Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
234. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR14. OKTÓBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Heilinn
æfir
hreyf-
ingar
London. Reuter.
MANNSHEILINN æfír hreyf-
ingar, jafnvel þó að aðeins sé
horft á aðra hreyfa sig. Þetta
er niðurstaða franskra, ítal-
skra og bandarískra lækna,
sem könnuðu heilastarfsemi
sex manna með sneiðmynda-
tæki og birtu niðurstöður sínar
í vísindatímaritinu Nature.
Teknar voru sneiðmyndir af
heila mannanna á meðan þeir
horfðu á handahreyfingar
annarra og að því búnu þegar
þeir ímynduðu sér að þeir
framkvæmdu sömu hreyfing-
ar. Sögðu iæknarnir að sömu
svæði heilans hefðu verið örv-
uð í hvert skipti.
Mældu blóðstreymi
Aðallega var um að ræða
starfsemi á því svæði heila-
barkar sem tengist sjóninni en
einnig á svæðum sem stýra
hreyfingu, svo sem litla heila.
Sneiðmyndir mæla breyt-
ingar á blóðstreymi til hinna
ýmsu hluta heilans. Að sögn
læknanna sýna þessar niður-
stöður fram á að þegar fólk
lærir nýjar hreyfingar, æfir
heilinn fyrst hvemig eigi að
framkvæma þær.
*
Vopnahlé hryðjuverkamanna mótmælenda á Norður-Irlandi
Táknar lok
25 ára blóð-
ugra átaka
Belfast, Dyflinni, Bournemouth. Reuter.
HREYFINGAR öfgamanna úr röðum mótmælenda á Norður-írlandi lýstu
í gær yfir vopnahléi sem tók gildi um miðnætti í nótt. Albert Reynolds,
forsætisráðherra írlands, lét svo um mælt að þar með væri endi bundinn
á 25 ára átök kaþólikka og mótmælenda í héraðinu sem hafa kostað 3.200
manns lífið. Hann hvatti John Major, forsætisráðherra Bretlands, til að
falla frá fyrirvörum sínum um viðræður við Sinn Fein, stjórnmálaarm
írska lýðveldishersins (IRA), sem lýsti yfír vopnahléi 1. september.
Frelsisliðar Ulsters (UFF) og
Sjálfboðaliðasveit Ulsters (UVF),
öfgahreyfingar sem hafa verið
bannaðar, sögðust ætla að hætta
árásum sínum meðan írski lýðveld-
isherinn stæði við vopnahlésyfirlýs-
ingu sína. Hreyfingarnar hafa drep-
ið hundruð kaþólikka í baráttu sinni
fyrir því að Norður-írland verði
áfram undir yfirráðum Bretlands.
„Ákvörðunin merkir í raun enda-
lok 25 ára átaka og lok blóðugs
kafla í sögu okkar,“ sagði Reyn-
olds. „Það er von mín og vissa að
aldrei komi til pólitísks ofbeldis á
þessari eyju aftur.“
„Þetta eru afar gleðileg tíðindi,“
sagði John Major en bætti við að
hann yrði ekki knúinn til vanhugs-
aðra viðræðna við Sinn Fein.
Óánægja innan IRA
Vopnahléið kemur í kjölfar sam-
komulags sem Reynolds og Major
undirrituðu í desember um friðar-
áætlun fyrir Norður-írland. Vopna-
hléið er mikil uppörvun fyrir Major,
sem hefur átt undir högg að sækja
og leitast nú við að snúa vöm í
sókn á flokksþingi breskra íhalds-
manna í Bournemouth.
Heimildarmenn innan IRA segja
að óánægju sé farið að gæta á
meðal herskárra félaga í hreyfing-
unni vegna tregðu bresku stjórnar-
innar til að hefja viðræður við Sinn
Fein. Breska stjórnin kveðst ekki
vilja gera það nema vopnahlé IRA
sé varanlegt en heimildarmenn
segja að stjórnin sé að búa sig und-
ir að falla frá fyrirvörum sínum.
