Morgunblaðið - 05.10.1994, Side 33

Morgunblaðið - 05.10.1994, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ Anand eða Kamsky skorar á Kasparov SKAK Undanúrs1 i t áskor- cndakcppni PCA Interpolis útsláttarmótíð í Tilburg Haustmót Taflfélags Reykjavíkur GATA Kamsky frá Bandaríkj- anunum sigraði Nigel Short frá Englandi og Indveijinn Anand lagði Michael Adams, Englandi, að velli í undanúrslitum PCA- áskorendakeppninnar. Lokatölurn- ar í báðum einvígjunum gefa til kynna hrikalegt afhroð ensku meistaranna, 5V2-V2. Það verða því Kamsky og Anand sem munu leiða saman hesta sína í úrslitaeinvíginu um áskorunarréttinn á Gary Ka- sparov, heimsmeistara atvinnu- mannasambandsins PCA. Það er til mikils að vinna fyrir Anand og Kamsky að komast í heimsmeistaraeinvígið, því verð- launin þar verða væntanlega hund- ruð milljóna íslenskra króna. Þess er tæplega að vænta að alþjóða- skáksambandið FIDE nái að hafa jafnhá verðlaun í sinni heimsmeist- arakeppni. Þar eru fjórir skákmenn eftir og fara undanúrslitin fram á Indlandi í febrúar, þá mætast ann- ars vegar Karpov, FTDE-heims- meistari, og Gelfand, Hvíta-Rúss- landi, og hins vegar Gata Kamsky og Rússinn Valery Salov. Salov sigraði í Tilburg Það var einmitt Valery Salov sem sigraði landa sinn Evgení Barejev í úrslitum á Interpolis-útsláttar- mótinu í Tilburg sem lauk fyrir helgina. Salov vann fyrri úr- slitaskákina eftir gróf- an afleik Barejevs í betri stöðu og hélt síð- an jafntefli í þeirri síð- ari. Það er greinilegt að Salov .er vaxandi skákmaður og það verður ekki létt verk fyrir Gata Kamsky að yfirbuga hann í FIDE- einvíginu í febrúar. Barejev sló Karpov út í undanúrslitunum. Þessi athyglisverða staða kom upp í fyrri skák þeirra. Líklega hefur Karpov ekki liðið of vel í stöðunni, hann hefur sjálfur mikið dálæti á biskupaparinu (þótt hann vilji ekki viðurkenna það!) og hér þarf hann að veijast gegn því: Svart: Anatólí Karpov Sjá stöðumynd 1. 26. - g5? Það er sjaldgæft að sjá Karpov veikja kóngsstöðuna að óþörfu en hann gerir sér vonir um að króa hvíta hrókinn inni. Betra var 26. - Rf6, þótt hvítur standi betur. 27. axb6 - axb6, 28. Hxa8+ - Bxa8, 29. Da3! Þessi leppun setur svart í mikinn bobba. Skást er nú líklega 29. - Rc5, en þá gæti hvítur t.d. unnið peð með 29. Bxc5 - bxc5, 30. Hc4. í stað- inn lendir Karpov í slæmu endatafli. 29. - Da5, 30. Dxa5 - bxa5, 31. f3! - f5, 32. fxe4 - Hxd4, 33. cxd4 - fxg4, 34. Bd3 - a4, 35. d5 - Ke7, 36. Kf2 - Kd6, 37. Ke3 - a3, 38. Bbl Með tvö samstæð frípeð stendur hvítur með pálmann í hönd- unum. Eftir 38. - Ke5 gæti hann flutt kóng- inn yfir á drottningar- væng með öruggum vinningi. Karpov reyndi í örvæntingu: 38. - g3, 39. hxg3 - Ke5, 40. Kd3 - Bb7, 41. Kc4 - Bc8, 42. Kb4 - Bg4, 43. Kxa3 - Be2, 44. Kb4 - Bfl, 45. Kc5 - Bxg2, 46. Bd3 - Bf3, 47. d6 - Bg4, 48. VALERY Salov sigraði í Tilburg. MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 33 Kc6 - Bc8, 49. Kc7 - Be6, 50. Bc4 - Bg4, 51. Be2 - Be6, 52. Bf3 - g4, 53. Bg2 - h5, 54. d7 og Karpov gafst upp. Ljótur afleikur Barejevs reyndist afdrifaríkur í úrslitunum. Þessi staða kom upp eftir 26. leik Salovs, sem var De2-f3: Svart: Evgení Barejev 26. - Rxf4! Fórnar manni fyrir þijú peð og sóknarfæri. 