Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hart deilt um Evrópumálin í Noregi Nýr EES-samn- ingur hindraður? Ósló. Morgunblaöið. MIÐFLOKKURINN norski ætlar að koma í veg fyrir nýjan samning um Evrópska ■ efnahagssvæðið, EES, þannig að segi Norðmenn nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um að- ild að Evrópusambandinu, ESB, gætu þeir einnig staðið uppi án EES-samningsins. Verði ESB- aðildin samþykkt með naumum meirihluta hyggst Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra og Verkamannaflokkurinn jafnvel beita sér fyrir stjórnarskrárbreyt- ingu til að tryggja framgang henn- ar á þingi. I viðtali, sem norska sjónvarpið átti við þá Johan J. Jakobsen, þing- flokksformann Miðflokksins, og Thorbjörn Jagland, þingflokksfor- mann Verkamannaflokksins, lýsti Jakobsen yfir, að Miðflokkurinn myndi greiða atkvæði gegn nýjum samningi um EES eftir að aðild að ESB hefði verið felld. Það gæti þýtt, að Norðmenn lentu í þeirri stöðu að hafa engan samning við Evrópusambandið. Að því er fram kemur í norskum íjölmiðlum ætla Brundtland og Verkamannaflokkurinn að gera allt til að tryggja, að Stórþingið sam- þykki ESB-aðild þótt hún verði að- eins samþykkt með naumum meiri- hluta í þjóðaratkvæðagreiðslunni 28. nóvember. Þijá ljórðu atkvæða þarf á þingi fyrir samningnum en Mið- flokkurinn og Sósíalíski vinstriflokk- urinn hafa nógu marga þingmenn til að koma í veg fyrir samþykktina. Þess vegna hugleiði Brundtland að beita sér fyrir stjórnarskrárbreyt- ingu reynist það nauðsynlegt. N óbelsverðlaunin Japani fær bókmennta- verðlaunin Stokkhólmi. Reuter. JAPANSKI rithöfundurinn Kenzaburo Oe hlýtur bók- menntaverðlaun Nóbels í ár. Að sögn sænsku akademíunnar, hlýtur Oe verðlaunin, 65 milljónir ísl. kr., fyrir að „skapa ímyndaðan heim þar sem líf og goðsögn draga upp óvenjulega mynd af mannlegum vandræð- um“. Oe er 59 ára og úr fjölskyldu samúræja (stríðsmanna). Hann hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur og ritgerðir. Sagði í umsögn akademíunnar að Oe væri nokkurs konar „svartur Kenzaburo Oe sauður“, og væri utangarðs í heimalandi sínu. Þekktasta verk Oe er frá ár- inu 1967 og heitir „Þögla ópið“. Segir akademían hann lýsa skrifum sínum sem leið til þess að „særa burt“ fortíð Japans. Sem ungur maður las Oe mikið eftir franska og enska rithöfunda og hafði hann sér- stakt dálæti á Jean-Paul Sartre. Fyrstu bækur hans bera vott um óheflaða og drungalega ljóðræna ímyndun en á síðari árum hefur hann velt fyrir sér félagslegum og pólitískum spumingum. BANDARÍSKIR hermenn efndu til heræfinga um 40 km frá Kúveitborg í gær vegna hugsanlegra átaka við íraka þótt stríðshættan hefði minnkað þar sem írösku hersveitirnar, sem sendar voru að landamærunum að Kúveit, hafa snúið aftur til fyrri stöðva sinna. Sameinuðu þjóðirnar ræða hvernig afstýra eigi stríði í írak Samkomulag um að- gerðir sagt í sjónmáli Manama, Bagdad, Moskvu, Washington. Reuter. DOUGLAS Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að ríki heims væru að ná samkomulagi um að- gerðir til að koma í veg fyrir að Irakar gætu ógnað sjálfstæði Kúv- eits, meðal annars hugmyndina um að banna liðsflutninga til suður- hluta íraks. Hurd sagði að vel miðaði í viðræð- um innan Sameinuðu