Morgunblaðið - 05.10.1994, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hugbúnaðurinn Fjölnir verðlaunaður
Salan hérjókst
um 55% á árinu
DANSKA hugbúnaðarfyrirtækinu
PC&C, sem er frumhönnuður við-
skiptahugbúnaðarins Fjölnis, var í
síðustu viku veitt ein æðsta viður-
kenning Danmerkur sem hlotnast
getur fyrirtækjum í hugbúnaðargeir-
anum, IT-price (Information Tec-
hnology Price). Verðlaunin komu í
hlut PC&C vegna árangurs í sölu á
viðskiptakerfinu Fjölni, en hugbún-
aðurinn hefur náð mikilli útbreiðslu
í löndum Vestur-Evrópu auk þess
sem dreifing hans er nú hafin í
Bandaríkjunum. Þau eru veitt því
fyrirtæki sem skarar fram úr við
hönnun og sölu upplýsingakerfa fyr-
ir hvers kyns viðskipti og atvinnu-
rekstur. Frumkvöðull að IT-verð-
laununum er fyrirtækið IDG Scand-
inavia, útgefandi tímaritsins Comp-
uter World, að því er segir í frétt
frá Streng sem hefur umboð fyrir
Fjölni hér á landi
Strengur hf. hefur umboð fyrir
sölu og þróun Fjölnis á íslandi og
Fjargæslu-
kerfi frá
Vista vekur
athygli
VERKFRÆÐISTOFAN Vista fékk
nýlega beiðni um að fjargæslukerfi
sem hannað var fyrir gatnamála-
stjórann í Reykjavík verði kynnt á
stórri notendaráðstefnu hjá banda-
riska fyrirtækinu National Instru-
ments. Kerfið er notað við eftirlit á
fráveitukerfi borgarinnar og hefur
verið í notkun í eitt ár. Taldi banda-
ríska fyrirtækið fjargæslukerfið
bæði fjölþætt og vandað.
Vista notaði hugbúnaðinn LabVI-
EW frá National Instruments en hér
er um að ræða einn stærsta framleið-
anda heims á hugbúnaði og vélbún-
aði til gagnasöfnunár. LabVIEW er
myndrænt forritunarmál, sem eink-
um er ætlað til notkunar við gagna-
söfnun, greiningu, stýringar, o.þ.h.
í fjargæslukerfi gatnamálastjóra er
haft eftirlit með 6 dæiustöðvum, 3
regn- og rennslismælistöðvum og 2
hálkumælistöðvum, en upplýsingar
eru birtar í 4 skjástöðvum víðs veg-
ar um borgina. Það safnar einnig
upplýsingum saman sem síðan eru
geymdar og hægt er að nálgast með
aðgengilegum hætti.
samkvæmt upplýsingum Jóns Arnar
Guðbjartssonar, markaðsstjóra
Strengs, hefur salan gengið mjög
vel hér á landi. Þannig nota nú fimm
af tíu stærstu fyrirtækjum landsins
Fjölni í sínum rekstri en notendur
hér á landi eru hátt á áttunda hundr-
að. Hefur salan aukist um 55%
fyrstu átta mánuði ársins borið sam-
an við sama tíma í fyrra. Meðal
notenda sem bæst hafa í hópinn á
síðustu vikum og mánuðum, eru
Bflanaust, Sundco, Hennes & Mau-
ritz, Pharmaco, Héðinn hf, Baader
og O.Johnson og Kaaber.
Strengur hefur hannað ýmsar sér-
lausnir í F’jölni fyrir heimsmarkað
og er stefnt að því auka útflutning
Fjölnis-kerfa frá ísiandi á næstu
misserum. Utflutningur á síðustu
mánuðum hefur að mestu verið
bundinn við EDI-lausnir og SQL-
tengingar sem gera kleift að sækja
og senda gögn í gagnagrunnana
Informix, DB2 og Oracie.“
Komur erlendra •
ferðamanna til
landsins frá 1985 §
160 þús. ————
-J8
140
120
100
80
60
40
20
0
85 86 87 88 89 90 91 92 93 94
Erlendir ferða- menn í september 1994 eftir þjóðerni
1. Þýskaland 2.411 16,3%
2. Bandaríkin 2.382 16,1%
3. Svíþjóð 2.327 15,7%
4. Danmörk 1.928 13,0%
5. Norepur—- í .282 8,7%
6. Bretland 1.242 8,4%
7. Holland 781 5,3%
8. Frakkland 402 2,7%
9. Finnland 368 2,5%
10. Sviss 189 1,3%
Önnur lönd 1.490 10,1,%
ERLENDiR ferðamenn sem hingað hafa komið það sem af er þessu ári eru
þegar orðnir jafnmargir og á öllu síðastliðnu ári eða alls rösklega 155 þúsund.