LEIÐTOGAR sambandssinna, undir forystu Gusty Spence (t.h.),
kynna vopnahlésákvörðun hryðjuverkamannasveita mótmæl-
enda á Norður-írlandi í Belfast í gær.
Reuter
Álverð með því
hæsta í fjögur ár
Brussel. Reuter.
VERÐ á áli er nálægt því hæsta,
sem fengizt hefur í fjögur ár, og
eftir því sem efnahagsbati eykst
í heiminum má búast við meiri
uppgangi í greininni að sögn Evr-
ópska álfélagsins, EAA.
Vaxandi eftirspurn
Gert er ráð fyrir að álfram-
leiðsla aukist um 7,5% á þessu ári
og aukningin vegi að mestu upp
samdráttinn 1993. Þó enn liggi
fyrir miklar birgðir er framboð og
eftirspurn smám saman að færast
í meira jafnvægi.
Álið seldist á 1.668,50 dollara
tonnið í London á fimmtudag, eða
því sem næst hæsta verði sem
fengizt hefur í fjögur ár.
Verðið fór niður í 1.050 dollara
1993 og hafði ekki verið lægra í
tæp 10 ár.
Vaxandi eftirspurn er eftir áli í
bílaiðnaði, sem talið er að muni
tvöfalda álnotkun sína í fimm millj-
ónir tonna árið 2000.
Rúblan
hækkar aftur
RÚSSNESKA rúblan hækkaði í
verði um 19,9% í gær gagnvart
dollar fyrir tilstuðlan rússneska
seðlabankans en hún féll um
21,5% á þriðjudag. Kostaði doll-
arinn 2.994 rúblur miðað við
3.926 á þriðjudag. Borís Jeltsín
forseti vék Sergej Dúbínín fjár-
málaráðherra vegna gengisfalls-
ins og skipaði Andrej Vavílov,
33 ára aðstoðarmann fjármála-
ráðherrans, sem eftirmann hans.
Myndin var tekin í Moskvu í gær
þar sem fólk beið í biðröð til að
skipta gjaldeyri.
Dularfullu fjöldamorðin í sértrúarsöfnuði í Sviss og' Kanada
Lík forsprakkans fundið
Gcnf. Rcutcr.
LJÓST er orðið að Luc Jouret, leiðtogi sértrúar-
hópsins Reglu sólmusterisins, lét lífið ásamt 24
lærisveinum sínum í Alpaþorpinu Granges-sur-
Salvan í liðinni viku. Svissneska lögreglan sagði
í gær að rannsókn á líkamsleifum hefði leitt þetta
í ljós en Jouret hefur verið leitað vegna gruns
um aðild að morðum á alls 53 lærisveinum safn-
aðarins í Sviss og Kanada.
Enn er verið að greiða úr ýmsum flækjum í
tengslum við fjárhag safnaðarins. Yfirvöld sögðu
að iiðið gætu nokkrar vikur áður en rannsókn á
brunnum líkamsleifum
fólksins lyki.
Búið er að upplýsa
hver sendi innanríkis-
ráðherra Frakka vega-
bréf Josephs Di Mam-
bros, „páfa“ safnaðar-
ins, og eiginkonu hans í pósti og kom jafnframt
á framfæri undarlegum sjálfsmorðsbréfum frá
safnaðarfólkinu. Það var Patrick Vuarnet, 26 ára
gamall sonur fransks, fyrrverandi skíðakappa sem
nú er kaupsýslumaður en Vuarnet yngri og móð-
ir hans voru virkir safnaðarfélagar, að sögn lög-
fræðings fjölskyldunnar. Vuarnet segir Di
Mambro hafa afhent sér skjölin fjórum stundum
fyrir andlátið.
Mæðginin segjast vera undrandi á því að hafa
ekki verið kvödd á hinsta fund safnaðarins en
leiðtogarnir hefðu að undanförnu orðið æ upp-
teknari af dauðanum. Vuarnet eldri mun ekkert
hafa vitað um safnaðarstörf eiginkonu sinnar og
sonar.