein fyrir stöðu mála.“ Voru menn þá meðvitaðir um það á sínum tíma að kostnaður færi fram úr áætlun? „Ef þú skoðar þetta þá er fjöldi ákvarðana tekinn nánast á síð- ustu tveimur til þremur vikunum. Breytingarnar á tjöldunum koma til dæmis ekki til fyrr en búið er að setja þau upp. Og það er ekki nema hálfum mánuði áður en Matthías A. Mathiesen ►ÚTGJÖLD sem tengdust störfum þjóðhátíðarnefndar reyndust 37 milljónum krónum hærri en ráðgert var í upphafi. Matthías Á. Mathiesen, formað- ur þjóðhátíðarnefndar, segir ástæðurnar einkum þær að fjár- hagsáætlun var gerð á skömm- um tíma áður en dagskrá var fuilmótuð og ekki hafi fengist réttar upplýsingar um kostnað. Ráðuneytinu gerð grein fyr- ir stöðunni hátíðin hefst sem við leggjum til að fargjöld verði greidd niður. Einnig kom það til í maí að menn stungu upp á varanlegum lögnum fyrir hljóðvarp og sjónvarp. Sama gildir um skreytingar vegna gest- anna.“ Var þá enginn að leggja sam- an? „Jú, jú, en í sjálfu sér kemur svo miirið af greiðslunum til á síðustu vikunum. Til dæmis fæð- is- og gistikostnaður þeirra sem eru að vinna að framkvæmdum og breytingar á mannvirkjum sem gera varð þegar smíðin var komin langt á leið.“ Má ekki segja að þetta sé hátt- ur íslendingsins þegar kemur að fjármálastjórn, sama hvort við á um einstaklinga, fyrirtækið eða ríkisvaldið? --------- „Jú, það má segja að þetta sé ósköp ís- lenskt fyrirbrigði. En það er fráleitt að halda því fram að þetta fólk sem þarna var að vinna hafí verið að bruðla með peninga. Nefndin sjálf fékk kaffí og rún- stykki á hverjum degi sem hún hélt fund í þá níu mánuði sem hún starfaði, einmitt til að forð- ast slíka gagnrýni.“ Hver ber ábyrgðina á þessum auknu útgjöldum? „Það er auðvitað þjóðhátíðar- nefnd sem ber ábyrgð á störfum sínum. En hún starfar á vegum ríkisstjórnarinnar.“ Hvað þáðir þú í laun fyrir for- mennsku í nefndinni? „Ég þáði 80 þúsund krónur á mánuði. Nefndarlaunin voru 40.000 og formanni voru greidd tvöföld nefndarlaun. Við þáðum laun frá 1. september 1993 til 31. júlí 1994. Hefur þú einhvern tíma óskað þess að 17. júní 1994 hefði aldrei runnið upp'! „Nei, það er mikið frekar að ég hafí óskað þess að getað end- urtekið þetta með fengna reynslu að leiðarljósi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.