Morgunblaðið - 05.10.1994, Síða 44

Morgunblaðið - 05.10.1994, Síða 44
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiic 44 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 16500 Stórmyndin ÚLFUR (Wolf) DÝRIÐ GENGUR LAUST. Vald án sektarkenndar. Ást án skilyrða. Það er gott að vera ... úlfur! Jack Nicholson og Michelle Pfeiffer eru mögnuð í þessum nýjasta spennutrylli Mike Nichols (Working Girl, The Graduate). Önnur hlutverk: James Spader, Kate Nelligan, Christopher Plummer og Richard Jenkins. „Úlfmaðurinn endurvakinn og settur í fyrsta flokks umbúðir Hollywood-snillinga. Sjálfsagt stendur varúlfsgoðsögnin í mörgum, þar fyrir utan er Úlfur afar vönduð f alla staði og Nicholson í toppformi". ★★★ S.V. Mbl. ★★★ Eintak ★★★ Ó.T. Rás2 Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.20. B.i. 16 ára. AMANDA-VERÐLAUNIN 1994 BESTA MYND NORÐURLANDA SÝND KL. 5, 7 og 9. GULLÆÐIÐ (city Slickers II) sýnd ki. n. ★★★★★ STJORNUBIOLINAN ★★★★★ Sími 991065. Verð kr. 39,90 mínútan. „Flóttinn frá Absolom"-getraun. 70 vinningshafar verða dregnir út miðvikudaginn 5. okt. og fá miða á forsýningu myndarinnar „Flóttinn frá Absolom" fimmtudagskvöldið 6. okt. Einnig fá 3 heppnir vinningshafar mánaðarkort í líkamsrækt hjá World Class. „GUÐI sé lof fyrir vini,“ segir Burt Reynolds sposkur á svip við núverandi unnustu sína, Pam Seals. A4MBI61N A4MBI6BN A4MBI6IM iiniiiiiiiiTm 3*5» | FRUMSYND 14. OKTOBER. maov h/i»« aauiNEYM jaimut jbnes 111111111111111111111111111111111111111111 Kvennagullið Burt Reynolds ÓTRÚLEGT en satt, fyrir langa, langa löngu var Burt Reynolds óviss með sig jiegar kvenfólk var annarsvegar. Arið 1961 var hann tuttugu og fimm ára og nýliði á sviði á Broadway í leikritinu „Look: We’ve Come Through". Eftir frumsýninguna tók hann matarboði leikritaskáldsins William Inge. „Ég bjóst við fámennum hópi, en þegar ég mætti á staðinn voru þar aðeins Inge og ægifögur kona í silkiblússu og engum brjóstahald- ara,“ skrifar Burt í væntanlegri ævisögu sinni „My Life“. Burt fannst þessi kona „sem af öðrum heimi“ og hrökk í baklás þegar hún sagði: „Segðu mér allt um ævi þína. Og það sem þú segir mér ekki hér, geturðu sagt mér seinna." Burt skrifar að hann hafi brugð- ist afar „heimskulega" við. „Ég leit á klukkuna, á Inge, á brjóst konunnar, og sagði: „Fyrirgefið, en ég trimma á hverju kvöldi um þetta leyti.“ Síðan lét hann sig hverfa. Rúmum áratug síðar þegar Burt rakst á Inge í Los Angeles og innti hana eftir því hvort hún myndi eftir honum, svaraði Inge: „Hvort ég man! Hvernig gæti ég gleymt þeim unga manni sem hafnaði Gretu Garbo?“ Burt Reynolds skrifar um mörg slík ævintýri í ævisögu sinni. Auk Loni Anderson, Sally Field og Dinah Shore segir hann frá ástar- ævintýri með Catherine Deneuve, Farrah Fawcett og Candice Berg- en. Bókin er tileinkuð sex ára göml- um syni Burts, Quinton, sem hann á með Loni Anderson. í byrjun þess kafla sem fjallað verður um hér kynnist hann sjón- varpskonunni Dinah Shore þegar hann kemur fram í viðtalsþætti hennar og býður henni í beinni útsendingu að koma með sér til Palm Springs yfir helgina. „Eftir þáttinn töluðum við saman í marga klukkutíma. Ég hafði aldrei fyrr hitt neinn með hennar gáfur, skop- skyn, hlýju eða þekkingu. Þegar við skildum ... vissi ég að ég var ástfanginn.“ Burt Reynolds talar mjög hlýlega um Dinah í bókinni, en samband þeirra vakti mikinn úlfaþyt á sínum tíma. Hún var nefnilega 54 ára- gömul en hann 35 ára. A endanum gat Burt ekki sætt sig við aldurs- muninn og þremur árum eftir að þau hittust var sambandinu lokið. Árið 1976 hitti Burt Reynolds Sally Field þegar þau áttu að leika saman í „Smokey and the Bandit“. Þau fóru á stefnumót kvöldið áður en tökur hófust og um það skrifar Burt: „Ég vissi að ég gæti orðið ástfanginn af henni. Raunar vissi BURT skrifar um Sally Field: „Hún var ástarævintýri lífs míns.