Morgunblaðið - 05.10.1994, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Prófkjör Sjálfstœðisflokksins í
REYKJANESKJÖRDÆMI
5. nóv. nk.
Veljum
KRISTJÁN
PÁLSSON
í eitt af
efstu
sætum
listans.
Nýja bensínið
frá Olís eykur
kraft bílsins
HreintSystem 3 bensínið frá Olís minnkar
útfellingar í brunahólfi bílvélar, þannig að afköst
og kraftur bílsins aukast.
80kW
60kW
I 40kW
c
10
o
§
'1 20kW
jð
>
w
I OkW
Hámarksafköst vélarinnar. Akstur 1 var meö nýja
HreintSystem 3 bensíninu. Akstur 2 var hins vegar meö
evrðpsku tilraunabensíni án Iblöndunarefna.
Meiri kraftur, hreinni útblástur, minni eyösia.
Sjá nánar í kynningarbækling! Olís um HreintSystem 3.
IDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Leiðrétting á
vísukorni
SIGRÍÐUR Sigurðardóttir
hringdi til að biðja Velvak-
anda að koma á framfæri
leiðréttingu vegna fréttar
í Ríkissjónvarpinu laugar-
dagskvöldið 1. október.
Þar var sagt frá vígslu á
Kúðafljótsbrúnni nýju í
Vestur-Skaftafellssýslu og
fór Halldór Blöndal ráð-
herra með vísukorn eftir
Sverri Sigurðsson. Ein-
hverra hluta vegna var
rangt farið með vísu þessa
en hana er að finna í
„Vestur-skaftfellsk ljóð“
sem Setberg gaf út árið
1962, og hljóðar svo:
Hollt er að koma heim til þín,
hröktum ferðalöngum.
Sauðakjöt og valið vín,
veittir okkur svöngum.
Tapað/fundið
Tveir gullhringir
töpuðust
TVEIR gullhringir, annar
með hvítri perlu, hinn
þykkur og mikill skraut-
hringur, töpuðust í
búningskiefa í Laugar-
dalslaug 17. september sl.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hafi samband í síma
33264.
Leðurjakki
tapaðist
SVARTUR mótorhjóla-
leðurjakki tapaðist á
veitingahúsinu 22 sl.
laugardagskvöld. Skilvís
finnandi er vinsamlega
beðinn að skila honum
þangað.
Gullhringur
tapaðist
GULLHRINGUR með
fjólubláum steini tapað-
ist mjög líklega í mið-
bænum eða í þjónustu-
miðstöðinni Vesturgötu
7. Skilvís finnandi vin-
samlega hafi samband í
síma 11806 og er fund-
arlaunum heitið.
Hjól
fannst
FJALLAHJÓL af gerðinni
Mongoose, 21 gírs, fannst
aðfaranótt sunnudagsins í
Bólstaðarhlíð. Finnandi
telur að eigandinn gæti
verið lítill drengur og ætti
hann að hafa samband
eftir kl. 18 í síma 32344.
Silfurhringur
tapaðist
SILFURHRINGUR
tapaðist með rauðum
steini mánudaginn 26.
september, líklega í Tón-
listarskóla Kópavogs eða
nágrenni. Skilvís finnandi
vinsamlega hafi samband
í síma 46413 eða í Tón-
listarskólann.
Hringur
tapaðist
CARTIER-hringur tapað-
ist í september fyrir utan
Iðnskólann í Reykjavík.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hringi í síma 625769
og er fundarlaunum heitið.
Gleraugu töpuðust
GLERAUGU í brúnni
mjórri umgerð, með
spöngum með brúnu
sebramynstri, töpuðust í
miðbænum laugardaginn
24. september sl. Skilvís
fínnandi vinsamlega hafi
samband í síma 30437
eftir kl. 18 og er
fundarlaunum heitið.
Gæludýr
Páfagaukur
fannst
GULUR páfagaukur
fannst sl. sunnudag við
Nýlendugötu. Eigandinn
má vitja hans í síma 12672
á kvöldin.
Kettlinga vantar
heimili
ÞRJÁ fallega kettlinga,
kassavana og vel vanda,
vantar að komast á góð
heimili. Uppl. í síma
73990.
SKAK
Umsjön Margcir
Pétursson
ÞESSI staða kom upp á Int-
erpolis-útsláttarmótinu í Til-
burg í Hollandi í september
í viðureign tveggja rúss-
neskra stórmeistara. Aleks-
ei Drejev (2.650) hafði hvítt
og átti leik gegn Valdímir
Episín (2.650). Drejev
braust nú skemmtilega í
gegn á hvítu reitunum:
sjá stöðumynd
21. Rxf7H - Hxf7, 22.
Hxc8! - Dxc8, 23. Rd6 -
Dc7, 24. Rxf7 (Hvítur hefur
unnið hrókinn til baka og
svarta staðan er í rúst) 24.
- Kf8, 25. Dxe6 - Bxd4,
26. Re5 - Bxe5, 27. Hxe5
og svartur gafst upp.