Á þessu ári stefnir því í verulega fjölgun ferðamanna annað árið í röð eftir nokkra
kyrrstöðu að þessu leyti árin 1990-1992. Verði aukningin hliðstæð áfram má
reikna með að fjöldi erlendra gesta á ári verði orðinn sá sami og íbúafjöldinn um
næstu aldamót. Töluverður árangur hefur náðst í því að laða hingað ferðamenn
utan háannatímans og nýlega benti Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, á þá
staðreynd að erlendir gestir utan háannatímans árið 1993 hafi verið jafnmargir og
allir erlendir gestir 10 árum áður. Á sama tímabili hefur hlutfall gjaldeyristekna í
ferðaþjónustu af heildargjaldeyristekjum vaxið úr um 5% í 11 %.
Orkumál
Áliðnaðurinn óttast
fríálsan orkumarkað
RÓTTÆKAR breytingar eru að
verða á raforkuiðnaðinum víða um
lönd og má rekja þær til þeirra
erfiðleika, sem hann átti við' að
stríða um skeið á síðasta áratug.
Raforkufyrirtæki hafa verið einka-
vædd og sums staðar er verið að
ijúfa þá miklu samtengingu, sem
einkennt hefur iðnaðinn. Það er
með öðrum orðum að skapast
fijáls markaður með raforkuna og
af því hafa frammámenn í áliðn-
aði nokkrar áhyggjur. Kemur
þetta fram í nýlegu hefti af Metal
BuIIetin en þar segir einnig, að
hagstæðustu raforkukaupin í Evr-
ópu séu á íslandi.
„Það er ekki spurning hvort um
verður að ræða fijálsan markað
með raforku, heldur hVaða reglur
muni gilda um hann,“ sagði Robin
Adams, forstjóri Resource Stra-
tegies, á ráðstefnu um áliðnaðinn
í París í síðasta mánuði og hann
Langbestu raforku-
kaupin í Evrópu sögð
vera í íslandi
spáði því, að á næstu 20 árum
yrði þróunin í þessa átt á sumum
svæðum.
Innan áliðnaðarins óttast marg-
ir, að hann verði undir í samkeppn-
inni um takmarkaða orku við
minni notendur en Adams telur
þann ótta á misskilningi byggðan.
Áliðnaðarmenn óttast einnig, að
við fijálsar markaðsaðstæður
muni „dýru“ svæðin yfirbjóða þau
„ódýru“ en álbræðslurnar eru yfir-
leitt á þeim síðarnefndu.
Adams segir hins vegar, að
flutningur á raforku um langan
veg, sérstaklega frá misáreiðan-
legum vatnsorkuverum, sé ekki
jafn einfaldur og ætla mætti og
hann telur, að álverin geti lækkað
kostnaðinn með því nota meira af
umframorku en venjan hefur ver-
ið.
Nýjar álbræðslur reistar í
Kanada og á Norðurlöndum
Frelsi á raforkumarkaðinum
mun einnig hafa mikil áhrif á
smíði nýrra bræðslna. Líklegt er,
að fáar verði reistar í Bandaríkjun-
um og Vestur-Evrópu, heldur í
orkuríkum jaðarríkjum eins og
sums staðar í Kanada og á Norður-
löndum. Adams telur, að raforku-
verðið verði að vera á bilinu 15
til 20 mills en Quebec í Kanada
getur þó ekki lengur boðið orkuna
fyrir minna en 20. Mikið framboð
er hins vegar af ódýrri orku í
Venesúela.
í Evrópu er fátt um fína drætti
en langbestu orkukaupin eru á
íslandi, aðeins undir 20 mills.
