Morgunblaðið - 14.10.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 17
ERLENT
Breskir íhaldsmenn
Skattar
ekki
lækkaðir
KENNETH Clarke, fjármálaráð-
herra Bretlands, sagðist í ræðu á
flokksþingi íhaldsflokksins í Bour-
nemouth í gær, ekki myndu lækka
skatta fyrr en dregið hefði úr fjár-
lagahaila ríkisins. Hefur þingið ein-
kennst af kröfum um lægri skatta
til að reyna að auka vinsældir flokks-
ins og til að ítreka hvaða gildi hann
leggi fyrst og fremst áherslu á, nú
þegar Verkamannaflokkurinn sæki
í átt að miðju, með Tony Blair í
fararbroddi. Voru flokksmenn von-
sviknir vegna yfirlýsingar Clarkes,
sem sagðist ekki myndu lækka
skatta vegna stundarávinnings. Til
að draga úr vonbrigðum fundar-
mannna, dró fjármálaráðherrann
upp rósrauða mynd af efnahags-
ástandinu á komandi mánuðum.
Efnahagsbatinn væri um 3,8% en
verðbólga um 2%. Á myndinni þakk-
ar Clarke, (t.h.) fyrir undirtektir
flokksmanna ásamt John Major, for-
sætisráðherra.
Rússlandsf or seti sakaður um drykkjuskap á opinberum vettvangi
RÚSSAR hafa löngum þótt hallir
undir flöskuna, stundum verið
sagt að þeir yrðu að drekkja sorg
sinni og þunglyndi vegna fátækt-
ar, spillingar og harðstjórnar sem
ekkert virtist geta breytt. Borís
N. Jeltsín forseti hefur í mörg
ár legið undir ámæli fyrir að
kunna sér ekki hóf. Hann varð
þjóðkunnur á níunda áratugnum,
í valdatíð Míkhaíls Gorbatsjovs
en féll síðan í ónáð. Var Vestur-
landamönnum ekki alltaf ljóst
hvort óreglusögurnar næstu árin
voru lygaáróður af hálfu pólití-
skra andstæðinga Jeltsíns og
jafnvel sovésku öryggislögregl-
unnar, KGB. Þótt menntaðir og
fágaðir Rússar hrylli sig vegna
misnotkunar forsetans á áfengi
er ekkert sem bendir til þess að
almenningur hneykslist að ráði,
margir Rússar telja, að sögn
breska tímaritsins The Econom-
ist, brennivínssvall forsetans að-
eins sýna að hann sé ágætis ná-
ungi sem ekki hafi glatað öllum
tengslum við líf venjulegs fólks.
Eitt sinn kom forsetinn núver-
andi inn á lögreglustöð í Moskvu,
rennvotur og illa til reika, hann
sagði að óþokkar hefðu ráðist á
Eflir vínhneigð-
in alþýðuhyllina?
sig og fleygt sér í Moskvu-
fljót.
í september 1989 sótti
Jeltsín Bandaríkin heim,
framkoman þótti ekki alls
staðar með heimsborg-
arabrag og hann kneyfaði
dýrt viskí af miklum móð
á hótelherbergjum sínum.
Er hann flutti fyrirlestur
í John Hopkins-háskól-
anum var hann greinilega
slompaður og átti erfitt
með að tala skýrt.
Mistök aðstoðarmanna?
Áfengisneysla Jeltsíns komst á
forsíður blaða í sumar er hann
kom fram á blaðamannafundi sem
haldinn var í tengslum við fund
sjö helstu iðnvelda heims í Na-
pólí. Viðstaddir voru ekki í vafa
um að Jeltsín var kófdrukkinn.
Fyrir skemmstu var hann í Berlín
vegna brottfarar síðustu
rússnesku hermannanna
frá Þýskalandi. Hann
skálaði óspart, virtist
óstöðugur á fótunum og
heimsbyggðin varð vitni
að því í beinni sjónvarps-
útsendingu er Rússlands-
forseti heimtaði skyndi-
lega að fá að stjórna her-
hljómsveit.
Jeltsín átti stutta við-
dvöl í írlandi á leið heim
frá Bandaríkjunum í byijun mán-
aðarins. Albert Reynolds forsæt-
isráðherra beið ásamt öðrum
ráðamönnum á flugvellinum en
tuttugu mínútur liðu eftir lend-
inguna án þess að nokkur skýring
fengist á því að Jeltsín birtist
ekki í vélardyrunum. Þá loks
komu aðstoðarmenn hans og
sögðu að forsetinn gæti því miður
ekki hitt Reynolds vegna ferða-
Borís Jeltsín
þreytu, aðrir sögðu að ekki hefði
reynst unnt að vekja hann.
Eftir heimkomuna til Moskvu
bað Jeltsín Reynolds afsökunar
og sagði að vegna mistaka hefðu
aðstoðarmenn sínir ekki vakið sig
og trúi nú hver sem vill þeirri
skýringu.
Einn af aðstoðarmönnum for-
setans viðurkenndi nýlega í sjón-
varpsviðtali að Jeltsín færi stund-
um illa með áfengi.
