Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 15 Reuter BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, á blaðamannafundi í Moskvu í gær í tilefni þess að ár er liðið frá því hann sendi skriðdreka að þinghúsinu til að kveða niður uppreisn andstæðinga sinna. Ár liðið frá árásinni á uppreisnarmenn í þinghúsinu Jeltsín ljær máls á að kommúnistar fái ráðherraembætti Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að vel kæmi til greina að fulltrúar kommúnista fengju sæti í stjóm landsins og boðaði frek- ari efnahagsumbætur. Jeltsín sagði þetta á blaðamannafundi í tilefni þess að í gær var ár liðið frá því hann sendi skriðdreka að þinghús- inu í Moskvu til að bijóta uppreisn andstæðinga sinna á bak aftur. Forsetinn kvaðst vera að byggja' upp nýtt Rússland „án böls, blóðsút- hellinga og blekkinga". Hann sagði að Rússland væri enn stórveldi og myndi krefjast þess áfram að fá að vera með í ráðum um alþjóðamál. 140 manns biðu bana í árásinni og Jeltsín sagði mannfallið sorg- legt. „Mestu skiptir þó að ekki varð önnur Október-bylting," bætti hann við og vísaði til byltingar bolsévíka árið 1917 sem leiddi til rúmlega sjö áratuga alræðis kommúnista. Jeltsín sagði að ráðgerðar væm smávægilegar breytingar á stjórn- inni og kvaðst ekkert hafa á móti því að stjórnarandstöðuflokkar fengju fulltrúa í henni. „Endurnýjun er ósköp eðlileg fyrir lifandi fyrir- bæri,“ sagði forsetinn þegar hann var spurður hvort kommúnistar gætu - fengið ráðherraembætti. „Stjórnin er lifandi fyrirbæri og mannaskipti í einu eða tveimur ráðuneytum koma vel til greina. Það er engin synd að stjórnarand- stæðingar gangi til liðs við stjórn- ina. Slíkt myndi aðeins stuðla að stöðugleika." Kommúnistaflokkur Rússlands varð ein af fjórum stærstu fylking- unum á þinginu eftir þingkosning- arnar í desember en hefur ekki haft fulltrúa í stjórninni. Gennadíj Zjúganov, leiðtogi flokksins, hefur beitt sér af hörku gegn Jeltsín og í síðasta mánuði tók hann þátt í fundi með leiðtogum þjóðernissinna þar sem ákveðið var að tilnefna sameiginlegan frambjóðanda í for- setakosningunum sem eiga að fara Villbyggja upp nýtt Rússland án „blóðsúthellinga og blekkinga“ fram í júní 1996. Nokkrir af ráðgjöfum Jeltsíns hafa lagt fast að honum að fresta kosningunum en Jeltsín sagði á blaðamannafundinum að hann væri andvígur því. Vill meiri fjárfestingar Jeltsín kvaðst vilja meiri erlendar fjárfestingar í Rússlandi og gaf stjórninni fyrirmæli um að skapa betri skilyrði fyrir erlenda og rúss- neska kaupsýslumenn. Hann sagði að setja þyrfti nýja skattalöggjöf og koma skipulagi á hlutabréfa- markaðinn. Erlendar fjárfestingar á rúss- neska fjármagnsmarkaðinum hafa aukist verulega á árinu. Anatolíj Tsjúbajs einkavæðingarráðherra sagði nýlega að útlendingar hefðu íjárfest fyrir tvo milljarða dala, 136 milljarða króna, á fyrri helmingi ársins, tvöfalt meira en allt síðasta ár. Stöðugleiki í efnahagnum Jeltsín sagði að stöðugleiki væri að skapast í efnahag Rússlands og erlendir fjárfestar myndu njóta góðs af því. „Efnahagsástandið gerir okkur nú kleift að leggja fram nákvæmar spár, ekki aðeins fyrir næsta ár heldur fyrir næstu þijú til íjögur árin,“ sagði hann. Verðbólgan minnkaði niður í 4% á mánuði í ágúst og hefur aldrei verið jafn lág frá því verðlag var gefið fijálst í janúar 1992. Verð- bólgan mældist 22% á mánuði í byijun ársins. Jeltsín sagði þessa þróun „undra- verða“, en hagfræðingar telja að verðbólgan eigi eftir að aukist aft- ur. Þeir segja að peningaframboðið sé að aukast vegna nýlegra lána ríkisins til bænda og fyrirtækja. Stöðugleiki í stjórnmálunum Nú þegar ár er liðið frá því Jelts- ín sendi skriðdreka að þinghúsinu í Moskvu segja fréttaskýrendur á Vesturlöndum að stöðugleika sé farið að gæta í rússneskum stjóm- málum. „Eins og nú er ástatt hefur Jeltsín unnið langvinna baráttu um völdin gegn andstæðingum umbóta- stefnu hans,“ sagði þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung í forystugrein í gær. „Rússnesk stjórnmál hafa ekki verið jafn frið- samleg í langan tíma og síðustu níu mánuðina." Jeltsín hefur stafað lítil hætta af stjórnarandstöðunni vegna óein- ingar hennar og æ minna ber á Vladímír Zhírínovskíj, þjóðemis- sinnanum öfgafulla. „Jeltsín á við vandamál að stríða en það er erfitt að sjá hvaðan raunvemleg ógnun við hann ætti að koma,“ sagði evr- ópskur stjómarerindreki. Spumingar hafa þó vaknað um heilsu forsetans og áfengisdrykkju. Á dögunum var fullyrt að hann hefði ekki getað átt fund með Al- bert Reynolds forsætisráðherra ír- lands sökum áfengisneyslu en við komu sína til Moskvu sagði Jeltsín að hann hefði sofið yfir sig. Hann sagði að öryggisverðir hefðu ekki viljað vekja hann og því hefði ekk- ert orðið af fundinum. Nokkrir við- staddra fullyrtu að forsetinn hefði verið drukkinn er hann sneri heim úr langri ferð til Bandaríkjanna þar sem hann átti m.a. fund með Bill Clinton forseta. Þótt menn óttist ekki lengur að mannskæð borgarastyrjöld blossi upp í Rússlandi hafa þeir enn áhyggjur af átökum við suðurlanda- mærin, starfsemi skipulagðra glæpasamtaka og smygli á efnum í kjarnavopn. [HflRlEY-DAVIDSOH HINN NÝISTÍLL Blek- og kúlublekpennan, B litin. Frábaen gaeöi og mjög gott verð. Sölustaöin: HALLARMÚLA*KRINGLUNN SKAKHUSIÐ Sjónvarpsmarkaðurinn HLEIVIIVII LAUGAVEG l Póstverslun • Sími: 121 I I AHHA HF • HEILDVERSLUN • SÍMI: 624667

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.