þjóðanna um „hugmyndina um margskonar hugs- anlegar hömlur“ á írak, meðal ann- ars hernaðarbannsvæði. Hann sagði að gengið yrði frá samkomulaginu á næstu dögum og að líklega yrði gripið til aðgerðanna í áföngum. Iraska stjórnin fordæmdi í gær hugmyndina um bannsvæði og kall- aði hana „bandarískt skrímsli". Franska stjórnin reyndi í gær að gera lítið úr ágreiningi sínum víð Bandaríkjastjórn um málefni íraks eftir að Francois Leotard, varnar- málaráðherra Frakklands, lýsti því yfir á miðvikudag að írakar hefðu ekki brotið gegn neinum samþykkt- um Sameinuðu þjóðanna með því að senda hersveitir að landamærun- um að Kúveit og að hernaðarvið- búnaður Bandaríkjanna væri „ekki ótengdur innanríkisvandamálum". Ágreiningur við Rússa Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, hélt til Bagdad í gær og kvaðst hafa rætt við Warr- en Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í síma. „Ég verð að segja það í fullri hreinskilni að við erum ekki sammála um allt í málefnum íraks,“ sagði Kozyrev. „En hvað grundvallaratriðið varðar erum við sammála um þörfina á því að afstýra stríði á Persaflóa- svæðinu." J.H. Binford Peay III hershöfð- ingi, yfirmaður bandarísku hers- veitanna í'Kúveit, sagði að stríðs- hættan væri ekki alveg afstaðin þótt litlar líkur væri nú á að til átaka kæmi. Hann sagði að íraskar hersveitir, sem hefðu safnast saman við landamærin, héldu áfram að snúa aftur til fyrri stöðva sinna. A Fréttaskýring í norska dagblaðinu Aftenposten um samninga Islendinga við aðrar þjóðir Eftirfarandi grein birtist í norska blaðinu Aftenposten 4. október sl. og er höfundur hennar John Crowo, fréttaskýrandi blaðsins um erlend málefni. Rekur hann hér nokkuð þá milligöngu, sem Norðmenn hafa á stund- um haft í samningum íslendinga við aðrar þjóðir, og spyr hver geti nú miðlað málum í deilu frændþjóðanna, Norðmanna og íslend- inga. „VIÐ vorum á vesturleið frá Evrópu þegar forfeður okkar yfirgáfu Noreg fyrir rúmlega ellefu hundruðum ára og í hinni íslensku þjóð- arsál blundar enn sú tilfinning, að réttara sé að beina sjónunum enn lengra í vestur, í átt til Ameríku, en að horfa um öxl til Evr- ópu.“ Bimi Bjamasyni, formanni utanríkismála- nefndar Alþingis, fórust þannig orð í ræðu, sem hann hélt á fundi norrænna ritstjóra nú í haust. Þau endurspegla óvissuna, sem ríkir um framtíð samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið, EES, fari Finnar, Svíar og Norð- menn að dæmi Austurríkismanna og sam- þykki aðild að Evrópusambandinu, ESB. ís- lendingar stæðu þá einir eftir. Með þetta í huga hafa komið fram hugmyndir um að í stað þess að bindast Evrópu nánari böndum, skuli íslendingar tengjast hinum mikilvæga Bandaríkjamarkaði með fríverslunarsamningi. NAFTA-aðild ólíkleg Sumir íslendingar vilja raunar ganga enn lengra, snúa næstum baki við Evrópu og gerast aðilar að NAFTA, fríverslunarsamn- ingi ríkjanna í Norður- og Mið-Ameríku. Björn Bjarnason hefur þó efasemdir um það: „Við erum Evrópuþjóð og leiðin til Evrópu hefur einkum legið um Norðurlönd. Hugsan- leg aðild að NAFTA er í besta falli fjarlægur möguleiki.