„Hámark
niðurlægingarinnar“
Einn af þingmönnum kommún-
ista í dúmunni, Viktor Íljúkín, tók
málið upp eftir Þýskalands- og
írlandsævintýri forsetans. Íljúkín
sagði að framferði Jeltsíns væri
„hámark niðurlægingarinnar“
fyrir Rússa og vildi að sett yrði
á laggirnar sérstök nefnd læknis-
fróðra manna, þ. á m. erlendra
sérfræðinga, til að kanna hvort
forsetinn væri hæfur til að gegna
embættinu. Þingforsetinn ívan
Rybkín, sem einnig er kommún-
isti, varði Jeltsín og sagði að
ásakanir af þessu tagi hefðu
ávallt fylgt forsetanum en Jeltsín
stæði jafnréttur eftir.
Reuter
Rússar
skjóta að
fiskibáti
Ósló. Morgunblaðið.
RÚSSNESK herflugvél skaut að
norskum fiskibáti, „Stálbjörn", í
gær þegar hann var að veiðum
innan rússneskrar lögsögu fyrir
norðan Múrmansk. Var báturinn
talinn vera of nærri heræfingum
Rússa á þessum slóðum en norska
utanríkisráðuneytið hefur krafist
skýringa.
Herflugvélin skipaði skip-
stjóranum, Odd Jarle Löken, að
sigla burt vegna flotaæfinga
skammt undan. Hann hafði þó
ekki fyrr tekið við skipuninni en
skotið var frá flugvélinni.
Raoul
Cedras til
Panama
DEE Dee Myers, talsmaður
Bandarílyaforseta, fagnaði í
gær brottför Raouls Cedras frá
Haítí en hann sagði af sér sem
æðsti yfirmaður hersins fyrr í
vikunni í samræmi við samning
herforingjastjórnar landsins við
Bandaríkjamenn. Cedras hélt
með fjölskyldu sína til Panama
og var þungbúinn er hann sté
út úr flugvélinni. A myndinni
er Cedras (í jakkafötum), ásamt
fjölskyldu sinni; dóttur, tveimur
sonum og eiginkonunni Yannick
(með gleraugu).
Fyrrum ráðherra Balladurs flæktur í hneyksli
Gæti skaðað hægri-
menn í kosningum
París. Reuter.
HNEYKSLI, sem fyrrum ráðherra
og náinn bandamaður Edouards
Balladurs, forsætisráðherra Frakka,
er flæktur í, hefur skekið frönsku
ríkisstjórnina og teygir nú anga sína
æ víðar. Hafa stjórnmálamenn úr
ölium frönsku stjórnmálaflokkunum
sagt að handtaka Alains Carignon,
sem var samgönguráðherra þar til
að hann sagði af sér í júlí sl., muni
veikja stöðu Balladurs og skaða
hægrimenn, en fyrir fimm vikum var
talið að þeir yrðu ósigrandi í forseta-
kjöri á næsta ári.
Carignon var handtekinn í París
og hafður í varðhaldi í borginni Lyon,
sakaður um að láta spillingu viðgang-
ast. Ákæruatriðin á hendur honum
eru m.a. að þiggja mútur frá stórfyrir-
tækjum, t.a.m. frí afnot af íbúð í
París um nokkurra ára skeið, svo og
ferðir með einkaflugvélum. Fullyrðir
blaðið Le Monde að hann hafi þegið
rúmar 20 milljónir franka, um 256
milljónir ísl. kr., í formi gjafa frá fyrir-
tækjum sem fengu stór verkefni.
í kjölfar handtöku hans hafa fjöl-
miðlar og stjórnmálamenn velt vöng-
um yfir afleiðingum hennar. „Stjórn-
in er í miklum vanda og hann versn-
ar aðeins," sagði Martin Malvy, leið-
togi þingsflokks sósíalista og Jean
Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðemisfylk-
ingarinnar, spáði því að hægrimenn
myndu tapa forsetakosningunum á
næsta ári. Undir þetta hafa stórblöð-
in Liberation og Le Figaro tekið
undir.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Með hverju pari af þessum Rockstone
skóm fylgir 1 par af vönduðum
íslenskum ullarsokkum frá
Glófa hf., Akureyri. V
TEG: 1412
Iitir; Brúnn -
svartur
Stærðir 3041
TEG: 1362
Litur: Svartur
Stærðir 23-30
TEG: 1364-2
Litir: Brúnn -
brúnn/vínrauður,
grænn $
Stærðir 23-30 ó
TEG: 1364
Litur: Dökkbrúnn.
Stærðir 30-41
TEG: 1350
Litir: Brúnn -
svartur
Stærðir 23-30
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
STEINAR WAAGE /
V
SKOVERSLUN ^
SÍMl 18519 <P
'Topp
JL VELTUSUI
skórinn
STEINAR WAAGE y
--------------
VELTUSUNOI . SlMI: 21212
VIÐ INGÓLFSTORG
SKOVERSLUN
SÍMI 689212