“ „EKKI var annað hægt en að töfrast af hlýju hennar,“ skrifar Burt um Dinah. ég að ég var þegar orðinn ástfang- inn.“ Þrátt fyrir að miklar ástir tækj- ust á milli þeirra vildi Burt ekki giftast henni. „Það var í rauninni spurning um lífsstíl. Eina vikuna var ég sáttur við að dveljast heima hjá Sally og mála herbergi tvisvar, þá næstu vildi ég leggjast í ferða- lag með Willie Nelson.“ Sally og Burt léku saman í „Smokey and the Bandit 11“ árið 1979. I kjölfarið fylgdi ástríðu- fyllsti tími sambands þeirra, sem einkenndist af „hamslausu kynlífi", en eftir það sagði Sally skilið við Burt. Þau hittust einu sinni aftur þeg- ar Sally var tilnefnd til Óskarsverð- launa fyrir myndina „Norma Rae“ og ákváðu að fara saman út að borða. „Á leiðinni lentum við í heift- úðugu rifrildi — ég get ómögulega munað um hvað. Um leið og við komum að veitingastaðnum stökk hún út úr bílnum og flýði á harða- hlaupum. Ég stirðnaði upp og fylgdist með henni hverfa í myrkr- ið.“ Ég hljóp síðan á eftir henni, hrópaði „Sally, Sally“ og fann hana loks í skuggasundi. Hún lét tilleið- ast og leyfði mér að keyra sig heim, en var þögul alla leiðina. Þar með var það búið. Næst sá ég hana í sjónvarpinu meðan á Óskarsverðlaunaafhend- ingunni stóð. Ég hafði sest að í Flórída, eins og ég gæti hrist af mér stærsta kvöld Hollywood með því að yfirgefa fylkið. Löngu eftir að útsendingu lauk, um eittleytið, kveikti ég á sjónvarpinu. En ekki var undankomu auðið. Guð sendi beint inn í svefnherbergi mitt um loftbylgjur þá stund þegar Rona Barrett var að spyija Sally út í hennar stóra kvöld. Sally var spurð hvað hún hugsaði þegar hún gekk upp á sviðið til að taka við Óskars- verðlaununum og svaraði: „Ég hugsaði: Farðu til fjandans Burt Reynolds, farðu til fjandans Burt Reynolds, farðu til fjandans Burt Reynolds". Það hafði verið sónað yfir dóna- legu orðin, en ég heyrði þau. Mér leið eins og flutningabíll hefði keyrt yfír mig. Ég kynntist öllum bestu hliðum Sally, en ég iðrast þess mest að hún sá aldrei mínar. Það eina sem hún sá var stráklingur- inn.“ Burt kynntist Loni Anderson árið 1981. Hann var þá að taka við sjónvarpsverðlaunum sem „skemmtikraftur ársins“, þegar „hún laumaðist til mín og hvíslaði andstuttri röddu í eyrað á mér: „Ég vil eiga barnið þitt.“ Þau voru saman árið 1984 þegar Burt lék á móti Clint Eastwood í „City Heat“. Við tökur á slagsmála- atriði í upphafi myndarinnar slasaðist Burt illilega þegar áhættuleikari sló járnstól í kjálkann á honum. Hann hlaut alvarlegan skaða á innra eyra og næstu tvö árin var hann lystarlítill og sárþjáð- ur. Hann horaðist, varð háður verkjalyfinu Halcion og orðrómur komst á kreik um að hann væri með eyðni. Við það var hann skilinn eftir einn á báti af vinum sínum. Sú eina sem stóð með honum í gegnum þykkt og þunnt var Loni Anderson. Árið 1986 ætlaði Burt að hætta á lyfinu, en það var meira en líkam- inn þoldi. Hann var fluttur í hasti á spítala nær dauða en lífi og það tók hann langan tíma að jafna sig og ná fyrri heilsu. Burt þurfti ekki aðeins að ná aftur fyrri heilsu, heldur þurfti hann líka að vinna sig í álit aftur. „Guði sé lof fyrir vini eins og Jo- hnny Carson. Ég tók boði hans um að koma fram í sjónvarpsþættinum „Tonight Show“ haustið 1986. Ég hafði hugsað mér að hrekja viðvarandi orðróm um að ég væri með eyðni, með því að segja að ég væri aðeins með lítinn vott. í stað- inn dró ég upp svarta nótnabók og sagði Johnny að í henni væru nöfn allra þeirra sem hefðu staðið með mér í erfiðleikum mínum. Síðan opnaði ég bókina. Blaðsíð- urnar voru auðar. „Það er alltaf gott að vita hvar maður hefur vini sína,“ sagði ég og þótt ég hefði kannski ekki verið upp á mitt besta heyrði ég fagnaðarlæti í salnum og var kominn aftur á ról.“'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.