“ Hver getur miðlað málum milli Nor- egs o g* Islands? Frá 1951 hefur ísland verið tengt Bandaríkjunum nánum böndum með tvíhliða varn- arsamningi ríkjanna en Halvard Lange, þáverandi utanríkisráð- herra Noregs, átti mikinn þátt í því bak við tjöldin að koma samn- ingnum á. Kemur það fram í ís- lenskum ríkisstjórnarskjölum, sem birt hafa verið vegna útgáfu á sögu íslensku utanríkisþjón- ustunnar. Tveimur árum áður, 1949, hafði íslenska ríkisstjómin samþykkt aðild að Atlantshafs- bandalaginu, NATO, eftir að hafa fengið tryggingu fyrir, að hún fæli ekki í sér skuldbindingar eins og þær, að komið skyldi á fót íslenskum her eða herstöðvar yrðu á Islandi á friðartímum. ísland dróst inn í hringiðu alþjóðlegra átaka 1940 þegar Bret- ar sendu þangað her til að koma í veg fyrir hugsanlegt hernám Þjóðveija og þegar Bandaríkin fóru í stríðið, tóku bandarískir við af þeim bresku á íslandi. Að stríðinu loknu var herliðið kallað burt og 1946 hafnaði ís- lenska ríkisstjórnin beiðni Bandaríkjastjórnar um herstöð í landinu. Viðvaranir Norðmanna Því var trúað, eða réttara sagt vonast til, að ísland gæti vegna legu sinnar verið hlut- laust og varnarlaust en ríkis- stjórnin komst fljótlega að ann- arri niðurstöðu. 1950 komu ut- anríkisráðherra Norðurlanda saman til fundar í Reykjavík en þá var kalda stríðið í algleym- ingi. Sovésk herskip og kafbátar voru í hafinu umhverfis Island Halvard og Norðmenn vöruðu við þróun- Lange inni og sögðu, að við ákveðnar aðstæður gæti íslendingum stafað ógn af þessum flota. Samkvæmt minnispunktum Bjarna Bene- diktssonar, þáverandi utanríkisráðherra, lagði Halvard Lange áherslu á mikilvægi þess, að „íslendingar tækju sjálfir frumkvæð- ið í öryggismálum sínum. Hann (Lange) taldi það mundu auka mjög á öryggistilfinningu nágrannaríkjanna og koma íslendingum vel“. Lange lagði sérstaklega áherslu á, að veija yrði flugvellina og sagði, að „reynsla Norð- manna væri sú, að því aðeins væri unnt að tryggja aðstoð í stríði, að menn legðu eitt- hvað af mörkum sjálfir". NATO-deilan heyrir sögunni til í sögu íslensku utanríkisþjónustunnar seg- ir, að Halvard Lange hafi notið „mikillar virð- ingar á alþjóðavettvangi og átt vini meðal íslenskra ráðamanna. Stjórnvöld í Bretlandi báðu hann að færa það í tal við íslendinga, að þeir tækju af skarið varðandi öryggismál landsins". Ljóst er hins vegar, að Lange hafði ekki bara óskir Breta í huga, heldur ekki síður öryggishagsmuni Noregs. Skömmu síðar fór Bjarni Benediktsson til Washington og niðurstaðan var tvíhliða varn- arsamningur Bandaríkjanna og íslands, sem gildi tók í maí 1951. Á sjöunda og áttunda áratugnum voru mikil pólitísk átök á íslandi um NATO-aðildina og þar eins og hér voru það vinstrimenn með kommúnista í farar- broddi, sem höfðu hæst. Nú heyrir það sög- unni til. Það heyrðist varla í nokkrum manni þegar Keflavíkursamningurinn var fram- lengdur í janúar á þessu ári. Milliganga Breta? Aðstoðarmaður Halvards Lange, Knut Frydenlund, sem seinna varð utanríkisráð- herra, kom einnig við sögu á íslandi. Þá er átt við hans mikla framlag í þorskastríðinu milli NATO-ríkjanna Íslands og Bretlapds en það minnir óneitanlega mikið á deilu íslend- inga og Norðmanna nú. Munurinn er þó sá, að nú eru íslendingar á báti með Bretum áður. Hugsanlega getur einhver Breti miðlað málum milli Óslóar og Reykjavíkur?"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.