Morgunblaðið - 05.10.1994, Side 11

Morgunblaðið - 05.10.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 11 Skagfjörðsskáli 40 ára FJÖRUTÍU ára afmælis Skagfjörðsskála í Þórs- mörk var fagnað á laugardaginn í blíðskapar- verði. Ferðafélag íslands var með hópferð í Þórs- mörk og lögðu um 200 manns leið sína þangað. Þar var afmælinu fagnað með ræðuhöldum, upp- lestri, söng og lauk með ratleik fyrir yngstu þáttak- endurna. Skagfjörðsskáli var tekinn í norkun 21. ágúst 1954 og hefur að minnsta kosti tvívegis ver- ið byggt við hann síðan. Nú geta um 80 manns gist í honum í einu, en hann er opinn frá því snemma á vorin og þar til síðla hausts. Morgunblaðið/Ingólfur Alþýðubandalag með forval á Vestfjörðum KJÖRNEFNDIR hafa hafið störf í þremur kjördæmum til að und- irbúa val á framboðslista Alþýðu- bandalagsins fyrir næstu alþingis- kosningar. Ákveðið hefur verið að hafa forval á Vestfjörðum en það hefur ekki verið tímasett. „Við erum byijaðir að spá í hlutina en varla neitt ákveðið komið út úr því,“ segir Einar Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins. Einar segir að kjörnefndirnar á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Austfjörðum séu að störfum og býst við að kjörnefndir verði skipaðar víðar á næstunni. Flokks- menn ákveða það heima í héruðum hvernig staðið verður að ákvörðun framboðslista og er því misjafnt milli kjördæma hvernig það er gert. Að sögn Einars hefur enginn núverandi þingmanna flokksins lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér til framboðs nú. Viðræður milli vinstri- manna í gangi Einar sagði að Alþýðubandalag- ið hefði lýst því yfir að það styðji nýsköpun í íslenskum stjórnmálum og væri vinstra fólk enn að spjalla saman um þau mál. Ef eitthvað kæmi út úr þeim samtölum gæti framboðsundirbúningur skyndi- lega komist í annan farveg en hann væri nú í. Síðborin tvílemba ÆR bar á bænum Innri-Múla á Barðaströnd í fyrradag tveimur lömbum, hrút og gimbur. Sveinn bóndi Þórðar- son sagði í samtali við Morg- unblaðið að þetta væri fremur sjaldgæft á þessum tíma árs, en eftir að féð kom af fjalli og var í túninu heima hafi hann tekið eftir að ein ærin var með lambi. Þetta hefur ekki áður gerzt hjá Sveini Þórðarsyni bónda. Náttúruverndarsamtök Austurlands Hugmyndir iðn- aðarráðuneytis óásættanlegar AÐALFUNDUR Náttúruverndar- samtaka Austurlands (NAUST) tel- ur hugmyndir iðnaðarráðuneytis frá ágúst 1994 um virkjanir norðan Vatnajökuls óásættanlegar. Þær byggi á samveitu og flutningi stórra fallvatna milli vatnasviða og lands- hluta með gífurlegri röskun á því umhverfi sem fyrir sé.Framkvæmd- irnar myndu hafa varanleg áhrif á ímynd og og svipmót Norður- og Austurlands og nýtingu viðkomandi landssvæða um leið og um leið landsins alls til útivistar og ferða- þjónustu. F’undurinn, haldinn 10. til 11. september, vekur athygli á að hvorki Alþingi eða önnur hlutaðeig- andi stjórnvöld hafi svarað grund- vallarspurningum er varða málið, m.a. hvort heimila eigi að veita stjór- fljótum, eins og Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal, austur í Lagarfljót. Áhrif slíkra framkvæmda varði þjóð- argersemar eins og Dettifoss og Þjóð- garðinn í Jökulsárgljúfrum en jafn- framt víðfem gróðurlendi og dýralíf svo og setmyndun í lónum og við strendur. Lögð er áhersla á að úttekt verði gerð á helstu fallvötnum lands- ins með tilliti til vemdargildis og nýtingar áður en lengra verði haldið. Skorað er á orkuyfirvöld að end- urskoða útfærslu virkjunar Jökulsár í Fljótsdal og Náttúmverndarráð að koma friðlýsingu á Snæfellssvæðið sem fyrst. I framhaldi af því verði gert nákvæmt skipulag um umferð um svæðið, einkum með tilliti til hreindýraveiða. Ungmenna- og íþróttafélag Bakka- fjarðar stofnað Bakkafirði - Haldinn var stofn- fundur Ungmenna- og íþróttafé- lagsins á Bakkafirði sunnudaginn 2. október sl. en svoleiðis félag hefur ekki verið starfrækt hér um árabil og talsverð eftirsjá að því. Á fundinn komu 33 allt frá fjögurra ára til sextugs og skrifuðu allir sig á listann til að gerast félagar í hinu nýja félagi. Félagið fékk nafnið Ungmenna- og íþróttafélag Bakka- fjarðar. Hinu nýja félagi var kosin 5 manna stjórn og var formaður kosinn Gunnþórun Steinarsdóttir. Á stofnfundinn var boðið góðum gestum frá íþróttahreyfíngunni, Sigurði Magnússyni, framkvæmda- stjóra ÍSÍ, Sigurjóni Bjarnasyni, stjórnarmanni í UMFÍ, Sigurði Að- alsteinssyni, formanni UÍA, og Jón- asi Þór Jóhannessyni, fram- kvæmdastjóra UÍA. Þeir tóku allir til máls í lok fundar og óskuðu íbú- um til hamingju með nýja félagið og hvöttu til þess að það gengi í UIA svo UÍA gæti orðið félaginu eins mikið innan handar og hægt yrði til að koma starfínu af stað. Þökkuðu íbúar Bakkaijarðar fyrir sig með lófataki, einnig var klappað fyr- ir Valborgu Jónsdóttur, skólastjóra, fyrir að rekast í þvi að stofna félagið. HÚ8gagnahöllin Tegund 385: Höfðagafl 152cm kr. 25.280,- náttborð kr. 24.150,- Tapestry Elite millistíf dýna á ramma 152x203 cm kr. 93.760,- Kommóða 4sk kr. 35.510,- tvöföld kommóða kr.43.720,- spegill kr.11.480,- Allt settið kr. 232*240,- stgr. Ef þig langar í amerískt rúm þá skaltu koma til okkar. Hvergi meira úrval og við hjálpum þér að finna réttu dýnuna. Einnig mikið úrval til af fallegum rúmteppum og svuntum. -wmt&wmgM9- eru Ísíendingar svona hrtfntr af amerískum rúmum ? Pað eru eflaust margar ástæður fyrir því en þó er ein aðal- ástæðan sú hvað dýnurnar frá Serta eru sérlega þægilegar. Eins eru amerísku svefnherbergishúsgögnin falleg, hlýleg og öðruvísi en við íslendingar eigum að venjast. I Húsgagna- höllinni getur að líta landsins mesta úrval af amerískum rúmum og dýnum. Serta dýnurnar fást í mörgum gerðum, stærðum og stífleikum og þeim fylgir margra ára ábyrgð og eru alltaf til á lager. BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.