Morgunblaðið - 05.10.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 05.10.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 19 JENNY Holzer: Texti af Lostamorðs-ljósmyndum. Lostamorð Svartur „Superman“ KVIKJVIYNDIR Iláskólabíó LOFTSTEIN AMAÐURINN „THE METEOR MAN“ ★ Leikstjóri og handritshöfundur: Rob- ert Townsend. Aðalhlutverk: Towns- end, James Earl Jones, Bill Cosby, Sinbad. Metro Goldwyn Meyer. 1993 ER Þetta fugl? Er þetta flugvél? Er þetta Súperman? Nú, bara Loft- steinamaðurinn. Bandaríska gaman- myndin „The Meteor Man“ eða Lof- steinamaðurinn fær ekki svo lítið að láni hjá myndasögunum og bíó- myndunum um Súperman og notar það í heilmikinn boðskap til svert- ingja í fátækrahverfum Bandaríkj- anna um að snúast gegn eiturlyfjum og ofbeldi á götum úti. Höfundurinn er Robert Townsend sem vakti nokkra athygli fyrir nokkrum árum með annarri og enn minni (og mun betri) mynd, „Hollywood Shuffle", sem fjallaði um það hvernig svörtum leikara vegnaði í Hollywood þar sem svertingjar eru aðallega notaðir í melludólgshlutverk. Loftsteinamað- urinn blandar af djörfung margt- uggnum boðskap við framandlega ofurmennissögu og missir að mestu leyti marks. Townsend gerir handritið, leik- stýrir og fer með aðalhlutverkið svo hann ber fulla ábyrgð á myndinni en það er óvíst hvert hann er að fara með henni. Sagan er í aðra rönd- ina vísindaskáldskapur sem ekki er af þessum heimi og full af tæknibrell- um en í hina saga af vandamálum svertingja í borgum full af ýktum búningum og klíkusstælum, sem allt- af virka hallærislegir. Townsend leik- ur kennara í hverfinu sínu sem kvöld eitt verður fyrir grænum loftsteini (sennilega frá Krypton) og lifir það af merkilegt nokk en tekur eftir því að hann er allur orðinn ofurmannleg- ur og getur flogið. Það kemur sér einkar vel í baráttu hans við óþokk- ana í hverfinu, sem er svertingjaklíka er ræður ríkjum með ofbeldi og eitur- lyfjaframleiðslu. Klíkan sú á sjálfsagt að vera dæmigerð fyrir allar svertingaklíkur stórborganna og hvernig þær ráða lífi og örlögum í fátækrahverfunum og Loftsteinamaðurinn er bjargvætt- urinn því hann er ekki aðeins ofur- mannlegur heldur blæs þori í íbúana til að takast sjálfir á við vandann. En myndin er ansi furðuleg fantaísa og stærsti gallinn er sá að Townsend tekur sjálfan sig og Loftsteinamann- inn alltaf mjög hátíðlega og það er kannski mesti brandarinn þegar allt kemur til alls. Sjálfur er Townsend geðugur í titilhlutverkinu en misbeit- ingin á James Earl Jones í versta hlutverki sínu til þessa verður ekki fyrirgefin. Bill Cosby fer með lítið hlutverk og gerir engan skaða. Arnaldur Indriðason MYNPLIST IVI o k k a LJÓSMYNDIR Jenny Holzer. Opið alla daga til 17. október. Aðgangfur ókeypis ÞAÐ er sjaldnast mikið við haft, þegar nýjar sýningar eru opnaðar á Mokka við Skólavörðustíg; frem- ur má tala um að þar læðist sýn- ingar inn og oft er ekki ljóst fyrr en eftir á hversu merkilegt fram- tak er um að ræða hveiju sinni. Þetta á vissulega við sýninguna sem nú er uppi á veggjum kaffi- hússins, en hér er kominn hluti af sýningu bandarísku listakon- unnar Jenny Holzer, sem haldin var í New York í vor sem leið. Nafn Jenny Holzer ætti að fá ýmsa til að sperra eyrun. Þessi listakona tók fyrst að vekja á sér athygli í Bandaríkjunum 1977 og smám saman reis frægðarsól hennar hærra, jafnt heima fyrir sem á alþjóðlegum vettvangi. Há- marki náði frægðin sjálfsagt með þremur stórum sýningum 1989-90, en síðara árið var hún fulltrúi Bandaríkjanna á Tvíær- ingnum í Feneyjum. Hún hlaut þar eina helstu viðurkenningu sýning- arinnar, en varð jafnframt fyrir óvæginni gagnrýni, enda verið mikið í sviðsljósinu næstu árin á undan. Listakonan hafði hægt