Morgunblaðið - 14.10.1994, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
MEG frá ABET
UTANÁHÚS
FYRIRLIGGJANDI
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
íslenska einsöngslagið á sunnudag
Eitthvað ósagt í
Hlaðvarpanum
ALHEIMSLEIKHUSIÐ sýnir ein-
þáttunginn „Eitthvað ósagt“ eftir
Tennessee Williams í Kaffileikhúsinu
í Hlaðvarpanum í kvöld klukkan
21.00. Leikþátturinn var frumsýndur
á Listasunm á Akureyri í ágúst síð-
astliðnum. íslenska þýðingu gerði
Vilborg Halldórsdóttr. Leikstjóri er
Hlín Agnarsdóttir, en leikendur eru
þær Anna Elísabet Borg og Steinunn
Ólafsdóttir.
í fréttatilkynningu segir: Leikurinn
gerist við morgunverðarborðið á heim-
ili frökenar Scott snemma á sjötta
áratugnum í suðurríkjum Bandaríkj-
anna. Fröken Scott og einkaritari
hennar, Grace Lancaster, hafa búið
saman í 15 ár og fröken Scott, sem
er meðlimur í stórum kvennasamtök-
um, er að bíða eftir niðurstöðum í
formannskjöri innan samtakanna, þar
sem hún hefur boðið sig fram. A milli
símtala frá formannskjörinu fer fram
óvenjulegt persónulegt uppgjör milli
hennar og einkaritarans þar sem eitt-
hvað ósagt kemur í ljós.
Alheimsleikhúsið varð til á Lista-
sumri á Akureyri í sumar. Önnur sýn-
ing í Hlaðvarpanum verður laugardag-
inn 15. október klukkan 21.00
Skógarmenn
og hverful-
leikinn
GÍSLI Magnússon píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari.
Selló og píanó
í Kirkjuhvoli
GUNNAR Kvaran sellóleikari og
Gisli Magnússon píanóleikari
halda tónleika í Kirkjuhvoli í
Garðabæ á sunnudaginn, 16. októ-
ber. Tónleikarnir hefjast klukkan
17.00 og á efnisskrá eru tilbrigði
Beethovens um stef úr Júdasi
Makkabeus eftir Handel, Sónata
op. 38 eftr Brahms, Myndir á þili
eftir Jón Nordal og Sónata op. 40
eftir Sjostakovits. Báðir hafa þeir
Gunnar og Gísli haldið fjölda tón-
leika sem einleikarar og í kammer-
tónlist. Samstarf þeirra nær aftur
til ársins 1973.
Tónleikarnir eru á vegum Tón-
listarskóla Garðabæjar og er að-
gangur, 600 kr., seldur við inn-
ganginn. Agóðinn rennur í Lista-
sjóð skólans sem m.a. styrkir efni-
lega nemendur til framhaldsnáms.
TVÆR listsýningar verða opnaðar í
Hafnarborg á morgun: Á Skógarmönn-
um Sæmundar Valdimarssonar og
mynda Gísla Sigurðssonar. Sýningam-
ar standa til 31. október og eru opnar
frá 12-18 alla daga nema þriðjudaga.
Sæmundur fæddist árið 1918 á
Krossi á Barðaströnd og bjó þar til
fullorðinsára. Hann fluttist til
Reykjavíkur 1948 og hefur frá árinu
1988 eingöngu unnið að listsköpun.
Sýning Gísla ber yfirskriftina
Tíminn og hverfulleikinn. Á henni
verða 30 verk unnin með blandaðri
tækni, frá síðustu fjórum árum. Flest
eru unnin með olíulit á léreft, en einn-
ig notar Gísli blaðgull og samklippur
úr pappír.
Unglist ’94
Ljósmynda- og stutt-
myndamaraþ on
UNGLIST 94, listahátíð ungs fólks,
hefst í ár á ljósmynda- og stutt-
myndamaraþoni á morgun, laugar-
dag kl. 12, að lokinni setningu há-
tíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þátttaka er opin öllu ungu fólki sem
áhuga hefur á ljosmyndun og kvik-
myndagerð. Urslit keppninnar
verða birt á Ijósmynda- og stutt-
myndasýningu í Háskólabíói mánu-
daginn 17. október kl. 20 en þar
verða einnig sýndar aðrar áhuga-
verðar stuttmyndir eftir ungt fólk
og sýnishorn úr myndum eldri og
reyndari kvikmyndaleikstjóra sem
nú eru í vinnslu, segir í fréttatil-
kynningu.
Keppendur í ljósmyndamaraþoni
eiga að mæta með 35 mm mynda-
vélar í Ráðhús Reykjavíkur og fá
þeir 12 myndverkefni, 12 mynda
filmu og 12 klukkustundir til að
leysa verkefnin. Það er því ekkert
svigrúm fyrir mistök og keppendur
þurfa að vanda vinnu sína. Dómefnd
skipa Gunnar Finnbjörnsson frá
Hans Petersen, Gunnar Andrésson
frá DV, Már Guðlaugsson frá Hinu
Húsinu og Bára Kristinsdóttir ljós-
myndari. Verðlaun fyrir bestu
myndirnar gefur Hans Petersen hf.
glæsilegar Canon EOS og Canon
Prima myndavélar.