Um helgina: Deildakeppni
Skáksambands íslands hefst
á föstudagskvöld kl. 20. í
Reykjavík er tefit í Skákmið-
stöðinni, Faxafeni 12. Mikið
hefur verið um félagaskipti
að undanfömu, sveit Taflfé-
lags Kópavogs sem kom upp
úr 2. deild í vor hefur náð
að styrkja sig mest.
Með morgunkaffinu
Nei, mamma mín. Það er
alls ekkert athugavert
við að þú skulir búa hjá
okkur í nokkrar vikur.
Víkverji skrifar...
Sem betur fer verður umræðan
um auðlindagjald eða veiði-
leyfagjald talsverð hér í íslensku
þjóðfélagi alltaf öðru hvoru. Vík-
veiji er þeirrar skoðunar, að á með-
an menn ræða þessi mál, að meiri
vonir standi til þess, að á hinu
óréttláta fyrirkomulagi, sem viðhaft
er við stjórnun fiskveiða og úthlutun
veiðileyfa, verði breyting í réttlætis-
átt fyrir alla þjóðina. Það fer ekk-
ert á milli mála, að þjóðin á í sam-
einingu okkar helstu auðlind, fiski-
miðin umhverfis ísland, og því er
það hróplegt óréttlæti að hluta þjóð-
arinnar skuli ár eftir ár úthlutaður
ókeypis aðgangur að sameigninni.
xxx
Fyrir skömmu horfði Víkveiji á
athyglisverða fréttaskýringu
hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni
ABC, sem að mati Víkveija gæti
verið gott innlegg í umræðuna hér
á landi um auðlindagjald. Þátturinn
var um hinn víðfræga og fagra
Yellowstone-þjóðgarð í Bandaríkj-
unum, nánar tiltekið í Klettafjöllum.
Þjóðgarðurinn er geysilega stór, eða
tæpir 9 þúsund ferkílómetrar og
að mestu leyti í NV-Wyoming. Þetta
geysilega mikla svæði var gert að
þjóðgarði í Bandaríkjunum fyrir
122 árum, árið 1872. Garðurinn er
á skógi vöxnu eldvirknisvæði og er
rómaður fyrir sérstæða náttúrufeg-
urð, fjölbreytt dýralíf og fjölda
vatns-, leir og goshvera. Goshverinn
Old Faithful er frægastur góshver-
anna og gýs hann á hálftíma til
eins og hálfs tíma fresti.
xxx
að sem var hvað athyglisverð-
ast í þessum þætti, var frá-
sögn af dýrmætum þörungum, sem
vaxa í ákveðnum hverum í Yellow-
stone-þjóðgarðinum. Þörungum,
sem að hluta til hafa um áratuga
skeið verið nýttir af lyfjafyrirtækj-
um vestra og koma að góðum not-
um í fjölmörg lyf, sem gefin eru
við margskonar sjúkdómum. Fram
kom að iyi'jafyrirtækin hafa getað
gengið í þessa auðlind, án þess að
nokkurt auðlindagjald kæmi fyrir,
svo áratugum skiptir og hagnast
af þörungatekjunni um mörg
hundruð milljónir dollara, líkast til
á bilinu 200 til 300 milljónir dollara
á ári, samkvæmt því sem fram kom
í sjónvarpsþættinum.
xxx
Heyra mátti á einum þjóðgarðs-
varðanna, að hann hefði
áhyggjur af því að lífríki í þessari
náttúruparadís Bandaríkjamanna
kynni að raskast, yrði gengið of
nærri þörungagróðrinum og um
rányrkju yrði að ræða. Jafnframt
var frá því greint að nú væru komn-
ar fram háværar kröfur á hendur
lyfjafyrirtækjunum, frá almenningi
og ákveðnum þrýstihópum neyt-
enda, að lyfjafyrirtækin greiddu
fyrir þörungatekjuna í þjóðgarðin-
um og mætti í þessu tilviki nefna
slíka greiðslu auðlindagjald.
xxx
Röksemd gjaldtökumanna var
sögð sú, að þjóðgarðurinn all-
ur, með skógum sínum, hverum og
öðrum náttúruundrum, væri sam-
eign þjóðarinnar. Þjóðin hefði staðið
straum af kostnaði við rekstur
garðsins í 122 ár, ríkissjóður greiddi
þjóðgarðsvörðum laun og annaðist
allt viðhald og endurbætur sem
fram þyrftu þar að fara. Því væri
það sjálfsögð og eðlileg krafa, að
þær tekjur sem væri hægt að hafa
af afurðum úr Yellowstone-þjóð-
garðinum, rynnu einnig til þjóðar-
innar og í því sambandi var nefnd-
ur sá möguleiki að tekjur af þör-
ungatekju, í formi auðlindagjaids,
yrðu nýttar til lækkunar skatta hjá
almenningi. Ekki var að heyra á
fréttaskýranda ABC-sjónvarps-
stöðvarinnar, að forsvarsmenn
lyfjafyrirtækjanna væru ýkja hrifn-
ir af þessari kröfu almennings, ekki
frekar en útgerðarmennirnir okkar
hér á íslandi, sem ekki mega heyra
á slíka gjaldtöku minnst.