27. gxf4 - Dxh4+, 28. Kgl - Bxf4, 29. Hxc5 Salov gefur manninn til baka og fær tvö peð í staðinn. 29. Hc2 - Be3+, 30. Kfl - Rd7 var ekki gæfulegt. Þá hótar svartur bæði 31. - Re5 og 31. - Hb6 og síðan Hf6. 29. - Be3+, 30. Kfl - Bxd2, 31. Bxd4 - Rd7, 32. Hd5 - Rf8, 33. Ke2 - Df4, 34. Hfl Barejev hefur unnið peð og möguleikarnir eru hans megin þótt vinningurinn verði greinilega tor- sóttur. En nú leikur hann af sér skiptamun: 34. - Re6??, 35. Be5 - Dxf3+, 36. Bxf3 - Bg5, 37. Bxb8 - Hxb8, 38. Kf2 - Be7, 39. a4 - bxa4, 40. bxa4 - Hb2+, 41. Kg3 - Bb4, 42. Bg4 - Rg5, 43. Bd7 - Kh7, 44. Hxg5! Gefur skiptamuninn til baka en fær í staðinn tvö samstæð frípeð. 44. - hxg5, 45. Hxf7 - Bel+, 46. Kh3 - He2, 47. Kg4 - He3, 48. Hf3 - He2, 49. Kxg5 - Bd2+, 50. Kf5 - g6+, 51. Ke6 - Bc3, 52. Kd5 - Kg7, 53. d4 - Bb2, 54. Bb5 - Hg2, 55. e5 - g5, 56. e6 - Hd2, 57. e7 og Barejév gafst upp. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur Árlegt haustmót TR hófst á sunnudaginn. Tveir alþjóðlegir meistarar eru á meðal keppenda í A-flokki, Þröstur Þórhallsson og Sævar Bjarnason. Það er líklegt að þeir tveir beijist um efsta sætið ásamt Jóni Garðari Viðarssyni, en Þröstur verður að teljast sigur- stranglegastur. Keppendur í A- flokki eru þessir, taldir upp í röð eftir íslenskum skákstigum þeirra: Þröstur Þórhallsson 2.445 Sævar Bjarnason 2.390 Jón Garðar Viðarsson 2.370 Áskell Örn Kárason 2.205 Tómas Björnsson 2.200 Magnús Örn Úlfarsson 2.170 Kristján Eðvarðsson 2.155 Sigurbjörn Björnsson 2.115 James Burden 2.110 Ólafur B. Þórsson 2.110 Jón Viktor Gunnarsson 2.075 Páll A. Þórarinsson 2.070 Úrslit í fyrstu umferð urðu þau að Þröstur vann Tómas, Sævar vann Áskel, Ólafur B. vann Jón Viktor, Jón Garðar vann Pál Agnar og Magnús Örn vann Kristján. Önnur umferðin verður tefld á miðvikudagskvöldið. Margeir Pétursson BRIPS Umsjón Arnór G. Ragna rsson íslandsmótið 1 einmenningi 1994 NÚ ER skráningu í íslandsmótið langt komin, 80 spilarar hafa þegar skráð sig og hámarkið er 112 spilar- ar. Keppnin hefstkl. 11 laugardaginn 8. október nk. í Sigtúni 9 og verða spilaðar tvær þrjátíu spila lotur á laugardeginum og lýkur spila- mennsku um kl. 21. Sunnudaginn 9. október hefst spilamennska einnig kl. 11 og þá verður spiluð ein um- ferð og mótinu lýkur kl. 16 með verðlaunaafhendingu. Keppnisgjald er 2.500 kr. á mann og greiðist við upphaf spilamennsku. Spilað er um gullstig í hverri umferð. Keppnis- stjóri og reiknimeistari er Kristján Háuksson. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Spilaður var tvímenningur fimmtu- daginn 29. september síðastliðinn og mættu tuttugu pör og spilað var í tveim riðlum. A-riðill, 10 pör Elín J ónsdóttir - Lilja Guðnadóttir 141 Baldur Helgason - Haukur Guðmundsson 123 Ingibjörg Stefánsdóttir - Fróði B. Pálsson 114 Þórarinn Árnason — Bergur Þorvaldsson 112 B-riðill, 10 pör Lárus Amórsson - Asthildur Sigurgísladóttir 126 Eyjólfur Halldórsson - Hjálmar Gíslason 124 Ragnar Halldórss. - Vilhjálmur Guðmundss. 