Keppenduf í stuttmyndamara-
þoni eiga að mæta með myndbands-
tökuvélarar sínar (VHS, S-VHS,
Video-8 mm, Hi-8) í Ráðhúsi
Reykjavíkur og fá þar úthlutað
myndverkefni og 5 mínútna mynd-
bandsspólu. Skilafrestur er til kl.
18 sama dag. Bæði einstaklingar
og lið geta tekið þátt í keppninni.
Verðlaun fyrir bestu stuttmyndina
eru 50.000 úttekt í einu besta SP-
Beta klippistúdíói landsins, Nýja
bíói. Fyrir aðrar áhugaverðar
myndir verða veitt verðlaun frá
Myndbandavinnslunni.
Skráning í ljósmyndamaraþonið
og stuttmyndamaraþonið er í Hinu
húsinu, Brautarholti 20 (s.: 624320)
og í Ráðhúsinu frá kl. 11 laugardag-
inn 15. október.
Þorsteinn Gylfason
talar um ljóð við lög
Signý Sæmundsdóttir syngur
Iferti með í lukkupotti áfefe!
Á Bylgjunni frá 1. - 29.
*
Italskt kvöld Kvenna-
kórs Reykjavíkur
Þátttökuseðlar leiksins eru á Ágætis kartöflupokum.
Það eina sem þátttakendur þurfa að jgera er að klippa
miðann af pokanum og setja hann í Agætis póstkassa
eða senda til Bylgjunnar, Lynghálsi 5, frá 1. til 29. október.
Dregið verður úr lukkupottinum á hverjum virkum degi
á Bylgjunni. Þrjú hundruð heppnir þátttakendur fá
1000 kr. úttektarmiða á Hard Rock Cafe. Og sá allra
heppnasti fær nýjan Renault Twingo frá Bílaumboðinu hf.
að verðmæti kr. 838.000.-, sem dreginn verður út
laugardaginn 5. nóvember í beinni útsendingu á Bylgjunni.
KVENNAKÓR Reykjavíkur hefur
ítalskt kvöld sunnudaginn 16. októ-
ber. Það verður í húsnæði kórsins á
Ægisgötu 7 og hefst það kl. 20.
Fyrir hlé munu nemendur ítölsku
óperusöngkonunnar Eugeniu Ratti,
sem nú heldur námskeið í Reykja-
vík, flytja atriði úr óperunni Ninu
eftir Pai'sello. Óperan verður flutt í
heild sinni seinna í mánuðinum.
í hléi verða veitingar að ítölskum
sið og dregið í happdrætti að-
göngumiða. Að því loknu syngja
kennarar söngdeildar Kvennakórs-
ins ítalskar aríur.
Söngdeildin var stofnuð í haust
af Margréti Pálmadóttur og Guð-
björgu Siguijónsdóttur. Við hana
starfa níu kennarar og tveir undir-
leikarar.
ÞORSTEINN Gylfa-
son, heimspekingur,
heldur þriðja erindið
af sjö í röð fyrirlestra
um íslenska einsöngs-
lagagerð og flutning
einsöngslaga í Menn-
ingarmiðstöðinni
Gerðubergi sunnu-
daginn 16. október kl.
14.
Ljóð við lög er heiti
erindisins sem fjallar
um þau atvik að skáld
yrki ljóð við lög, frek-
ar en tónskáld lög við
ljóð, og ýmsan vanda
sem þá er við að etja
fyrir skáldið. Tekin
Þorsteinn Gylfason Signý Sæmundsdóttir
verða fáein
dæmi af íslenskum sönglögum sem
eru svona til komin, og einnig dæmi
af frumortum Ijóðum og þýddum
við útlend lög.
Flutt verða ljóð eftir Davíð Stef-
ánsson, Tómas Guðmundsson, Jón-
as Árnason og Halldór Laxness og
þýðingar eftir Þorstein Gylfason við
lög eftir Pál ísólfsson, Sigfús Hall-
dórsson, Jón Múla Árnason, Jakoþ
Hallgrímsson, Skúla Halldórsson,
Atla Heimi Sveinsson og Richard
Wagner. Að þessu sinni sjá Signý
Sæmundsdóttir, sópran, og Þóra
Fríða Sæmundsdóttir, píanóleikari,
um flutning laganna.
Nú stendur yfir yfirlitssýningin
íslenska einsöngslagið í Gerðu-
bergi. Mikil vinna var lögð í sýning-
una og er þetta í fyrsta sinn sem
sett er upp sýning sem sérstaklega
er tileinkuð sönglífi og einsöngs-
lagagerð á íslandi. Einnig var út-
búin vegleg sýningarskrá með ævi-
ágripum íslenskra tónskálda og rit-
gerðum um sönglíf.
Sverrir Guðjónsson, söngvari,
annast leiðsögn um sýninguna á
sunnudögum kl. 13.
ðtófeg®
GOTT ÚTVARP