um sig næstu árin og sýningin í vor mun hafa verið sú fyrsta sem hún hafði haldið í New York um fimm ára skeið. Verk Jenny Holzer eru texta- verk í ýmsum miðlum, setningar sem hún reiðir fram í ljósadýrð rafmagnstöflunnar, á auglýsinga- skiltum, plakötum, greiptar í málm og marmara, meitlaðar utan á steinkistur o.s.frv. Þessi verk hafa þróast með ákveðnum hætti í gegnum árin, frá því að vera ögrandi sannleikskorn almennrar lífsspeki („Gerviþarfir eru að fara með jörðina“, „Sleggjudómar eru merki um lífsþrótt"), til fullyrð- inga sem skapa andúð („Byssur skila árangri", „Þegar þér er farið að líka við sársauka verða hlutirn- ir athyglisverðir“) og persónulegra áréttinga („Fita á mjöðmun mynd- ast þegar þú liggur eða situr“, „Njóttu gæsku því það er alltaf möguleiki á myskunnarleysi síð- ar“). Þrátt fyrir að miðlunin hafi ætíð verið afar opinber — plaköt límd við hlið auglýsinga um tón- leika og bjór, flennistór skilti á íþróttaleikvöngum, garðbekkir — þá er inntak textanna persónulegs eðlis, eins og sést af þessum örfáu dæmum. Þetta byggist á hversu vel listakonunni hefur tekist að tengja verk sín mikilvægum um- ræðuefnum hveiju sinni (umhverf- ismálum, kynþáttamálum, skot- vopnaeign o.s.frv.) og gera mynd- listina þannig virka í þjóðfélags- umræðu dagsins. Þetta sést vel á efnivið sýning- arinnar. Fyrir yfirskrift hefur Jenny Holzer valið þýska orðið „Lustmord“, sem einfaldast er að þýða sem „lostamorð", en sýningin tengist hinum óhugnanlegu at- burðum í Bosníu síðustu ár og notkun nauðgana sem árásar- vopns gegn konum. Textana samdi listakonan eftir að hafa lesið mik- inn fjölda vitnisburða og greina og setti þá fram þannig að þeir gætu komið frá þremur aðilum: illvirkjanum, fórnarlambinu og loks vitni, sem fylgist með, en fær ekkert að gert. Viðfangsefni sem þessi hafa oftast verið nánast ósnertanleg í myndlistinni; það má leita allt aft- ur til Goya og grafíkmynda hans til að finna umfjöllun um sambæri- lega hluti. Hér eru setningarnar ritaðar með bleki á bert hörund, þannig að áhorfandinn er stöðugt minntur á þá misþyrmingu líkam- ans, sem þarna er verið að fjalla um; það er ekki hægt að gera nauðgun að fræðilegum eða heim- spekilegum bollaleggingum þegar þannig er unnið. Samkvæmt umsögnum voru ljósmyndirnar einmitt virkasti hluti sýningarinnar sem var haldin í New York; í öðrum þáttum henn- ar dró hlutur tækninnar í uppsetn- ingunni vísast úr áhrifunum, þar sem hann var of ráðandi. Hér er hin ógnvekjandi eymd orðsins á beru holdi milliliðalaus og ekkert sem truflar. Spurningunni um vægi mynd- listarinnar í boðskapnum verður ekki svarað nema menn reyni að taka textana út úr myndunum; án þeirra eru myndirnar enn grípandi og án myndanna missa textarnir talsvert af sínu afli. Því verður ekki annað sagt en að þessir tveir þættir vinni vel saman. Það er rétt að hvetja sem flesta til að kynna sér sýninguna hér, sem þó er aðeins brot af stærri heild. Hún ætti þó m.a. að gefa listafólki vísbendingu um, að það er hægt að taka á þjóðfélagslega viðkvæmum málum í myndlist; með því að gera það ekki eru menn á vissan hátt að skjóta sér undan þeirri ábyrgð, sem listin ber í samfélaginu. Eiríkur Þorláksson Framleiðum áprentaða tau-burð- arpoka. Lágmarkspöntun 30 stk. Bolir, húfur og svuntur. Húfu og tauprent, sími 91-887911 j fiíoodo/i BIRYANI - INDVERSKT: HRÍSGRIÓN MEÐ GRÆNMETI, KIÚKLING OG KRYDDI. TORTIGLIONI - ÍTALSKT: PASTASKRÚFUR MEÐ GRÆNMETI, NAUTAKIÖTI OG KRYDDI. FARFALLE - ÍTALSKT: PASTASLAUFUR MEÐ GRÆNMETi, SKINKU OG OST. Ein msk. smjör á pönnuna, rétturinn út í og allt tilbúið á 5 mín. Skyndiréttir sem bragðast og líta út sem bestu sérréttir!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.