124 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 123 Meðalskor 108 Sunnudaginn 2. október 1994 spil- uðu tuttugu pör í tveim riðlum. A-riðill Þorleifur Þórarinsson - Gunnþórann Erlingsd. 144 Ingiríður Jónsdóttir - Jóhanna Gunnlaugsd. 128 Láras Arnórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 123 Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson 119 B-riðill Bergsveinn BreiðQörð - Baldur Ásgeirsson 123 Ragnar Halldórss. - Vilhjálmur Guðmundss. 118 SigurðurÁtnundason - Nanna Ágústsdóttir 115 Eyjólfur Halldórsson — Þórólfur Meyvantsson 114 Meðalskor 108 DAGUR FRÍMERKISINS FRIMERKJASOFNUN : • - - ! 3p««. | ÍSI.AND \ 35<M' ** I* '» i //nú’r’H ^IOO00 ■ * M DAGUR f RÍm'ERKISINS 7.0K1ÓBFR l‘UM - VER'D KR 2 00 FRIMERKI FRÍMERKJAKYNNING NÆSTKOMANDI föstudag, 7. október, er Dagur frímerkisins. Raunar er hinn rétti dagur 9. októ- ber, en þar sem hann ber upp á sunnudag að þessu sinni, var hann færður fram um tvo daga. Þessi dagur hefur ævinlega verið haldinn til þess að kynna frímerki og söfn- un þeirra meðal almennings. Hann á orðið þó nokkuð langa sögu meðal íslenzkra frímerkjasafnara eða frá árinu 1960. Þá var einnig haldin lítil frímerkjasýning. En frá árinu 1961 hefur Félag frímerkja- safnara oftast haft veg og vanda af þessum degi í samvinnu við Póst- og símamálastofnunina. Frá þeim tíma og allt fram að því, að póststjórnin hóf útgáfu sérstakra blokka á þessum degi til að efla Frímerkja- og póstsögusjóðinn, var notaður sérstimpill. 1 honum stóð Dagur frímerkisins. Jafnframt var myndefni stimpilsins tengt frí- merkjasöfnun með einum eða öðr- um hætti. Því miður hefur verið horfið frá þessum sérstaka stimpli. Má svo sem segja, að það hafi orðið samfara því, að heldur dró úr þeim krafti, sem fylgdi þessum degi á fyrstu tveimur áratugum hans. Hin síðustu ár hefur verið reynt að hressa nokkuð upp á dag- inn með litlum frímerkjasýningum og sérstakri frímerkjakynningu í Kringlunni í nýja Miðbænum. Hef- ur sú tilraun orðið sæmilega ár- angursrík og þá einkum fyrir til- stilli félaga úr Félagi frímerkja- safnara og að sjálfsögðu í góðri samvinnu við Póst og síma. í fyrra lögðu mótífsafnarar þar Sérstak- lega hönd á plóginn. Að þessu sinni er Dagur frí- merkisins aftur einvörðungu helg- aður frímerkjasöfnun og þá með útgáfu smáarkar með myndefni, sem snertir frímerkjasöfnun ungs fólks, eins og segir í tilkynningu póststjórnarinnar. Þar segir enn fremur: „Það er löngu ljóst, að til þess að tryggja tómstundastarfið sem nefnist frímerkjasöfnun, þarf að kenna það æskunni, sem er framtíð hvers lands. Einmitt frí- merkjasöfnunin hefir fengið heiti eins og „Konungur tómstunda- starfanna", en einnig „Tómstund- starf konunga“ og hvort tveggja með réttu.“ Lýsing sú, sem fylgir útgáfu smáarkarinnar, er á þessa leið frá hendi póststjórnarinnar: „Á fyrsta frímerki blokkarinnar er mynd tveggja unglinga, sem eru að skoða saman frímerkjasafn. Á næsta frímerkinu er svo farið dýpra í athugun frímerkjanna. Þar sjást nokkur íslensk frímerki. Teikning og myndefni þeirra er þarna skoðað með stækkunargleri. Síðasta frímerki arkarinnar sýnir svo stúlku og eldri mann draga lærdóm af þessu öllu saman, með því að leita uppi