HÁSKÓLIÍSLANDS
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Iðntæknistofnunll
Námskeið um stofnun fyrirtækja
Opinn kynningarfundur
8. októberkl. 9:00- 13:00.
Kynnt verður innihald námskeiða um stofnun fyrirtækja, sem Iðntæknistofnun
og Endurmenntunarstofnun halda með stuðningi Iðnaðarráðuneytisins.
Haldið í Lögbergi. (Háskóla íslands) stofu 101.
Stofnun fyrirtækja
Námskeið ætlað öllum sem vilja kynnast
stofnun og rekstri fyrirtækja.
Haldið á Iðntæknistofnun
24. - 28. okt. og 21. - 25. nóv.
Skráning og upplýsingar í síma 91-887000
Stofnun fyrirtækja
Námskeið ætlað Háskóla- og Tækniskólaf ólki.
Haldið ÍTæknigarði
11., 13., 17., 19.,og25. okt.
Skráning og upplýsingar í síma 91-694940.
Reykj avíkurborg
Sala bréfa
að hefjast
BORGARRÁÐ samþykkti í gær
að ganga til samninga við Fjár-
festingarfélagið Skandia hf. og
Handsal hf. um útgáfu og sölu
skuldabréfa Reykjavíkurborgar
samtals að nafnverði 950 millj-
ónir króna. Bréfin eru til 10 ára
með gjalddaga einu sinni á ári,
fyrst hinn 17. október 1995.
Þau verða seld miðað við meðal-
tal kaupávöxtunarkröfu hús-
bréfa í 3. flokki 1994, sem nú
er 5,34%, að viðbættu 0,03%
álagi. Þannig gæti ávöxtun
bréfanna breyst á sölutímabil-
inu ef breyting verður á ávöxt-
unarkröfu húsbréfa. Þá er að
finna í bréfunum sérstakt upp-
greiðsluákvæði um að hægt sé
að greiða þau upp frá og með
fimmta gjalddaga þeirra.
í samningi borgarsjóðs
Reykjavíkur við Skandia og
Handsal er kveðið á um sölu-
tryggingu 500 milljóna af út-
boðinu en 450 milljónir verða í
umboðssölu. Söluþóknun til fyr-
irtækjanna er 0,4%.
Kaupþing sendi í gær erindi
til borgarstjóra með athuga-
semdum við þá tillögu sem lá
fyrir hjá borgarráði. Þar er bent
á að ávöxtunarkrafan í tilboð-
unum hafi verið sú sama. Tilboð
Kaupþings sé hins vegar hag-
stæðara en hinna tveggja fyrir-
tækjanna svo nemi hundruðum
þúsunda króna.
Að sögn Eggerts Jónssonar,
borgarhagfræðings, hafði tilboð
Skandia og Handsals það fram
yfir tilboð Kaupþings að ekki
var um að ræða svonefnt upp-
greiðsluálag. Jafnframt var
gert ráð fyrir að Skandia og
Handsal . yrðu viðskiptavakar
með bréfm. Að mati borgaryfir-
valda hafí þetta vegið þyngra
en sá 420 þúsund króna munur
sem var á tilboðunum.
*
Kaup Isal á
ótryggðu raf-
magni gætu
tvöfaldast
ÍSAL hefur náð samningi við
Landsvirkjun um kaup á
ótryggðu rafmagni sem felur í
sér möguleika á því að tvöfalda
slík kaup frá því sem verið hef-
ur. Samningurinn gerir ráð fyr-
ir að ísal sé heimilt að kaupa
alls um 628 GWst af ótryggðu
rafmagni á árunum 1995-1997
eða ails um 209 GWst að meðal-
tali á ári.
Isal greiðir viðkomandi gjald-
skrárverð fyrir rafmagnið eins
og það verðui; á hveijuiri tíma
en miðað við núgildandi gjald-
skrá gætu þessi kaup numið
að hámarki 137 milljónum ár-
lega til viðbótar hámarkskaup-
um á forgangsorku, segir í frétt
frá Landsvirkjun.
O ■ ACO ■ ACO ■ ACO
aco
SÍMI: 91-627333 ■ FAX: 91-628622
SKIPHOLT117 • 105 REYKJAVlK
UÓNSKARPAR
Tölvun