löndin, sem frí- merkin eru frá, á hnattlíkani." Að vísu þurfa þau ekki að leita langt, því að þau frímerki, sem sjást á örkinni, eru öll íslenzk, svo sem vera ber. En hugmyndin er engu að síður ágæt. Hlynur Olafsson hannaði þessa smáörk, en hann gerði slíkt hið sama við smáörkina á Degi frí- merkisins 1993 með Balbó-frí- merkjunum. Þessi smáörk var prentuð með offset litógrafískri aðferð hjá BDT, International Security Printing Ltd. í Englandi. Þessi prentsmiðja hefur áður kom- ið við prentsögu íslenzkra frí- merkja, og vonandi kafnar hún ekki undir nafni. Verðgildi frímerkjánna eru 30, 35 og 100 krónur til burðargjalds, en söluverð arkarinnar er 200 krón- ur. Mismunurinn, 35 krónur, rennur í Frimerkja- og póstsögusjóð, en hlutverk hans hefur frá upphafí verið það að efla áhuga á frímerkja- söfnun. Hefur hann gert það mjög myndarlega á liðnum árum með styrkveitingum til ýmissa verkefna. Fyrir það ber frímerkjasöfnurum svo sannarlega að þakka. Sérstakur útgáfudagsstimpill verður að venju notaður þennan dag, og minnir myndefni hans á frímerkjasöfnun, svo sem vera ber. Frímerkjasala Pósts og síma efnir til sölusýningar í Kringlunni í tilefni dagsins. Er þema sýning- arinnar „ísland sem mótíf“. Teng- ist dagurinn þannig hálfrar aldar afmæli íslenzka lýðveldisins. Sýnd verða flest frímerki, sem gefin hafa verið út á lýðveldistimanum ásamt fjölda sérstimpla með skýr- ingum á myndefni þeirra. Efnt verður til verðlaunasamkeppni meðal sýningargesta í tengslum við sýninguna. Verðlaunin eru allar frímerkjaársmöppur Pósts og síma, sem enn eru fáanlegar. Þar verður enn fremur hægt að fá keyptar íslenzkar frímerkja- ársmöppur og frímerki með nýj- ustu burðargjöldum. Sýning og kynning póststjórnarinnar verður einnig opin á laugardaginn. Rétt er að benda þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér frímerkjasöfnun öllu nánar, að félagsheimili frí- merkjasafnara í Síðumúla 17 verð- ur opið á laugardeginum frá 14 - 17. Þar koma safnarar saman á hverjum laugardegi, bæði til að skiptast á frímerkjum og eins til að rabba saman um hugðarefni sín. í Kringlunni verður einnig hafð- ur til dreifingar nýr leiðarvísir Frí- merkjasöfnun er skemmtileg. Er þess að vænta, að margir vilji eign- ast hann og kynna sér þær upplýs- ingar, sem þar má fá um frímerkja- söfnun. Þá mun Forsetamappan svonefnda, sem út kom í sumar, verða til sölu, en upplag hennar mun nær þrotið. Þess er getið í sérstakri tilkynningu frá Frí- merkjasölu Pósts og síma, að tölu- verður uppgangur sé í íslenzkri frímerkjasöfnun um þessar mund- ir. Þannig hafa um eitt þúsund safnarar bætzt í hóp fastra áskrif- enda að íslenzkum frímerkjum. Fjoldi íslenzkra áskrifenda hefur aukizt um ■Qórðung. Alls mun áskrifendum hjá Frímerkjasölunni hafa fjölgað um 10% á árinu. Er þetta mikið gleðiefni og ekki sízt fyrir það, að frímerkjasafnarar, bæði hér á landi sem erlendis, hafa haft verulegar áhyggjur af þeirri fækkun, sem menn hafa þótzt merkja meðal frímerkjasafn- ara í kjölfar hins mikla afþreying- arefnis, sem flæðir yfir heims- byggðina. Jón Aðalsteinn Jór.sson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.